Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 2
2 I vestfirska I FRETTABLASIS Vikublaö, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 1, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Eðvarð T. Jónsson, sími 4269 - Útgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. - Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá. - Prentun: Prentstofan ísrún hf., sími 3223 Vestfirska fimm ára Framhald af bls. I. kom fljótt á daginn, aö þörfin var fyrir hendi. Blaöinu óx fiskur um hrygg. Smám saman jókst útgáfan og nú aö fimm árum liðnum er blaðið prentað í 1700 eintök- um, kemur út vikulega og hefur í þjón- ustu sinni blaðamann í fullu starfi. Auðvitað hefur gengið á ýmsu í útgáfu- sögu blaðsins. Við það hafa starfaó mest þrír blaðamenn samtímis, en á tíðum hefur öll efnisöflun verið á einni hendi. Gæfa blaðsins, þessi ár hefur verið sú, að Vestfirðingar almennt hafa sýnt þessu starfi mikinn áhuga og aðsent efni hefur gert það fjölbreyttara, en nokkur kostur hefði verið ella. Sú stefna að birta allt aðsent efni, svo fremi að það hæfi stærð blaðsins og velsæmi, má segja að sé grundvöllurinn að fjölbreyttu og lifandi efnisvali. Svo til frá upphafi hafa forystugreinar verið fastur liður í blaðinu. Ýmsir mætir velunnarar blaðsins hafa þar lagt hönd á plóginn. Undirritaður ber að sjálfsögðu fulla ábyrgð á forystugreinunum og öllu efni í blaðinu. Þær greinar, sem ekki eru öðrum merktar, má að jafnaði rekja til Forsíða Vestfirska frétta- blaðsins 3. nóvember 1975 hans. Eftir fimm ára baráttu, sem meðal annars var studd af alþingismönnum kjördæmisins og Fjórðungssambandi Vestfirðinga, var Vestfirska fréttablaðið ásamt héraðsfréttablöðum, loks viður- kennt af útvarpsráði sem fullgildur aðili að landsmálaumræðu. Vestfirska frétta- blaðið þakkar það traust og mun reyna að axla þá ábyrgð, sem því fylgir. Sú spurning hefur oft verið orðuð við undirritaðan, hvort grundvöllur sé fjár- hagslega fyrir útgáfu Vestfirska frétta- blaðsins og menn hafa undrast hvernig takast má að halda því úti. Því er til að svara að frá upphafi hefur blaðið mætt skilningi og velvilja alls þorra fólks á Vestfjörðum. Vestfirska hefur umboðs- menn á þéttbýlisstöðunum, sem sjá um söluna. Fyrirtæki og stofnanir líta á blaðið með velvilja og skilningi og sjá í því hinn heppilega fjölmiðil til þess að koma á framfæri auglýsingum og kynna starfsemi sína. Það er skilningur þessara aðila og samstarf við þá, ásamt ósérplægni allra þeirra, sem sem blaðinu vinna á einn eða annan hátt sem hefur gert það kleift að halda því úti. Ekki verður skilist við þessar hugleið- ingar svo, að ekki sé vikið að margumtöl- uðu hlutleysi blaðs, sem ekki er háð stjórnmálaflokkum. Þetta tvennt vill stundum blandast saman í hugum fólks. Sumir telja, að blað sem er óháð stjórn- málaflokkum þurfi ætíð að vera skoðana- laust í umræðu um menn og málefni. Varðandi þetta tel ég nauðsynlegt að taka fram, að í mínum huga er mikill munur á því að vera utan vébanda stjórn- málaflokka og því að vera skoðanalaus um þjóðfélagsmál. Það er löngu úreltur hugsunarháttur, að sá sem er ekki flokks- bundinn þurfi að vera skoðanalaus. Að sjálfsögðu gætum við hlutleysis og fyllstu sanngirni í fréttaflutningi, en hvað varðar greinaskrif og aðra umfjöllun teljum við okkur rétt og skylt að halda fram málstað Vestfirðinga og landsbyggðarinnar. Árni Sigurðsson, ritstjóri. —Smáaug lýsingar— TIL SÖLU Nýtt og ónotað bárujárn til sölu. 24 plötur í 6 m. lengjum. Upplýsingar í síma 3954 TIL SÖLU 4 stk. nýjar 13” Rocket krossa-krómfelgur. Passa á alla japanska bíla. Upplýsingar í síma 3474 A.A. FUNDIR Kl. 9 á þriðjudagskvöldum, safnaðarheimilinu, uppi í Gúttó. Opið á sama stað milli 2 og 4 á sunnudögum, sími 3171. A.A. deildin. TAPAÐ Dökk hornspangargleraugu töpuðust á Skeiðisvelli, er firmakeppni KRÍ fór fram. (Sennilega skilin eftir í bifreið á áhorfendasvæðinu.) Finnandi hringi í síma 4144 eða 3214 TIL SÖLU Mercedes Benz, árgerð 1969, 6 cyl., sjálfskiptur. Topplúga, snjódekk. Upplýsingar í síma 3060, Halli. HÚSTILSÖLU Til sölu er húseignin Hlíðar- stræti 14, Bolungarvík. Laus til afhendingar eftir 20. júní 1981. Nánari upplýsingar gefur Ól- afur B. Halldórsson í síma 3975 á kvöldin. TILSÖLU Píanó, falleg og eiguleg mubla, einnig ónotað 3 gíra Raleigh karlmannsreiðhjól, stærð 26”. Upplýsingar í síma 3702 Karlakór ísafjarðar AÐALFUNDUR Karlakórs ísafjarðar verður haldinn í Gagnfræða- skólanum n.k. miðvikudag kl. 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kórfélagar og áhugamenn eru eindregið hvattir til að mæta. STJÓRNIN Söfnuðu fyrir Þorleif Krist- mundsson Þessar ungu stúlkur heita Ár- óra Gunnarsdóttir, Guðrún Hrefna Sigurðardóttir og Sigur- lína Jónasdóttir og öfluðu þær álitlegrar fjárhæðar með hluta- veltu til styrktar Þorleifi Krist- mundssyni. Söfnun í hans þágu á vegum Hjálparsjóðs ísafjarðarkirkju, 7000 10, fer nú senn að Ijúka. 3 millj. í Afríkusöfnun Þetta myndarfólk úr 6. bekk Barnaskóla ísafjarðar gekk fyr- ir hvers manns dyr á ísafirði í forbón fyrir börn f Austur- Afríku. Sama gerðu jafnaldrar þeirra f Hnífsdal og Súðavík. Alls söfnuðust á þessum þrem- ur stöðum nær 3 milljónir króna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.