Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 8
GÍTAR, „classic" 73.100 GÍTAR, „country“ 93.000 BLOKKFLAUTUR, 4.800 NÓTNASTATÍF, 10.600 (ný kr. 731,00) (ný kr. 930,00) (ný kr. 48,00) (ný kr. 106,00) NÓTNABÆKUR FYRIR PÍANÓ BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI3123 ÍSAFIRÐI Karvel fram til. forsetakjörs A.S.I. Eins og kunnugt er af frétt- um hefur Karvel Pálmason, al- þingismaður, ákveðið að bjóða sig fram gegn Ásmundi Stef- ánssyni, þegar gengið verður tíl forsetakjörs á næsta þingi Alþýðusambands ísiands. Vestfirska hafði samband við Karvel nú á dögunum og bað hann að gera lesendum blaðs- ins grein fyrir því í stuttu máli hvað ráðið hefði þessari á- kvörðun hans. —Ástæðan er fyrst og fremst sú, sagði Karvel, að fjölmargir félagar mínir í Alþýðuflokknum hafa skorað á mig að gefa kost á mér sem forseti ASÍ og ég vil ekki bregðast þeim eða svikjast undan merkjum í því sambandi. I öðru lagi hef ég um langa hríð haft mikinn áhuga á starfi hreyfingar- innar og ég vil leggja mitt af mörkum til þess að hún geti hald- ið áfram að sinna þeirri grund- vallarstefnu sinni að sjá fyrst og fremst um hag þeirra, sem standa höllustum faéti í þjóðfélaginu. Áuk þess er það svo, að undanfar- in ár hef ég verið lýðræðissinnað- ur jafnaðarmaður og það ætla ég að vera áfram og ég vil vinna að því ásamt mínum félögum að vinna þeirri stefnu brautargengi innan vébanda ASÍ. etj,- Karvel Pálmason Framkvæmdum að ijicstu lokið við Onundarfjarðarbrií —Mörg stórverkefni í gangi hjá Vegagerðinni á Vestfjörðum á þessu ári. Mörg stórverkefni hafa verið í gangi hjá Vegagerð ríkisins hér á Vestfjörðum á þessu ári, en þeirra stærst er vega- og brúargerð yfir önundarfjörð. í viðtali við Vestfirska sagði Gfsli Eiríksson, umdæmisverk- fræðingur, að þessari fram- kvæmd væri nú að mestu lokið og akfært orðið yfir brúna. Fjárveiting til þessa verkefnis var 450 millj. kr. Haldið verður áfram við frágang á veginum á næsta ári og er þá reiknað með að unnið verði fyrir 100 millj. kr. á núgildandi verðlagi. Þegar fjárhagsáætlun fyrir vegalagningu yfir Önundarfjörð var gerð, var áformað að verkið yrði unnið á þremur árum, frá 1979-1981. Fyrsta árið var vegur lagður vestanmegin fjarðar yfir Holtsvaðal og brú byggð yfir Bjarnardalsá. í surnar sem leið var aðalbrúin byggð og unnið að uppfyllingu og vegagerð yfir fjörðinn. Brúin er um 80 metrar að lengd. Á næsta ári verður endanlega gengið frá vegarstæð- inu og vegurinn inn i Önundar- fjörð lagfærður. Fram að þessu hefur áætlun Vegagerðarinnar staðist og ekkert er því til fyrir- stöðu. að endanlega verði hægt að ganga frá veginum með fjárveit- ingu á næsta ári. Eins og fyrr segir er hér um að ræða langstærsta verkefni Vegagerðarinnar á Vest- fjörðum á þessu ári. Annað stórt verkefni Vegagerð- arinnar var á Vestfjarðavegi um Hjallaháls. Til þessarar fram- kvæmdar var I40 millj. kr. fjár- veiting á vegaáætlun. Unnið var við undirbyggingu vegarins og var kaflinn. sem unnið var við aust- anmegin í Hjallahálsi og upp hálsinn frá Krossgili og yfir á vestari brúnina. Hér var eingöngu um grófa undirbúningsvinnu að ræða. Á næsta ári verður borið ofan í þennan kafla og hann full- gerður. Þá var unnið á Kleifaheiði fyrir 75 millj. kr. og var þar byggður Frar.mald á bls. 7 Önundarfjarðarbrú © PÓLLINN HF ísafirði Sími3792 Fullt af nýjum plötum GOOD MORNING AMERICA B.A. ROBERTSON SUN OF JAMAICA KENNYROGERS DONNA SUMMER THIN LIZZY POINTER SISTERS DR. FEELGOOD DIRE STRAITS QUEEN SENDUM I' PÓSTKRÖFU ANNE MURRY URBAN COWBOY BARBARA STREISAND EARTH, WIND AND FIRE HALLI OG LADDI BJÖRGVIN OG RAGNHILDUR SILFURKÓRINN HAUKUR MORTENS ÓÁTEKNAR KASSETTUR í MIKLU URVALI L vestíirska FRETTABLASID ERNIR P Símar 3698 og 3898 V ISAFIROI 3 BÍLALEIGA Tillögur um heildarkvóta rækjubáta —Mikið framfaramál fyrir okkur, segir Halldór Hermannsson, skipstjóri. Rækjusjómenn á ísafirði hafa sent sjávarútvegsráðu- neytinu tillögur um heildar- kvóta á ísfirska rækjubáta, þannig að afla verði skipt niður eftir flokkun skipa og kvótinn verði látinn koma á hvert skip yfir alla vertfðina. Með þessu móti gætu rækjusjómenn fisk- að eins og þeim í meginatrið- um hentaði best vegna veðurs og veiðiskilyrða. Halldór Her- mannsson, skipstjóri á ísafirði, tjáði blaðinu að sjómenn biðu átekta eftir svari frá ráðuneyt- inu við þessum tillögum. —Við ræddum þetta mál mikið i okkar hópi í haust, og kynntum það ítarlega, sagði Halldór. Við teljum að hér sé um að ræða mikið framfaramál fyrir okkur. I þessu samkomulagi höfum við hugsað okkur að fá að veiða sex tonn á viku. í stað fimm eins og nú er. Menn gætu þá veitt meira, þegar gefur á sjó, og stærri bát- arnir hefðu þá jafnvel möguleika á því að klára sinn kvóta eitthvað fyrr. Litlu bátarnir gætu jafn- framt fengið að njóta síns skammts og fengið lengingu á veiðitímabilinu, þannig að þeir gætu dreift sínum afla á gæfta- daga, þegar líða fer á vetur. Það verður afskaplega fróðlegt að fylgjast með hvaða viðtökur þess- ar tillögur okkar fá hjá ráðuneyt- inu. Þessi nýja kvótaskipting hef- ur verið óskabarn allra ráða- manna í fiskveiðimálum, og bæði sjávarrútvegsráðuneytið og Haf- rannsóknarstofnun hafa viljað koma á slíkri kvótaskiptingu á hvert skip. Eins og rækjuveiðum hagar til teljum við langauðveld- ast að koma þessu á hjá okkur. Það verður því fróðlegt að sjá hvort ráðuneytið heykist á því að staðfesta kvótann, en þá teljum við líka að allt tal utfi kvóta á hvert skip hafi bara verið sýndar- mennska. —Eins og sakir standa þótti okkur ekki aðgengilegt að setja á allsherjarkvóta yfir allt Djúpið. Á þeirri vertíð, sem nú fer í hönd, varð röskun á fjölgun rækjubáta, og ekki var unnt að ná samkomu- lagi um slíkan allsherjarkvóta, meðfram af því að við erum með sér-svæðaskiptingu á útgerðar- stöðunum hér. Við förum því að- eins fram á þennan kvóta á ísa- firði og viljum reyna þetta hér til að byrja með. EITT MEÐALVERÐ Eins og fram kemur í frétt um rækjuveiðina á öðrum stáð í blað- inu, er mikið í aflanum áf tveggja ára rækju. Halldór sagði, að þótt þessi rækja væri ekki fráleit í vinnslu, kæmi hún illa út fyrir sjómenn hvað talningu í verð- flokka snerti. —Núna eru uppi umræður milli rækjuseljenda og rækju- kaupenda, sem miða að því að hætt verði að telja rækjuna í verðflokka á bryggjunni og sam- komulag verði gert um eitt með- alverð. Þessi talning er mjög óvin- sæl meðal sjómanna. Mönnum hefur fundistj þetta vera hrá- skinnaleikur ög þeir vilja fyrir alla muni losna við þann skrípa- leik, sem þarna á sér stað. Við vonumst til að þetta mál nái fram að ganga hið fyrsta og það verði tekið upp a.m.k. í tilraunaskyni á þessari vertíð. etj,- Leó Ijósmyndastofa. Rækjubátar í Sundahöfn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.