Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 1
Alla leiö meö , r EIMSKIP Sími 3126 Loðnubræðslan í Bolungarvík. - Leó Ijósmyndastofa Loðnuvinnslan gengur vel 16000 tonn komin á land í Bolungarvík ört gengur á loðnukvótann, sem hefur verið lækkaður Loðnulöndun hefur gengið vel í Bolungarvík að undan- förnu og nú á mánudag sl. hafði verið tekið við alls um 16.000 lestum af loðnu en það er um 6000 lestum meira en á sama tíma í fyrra. Sex bátar lönduðu loðnu í Bolungarvík um síðustu helgi. Loðnubræðslan hefur gengið mjög vel og eru afköst verksmiðj- unnar betri en í fyrra vegna bætts vélakosts. f síðustu viku var skip- að út 500 tonnum af mjöli og 240 tonnum af lýsi. f byrjun þessarar viku var skipað út 1500 tonnum af lýsi og rösklega 1000 tonnum af mjöli. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sjávarútvegsráðu- neytið ákveðið að lækka loðnú- kvótann niður í 70% af því sem veiddist á síðasta ári. Heimildar- maður Vestfirska í Bolungarvík tjáði blaðinu, að einstaka bátar væru að verða búnir með sinn kvóta og ættu sumir þeirra ekki eftir nema i mesta lagi tvo róðra til viðbótar. Eini Bolungarvíkurbáturinn sem gerður er út á loðnu, Hafrún, landaöi 300 tonnum á mánudag- inn var. etj- Níundi hver Flateyringur í tdnlistarskola Tónlistarskóli tekur tll starfa á Flateyrl um næstu mánaðar- mót og er skóllnn reklnn á vegum sveitarfélagsins. Skóla- stjóri hans er Ragnar Jónsson, tónmenntakennarl frá Reykja- vfk. Guðvarður Kjartansson, sem á sæti f undirbúnings- nefnd Tónllstarskólans, sagðl f Áskrift að Vestfirska fréttablaðinu Vegna ítrekaðra fyrirspurna um áskriftlr að Vestflrska fréttablaðinu, vlljum vlð benda á að áskriftasímann er jafnan að flnna f „blaðhausnum“ á bls. 2 fyrir ofan leiðarann. Á- skriftasfmi blaðslns er 4011. Skrifstofa blaðsins er að Hafn- arstræti 1. Hún er opin frá kl. 13-17 alla virka daga. Enn sem komið er verður þvf miður ekki hægt að taka við áskriftum á Isafirði og Hnífsdal og verður blaðið selt áfram í lausasölu á þessum stöðum a.m.k. fyrst um sinn. Blaðið er sent f áskrift til allra annarra staða á Vestfjörð- um og raunar um allt land. samtali við Vestfirska, að stofnun skólans hefði vakið geysilega lukku á Flateyri og yfir fimmtíu nemendur hefðu þegar látið skrá sig, en það er níundi hver maður á Flateyri. —Þetta mál kom til umræðu hjá okkur á síðastliðnum vetri, sagði Guðvarður, og frá því í vor hefur verið ósleitilega unnið að undirbúningi. Við vorum svo heppnir að fá gagnmenntaðan tónlistarkennara sem skólastjóra. Ýmsir góðir menn lögðu okkur lið og vil ég þá sérstaklega nefna Ragnar H. Ragnar, sem barðist eins og Ijón við hlið okkar í því að koma skólanum á laggirnar og fá mann að honum. Ekki var gengið frá ráðningu skólastjóra fyrr en um síðustu mánaðamót og síðan höfum við staðið í hljóðfæra- kaupum og öðru slíku fyrir stofn- unina. STYRKUR FRÁ MINNINGARSJÓÐI —Það er sérstaklega einn sjóð- ur hérna, sagði Guðvarður, sem styrkt hefur þessa stofnun mjög myndarlega, en það er minning- arsjóður um Arngrím Jónsson, fyrrv. skólastjóra á Núpi í Dýra- firði. Hjálmur h.f. á Flateyri setti sjóðinn á stofn til minningar um Arngrím og átti að verja tekjum sjóðsins til grunnskólans á Flat- eyri. Þarna sáu forráðamenn sjóðsins verkefni, sem þeir vildu gjarnan styrkja og þessi veiga- mikli stuðningur hefur orðið til þess að stofnun skólans var afráð- in. —Ekki hefur ennþá verið á- kveðið með aðra kennara, en þessi gífurlega þátttaka þýðir sjálfsagt í framkvæmd, að við þurfum fleiri kennara að skólan- um og er verið að kanna þau mál betur. Hljóðfærin sem kennt verður á, eru píanó og gítar, auk hljóðfæra fyrir yngri nemendur, eins og flautur, sem eru undir- staða fyrir mörg önnur blásturs- hljóðfæri. Þá verður kenndur nótnalestur, tónfræði, tónmennt og tónheyrn. Skólinn verður um sinn til húsa í grunnskóla Flateyr- ar. Einar Oddur Kristjánsson hef- ur veitt forstöðu undirbúnings- nefndinni, sem starfað hefur að stofnun skólans, en aðrir í nefnd- inni eru Guðvarður Kjartansson og Böðvar Gíslason, formaður skólanefndar. etj.- Vandarhögg fær misjafnar undirtektir — Umsagnir fimm Vestfirðinga um leikritið. Milljónatugi kostaði að framleiða það, segir Hinrik Bjarnason, forstöðumaður Lista- og skemmtideildar sjónvarps. Sjónvarpsleikritið Vandar- högg, sem sýnt var sl. sunnu- dagskvöld, hefur vakið nokkrar umræður og deilur manna á meðal, eins og við var að búast og kannske var ætlunin. Höf- undur leikritsins er Jökull heit- inn Jakobsson, en það var til- reitt fyrir sjónvarp af Hrafni Gunnlaugssyni, höfundi Blóð- rauðs sólarlags, sem sýnt hef- ur verið tvisvar í sjónvarpi, og kvikmyndarinnar Óðals feðr- anna. Hlnrik Bjarnason, for- stöðumaður LSD (lista- og skemmtideildar sjónvarps), tjáði Vestfirska fréttablaðinu, að kostnaður við gerð leikrits- ins hefði enn ekki verið gerður upp, en hann hlypf á tugum milljóna króna. Sumir benda á, að fyrir þá upphæð hefði verið hægt að rýmka um á geðdeild- um sjúkrahúsanna í landinu. En, spyrja aðrir, hvað tjóir að meta listina og menninguna tll peninga? Við leituðum til nokkurra einstaklinga og báð- um þá að segja álit sitt á hug- verkinu. sjá w*. 2 9 Frá sýningunni. - Leó Ijósmyndastofa Verk þekktra listmálara sýnd á Sýning á málverkum úr eigu Listasafns alþýðu hefur verið opnuð í bókasafninu á isafirði á vegum Menningarráðs fsa- fjarðar og verkalýsfélagslns Baldurs. Á sýningunni eru 14 málverk, eftir tólf íslenska listamenn, meðal annars Ás- grfm Jónsson, Júlíönu Sveins- dóttur, Sverri Haraldsson, Þor- vald Skúlason, Benedikt Gunn- arsson, Louise Matthíasdóttur og Eirík Smith. Sýningunni lýk- ur 15. nóv. n.k. og er hún opin á venjulegum afgreiðslutíma ísafirði bókasafnsins. Menningarráð ísafjarðár vænt- ir þess að geta opnað aðra slíka sýningu frá Listasafni alþýðu í bókasafninu einhverntíma næsta vor. Listasafn ASl var stofnað með frumgjöf Ragnars Jónssonar, for- stjóra fyrir röskum nítján árum, er hann færði „samtökum ís- lensks erfiðisfólks" að gjöf 120 valinkunn listaverk. Síðan hefur mikið bæst við þann stofn og eru nú í safninu á fjórða hundrað listaverk.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.