Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 7
wi vestíirska TTABLASIa 7 Og nú eru það unglingarnir sem láta til sín heyra —Enn um útivistarmál barna og unglinga Við erum ekki alveg laus við útivistarmálin ennþá. Nokkrir unglingar á ísafirði komu að máli við tíðindamann blaðsins nýlega og lýstu skoðunum sín- um á þessum málum og fannst okkur rétt að þeir ættu síðasta orðið í þeim umræðum, sem farið hafa fram um útivistir barna og unglinga hér á síðum Vestfirska á undanförnum vik- um. STEFÁN TRYGGVASON Mér finnst að útivistartíminn ætti að vera frjáls og löggan ætti að taka brennivín af krökkum undir lögaldri. þegar þeir eru að veifa flöskunum úti á götum eins og stundum gerist eftir böll: Sjálf- ur fer ég yfirleitt út um hverja helgi og kem ekki heim fyrr en eftir miðnætti. Síðasta helgi var ágæt. Ég er oft heima á kvöldin á virkum dögum en svo bæti ég mér það upp um helgar. Foreldr- arnir eru stundum að suða í krökkunum að vera komin fyrr heim, en þau fara ekki mikið eftir því. Þetta ráp á unglingum hér um göturnar stafar af þvi að þeir hafa ekkert við að vera. Það eru ekki allir sem vilja vera í skáta- starfi eða æskulýðsstarfi kirkj- unnar. Opin hús í skólanum eru tilbreytingarlítil og það er frekar lítil aðsókn að þeim. Þegar Gosi var opinn gat maður hangið þar og hitt aðra krakka, en nú er búið með það líka. Mér finnst að það ætti að koma upp siglingaklúbbi hérna í bænum. HERDÍS JÓNSDÓTTIR Utivistarreglurnar eru allt of strangar og svo er ekkert farið eftir þeim. Að hugsa sér að eiga vera komin heim kl. 10 á kvöldin! Svo eiga litlu krakkagreyin að vera komin inn til sín kl. 8. Mér finnst þetta algjör klikkun. Sjálf er ég komin heim yfirleitt kl. 11 á virkum dögum. Um helgar jafna ég þetta út. þannig að ef ég er mjög seint úti á föstudögum. þá kem ég fyrr heim á laugardögum. og öfugt. Lögreglan á ekkert að vera að skipta sér af krökkunum nema kannske þegar komið er langt fram á nótt. Annars er lögg- an hérna réttlát og hún er ekki með neinn óþarfa æsing. Það er ágætt heima hjá mér - mér er ekki oft bannað að vera úti frameftir. en þegar mér er bannað. þá er allt í lagi að fara eftir því. En mér finnst það ferlega asnalegt að eiga að fara að binda krakkana inni eftir að þau eru orðin 12 ára. ef þeir hafa ekki haft neinar reglur fram að þeim tíma. Þessar útivist- arreglur eru miðaðar við ein- hverja algjöra englakrakka. sem eiga helst enga kunningja. GUÐMUNDUR FYLKISSON Útivistarreglunum er ekkert fylgt eftir. svo það skiptir í raun- inni ekki máli hvernig þær eru. Maður sér oft krakka undir 12 ára aldri vera að leika sér úti fram- undir miðnætti. Um helgar er ég sjálfur yfirleitt kominn heint um eittleytið, en á virkum dögum kl. 11. Ég held að foreldrar skipti sér almennt lítið af krökkunum, og þá þýðir lítið að vera með reglur. sem enginn fer eftir. Það mundi ekkert þýða fyrir lögregluna að vera með æsing eða læti við krakkana og reyna að reka þau heim. Flún mundi bara fá þá upp á móti sér. Við ættum sjálf að geta fundið upp á einhverju til að gera, en það er engin aðstaða. og önnur starfsemi fyrir unglinga hér í bænum. t.d. skátastarfið. er tak- markað, aðeins eitt kvöld í viku. Guðmundur Fylkisson Hér ætti að vera aðstaða fyrir módelsmíðar. siglingaklúbbur eða eitthvað slíkt. Þegar krakk- arnir eru að flækjast úti á kvöld- in, eru þeir bara að sýna sig og sjá aðra. Það er svo sem ekki mikill tilgangur með þessu. ELÍN ÓLAFSDÓTTIR Ég held að það sé mjög sjald- gæft. að krakkar séu komnir heirn til sín kl. 10 á kvöldin og mér finnst það bjartsýni að ætlast til þess að maður fari eftir þessum reglum. Á virkum döguni er ég Elín Ólafsdóttir komin heim kl. 11-12 á kvöldin. Ég hef aldrei farið eftir reglunum. Einu sinni þegar ég var 10 ára var ég úti að leika mér til miðnættis. Þegar lögreglan kom fórum við inn fyrir dyrnar en komum strax út aftur, þegar hún var horfin. Það þyrfti að vera tómstundasalur eða hús hér, þar sem maður gæti hitt aðra og talað við þá. hlustað á plötur og spilað. Þegar maður fer að pæla í hlutunum, þá er þetta kvöldráp ósköp tilgangslaust. Maður er bara svo hræddur um að missa af einhverju. þótt rnaður missi aldrei af neinu. Yfir 2 þúsund á ári hverju Ölvun við akstur er verulegt og vaxandi vandamál í umferð- inni. Enda þótt vænta megi að fólk geri sér grein fyrir þeirri hættu sem af slfku atferli staf- ar, og öllum muni Ijóst að varð- ar við lög, hafa undanfarið ver- ið teknir yfir tvö þúsund öku- menn á ári hverju grunaðir um ölvun við akstur. Árið 1979 voru þeir 2.609. Nokkur félagasamtök og stofn- anir hafa tekið saman höndum undir samheitinu ..Öfl gegn ölv- unarakstri” um að koma á fram- færi og vekja athygli á staðreynd- um um ölvun við akstur svo að landsmenn geti sameiginlega komið þessum málum til betri vegar. Umferðarráð og Áfengisvarna- ráð hafa í þvi skyni látið prenta veggspjald og bækling sem ís- lenskir ungtemplarar og lögreglu- menn munu dreifa á Stór- Reykjavíkursvæðinu en Slysa- varnafélagið annarsstaðar á land- inu. (Frá Áfengisvarnaráði og Um- ferðarráði) i Skíðagallar og úlpur á bðrn GALLAR: Stæröir 116 ................. Stæröir 128 og 140 .......... Stæröir 152 til 176 ......... ÚLPUR Bláfeldarúlpur m/hettu stæröir 4 og 6 ........ Bláfeldarúlpur án hettu stæröir 8 til 12 ...... Mittisúlpur stæröir 128 til 176 ... Story-úlpur, síðar m/hettu stæröir 120 til 167 ... SKÍÐAVESTI Stæröir 6 og 8................ Stæröir 10 og 12.............. Stæröir 14 og XS ............. verö 27.000 Nýkr. 270 verö31.600 Nýkr. 316 verö 34.200 Nýkr. 342 verö 34.510 Nýkr. 345,10 verö 38.100 Nýkr. 381,00 . verö 34.700 Nýkr. 347,00 .... verö frá 42.830 til 49.900 Nýkr. 428,30 til 499,00 verö 20.000 Nýkr. 200,00 verö 23.430 Nýkr. 234,30 verö 26.850 Nýkr. 268,50 Sporthlaðan Silfurtorgi 1 400 ísafirði sími: 4123 ífastéígna] j VIÐSKIPTI j | Seljalandsvegur 67, 3ja | I herb. 107 ferm. íbúð á | I neðri hæð. Mjög skemmti- | ■ leg íbúð. Afhending eftir I [ samkomulagi. I Fitjateigur 3, 100 ferm. ein- I J býlishús í fokheldu standi J ! með gleri í gluggum. I Góuholt 8, 136 ferm. ein- 1 I býlishús meö tvöföldum I I bílskúr. J M.b. Hamraborg, GK 35, ! ■ 39 smálesta úthafsrækju- ■ | bátur, smíðaður 1975. Ný | | 360 ha. Cummings vél. | I Skipti óskast á 20-30 tonna I I bát. I Seljalandsvegur 81, 620 | | ferm. lóð fyrir einbýlishús | I til afhendingar strax. I I Túngata 18, 2ja herb. ca. . I 65 ferm. íbúð í góðu standi. | | Afhending eftir samkomu- I I lagi. I Strandgata 19a, 5 herb. í- | | búð á tveimur hæðum. | I Laustil afhendingar strax. I ■ Urðarvegur 50 — 52, tvö ■ I glæsileg raðhús í bygg- | | ingu. Afhendast til inni- I I vinnu fljótlega en verða • ■ endanlega afhent fullfrá- 2 I gengin að utan næsta sum- ■ | ar. Teikningar fyrirliggj- | I andi. I 1 Stakkanes v/Seljalands- ■ 2 veg. Lítið einbýlishús á J ■ tveimur hæðum og með ■ | kjallara. Stór lóð. Gott út- | I sýni. J Grunnar að raðhúsum við ! I Urðarveg 56 og Urðarveg | | 74. Komnar plötur. j Tryggvi j ! Guðmundsson, | I lögfr. ! Hrannargötu 2, ísafirði ■ sími 3940 Mikið óselt.. Framhalcl af bls. 8 issig, sem þó kemur framleiðend- um ekki til góða nema að tak- mörkuðu leyti. Rækjuveiðarnar hafa gengið allvel að undanförnu, en rækjan er léleg og illa hefur gengið að vinna hana. Á útleið... Framhald af hls. 8 Leikrit þetta gerist um borð i skipi og er frumlegt að því leyti að allar persónur þess eru dáið fólk og er það á leið til „himna- ríkis og helvítis". 7 farþegar eru á skipinu og eru þeir mjög ólíkir. Leikritið lýsir samskiptum þessa fólks og viðbrögðum þess við vitneskjunni um að þau eru öll dáin. Aðrar persónur leikritsins eru þjónn á skipinu og rannsókn- ardómari sem ailir verða að gera reiknisskil þegar á leiðarenda kemur. Leikendur eru: Guðný Magn- úsdóttir. Ásthildur Þórðardóttir. Pétur Svavarsson. Vernharður Guðnason, Jón Baldvin Hannes- son, Reynir Sigurðsson. María Maríusdóttir, Jónas Tómasson og Jakob Hallgrímsson. Leikstjóri er leikritahöfundurinn Oddur Björnsson og leikmynd gerði Pét- ur Guðmundsson. Vert er að taka fram að leikrit- ið verður aðeins sýnt á ísafirði. Næstu sýningar verða föstudaginn 15 nóv. og sunnudag- inn I7. nóv.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.