Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 5
I vestfirska I rp.ZTTABLACID í þessari viku eru fimm ár iiðin síðan Vestfirska frétta- blaðið hóf göngu sína og í tilefni þess þótti aðstandend- um þess hlýða að gera lítils- háttar úttekt á stöðu þess og útbreiðslu um þessar mundir. Við leituðum m.a. til allra þing- manna Vestfjarðakjördæmis og eins fyrrv. þingmanns, og spurðum þá hvaða gildi blaðið hefði haft fyrir þá sem fulltrúa Vestfirðinga á Alþingi, eða hvort það hefði yfirleitt haft nokkurt gildi fyrir þá. Svör þeirra fara hér síðar í þessu yfirliti. Vestfirska fréttablaðið er gefið út í 1700 eintökum og er það sex síður aðra vikuna en átta síður hina. Dreifing blaðsins er í stór- um dráttum þannig, að 600 eintök Matthías Bjarnason Steingrímur Hermannsson Sighvatur Björgvinsson Þorvaldur Garðar Kristjánsson HVAÐ HAFA ÞEIR AD SEGJA UM VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ ? Karvel Pálmason eru seld í götusölu á ísafirði, sem þýðir að fimmti hver fsfirðingur kaupir blaðið. Önnur sex hundr- uð dreifast á sama hátt og í pósti víðsvegar um Vestfirði, en nálægt 500 eintök eru send áskrifendum á 47 stöðum á landinu. Það skal fullyrt hér að önn- ur blöð íslensk hafa ekki betri dreifingu um Vestfirði. Blaðið er ekki málgagn neins stjórnmálaflokks og tekur ekki flokkspólitíska afstöðu í neinu máli. Það leitast við að miðla fréttum af því sem gerist innan- héraðs á Vestfjörðum og öðru því er varðar Vestfirðinga. Það vill vinna heiðarlega að hagsmuna- málum vestfirskra byggða og landsbyggðarinnar yfirleitt og það er opið öllum þeim er í það vilja rita að því marki sem stærð þess og velsæmi hæfir. Vestfirska er ekki gefið út af stjórnmálaflokki og er þar af leið- andi ekki ríkisstyrkt, en nú eftir fimm ára baráttu hefur blaðið náð þeim áfanga, að forystugrein- ar þess eru lesnar í útvarpi á mánudagsmorgnum. Lausasöluverð blaðsins er hið sama og dagblaðanna á hverjum tíma. Áskriftarverð er jafnframt lausasöluverð og er innheimt hálfsárslega eftirá. Auglýsinga- verð er hverju sinni miðað við að vera sem næst 65% af auglýsinga- verði dagblaðanna. UMSAGNIR ÞINGMANNA Eins og áður sagði leituðum við til þingmanna Vestfirðinga og eins fyrrv. þingmanns og báðum þá að svara þessari spurningu: Hvaða gildi hefur blaðið haft fyr- ir þig í störfum þínum á Alþingi, eða hefur blað sem þetta yfirleitt nokkuð gildi fyrir þingmenn? Þingmennirnir tóku þessari spurningu af mikilli ljúfmennsku og fara svör þeirra hér á eftir: ÞORVALDUR GARÐAR KRISTJÁNSSON Það voru góðar fréttir þegar Vestfirska fréttablað höf göngu sína. Manni var þá forvitni á að vita hvernig gangan yrði og ósk- Finnbogi Hermannsson aði blaðinu fararheilla. Nú eru liðin fimm ár og raun komin á. Blaðið fór myndarlega af stað og síðan hefur því stöðugt vaxið ás- megin. Vestfirska fréttablaðið hefur mikla þýðingu fyrir frétta- þjónustu fyrir vestfirskar byggðir og er mikilvægur vettvangur um- ræðna og baráttu fyrir vestfirsk- um hagsmunamálum. Við Vest- firðingar getum verið þakklátir og stoltir yfir blaðinu og óskum því góðs gengis í framtíðinni. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON Ég átti þess kost að fylgjast með því þegar Vestfirska frétta- blaðið varð til. Þá leitaði ritstjór- ínn til mín um smávegis aðstoð vegna míns starfs, en ég var þá ritstjóri Alþýðublaðsins. Ég reyndi að hjálpa til eins og ég mögulega gat og var mjög ánægð- ur með þetta framtak, sem þarna var a ferðinni. Mér finnst blaðið hafa farið fram úr því sem kalla mætti björtustu vonir manna þá, því bæði hefur það verið ákaflega gott í flestöllum tilvikum sem óháð fréttablað, og einnig hefur verið í því að finna ýmsar mjög athyglisverðar greinar, þar sem menn hafa komið fram með á- bendingar og athugasemdir, sem hafa orðið okkur þingmönnum að miklu gagni. Ég vil geta þess einnig, að yfir vetrartímann þegar erfitt er um ferðalög fyrir okkur, má heita að Vestfirska fréttablað- ið sé orðið einskonar tengiliður milli okkar og vestfirsku byggðar- laganna. sem flytur okkur fréttir af því sem er að gerast í okkar kjördæmi. Því má segja. að fyrir okkur sé Vestfirska fréttablaðið mjög þýðingarmikill fréttamiðill. Ég óska blaðinu innilega til ham- ingju og vona, að næstu fimm árin verði ekki verri og helst betri, en þau fimm sem liðin eru. STEINGRÍMUR HERMANNSSON Ég hef oft haft fróðleik af því að lesa blaðið og hef satt að segja undrast það og dáðst að því hvað ykkur tekst að halda því úti og oft Kjartan Ólafsson með miklum upplýsingum. Blað- ið kallar sig óháð og ætli maður verði ekki að segja, að þið a. m. k. reynið að standa ykkur í þeim efnum, en með því er ég ekki að segja, að ég sé alltaf sammála því sem í blaðinu stendur. Sem þing- maður Vestfirðinga tel ég þó engu að síður að blaðið hafi haft gildi fyrir mig. KJARTAN ÓLAFSSON, RITSTJÓRI ÞJÓÐVILJANS Ég fagnaði því þegar útgáfa Vestfirska fréttablaðsins hófst og hef fundið til þess með því að fylgjast með blaðinu, að það hef- ur auðveldað mér að glöggva mig á ýmsum málum, sem uppi hafa verið á Vestfjörðum. Ekki síst kom það að góðu gagni, þegar ég sat sem fulltrúi Vestfirðinga á Alþingi. Ég vil nota tækifærið og óska blaðinu til hamingju með að tekist skuli hafa að halda því gangandi þessi fimm ár og óska því alls góðs í framtíðinni. MATTHÍAS BJARNASON Mér fannst blaðið fara ákaf- lega vel af stað og ég tel að blað sem þetta sé nauðsynlegt og eigi fullan rétt á sér. Ég tel einnig, að slíkt blað eigi ekki að vera alltof einskorðað við héraðsmál og megi ekki vera of einsýnt í þeim efnum. Við sem erum þingmenn og viljum vera góðir þingmenn verðum auðvitað að horfa á mál- in frá breiðari sjónarhóli og gæta þess að hlutur þeirra byggðarlaga, sem verst eru á vegi stödd. sé ekki fyrir borð borinn, samtímis því sem við gætum hagsmuna um- bjóðenda okkar. Þar tel ég að blaðið hafi á margan hátt sýnt ágæta viðleitni. í blaðinu kemur margt fram, sem ella hefði farið fram hjá okkur þingmönnum. þegar við erum ekki alltaf í þeirri sömu nálægð við kjördæmið og áður var. Mér er því ánægja að því að þetta blað kemur út og óska því alls góðs. Vitaskuld kem- ur fyrir að manni líkar ekki allt, sem í blaðinu stendur, en það væri nú meira gæðablaðið sem enginn lesandi gæti sett út á. Þið viljið gæta hlutleysis og ég tel að ykkur hafi tekist það að verulegu leyti. KARVELPÁLMASON Það er augljóst að Vestfirska fréttablaðið hefur haft almennt gildi fyrir Vestfirðinga. Það er almennt fréttaöflunar- og upplýs- ingablað, sem nauðsynlegt er að sé í gangi, ekki kannske síst fyrir landshluta eins og Vestfirði. Blað- ið segist vera óháð og það hugtak er hægt að skilgreina á ýmsa vegu, en ef verið er að tala út frá flokkspólitísku sjónarmiði þá sýn- ist mér blaðinu hafa tekist nokk- uð vel að sigla milli skers og báru. Enginn vafi er á því að blaðið hefur haft gildi fyrir þingmenn. burtséð frá pólitískum sjónarmið- BÁRUJÁRN allar lengdir ÞAKPAPPI ÞAKSAUMUR PAPPASAUMUR SPÓNAPLÖTUR allar þykktir um, og þeir hafa haft stuðning af blaðinu. FINNBOGI HERMANNSSON Vestfirska fréttablaðið hefur eðlilega gildi fyrir þingmenn, eins og önnur blöð. Alþingismenn verða að fylgjast með því sem fjallað er um í blöðum og útvarpi vegna þess hve þessir fjölmiðlar vega þungt í umræðu um alla þætti þjóðlífsins. Sem upplýsinga- og fréttablað tel ég Vestfirska fréttablaðið af- gerandi á ísafirði og kostur að það skuli hafa blaðamann í fullu starfi. Hvað stefnu blaðsins snertir, þá tel ég það ekki mjög gagnrýnið á okkar samfélag og þá hugmynda- fræði, sem það er byggt á. Aftur á móti hefur Vestfirska fréttablaðið tekið á ýmsum samfélagsmálum, sem önnur blöð hafa ekki gert. FILMUPLÖTUR ÞURR PANILL AMERÍSK GÓLFTEPPI ÁLPAPPÍR og fleira FELAGSHEIMILID HNIFSDAL AUGLÝSIR Lcikfimi Nýtt leikfiminámskeið ffyrir konur á öllum aldri hefst 13. nóvember. Tímar verða á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 20:30. Gufubað innifalið. UPPLÝSINGAR GEFUR ÁSTHILDUR í SÍMA 3577 FÉLAGSHEIMILIÐ HNÍFSDAL UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU Byggingarvörur! TIMBURVERSLUNIN ÍSAFIRÐI----- ====7;-==s^m BJdRK SlMAR 3063 og 3293 — PÓSTHÓLF 66 lilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIHIIIMIIIIIIII

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.