Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 3
vestfirska | FP.ETTABLADiD glæp. Það er grunnt á strákinn í okkur öllum. og ég er hræddur um að menn séu stundum mjög fljótir að gleyma því að þeir voru einu sinni ungir sjáfir. MIKILL DRYKKSUSKAPUR —Hvað um drykkjuskap ung- linga? —Er hann nokkuð meiri en gengur og gerist? Það er á allra vitorði, að það er óhemju drykkja hér í bænum. Ef tala á um ung- lingana í því sambandi. þá vildi ég allt eins benda á foreldrana. því þaðan hafa þeir fordæmið. En við drukkinn ungling er ekkert hægt að gera nema reyna að fá upp úr honum hvar hann fékk vínið. Og það er oft býsna erfitt og oftast nær ómögulegt. —Eru mikil brögð að því, að menn kaupi vín handa unglingum eða selji þeim? —Það er þá yfirleitt um að ræða stráka, sem sjálfir hafa aldur til að kaupa áfengi og kaupa það þá einnig af bríaríi fyrir ungling- ana. Við viljum ekki alfarið kenna leynivínsölum um þetta. En hvað leynivínsalana snertir, þá má segja að lögreglan sé í sporum þess ágæta manns, Don Quixote. Það hvorki gengur né rekur. Við höfum gert ,,rassíur” hér og ma.a. fylgst með áfengisútsölunni borg- aralega klæddir. Ef einhver keypti óeðlilega mikið magn, var hann tekinn til yfirheyrslu. Ef rökstuddur grunur lék á að þetta væri keypt fyrir fólk undir aldri, þá var áfengið gert upptækt. En málið er erfitt viðfangs: menn mega kaupa ótakmarkað magn af áfengi og það er aldrei hægt að sanna, að þeir séu að kaupa þetta BREYST TIL BATNAÐAR —Að mínum dómi hefur á- standið í útivistarmálum tvímæla- laust breyst til batnaðar, sagði Torfi. Ég tel að í þeim efnum sé ástandið hvergi nærri eins slæmt og foreldrar og aðrir vilja vera láta. Við gerðum tvívegis könnun á þessu viku áður en viðtölin birtust í Vestfirska og þá sáum við engin börn, sem ekki höfðu aldur til að vera úti eftir kl. 8. Því er haldið fram að mikið af óknytt- um séu framin á þessum tíma, en ég held kð það sé enganveginn hægt að skella allri skuldinni á börn eða unglinga, sem eru úti eftir leyfilegan tíma. Hér eiga oftast í hlut hálfstálpaðir strákar, 15 - 16 ára, sem hafa aldur til að vera úti frameftir kvöldi. Ég vil sömuleiðis gera stóran greinar- mun á því hvort börn eru að leik fyrir utan heimili sín eða hvort þau eru á þvælingi um bæinn. Það er býsna erfitt fyrir lögregl- una að vita hvort þessi börn eru á göltri eða hvort þau hafa einfald- lega verið send einhverra erinda af foreldrunum. Það ber við að börnin eru send í sjoppur löngu eftir að útivistartíma er lókið. Ef við ættum að fylgja strangt eftir lögum og reglum um útivistar- tíma, þá væri heldur ekki nóg fyrir okkur að vera hér á ísafirði. Þingeyringar og Flateyringar eiga sama rétt á löggæslu og ísfirðing- ar. En hjá okkur eru þrír menn á vakt alla yirka daga og það er auðvitað óhugsandi að þeir kom- ist yfir slíkt. Inn í dæmið kemur líka. að við erum fáliðaðir - við höfum hérna 840 manns per lög- reglumann miðað við 400-500 manns í p.eykjavík og víðast út um land GÓÐ SAMSKIPTI —Samskipti okkar við foreldra Góð samskipti við börn og foreldra —Lögregluþjónar telja ástandið í útivistarmálum hafa breyst til batnaðar. Útivistir barna og unglinga eru enn til umræðu. Fyrir tveimur vikum birtust hér í blaðinu viðtöl við skólamenn og forráðamenn barna á ísa- firði, þar sem þeir lýstu skoð- unum sínum á þessu máli, og jafnframt gerði sr. Jakob Hjálmarsson ítarlega grein fyrir viðhorfi sínu og barnaverndar- nefndar til þessara mála. Einn þeirra sem blaðið ræddi við, gat þess, að útivistarmálin hef- ðu um nokkurt skeið verið hita- mál milli lögreglu, barnavernd- arnefndar og foreldra. Vegna þessara ummæla lögðu tveir lögreglumenn á ísafirði, þeir Bragi Beinteinsson og Torfi Einarsson, leið sína niður á blað og sögðust ekki kannast við neitt slíkt „hitamál” og báðu um nánari skýringar. hafa yfirleitt verið góð, hélt Torfi áfram, en að sjálfsögðu getur lög- reglan ekki farið að ala upp börn- in hér í bænum - foreldrarnir verða sjálfir að setja þeim reglur. Samskipti okkar við börnin og unglingana hafa ekki síður verið hér um götur í borgaralegum klæðum, gæti vel hugsast að við sæjum krakka, sem eru úti á ó- leyfilegum tíma. Við viljum um- fram allt hafa góða samvinnu við þessi börn og ég tel að það hafi tekist hingað til. En ég vil leggja á Frá lögregluvarðstofunni á ísafirði. mjög ánægjuleg þróun. Við verð- um að hafa það í huga, að þessi börn eru í mótun og sú afstaða sem þau taka til lögreglunnar núna er nokkuð afgerandi fyrir samskipti þeirra við hana í fram- tíðinni. VIÐSTAÐA VIÐ DISKÓTEKIN —Það má einnig nefna það, segir Bragi, að þegar börn og unglingar eru á leið heim til sín frá diskótekum, sem haldin eru á vegum skólanna. þá hafa þau til- hneigingu til að staldra við fyrir utan almennu danshúsin hér í bænum, þegar eitthvað er þar um að vera, og þetta er kannske ekki nema eðlilegt. Annars er það reynsla okkar, að krakkarnir fara beint heim til sín að dansskemmt- un lokinni og eins og áður kom fram verðum við lítið varir við börn á þvælingi hér undir aldri. Ef við hinsvegar færum að ganga Frá opnu húsi í Gagnfræðaskóla ísafjarðar. góð og ég er personulega þeirrar skoðunar, að þessir krakkar séu ekki verri, og jafnvel heldur betri en t.d. unglingar, þegar ég var ao alast upp. í gamla daga þótti manni ekkert kvöld vel heppnað nema maður gæti fengið lögregl- una til að elta sig. En það getur ekki verið meiningin að etja sam- an unglingunum og tögreglunni eða nota lögregluna eins og grýlu á börnin til þess að hafa þau góð. Slíkt hefur alltaf þveröfug áhrif við það sem til var ætlast. Og það er harla lítið gagn að lögreglunni, ef krakkarnir eru svo hrædd við hana, að þau hlaupa í felur þegar hún nálgast. Eðlileg samskipti lögreglunnar og þessara krakka hljóta að byggjast á gagnkvæmri vinsemd. Annars er það mjög fá- títt nú orðið, að börn séu hrædd við lögregluna. Það er daglegur viðburður, að nokkur börn komi til okkar á stöðinni til þess að rabba við okkur um daginn og veginn og iðulega biðja þau okk- ur um aðstoð við hitt og þetta. Okkur finnst þetta að sjálfsögðu það áherslu, að um leið og við færum að sýna þeim óeðlilega afskiptasemi, mundum við missa á þeim tökin.Það yrði þá sams- konar „lögguhasar” hér og hefur orðið sumsstaðar annarsstaðar á landinu. Samskonar stemning og sögð er ríkja á Hallærisplaninu í Reykjavík gæti myndast hér, og hver vill það? Það væri ákaflega auðvelt að skapa slíkt andrúms- loft hér í bænum og þetta mundi hiklaust gerast, ef við færum að beita hörku. Ég held að menn geri sér almennt ekki grein fyrir þessu. Það er að okkar dómi miklu árangursríkara að koma þannig fram við krakkana, að þau hafi ekki ástæðu til að vera hrædd. —Bæði börn og fullorðnir eru þannig, segir Torfi, að þeim finnst gaman að spennu og það væri ekki lítið spennandi fyrir börnin, ef lögreglan væri a hælunum á þeim alla daga. Það gæti þess- vegna reynst varhugavert að blása út strákapör sem einhvern stór- Uppsalir ísafirði flokkurinn laugardagskvöld kl. 10-2 Spariklæðnaður UPPSALIR fyrir einhverja aðra. Menn virðast líka ákaflega fúsir á að hylma yfir með þeim sem grunur leikur á að séu að kaupa fyrir aðra. Þeir segjast hiklaust eiga svo og svo margar flöskur til þess að „redda” viðkomandi úr klípu, jafnvel þótt þeir viti að við vitum að svo er ekki. Það er eitt af þessum opin- beru leyndarmálum, að hér er stunduð leynivínsala. Lögreglan hefur oft gert strik í reikninginn hjá þeim, en þeir láta sér ekki segjast. Samt sem áður hefur leynivínsala minnkað stórlega á undanförnum árum. etj Reynið nýju ísréttina HAMRABORG HF. GLEYMIÐ EKKI BRÚÐKAUPS DEGIJVUM^ 1 ár Pappírsbrúðkaup 2 ár Bómullarbrúðkaup 3 ár Leðurbrúðkaup 4 ár Blómabrúðkaup 5 ár Trébrúðkaup 6 ár Sykurbrúðkaup 7 ár Ullarbrúðkaup 8 ár Bronsbrúðkaup 9 ár Viðarbrúðkaup 10 árTinbrúðkaup 11 ár Stálbrúðkaup 12 ár Silkibrúðkaup Wk ár Koparbrúðkaup 13 ár Kniplingabrúðkaup 14 ár Fílabeinsbrúðkaup 15 ár Kristalbrúðkaup 20 ár Postulínsbrúðkaup 25 ár Silfurbrúðkaup 30 ár Perlubrúðkaup 35 ár Koralbrúðkaup 40 ár Rúbínbrúðkaup 45 ár Safírbrúðkaup 50 ár Gullbrúðkaup 55 ár Smaragðabrúðkaup 60 ár Demantsbrúðkaup 65 ár Kórónudemantsbrúðk 70 ár Járnbrúðkaup 75 ár Atómbrúðkaup Ps. Geymio auglýsinguna * Blémabúðin ísafirði, sími 4134

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.