Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Side 8

Vestfirska fréttablaðið - 23.10.1980, Side 8
Nýjar íslenskar plötur örvar Kristjánsson (10.600) Pálmi Gunnarsson (12.000) Sprengisandur (12.000) Kátirdagar (11.000) Bubbi Mortens (10.600) Bessi segir börnum sögur ( 9.600) ÓÁTEKNAR KASSETTUR 60 mín. kr. 1.750 - 90 mín. kr. 1.950 Haukur Mortens Upplyfting Meira salt Silfurkórinn Utangarðsmenn (12.900) ( 9.350) (11.050) (12.900) ( 3.000) Bókav. Jónasar Tómassonar Sími 3123 ísafirði rHETTABLASIS ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Afli og sjósókn í september 1980 Allgdðar gæftir ágætur togaraafli Gæftir voru allgóðar í sept- ember. Fengu togararnir margir ágætan afla í mánuðinum, en afli togbátanna, sem hafa leyfi til tog- veiða innan 12 sjómílnanna yfir haustmánuðina, var fremur treg- ur. Línubátarnir byrjuðu margir róðra um miðjan mánuðinn, en afli var almennt mjög tregur. Enginn smokkur hefir veiðst á þessu hausti, þrátt fyrir líklegt útlit í sumar, þar sem hans varð vart á allri fiskislóðinni út af Vestfjörðum fram eftir öllu sumri. Er það öllum ráðgáta, hvað því veldur, að hann gengur ekki inn á firðina, eins og hann átti vanda til á árum fyrr. Færa- bátarnir hættu flestir veiðum um og eftir mánaðamótin. 1 sept- ember stunduðu 110 (100) bátar botnfiskveiði frá Vestfjörðum, 81 (69) með handfæri, 11 (10) réru með línu, 15 (16) með botnvörpu, 1 (3) með dragnót og 2 (2) með þorskanet. Rækjubátarnir, sem hafa stundað rækjuveiðar útaf Vestfjörðum í sumar, hættu allir veiðum í byrjun mánaðarins, og varð mánaðaraflinn aðeins 72 lestir. Tveir bátar frá ísafirði stunduðu skelfiskveiðar og öfluðu 158 lestir í mánuðinum. Heildarbotnfiskaflinn í sept- ember varð 6.261 lest, en var 3.154 lestir í september í fyrra. Er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 74.179 lestir, en var 71.304 lestir á sama tíma í fyrra. Aflinn í einstökum verstöðvum: PATREKSFJÖRÐUR Jón Júlí dr. Ársæll Sigurðss. 1. María Júlía 1. Vestri 1. 15 færab. TÁLKNAFJÖRÐUR: Tálknf. tv. BÍLDUDALUR: Sölvi Bjarnas. tv. ÞINGEYRI: Framnes I tv. Guðbjörg tv. Hamraborg 1/tv. 33.1 15.2 12.3 14.3 139,5 337,3 4 218,7 2 138,0 3 155,0 1 28,6 FLATEYRI: Gyllir tv. 430,4 8 færabátar 31,9 SUÐUREYRI Elín Þorbj.d. tv. 464,4 Ólafur Firðb.s. 1. 35,6 Sigurvon 1. 21,7 12 færabátar 60,8 BOLUNGARVtK: Dagrún tv. 447,8 Heiðrún tv. 213,2 Páll Helgi n. 64,5 Halldóra Jónsd. 1 52,4 Kristján n. 41,9 15færab. 71,2 (SAFJÖRÐUR Júlíus Geirm.ss. tv. 662,3 Páll Pálsson tv. 419,6 Guðbjartur tv. 223,9 Guðbjörgtv. 160,4 Víkingur III 1. 41,0 Orri 1. 38,7 Bryndís tv. 25,7 Engilráð tv. 21,4 Tjaldur f. 20,7 23 færab. 156,6 SÚÐAVÍK Bessi tv. 328,7 4 Valur tv. 32,9 Sigrún tv. 27,6 HÓLMAVÍK: Sæbjörg f. 20,2 Ásbjörg f. 12,7 4 DRANGSNES: Grímsey f. 10,9 Framanritaðar aflatölur eru 5 miðaðar við slægðan fisk, nema 9 aflatölu línubáta. þar sem miðað 5 er við óslægðan fisk. Aflinn í hverri rerstöð í sept- ember: 4 1980 1979: 3 25 Patreksfj. 204 ( 175) 17 Tálknafj. 404 ( 241) 22 Bíldudalur 262 ( 82) Þingeyri 436 ( 80) Flateyri 554 ( 38) Suðureyri 687 ( 342) 4 Bolungarvík 1.069 ( 542) 4 ísafjörður 2.107 (1.409) 2 Súðavík 473 ( 215) l Hólmavík 49 ( 25) 8 Drangsnes 16 ( 15) Jan./ág. 6.261 (3.154) 67.918 (68.150) 74.179 (71.304) Úr vinnusal fshúsfélags fsfirðlnga hf. -Leó Ijósmyndastofa. PÓLLINN HF Isafiröi Sími3792 Útiluktir Vinsælu ISMOS útiluktirnar loksins komnar aftur. Eigum einnig gott úrval af Ijósakúplum, gler og plast. Ljósaperur, kertaperur, kúluperur,kastaraperur, spegilperur, ofnaperur, flúorperur, ísskápaperur. -Leó Ijósmyndastofa Sundhöllin opnuð eftir breytingar Sundhöll fsafjarðar var opn- uð fyrir skömmu eftir tveggja mánaða lokun vegna lagfær- inga og breytinga á húsakynn- um. f samtali við Vestfirska sagði Björn Helgason, íþrótta- fulltrúi, að breytingarnar hefðu orðið miklu meiri en reiknað var með í upphafi og fór kostn- aðurinn við þær langt fram úr áætlun. Þessar breytingar eru fyrsti liðurinn í því áformi bæj- aryfirvalda, að koma sundhöll- inni í nýtískulegra horf. Næsta stigið er að koma upp aðstöðu til gufubaða. Björn Helgason sagði, að engin endurnýjun hefði farið fram á sundhöllinni og tækjum hennar síðan hún var tekin í notkun fyrir rúmum 30 árum. Á sínum tíma var hún mikið og veglegt mann- virki. Nauðsynlegt var því orðið að endurnýja allar leiðslur í hús- inu, bæta snyrti- og salernisað- stöðu og leggja nýjar lagnir í gólf. Sturtum var fjölgað um tvær og settir voru upp baðvatnsskammt- arar, sem spara munu mikinn hita. Bæjarstjórn og bæjaryfirvöld hafa verið mjög hlynnt þessum framkvæmdum, að sögn Björns, og 8 millj. kr. var veitt til fram- kvæmdanna. Stefnt er að því núna að setja upp gufubaðstofu í sundhöllinni og liggja teikningar og kostnaðaráætlun fyrir. Sagðist Björn vonast til, að hægt væri að koma þessum framkvæmdum inn á fjárhagsáætlun næsta árs. etj,- Kyndistöðvarhús Nú er unnið að byggingu kyndistöðvarhúss við bráða- birgðaskýli Orkubús Vestfjarða á hafnarsvæðinu á ísafirði. Húsið verður 18.50x12.40 fer- metrar og lofthæðin nálægt 5 metrum. Húsið er byggt upp á steinsteyptum súlum, sem verða klæddar utan með stál- klæðningu og þakið borið uppi af límtrésbitum, sem keyptir hafa verið frá Danmörku. Kristján Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Orkubúsins sagði í viðtali við blaðið, að reiknað væri með því að um miðjan nóvember yrði byrjað að kynda frá fyrri svartolíukatlinum, en ætlunin er að setja þarna upp tvo svartolíu- katla á fimm megawött hvorn. Einn rafskautsketill upp á 10 megawött er væntanlegur í mars á næsta ári og verður þá fyrst og fremst notuð raforka til hitunar á fjarvarmaveitunni, en svartolía sem varaafl. —Við verðum að nota varaafl- stöðinna hérna þangað til við er- um búnir að koma upp þessum nýja katli, sagði Kristján, því að öðrum kosti höfum við ekki næga orku á hitaveituna. Svartolíukatl- arnir, sem nú eru í bráðarbirgðar- skýlinu, eru aðeins með 3 mega- wött og við verðum því að fá afgangsorkuna frá díselvélinni líka. Hún er keyrð á svartolíu, þannig að orkukostnaðurinn fyrir hana er ekki mikið hærri en raf- magn eftir Vesturlínu. Ástæðan er sú, að við framleiðum hvor- tveggja rafmagn og hita með henni og brennum i henni svart- olíu. etj. Hjónaklúbbur BG - flokkurlnn hefur geng- Ist fyrir stofnun hjónaklúbbs á Isafirðl og munu danslelkir verða haldnlr mánaðarlega að Uppsölum. ( klúbbnum eru nú 150 félagar að sögn talsmanna BG - flokksins, en 50 manns eru á biðlista. Aðsóknin er langt umfram þessi 200 manns og virðist því greinileg þörf á starfsemi klúbbs sem þessa. Ólafur Guðmundsson, meðlim- ur í BG - flokknum, tjáði blaðinu að þeim félögum hefði virst á- kveðnir hópar fólks ekki skila sér á böllin og því hefði stofnun hjónaklúbbsins verið afráðin. Mætti líta á hana sem þjónustu við bæjarbúa. Miðað er við að félagar klúbbsins séu um eða yfir tvítugu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.