Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 2
2 FRETTABLADID Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 1, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Eðvarð T. Jónsson, sími 4269 - Útgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. - Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá. - Prentun: Prentstofan ísrún hf., sími 3223 Jólakauptíðin mikla fer nú í hönd. Það fer ekki framhjá neinum. Auglýsingatímar sjónvarps og útvarps eru þegar orðnir útbelgdir og ber þar nú sem fyrr einna mest á bókaauglýsingum. Bókaútgáfa er sennilega miklu meiri með íslend- ingum, en nokkurri annarri þjóð. Þar kennir margra grasa og á skranhaugnum glittir oft í perlur. Við íslendingar erum svo lánsamir að eiga og hafa átt rithöfunda, sem standast saman- burð við það sem best gerist með öðrum þjóðum. En það gildir með rithöfunda eins og aðra, að það eru margir kallaðir, en fáir útvaldir. Betri rithöfundar eiga það flestir sammerkt, að þeir skrifa bækur, sem almenningur skilur, vill kaupa og lesa. Það verður aftur til þess, að þeir rithöfundar geta haft tekjur af ritstörfum sínum og ættu því ekki að þurfa mikla viðbót af almannafé. Um hina lakari höfunda er það að segja, að þeirra er að sækja á brattann. Ef þeir hafa þá trú að þeir hafi boðskap að flytja, og vilja af hugsjón halda sig að ritstörfum, þá er það að sjálfsögðu þeirra réttur. En svo sem hinn venjulegi íslendingur stundar sína tómstunda- iðju í eigin tíma og á eigin kostnað, þá ættu slíkir listamenn ekki að þiggja styrki af almannafé, heldur að iðka list sína í tómstundum og leitast við að ná þeim þroska að þeir geti lifað af list sinni. Hagkaupsmálið, svonefnda, hefur verið mikið hitamál að undanförnu. Það er stundum talið dæmi um verslunarhöft og einokunarstefnu að bókaútgefendur hafa ekki fallist á að veita Hag- kaup leyfi til að versla með bækur í stórmarkaði sínum í Skeifunni í Reykjavík. Fljótt á litið lítur dæmið kannske þannig út. Hversvegna skyldu ekki allir sem það vilja versla með bækur, og hverra hagsmuna er verið að gæta? Verslunarhöft eða skynsamleg stjórnun Að sjálfsögðu eru bókaútgefendur að gæta hagsmuna sinna og viðskiptavina sinna, á þann hátt, sem þeir telja réttastan og ef skyggnst er undir yfirborðið og hugað lítillega að eðli þessa sérstaka máls, þá hygg ég að sjónarmið þeirra, sem vilja hlúa að og vernda aðstöðu sérverslana með bækur sé töluvert rétthærra, en margur telur vera við fyrsta augnakast. Nú er þetta ekki sérstaklega mál Hagkaups eins, sem um er fjallað. Það má telja nokkuð víst, að fái Hagkaup sigur í máli því sem í gangi er um bóksöluleyfið, að þá fylgi aðrir stórmarkaðir um land allt eftir og bóksala verði þá fljótlega gefin alfrjáls hverj- um sem hafa vill. Yrði þá að líkindum ekki langt í verðstríð á bókamarkaðinum og hætt er við að þá gilti ekki lengi sú regla að bækur yrðu seldar við sama verði hvar sem er á landinu. Eðli stórmarkaða er m.a. það að bjóða á hverjum tíma sem mest vörumagn á sem hag- stæðustu verði og tilhneiging er að sjálfsögðu til þess að leggja áherslu á þær vörutegundir, sem sala er mest í hverju sinni. Jólakauptíðin, sem áður er vikið að, er hvað mest áberandi á bókamarkaðinum. Yfir helmingur allra bóka selst í desember, og þá jafnvel helmingur þess magns á Þorláksmessu. Sérverslanir mega sæta því að starfa við þessi skilyrði og hafa þó úrval bóka á boðstólum hina ellefu mánuði ársins. Þær eru umboðsaðilar bókaútgefenda og samtök þeirra hafa eftirlit með því að þær hafi á boðstólum allt árið verulegt úrval þeirra bóka, sem á markaði eru. Einnig gera bókaútgefendur kröfu til þess að aðstaða sé góð til bóksölunnar. Þetta er neytandanum nokkur trygging fyrir því að geta gengið að úrvali bóka allan ársins hring og á sama verði um allt land. Væri bóksala hinsvegar gefin frjáls, hverjum þeim er hafa vill, þá er hætt við að þrengdi verulega að kosti sérverslananna. Bækur myndu hugsanlega lækka eitthvað í verði á aðalkauptíðinni í desember, þegar þær væru til sölu í öllum verslunum og tekjur af sölunni myndu dreifast á fleiri aðila. En á öðrum tíma, er hætt við að verð hækkaði, jafnvel að bækur yrðu illfáanlegar, nema með póstkröfuverslun við eina eða tvær sérverslanir, sem hugsanlega héldu velli þar sem byggð er þéttust. Það að bókaútgefjpndur skuli vilja vernda sérverslanir með bækur getur að því er best verður séð, ekki talist til verslunarhafta eða einokunar. Þeir úthluta bóksöluleyfum, sam- kvæmt því sem þeir telja að neytendum komi best, og með það að markmiði að bókin verði ávallt sem aðgengilegust sem flestum. Það er að sjálfsögðu þeirra hagur, að bóksalarnir, umboðs- menn útgefenda, hafi sem besta aðstöðu til þessarar verslunar og um leið hlýtur það að vera hagur neytenda. Það verður miklu fremur talið frelsi innan marka skynsamlegrar stjórnunar. Hefði getað verið Húsnæðisstofnun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77 R. Sími 28500 Útboó Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúöa, ásamt Stjórn verkamannabústaða á Patreksfiröi óska eftir tilboöum í byggingu á 6-íbúöa raöhúsi viö Sigtún, Patreksfirði. Húsinu skal skila fullbúnu meö grófjafnaöri lóö 1. júlí 1982. Útboösgögn verða til afhendingar á hreppsskrifstofunni á Patreksfiröi og hjá tæknideild Húsnæöisstofnunar ríkisins frá 25. nóv. 1980 gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboöum skal skila til sömu aðila eigi síöar en þriöjudaginn 9. des. 1980 kl. 14.00 og veröa þau þá opnuö aö viöstöddum bjóö- endum. F.h. Framkvæmdanefnda sveitarstjórinn á Patreksfirði Úlfar B. Thoroddsen. Framhald af bls. 1 HÆTTULEGT ÁSTAND Jens Kjartansson, læknir á Isa- firði, sagði í viðtali við Vestfirska, að ástandið í þessum efnum hér í umdæminu væri mjög varasamt og hættulegt, sérstaklega þegar um er að ræða tilvik þar sem sinna þyrfti sjúklingi innan á- kveðinna tímamarka. —Hér er vitanlega alltaf um matsatriði að ræða, sagði Jens. En þegar um hjartatilfelli er að ræða, líður alltof langur tími þangað til hægt er að fara að sinna sjúkl- ingnum. Við reiknum með, að ef maður sem fær hjartaáfall eigi möguleika á því að lifa, verði hann að vera kominn í hjarta- hnoð og aðra meðferð innan HLJÓÐFÆRI TIL SÖLU 1 stk. rafmagnsorgel, lítið notað. 1 stk. rafmagnsorg- el sem hægt er að breyta í píanó. Söngkerfi, 400 Wött, Pivy/Yamaha synth- esizer. Ásgeir Sigurðsson, Selja- landsvegi 76, sími 3666. TIL SÖLU Sunbeam Hunter, 1974, ekinn 78.000 km. Ljósblár, góð dekk, útvarp, nýr raf- geymir. Upplýsingar hjá Skarp- héðni Ólafssyni, Reykja- nesi, sími um Skálavík. ÓSKUM EFTIR að taka íbúð á leigu á Isa- firði. Upplýsingar í síma 3742 TIL SÖLU Wiliy's jeppi, árgerð 1946, 8 cyl. Ný karfa, breið dekk. Upplýsingar í síma 4260 fimm mínútna frá því hann fær áfallið. —Við getum auðvitað sagt með sanni, hélt Jens áfram, að það sé mjög alvarlegt, að læknar skuli ekki vera á Suðureyri og í Súða- vík. Þetta svæði okkar er það lítið, að við höfum mjög góða möguleika á því að bjarga sjúkl- ingum í svona tilvikum, ef gæslan væri nógu góð. Það mundi muna miklu að hafa mann á vakt alla nóttina, að öðrum kosti er boðið heim mikilli hættu. Raunverulega þarf ekki að kosta miklu til. Eins og kunnugt er annast lögreglan akstur sjúkrabílsins, þótt henni beri ekki skylda til þess. Fyrir skömmu var það til umræðu á fundi Sjúkrahússtjórnar hvernig haga mætti þessum málum í TIL SÖLU eikarparket, 27 ferm. á- samt undirlagspappa á hagstæðu verði. Upplýsingar í síma 3040. TIL SÖLU Listadún hornsófi og stól- artil sölu. Upplýsingar í síma 4243. AFMÆLI Sjötíu ára er á morgun, föstudag 28. nóvember, fr. Soffía Helgadóttir, Fjarðar- stræti 27, ísafirði. Hún tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengda- dóttur, að Skipagötu 8, fsa- firði eftir kl. 20:00 á afmælis- daginn. I vestfirska rRSTTABLADIS framtíðinni og sú spurning vakn- aði þá hvort heppilegt væri að hafa starfskraft á nýja sjúkrahús- inu, sem annaðist rekstur sjúkra- bílsins. í ljós kom að þetta þýddi, að fimm til sex manns yrðu stöð- ugt að vera á vakt í staðinn fyrir í mesta lagi einn aukamann hjá lögreglunni. Það væri kannske ekki fráleitt, að bæjarfélagið fórnaði einhverju til þess að halda uppi slíkri vakt, ef ríkið fæst ekki til þess. „HRINGAVITLEYSA" Guðmundur Sigurjónsson, full- trúi bæjarfógeta á ísafirði, stað- festi í viðtali við blaðið, að við gerð fjárlagafrumvarpsins hafi Hagsýslustofnun mælt með því að fækkað yrði í lögregluliðinu á Isafirði um einn mann. „Þetta er eins og hver önnur hringavitleysa," sagði Guðmund- ur. „Maður fær ekki betur séð en það eigi að falsa fjárlögin, því það er alveg Ijóst að við megum ekki missa neinn úr lögreglunni. Ég veit ekki hvort þessu verður hald- ið til streitu. Alþingi ræður þessu.“ etj,- ÞAKKARÁVARP Vitavörðurinn á Horn- bjargsvita færir þakkir öllum þeim, er aðstoðuðu við flutn- ing hans á Fjórðungssjúkra- húsið á ísafirði. Sérstaklega vill hann þakka björgunarsveitum og hjúkrunarliði á ísafirði og nágrenni fyrir skjót og góð viðbrögð. Guð blessi ykkur öll Jón Magnússon Ingibjörg Pálsdóttir A.A. FUNDIR Kl. 9 á þriðjudagskvöldum, safnaðarheimilinu, uppi í Gúttó. Opið á sama stað milli 2 og 4 á sunnudög- um, sími 3171. A.A. deildin. Næsti verk- þáttur... Framhald af bls. 1 dag væru tæpar 90 millj. kr., en með hliðsjón af verðbólgunni undanfarna mánuði mætti ætla að kostnaðurinn yrði um 120 millj. kr. næsta sumar. Sagði Sigurður, að allir væru sam- mála um að nýta verði malbik- unartækin meðan þau væru á Isafirði, því þau kæmu sjálf- sagt ekki aftur næstu 5-10 árin. Að sögn verktakanna, sem unnið hafa að múrverki í bygg- ingunni, mun því verki Ijúka eftir 4-6 vikur. Verktakarnir eru Pétur og Baldur Jónssynir frá Reykjavík. Þeir hafa verið beðnir um að taka að sér minniháttar verkefni í bygging- unni þegar múrverki lýkur, m.a. frágang í kringum sundlaug. I samtalinu við blaðið sagði Sigurður J. Jóhannsson, að ganga mætti út frá því sem vísu, að frá því ákvörðun verð- ur tekinn um næsta verkþátt sjúkrahússbyggingarinnar og þangað til verktakar hefjast handa, líði 5-6 mánuðir, enda er þá eftir að undirbúa verklð, hanna útboð, auglýsa það og semja við verktaka. Samkvæmt því mun næsti verkþáttur ekki hefjast fyrr en um mitt næsta ár. etj.- r ‘ Smáauglýsíngar ‘—l

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.