Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 4
vestfirska rRETTABLADID l'SFIRÐINGAR VESTFIRÐINGAR ★ Keðjur í miklu úrvali á: vörubíla jeppa fólksbíla ★ Þverbönd Langbönd Krókar Lásar ★ Lítið við áður en þér leitið annað RAF HF. ísafirði Sími3279 Leíkfími Næsta námskeið fyrir konur hefst þriðju- daginn 4. nóvember kl. 20:00 í fþrótta- húsinu. Aðeins örfá pláss laus. RANNVEIG PÁLSDÓTTIR SÍMI3696 Þakjárn Þaksaumur Þakpappi Allt til bygginga á einum stað BYGGINGARVÖRUVERSLUN JÓNS FR. EINARSSONAR Sími 7353 og 7351 Bolungarvík Spánskar postulínsstyttur, Rex L0JHLJ GLIT í miklu úrvali, stórar og smáar Matar og kaffistell Plattar með merkjum landsfjórðunganna Stálborðbúnaður og margir aukahlutir. Neisti hf. ísafirði, sími 3416 Skugga- Sveinn Æfingar standa nú yfir á Skugga-Sveini hjá leikfélaginu Baldri á Bíldudal og er áformað að leikritið verði frumsýnt um miðjan næsta mánuð. Leik- stjóri er Kristján Jónsson, en undirleik annast Sigurður Dan- íelsson. Hannes Friðriksson, form. leikfélagsins Baldurs, tjáði Vestfirska, að ráðgert væri að fara með leikritið í sýningarför um Vestfirði. Kristján Jónsson hefur tvisvar áður fært upp Skugga-Svein og er því leikritinu nákunnugur, að sögn Hannesar. Hann hefur einn- ig sviðsett Þrjá skálka og Mann og konu. Með helstu hlutverk í leikritinu fara þessir leikarar: örn Gíslason (Skugga-Sveinn), Hannes Frið- riksson (Ketill skrækur), Jón Guðmundsson (Sigurður í Dal), Ása Garðarsdóttir (Ásta), Eyjólf- ur Hlíðar (Haraldur), Ágúst Gíslason (Lárentíus sýslumaður), Ólafía Björnsdóttir (Grasa- Gudda), Þuriður Sigurðardóttir (Gvendur smali), Ottó Valdim- arsson (Ögmundur), Óttar Ingi- marsson (Jón sterki). Alls koma fram í sýningunni um 20 manns. Leiktjaldamálari er Hafliði Magnússon. ódýr Yamaha söngkerfi * * Til sölu 6 mánaða gamalt Yamaha MALTID söngkerfi með sex rása stereo-mixer, Jen-synthesiser, 100 watta bassabox og Sennheiser míkrófónn MD-421 og Pevy STÓR FYLLT monitor. TOPPLOKA UPPLÝSINGAR í SÍMA 7355 og jógurt kr. 1.290 ísfirðingar HAMRAB0RG HF. Rammavefnaðarnámskeið, 1 kvöld í viku, byrjar strax og næg þátttaka fæst. HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK Nýju lögin afturför — gagnvart fjármögnun, segir Guðmundur H. Ingólfsson. í ávarpi, sem Guðmundur H. Ingólfsson, form. byggingar- nefndar leigu- og söluíbúða, flutti við afhendingu fjölbýlis- hússins við Dalbraut í Hnífsdal nýlega, lýsti hann þeirri skoð- un sinni að þótt mörg ágæt nýmæli væru í hinni nýju lög- gjöf um Húsnæðisstofnun rík- isins, þá væri hún hrein aftur- för gagnvart fiármögnun bygg- ingarkostnaðar og stór hluti fjármögnunarinnar væri lagður á aðila, sem alls óvíst sé að væru þess umkomnir að sjá um svo mikla fjármögnun. Með hinni nýju löggjöf um Húsnæðisstofnun ríkisins er leigu- og söluíbúðarkerfið lagt niður og skal nú byggja verka- mannabústaði eingöngu sem fé- lagslegar íbúðir. Guðmundur H. Ingólfsson sagði það sitt mat á nýju löggjöfinni, að það hefði farið betur að þróa leigu- og sölu- íbúðarkerfið til betri árangurs heldur en að koma með slík ný- mæli um verkamannabústaði að sveitarfélög sæu sér ekki fært að standa að byggingu íbúða á fé- lagslegum grundvelli. f ávarpi Guðmundar kom fram, að framkvæmdanefnd leigu- og söluíbúða hefði sett það mark árið 1974, að á ísafirði yrðu byggðar alls 64 íbúðir undir þessu kerfi. Með þeim íbúðum, sem afhentar voru í Hnífsdal á dögun- um, hefur verið lokið við bygg- ingu 23 íbúða, en áður hafa verið afhentar með endanlegu uppgjöri 3 íbúðir í raðhúsi við Garðaveg og 12 íbúðir í sambýlishúsi við Fjarðastræti. Nefndin hefur hafið byggingu á 34 íbúðum til viðbótar og eru þá undirlagðar og búnar 57 íbúðir af upphaflegum áfanga nefndarinnar. Þá sagði Guðmundur: „Á undanförnum vikum hafa spunnist blaðaskrif um starf framkvæmdanefndar hér á fsa- firði. Vegna þessara skrifa, sem að mínu mati voru ekki á þeim grundvelli, sem æskilegur hefði verið, vil ég minna á að opinber umræða um byggingu félagslegra íbúða er nú mikil nauðsyn. En sú umræða verður að fara fram af víðsýni og þekkingu, en ekki sleggjudómum, eða fyrirfram mótaðri neikvæðri afstöðu til málsins. Ef tilteknir fjölmiðlar hafa áhuga á svona málum ættu ráðamenn þeirra að kynna sér með hvaða hætti þeir gætu opnað slíka umræðu sem best áður en hún fer inn á villandi brautir eins og gerðist í umræddum skrifum." Að lokum þakkaði Guðmund- ur bæjarstjórn fsafjarðar virka að- stoð, sem hún hefði veitt fram- kvæmdanefnd við byggingu fé- lagslegra íbúða á fsafirði. etj,- Hjálpræðis- herinn Hjálpræðisherinn á ísafirði fær mánudag 3. til miðvikudags 5. nóv. mjög ánægjulega heimsókn. Yfirmaður æskulýðs og barna- starfs Hjálpræðishersins major Edward Hannevik kemur hingað til samkomuhalds. Fyrsta kvöldið verður kvöldvaka með veitingum og skyndihappdrætti. Einnig verður sýnd kvikmyndin „Trans- formed lifes”.Það verða samkom- ur öll kvöldin. f för með honum verða allir foringjar sem starfa á fslandi. Kafteinn Daniel og Anne Óskarsson stjórna. Meðal gesta er einnig major Anna Olsen sem er mörgum ísfirðingum kunnug. Við hvetjum alla fsfirðinga og ná- granna til að koma á herinn við þetta sérstaka tækifæri. Major Hannevik talar og það verður mikið um söng og vitnisburð. Jesús lifir! Notkun endur- skins- merkja Mánudaginn 27. okt. s.l. fór fram athugun á hve margir nem- endur Barnaskóla fsafjarðar væru með endurskinsmerki á ytri fatn- aði sínum, skólatöskum og/eða stígvélum. Könnunin leiddi m.a. í Ijós, að í Vi. bekk voru 79% með merki. Með merki á yfirhöfnum voru 62,2%. f V. bekk voru 66,5% með merki. Með merki á yfirhöfnum voru 39,6% f IV. bekk voru 71% með merki. Með merki á yfirhöfnum voru 40.0%. f III. bekk voru 65,3% með merki. Með merki á yfirhöfnum voru 47.7%. í II. bekk voru 70% með merki. Með merki á yfirhöfnum voru 40.6%. f I. bekk voru 82,2% með merki. Með merki á yfirhöfnum voru 60,7%. f forskóla, 6 ára voru 98,5% með merki. Með merki á yfir- höfnum voru 71,5% Uppsalir ísafirði BG flokkurinn laugardagskvöld kl. 10 - 2 ★ Spariklæðnaður UPPSALIR Hjálpræðisherinn á ísafirði: Edward Hannevik æskulýðsfulltrúi og fleiri gestir verða á samkomu hersins, 3., 4. og 5. nóvember næstkomandi kl. 20:30. Ath. 3. nóvember er kvöldvaka með veit- ingum og skyndihappdrætti.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.