Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 6
vestfirska FRETTASLADIÐ Bridge í vetur Vetrarstarf Bridge-félags ísafjarðar hófst fimmtudaginn 18. sept. sl. með eins kvölds tvímenningskeppni. Sigurveg- arar urðu Eiríkur Kristófersson og Guðni Ásmundsson. Mikil aukning hefur verið á þátttöku í spilakvöldum félagsins. Ungir og efnilegir spilarar hafa vakið athygli og má þar nefna Davíð Kjartansson og Guðmund Gíslason. Á spilakvöldum hausts- ins hafa þeir Valur Einarsson og Viggó Norðkvist verið mjög sig- ursælir. Athygli er vakin á því, að í kvöld, fimmtudaginn 6. nóv„ hefst fjögurra kvölda tvímenn- ingsmeistaramót félagsins. Spilað verður í Vinnuveri og hefst spila- mennskan kl. I9.45 og er öllum heimil þátttaka. Er svo jafnan á hverju fimmtudagskvöldi. (Frá Bridge-félaginu) „Dýrt er drottins orðið“ Pakkningin Allir Vestfirðingar, sem þurft hafa að panta varahluti í bif- reiðar sínar eða eitthvað annað smálegt, kannast við það að þegar varan kemur á áfanga- stað er hún oft talsvert miklu dýrari en hún kostar út úr versl- un í Reykjavík. Dæmi um þetta sáum við á Vestfirska frétta- blaðinu í fyrradag, þegar okkur var sýnd nóta yfir pakkningu, sem send var í póstkröfu að sunnan. Pakkningin sjálf kost- aði kr. 859, síðan leggst á hana póstkröfugjald að upphæð kr. 1260, þannig að hingað komin kostaði hún kr. 2.119. Kannske mætti hugsa sér að sendingar- gjald vöru stæði f einhverju hlutfalli við verðmæti hennar. Síðasta bingóið Síðasta bingóið af þremur, sem haldin hafa verið á Isafirði á vegum Knattspyrnuráðs, verður í Alþýðuhúsinu á sunnudaginn kl. 3. Þá verður m.a. dreginn út aðalvinningur- inn, sem er ferð til London og vikudvöl þar á hóteli, að verð- mæti 350.000 kr. Þá verður einnig dregin út helgarferð til Reykjavíkur og átta vinningar aðrir að verð- mæti frá 6.000-18.000 kr. Að- sókn að þessum bingóum hef- ur verið frekar dræm fram að þessu, og Knattspyrnuráð vill beina þeirri ósk til bæjarbúa, að þeir fjölmenni og styrki starfsemi K.R.Í. BÆJARFÓGETINN I BOLUNGARVÍK Lögtaksúrskurður Eftirfarandi lögtaksúrskurður var kveðinn upp í fógetarétti Bolungarvíkur hinn 20. október 1980 og birtur samdægurs: Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1980, álögð- um í Bolungarvík, en þau eru: Tekjuskattur, eignarskattur, lífeyristryggingargjald atvinnu- rekenda samkv. 25. gr. 1. nr. 67/1971, slysa- tryggingargjald atvinnurekenda samkv. 36. gr. sömu laga, kirkjugarðsgjald, skattur af skrif- stofu- og verslunarhúsnæði, sóknargjald, at- vinnuleysistryggingargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, launaskattur, sjúkratrygg- ingagjald, slysatryggingargjald vegna heimil- isstarfa.Einnig skattsektum og gjaldhækkun- um, sem ákveðnar hafa verið til ríkissjóðs. Ennfremur úrskurðast lögtök fyrir skipaskoð- unargjaldi, lesta- og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatryggingar- gjaldi ökumanna 1980, öryggiseftirlitsgjaldi, svo og ógreiddum iðgjöldum og skráningar- gjöldum vegna lögskráðra sjómanna, sölu- skatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi, gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, aðflutnings- og útflutningsgjöldum, skipulagsgjaldi af ný- byggingum, nýbyggingargjaldi, ógreiddum söluskatti, sem í gjalddaga er fallinn, svo og hækkunum og viðurlögum söluskatts vegna fyrri tímabila. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt drátt- arvöxtum og kostnaði verða látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurð- ar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Bolungarvík. yTI Vélvirkinn sf. vélaverkstæði Bolungarvík — Sími 7348 Smíði úr áli og ryðfríu efni FYRIR FISKIÐNAÐINN: Pökkunar- og úrskurðarborð, rúllu- og færibönd, þvottakör, fiskbakkavagnar, vinnupallar og vinnuborð, hurðir, rennihurðir (flekar) og margt fleira. FYRIR BÁTINN OG SKIPIÐ: Stýrishús, lestarlúgur, fiskrennur og margt fleira. EINNIG: Handrið og hlið, stigar, loft- túður, loftnetsfestingar og margt fleira. TÍMAVINNA EÐA FÖST VERÐTILBOÐ EF ÓSKAÐ ER. Getum séð um hönnun og tæknilega aðstoð. Getum unnið verk hvar sem er á Vestfjörðum. Erum ávallt birgir af hverskonar efni og vörum til málmiðnaðar. EFLUM VESTFIRSKAN IÐNAÐ. Hafnargötu 8, Bolungarvík Sími 94 - 7272, 7384. Vélvirkinn sf. vélaverkstæði Bolungarvík — Sími 7348 Sunnudagsbingó K.R.Í. Næsta sunnudag kl. 15:00 verður Sunnudagsbingó KRÍ. Hið síðasta af þremur. Athugið Sunnudag 9. nóvember SUNNUDAGSBINGÓ KRÍ I ALÞÝÐUHÚSINU MEÐAL VINNINGA: Utanlandsferð og helgarferðir til Reykjavíkur Nánar í götuauglýsingum. KRÍ Auglýsing Þetta er auglýsing skv. 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40/1978, sbr. a-lið 44. gr. laga nr. 7/1980, sbr. 2. tl. í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 65/1980. Álagningu, skv. 95. gr., sbr. 3. mgr. 96. gr. laga nr. 40/1978 með síðari breyting- um, telst nú vera lokið hjá börnum í Vestfjarðaumdæmi. Tilkynning um álagningu hefur verið póstlögð til skattaðila. Skriflegar kærur, rökstuddar og með nauðsynlegum gögnum, sendist skatt- stjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með 24. október 1980. ísafirði, 24. október 1980 SKATTSTJÓRINN í VESTFJARÐAUMDÆMI Bolungarvíkurkaupstaður Lögtaksúrskurður Að beiðni bæjarstjórans í Bolungarvík og samkvæmt heimild í 1. gr. sbr. 4. gr. laga nr. 29 frá 1885, er hér með úr- skurðað lögtak fyrir álögðum og gjald- föllnum útsvörum og aðstöðugjöldum til bæjarsjóðs Bolungarvíkur árið 1980, ásamt ógreiddum eftirstöðvum sömu gjalda frá fyrri árum, svo og ógreiddum vöxtum og kostnaði af sömu gjöldum. Má lögtak fara fram á ábyrgð bæjar- sjóðs Bolungarvíkur, en á kostnað gjaldenda að liðnum 8 dögum frá birt- ingu úrskurðar þessa, ef skil hafa ekki verið gerð. Úrskurður þessi var kveðinn upp á skrifstofu bæjarfógetans í Bolungarvík 24. október 1980. BÆJARSTJÓRI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.