Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 1
Alla leiö meö EIMSKIP Sími 3126 * Nokkur samdráttur í fasteignasölunni mi Söng- og skemmti- kvöld tveggja kóra — Fasteignaverð á ísa- firði með því hæsta sem gerist á lands- byggðinni. Nokkur samdráttur hefur verið í fasteignasölu á ísafirði og nálægum byggðarlögum síðustu þrjá mánuðina og er salan töluvert tregari nú en gengur og gerist í venjulegu árferði, að því er Tryggvi Guð- mundsson, fasteignasali, tjáði Vestfirska nú fyrir skömmu. Fasteignaverð á ísafirði er með því hæsta sem gerist úti á landsbyggðinni og sem dæmi um það má nefna, að meðalí- búðir hér eru allt að 15% hærri en sambærilegar íbúðir á Akra- nesi. Sagði Tryggvi að blokkar- íbúðir á ísafirði væru hvað verðlag snertir nokkuð sam- bæriiegar við blokkaríbúðir í Breiðholtshverfunum. Tryggvi sagði. að sér virtist að ástæðan fyrir þessum samdrætti í fasteignasölu hér á svæðinu væri m.a. sú að fólk hefði minni pen- inga handa á milli vegna stopp- anna hjá frystihúsunum í sumar. Við þetta bættist að lánafyrir- greiðsla bankanna væri i lág- marki. Gætu menn í mesta lagi herjað út eina milljón kr. á stuttu vaxtaaukaláni og færi enginn langt á slikri fyrirgreiðslu. Framboð á fasteignum er ekki mjög mikið um þessar mundir. en að jafnaði er mest framboð á eldra húsnæði og er þá um að ræða ungt fólk, sem er að selja og vill þá kaupa sér betra húsnæði eða byggja. Mjög lítið framboð er á einbýlishúsum og betri íbúðum yfirleitt. Engir toppar hafa verið í sölunni á þessu ári, að sögn Tryggva. og var hún nokkuð jöfn fram á seinni part sumars. Vegna sölutregðunnar hafa hækkanir á fasteignum verið í lágmarki síð- ustu 3-4 máilbðina. 70% ÚTBORGUN Útborgun á fasteignum hefur hækkað lítilsháttar á síðustu 4-5 árum. Nú greiða menn að jafnaði 70% fasteignaverðsins á ársgrund- velli, en þetta hlutfall var um 65% um miðjan síðasta áratug. Fast- eignir á Bolungarvík eru aðeins ódýrari en á ísafirði. en sá munur er lítt merkjanlegur, að sögn Tryggva Guðmundssonar. Fast- eignasala í Bolungarvík er einnig treg um þessar mundir. Verð á fasteignum á Ísafirði er mjög hátt miðað við landsbyggð- ina almennt og sagði Tryggvi, að það væri töluvert hærra hér held- ur en- víða í kringum Reykjavík. Á Akranesi eru fasteignir t.d. allt að 15% lægri í verði heldur en á ísafirði. Má segja. að meðalíbúðir í fjölbýlishúsum hér séu sambæri- legar við íbúðir í fjölbýlishúsum í Breiðholti. Ástæðuna fyrir hinu háa fasteignaverði hér sagði Tryggvi vera þá, að þetta væri einn af fáum stöðum á landinu. þar sem atvinna hefði verið næg á undanförnum árum, og svo virtist sem fólksstraumurinn væri frekar að færast út á land heldur til Reykjavíkur á síðustu árum. etj.- Söng-og skemmtikvöld var haldið á vegum kirkjukóranna í Hnífsdal og Bolungarvík í Fé- lagsheimilinu í Hnífsdal sl. sunnudagskvöld. Stjórn kór- anna önnuðust organistarnir Guðrún Eyþórsdóttir og Sigríð- ur Norðkvist, auk Ágústu Á- gústdóttur, raddþjálfara, en jafnframt naut söng fólkið að- stoðar Jónasar Ingimundar- sonar, píanóleikara. Nokkurt samstarf hefur verið með kórunum í Hnífsdal og Bol- ungarvík um hríð og kom sú hugmynd upphaflega fram hjá einum kórfélaga í Bolungarvík. að kórarnir æfðu saman einhver lög og skemmtu sér saman. Á samæfingu fjögurra vestfirskra kirkjukóra á Þingeyri í sumar var síðan afráðið að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Til söng- kvöldsins í Hnífsdal var boðið Sóknarnefndum staðanna auk gamalla kórfélaga og annarra. Alls voru um 180 manns við- staddir þessa skemmtun. Það mun nýmæli að kórar komi saman eins og gerðist á Þingeyri í sumar og æfi saman lög. í samtali við Vestfirska sagði Guðrún Eyþórsdóttir, að þarna hefði verið unnið merkilegt brautryðjendastarf og væri henni kunnugt um þrjá kóra í Reykja- vik. sem ætluðu sér að fara að dæmi vestfirsku kirkjukóranna og æfa saman lög um næstu helgi. Pétur Bjarnason um laxveiði Færeyinga í sjó: Stunda þeir veiðiþjófnað á afréttum laxabænda? Hinn fyrsta nóvember hófu Færeyingar laxveiði í sjó með reknetum og línu á svæðinu norð- ur og norðvestur af Færeyjum. Það er þekkt staðreynd, að það er enginn lax til í sjónum. sem ekki á uppruna sinn í ferskvatns- kerfi einhvers lands og á þessu svæði elst upp lax. sem ræktaður er í Noregi. Svíþjóð, Skotlandi, írlandi og íslandi svo eitthvað sé nefnt. Það þarf því ekki að fara í neinar grafgötur með að þessar aðfarir Færeyinga eru ekkert annað en hreinn sauðaþjófnaður. þar sem ráðist er á hjarðir ann- arra á afréttinum og tekið það sem mönnum sýnist. Það hafa aldrei veiðst merktir laxar frá íslandi á þessum slóðum segja stjórnvöld í Færeyjum. En hvað vita þeir urn það? íslenskur lax er nú merktur með lítilli málntflís. sem skotið er í trjónuna og finnst alls ekki aftur. nema með þartil gerðum tækjum. sem eru alls ekki til í Færeyjum. Færeysk stjórnvöld. sem út- hluta sauðaþjófnaðarleyfum tala því gegn betri vitund, þegar þeir fullyrða að aldrei hafi veiðst merktur lax frá íslandi á þessurn slóðum. Allt síðastliðið sumar hefur mátt sjá allmarga norska. danska. 'og færeyska báta. alls um áttatíu skipakomur, sem leitað hafa hafnar á Vestfjörðum og fengið þar alla fyrirgreiðslu, olíu, vatn og vistir og ennfremur verið upp um alla kanta með veiðarfæri sín til viðgerðar. Þarna hefur verið um að ræða rækjuveiðiflota, sem vegna aðild- ar Dana að Efnahagsbandalaginu hafa getað stundað veiðar í land- helgi Grænlands. hvort sem Grænlendingum líkaði betur eða verr. Það voru íslendingar. sem fyrstir fóru að nýta þessi norð- lægu rækjumið. meðan þau voru enn þá öllum opin. en. hafa nú orðið að fara þaðan síðan þau komust undir yfirráð Efnahags- bandalagsins. Ég held að við ættum að endur- skoða þá afstöðu okkar, að greiða jafn kyrfilega fyrir því. eins og við gerðum síðastliðið sumar. að þessi floti Efnahagsbandalagsins geti rótnagað þessi mið áður en Grænlendingar fá þau sjálfir til umráða, þar seni allt útlit er fyrir að þessi floti Efnahagsbandalags- ins gæti ekki staðið að þessari rányrkju án okkar atfylgis. Við ættum heldur að bjóða Grænlendingum að taka að okk- ur sem víðtækastar rannsóknir á þessu svæði og leggja niðurstöður þeirra síðan til grundvallar við þá samningagerð um sameiginlegar veiðar á þessu hafsvæði. sem við óumflýjanlega verðum að gera við þá, þegar þeir hafa sjálfir öðlast umráð sinnar landhelgi. Ég fagna því innilega nýlega framkomnu frumvarpi Matthías- ar Bjarnasonar og fleiri þing- manna úr öllum flokkum um Grænlandssjóð. þar sem gert er ráð fyrir miklu nánari tengslum við þessa nágranna okkar en verið hefur hingað til. fsafirði 6.1 1.1980 Pétur Bjarnason Laxaseiðum sleppt í Botni í Súgandafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.