Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 8
Takmarkalitil sókn í ársbyrjun dheppileg — Líklegt að 63 - 65% þorskaflans veiðist á fyrstu fimm mánuðum ársins. vestfirska FRETTABLASID í greinargerð þeirri, sem 40. Fjórðungsþing fiskideiidanna á Vestfjörðum lét fylgja tillög- um sfnum um takmarkanir á þorskveiðum o.fl., og sagt var frá í síðasta tbl. Vestfirska, segir m.a., að á árinu 1979 hafi 56% þorskaflans verið veidd á tímabilinu janúar-maí. í Ijósi þesarar reynslu lagði síðasta Fiskiþing til, að ekki yrði leyfð meiri þorskveiði tímabilið 1. jan.-31. maí 1980 en 50% af því heildarmagni, sem áætlað yrði fyrir árið. Allt bendir nú til þess, segir í greinargerðinni, að þorskaflinn fyrstu fimm mánuði ársins verði 63-65% ársaflans. í greinargerð fiskideildanna segir ennfremur. að öllum megi ljóst verða hvaða afleiðingar það hefur fyrir fiskveiðar. fiskvinnslu og fiskmarkaði okkar. þegar ná- lega % hlutar heildarþorskaflans eru veiddir fyrstu fimm mánuði ársins. en síðan er gripið til strangra takmarkana síðari hluta ársins til að ná settum markmið- um. Þessu fyrirkomulagi verði að vara alvarlega við, þar sem það leiði til öngþveitis á öllum svið- um, eins og berlega hafi komið í ljós á þessu ári. Nægði þar að benda á eftirfarandi. 1. Nauðsynlegt hefur reynst að takmarka þorskveiðar togaranna í vaxandi mæli síðari hluta ársins. þrátt fyrir verulega aukningu á leyfðu heildarmagni. 2. Mikið framboð hráefnis fyrstu fimm mánuðina leiddi ó- hjákvæmilega víða til framleiðslu verðminni afurða. lakari nýtingar og mikillar birgðasöfnunar hjá -frystihúsunum, sem rnörg voru ekki í stakk búin til að mæta þessu aukna hráefnisframboði. Síðari hluta ársins hefur svo víða reynst örðugt að halda uppi stöð- ugri vinnu vegna aukinna veiði- takmarkana togaranna. 3. Á miðju þessu ári þurftu sölusamtökin að grípa til tak- markana á framleiðslu þorskflaka til að koma í veg fyrir verðfall á þýðingarmesta freðfiskmarkaði okkar. vegna mikillar fram- leiðsluaukningar fyrri hluta árs- ins. TAKMARKAUTIL SÓKN Þá segir í greinargerðinni: —Takmarkalítil sókn í þorsk- stofninn fyrstu fimm mánuði árs- ins hefur þannig reynst öheppileg fyrir allar greinar sjávarútvegsins. veiðar. vinnslu og sölukerfi. Til að koma í veg fyrir að slíkt endur- taki sig er lagt til að skipta þorsk- aflanum niður á ákveðin veiði- tímabil strax í byrjun ársins." Þing fiskideildanna á Vest- fjörðum gerði ekki tillögur um stjórnun humar-. loðnu- og síld- veiða, þar sem þessar veiðar eru nær alfarið stundaðar af veiði- skipum úr öðrum landshlutum. Veiðar og vinnsla þessara fisk- stofna fer nær alfarið fram á 2. og 3. veiðitímabilinu. segir í greinar- gerðinni, og gerir það er.n nauð- synlegra að þqrskaflinn sé ekki að miklu leyti veiddur á I. veiðitíma- Úr vinnslusal [shúsfélagsins bilinu, eins og gerst hefði á þessu ári, svo tryggt sé. að þau veiðiskip sem ekki sækja í áðurnefnda stofna séu ekki verkefnalaus síð- ari hluta ársins. VERÐBÆTUR Á GRÁLÚÐU Þá lagði Fjórðungsþing fisk- deilanna til, að greiddar yrðu verðbætur á grálúðu. sem veidd Leó Ijósmyndastofa er eftir I. júní 1981. eins og lagt var til í ályktun Fiskiþings 1979. Lýsti þingið furðu sinni á þeirri ákvörðun Yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins, að greiða engar verðbætur á grálúðu. sem veidd var eftir 1. júní á þessu ári, en verja öllu því fjármagni. sem greitt er úr sjóðnum á árinu til að verðbæta karfa. ufsa. skarkola. spærling og kolmunna. Á útleið Leó Ijósmyndastofa Frumsýna í kvöld í kvöld fimmtudag 13. nóv- ember, kl. 1830 frumsýnir Litli Leikklúbburinn á fsafirði leikritið ..Á útleið" eftir Englendinginn Sutton Vane. Þetta leikrit hefur tvisvar áður verið sett upp á ísafirði fvrir u.þ.b. 50 árum þá af Leikfélagi ísafjarðar. Á þeim tíma var þetta leikrit mjög vinsælt og víða leikið á landinu. Einnig var leikurinn fluttur í útvarp fyrir 2 árum eins og mörgum er i fersku minni. Fmmhald á bls. 7 © PÓLLIIMN HF ísafirði Sími 3792 FYRIR JÓLABAKSTURINN KENWOOD CHEF ÁSAMT FJÖLDA FYLGIHLUTA HAKKAVÉL — GRÆNMETISKVÖRN ÁVAXTAPRESSA — RJÓMAVÉL KARTÖFLUSKRÆLARI — DÓSAOPNARI OG ÝMISLEGT FLEIRA Siemens HANDÞEYTARAR MEÐ STANDI, SKÁL OG GRÆNMETISKVÖRN Philips HANDÞEYTARAR TVÆR GERÐIR Menningarráð ísafjarðar: Margvísleg starfsemi í vetur Margbreytt starfsemi verður í vetur á vegum Menningarráðs eða fyrir tilhlutan þess og má m.a. nefna að nú á næstunni mun Hörður Ágústsson, list- málari, flytja erindi á fsafirði um íslenska húsagerð, en sfð- ar í haust kemur hingað leik- flokkur frá Þjóðleikhúsinu og t byrjun næsta árs er von á Indriða G. Þorsteinssyni, rit- höfundi, sem mun lesa upp úr verkum sínum. Fyrirlestur Harðar Ágústssonar nefnist „íslensk húsagjörð frá landnámi til lýðveldis” og verður haldinn í heimavist Mf 15. nóv. kl. 4. Nemendur Menntaskólans munu annast kaffiveitingar til á- góða fyrir ferðasjóð sinn. Menntaskólinn á ísafirði stendur að komu listamannsins hingað í samvinnu við Menningarráð. Fyrir tilstilli Menningarráðs er ráðgert að leikflokkur frá Þjóð- leikhúsinu sýni leikrit Jökuls Jakobssonar „í öruggri borg” á ísafirði um mánaðamótin nóvem- ber — desember. Leikrit þetta var frumflutt á ísafirði fyrir nokkrum árum, en þá fengu þau Jökull Jakobsson og Bryndís Schram, þáverandi skólameistari Ml, tvo leikara til liðs við sig og lásu leikritið saman á heimavist Menntaskólans. Einnig er í ráði að Þjóðleikhúsið frumsýni leikrit á ísafirði eftir áramót, en Þjóð- leikhúsið hefur áður sett upp frumsýningar utan Reykjavíkur, t.d. á Húsavík. í janúar næsta ár mun Indriði G. Þorsteinsson. rithöfundur, koma til Isafjarðar og lesa upp úr nýjustu bók sinni „Unglingsvet- ur". Ásamt rithöfundinum kemur hingað Hjörtur Pálsson. dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins, og mun hann flytja fyrirlestur um Indriða og verk hans. Óhagkvæmir flutningar um ísafjarðardjúp: Mikið skortir á samræmingu Ýmsum bændum í Isafjarö- ardjúpi finnst mikið skorta á að nægileg samræming sé á ferð- um og flutningum Fagraness- ins og mjólkurbílsins um Djúp- ið. Geir Baldursson í Skálavík sagði í viðtali við blaðið, að enginn tengsl virtust vera á milli þessara flutningsaðila, þannig að hvor um sig væri að elta hinn með nákvæmlega engan flutning. Hlyti þetta fyrir- komulag að hafa mjög mikinn kostnað í för með sér. Geir sagði. að ekki væri hægt að taka Djúpbátinn út úr dæm- inu, því ef hann færi. væru ekki lengur skilyrði til búsetu í Djúp- inu. Hinsvegar virtist eðlilegast að leysa Djúpbátinn undan flutning- um um Djúpið á sumrin og nota hann til einhvers annars, en á haustin gæti hann á ný tekið upp áætlunarferðir sínar um Djúpið. Sagði Geir, að flutningar væru yfirleitt mjög litlir á veturna og ekki væri óalgengt að flutnings- aðilarnir væru að flytja smáslatta hvor og virtist engin tengsl eða samræming vera á milli flutning- anna. Blaðið hafði samband við Jó- hann T. Bjarnason, sem sæti á í nefnd þeirri. sem samgönguráð- herra skipaði nýlega til að kanna samgöngur á Vestfjörðum. Varð- andi þá ábendingu Geirs, að Djúpbáturinn yrði notaður til ein- hvers annars á sumrin en áætlun- arferða um ísafjarðardjúp sagði Jóhann, að ekki yrði ekið út í eyjarnar og einhvernveginn þyrfti að leysa þeirra mál líka. Jóhann sagði, að athuga yrði gaumgæfi- lega hvort flugið gæti ekki tekið við farþegaflutningum í auknum mæli, en ýmsir aðilar í Djúpinu þrýsta mjög á með að komið verði á áætlunarflugi þangað. Gerð var tilraun með slíkt áætl- unarflug í þrjá mánuði á síðasta ári á vegum Ernis hf. á ísafirði, en Ijóst er að það ber sig ekki fjár- hagslega án stuðnings og vantaði teljur á móti helmingnum af kostnaðinum. Jóhann sagði. að meðal þeirra samgöngutækja, sem hin nýskipaða nefnd mundi fjalla um væri Djúpbáturinn. Mikið dselt af djiiprækjunni Ríflega helmingi meira magn af djúprækju var lagt upp hjá Niðursuðuverksmiðjunni á Torfnesi en á sama tíma í fyrra, eða alls um 470 tonn. Þessi afli skiptist á 6-7 rækjubáta, að sögn Eiríks Böðvarssonar hjá Niðursuðuverksmiðjunni. Rækjan var undantekningarlft- ið mjög góð. Mjög treglega hefur gengið að selja þessa rækju og situr verk- smiðjan nú uppi með miklar birgðir. Eiríkur sagði, að í sumar hefði svipað magn veiðst á tveim- ur mánuðum og undir eðlilegum kringumstæðum dreifðist á 6-7 mánuði og hefur salan því engan- veginn haldist í hendur við fram- boðið. í sjálfu sér væri hér ekki um mikið magn að ræða. ef það t.d. hefði dreifst á vetrarvertíðar- tímabilið. Mikil óvissa er í sölu- málum um þessar mundir. Verðið á rækjunni hefur hríðfallið síðan í vor, eða um 20% nú í sumar, en á Framhald á bls. 7

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.