Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 6
Iþróttavallarhiís —Eftir eru framkvæmdir fyrir tæpar 100 millj. Hafist var handa um bygg- ingu íþróttavallarhúss á ísafirði fyrir tveimur árum milli gras- vallarins og væntanlegs malar- vallar á Torfnessvæðinu. I byggingunni á að vera aðstaða fyrir íþróttafólk, sem stundar þær íþróttir, er svæðið býður upp á. Björn Helgason, íþrótta- fulltrúi, sagði í viðtali við blað- ið, að hér væri um framtíðarí- þróttasvæði Isfirðinga að ræða og því eðlilegt að húsið væri byggt með hliðsjón af því. Hús- ið er 400 fermetrar á tveimur hæðum. Neðri hæðin er ætluð fyrir búnings- og baðklefa og verður jafnframt ágæt aðstaða fyrir dóm- ara og starfsmenn móta auk á- haldageymslu o.fl. Á efri hæðinni verður mjög góð aðstaða fyrir starfsemi íþróttafélaganna, sem hafa verið á hrakhólum með hús- næði fram til þessa og hvergi haft fastan samastað. Fundarsalur og fundarherbergi verða á efri hæð- inni, auk þess eldhús og salernis- aðstaða fyrir áhorfendur á leikj- um og mótum. Jafnframt verður þar sælgætissala. Eiríkur og Einar Valur hófu byggingu hússins 1978 og steyptu þá upp sökkla og botnplötu. Lítið sem ekkert var unnið í húsinu í fyrra, en nú í sumar var Hallgrími Axelssyni, verkfræðing, falið að Endurbætur áskíðasvæði Miklar endurbætur hafa ver- ið gerðar á skíðasvæðinu á Sljalandsdal í sumar, að því er Björn Helgason, íþróttafulltrúi, tjáði Vestfirska nýlega. Lyftur hafa verið málaðar og vírar endurnýjaðir svo nokkuð sé nefnt. Gerð hefur verið úttekt á lög- legum svigbrautum og annaðist Hákon Ólafsson, fyrrv. formaður skíðasambands Islands, úttektina. ísfirðingar hafa því núna viður- kenndar tvær svigbrautir og tvær stórsvigbrautir til allra skíðamóta. Björn sagði, að skíðasamband hefði lagt til að slík úttekt yrði gerð á öllum skíðasvæðum til þess að viðkomandi staðir fengju að halda lögleg mót. Óhætt er því að segja, að Seljalandsdalur hafi sjaldan eða aldrei verið betur undirbúinn til að taka á móti skíðamönnum og nú í vetur. Sjóleiðin til Bagdad á Súgandafirði Mikil gróska er í leiklistarlífi á Vestfjörðum um þessar mundir. Á Patreksfirði verða færðir upp þættir úr barnaleik- ritum Thorbjörns Egner í lok þessa mánaðar. Á Bíldudal standa yfir sýningar á Skugga- Sveini. Flateyringar frumsýndu Saumastofuna um miðjan þennan mánuð. Á fsafirði sýnir Litli Leikklúbburinn „Á útleið" eftir Sutton Vane. Og nú hafa Súgfirðingar bæst f hópinn. Fimmtudaginn 4. des. frumsýn- ir leikhópurinn Hallvarður Súg- andi leikrit Jökuls Jakobsson- ar „Sjóleiðin til Bagdad“. Leik- stjóri er Anna Kristín Þórarins- dóttir. Leikhópurinn Hallvarður Súg- andi var stofnaður í fyrra og leik- rit Jökuls er þriðja verkið, sem hann tekur til meðferðar. í sam- tali við Vestfirska sagði Karlotta Kristjánsdóttir, form. leikhópsins að frumraun hans hefði verið „Orrustan á Hálogalandi", en síð- an sýndi hópurinn gamanleikinn „Þorlák þreytta" við mikla að- sókn. Um 15 manns vinna að sýningu leikhópsins, að sögn Karlottu, en leikendur eru sjö. Frumsýnt verð- ur í Félagsheimili Súgfirðinga, en síðar er ætlunin að fara með leikritið til ísafjarðar og Flateyrar og ef til vill víðar, ef veður leyfa. Leikendur í „Sjóleiðinni til Bagdad" eru: Jóhann Bjarnason, Eygló Egilsdóttir, Ásta Björk Friðbertsdóttir, Sigrún Sigurgeirs- dóttir, Sigurður Sigurðsson. Grét- ar Schmidt og Gunnar Pálsson. etj,- fokhelt byggja húsið upp og skila því fokheldu. Þessi áfangi hússins gekk mjög vel og var skilað á tilsettum tíma 23. okt. sl. Björn Helgason, sagði að þótt mikil vinna væri eftir við húsið, hefði hér náðst góður áfangi. Húsið hefur vakið athygli að- komumanna, að sögn Björns, og þeir spyrja margir hverjir hvort þetta sé ekki nýja íþróttahúsið. Það virðist því setja sinn svip á bæinn. í sumar var unnið við húsið fyrir röskar 43 millj. kr„ en kostn- aður alls við húsið nú í dag er rúmar 56 millj. kr. Björn sagði, að kostnaður við bygginguna hefði verið framreiknaður miðað við verðlag í dag og vantaði enn rúm- ar 98 millj. kr. áður en húsið verður fullbúið. Er þá reiknað með því að öll vinna við húsið verði aðkeypt. Hinsvegar mun hugmyndin vera sú hjá íþróttafor- ystunni, að bjóða sjálfboðaliða til vinnu við húsið og er því hugsan- legt, að kostnaðurinn verði ekki eins mikill og áður greindi. FRETTABLASID Sjúkra- skýlið endurbætt Á þessu ári hefur verið unnið við breytingar og endurbætur á viðbótarhúsnæði við Sjúkra- skýlið í Bolungarvík. Unnið hefur verið við efri hæð húss- ins. Þar var áður læknamót- taka, lyfjaafgreiðsta, tann- læknastofa o.fl. Guðmundur Kristjánsson, bæj- arstjóri í Bolungarvík, tjáði blað- inu að verkinu hefði lokið í end- aðan ágúst og er kostnaðurinn áætlaður um 45 millj. kr. Guð- mundur sagði, að Sjúkraskýli Grasyöllurinn talinn hafa heppnast yel Eins og mönnum er kunnugt var grasvöllur tekinn í notkun á (safirði í sumar. Sérfræðingar telja þennan grasvöll nokkuð góðan og hér um mikið fram- faraspor að ræða fyrir íþrótta- hreyfinguna á Isafirði, að því er Björn Helgason, íþróttafulltrúi, tjáði blaðinu nú á dögunum. Völlurinn var að vísu ekki form- legan vígður í sumar, en það verður væntanlga gert næsta' sumar. Bæjarvöld leyfðu hins- vegar notkun á vellinum síðari hluta sumars og vakti það mikla ánægju knattspyrnu- manna og knattspyrnuunn- enda. Björn sagði að sérfróðir menn væru samdóma um að gerð gras- vallarins hefði heppnast vel, þótt hann sé enn ekki fullfrágenginn. Mikil áhersla er lögð á það hjá úttektarmönnum, að grasvelli sé ekki misboðið meðan hann er að gróa upp og er þetta atriði, sem knattspyrnumenn og aðrir verða að sætta sig við. I samtali við Vestfirska, sagði Björn Helgason m.a.: —Grasvöllurinn á Torfnesi, þessi 7000 fermetra slétti græni blettur setur mikinn og góðan svip á okkar ágæta bæ, sem ekki er þekktur fyrir starfsemi í anda „grænu byltingarinnar". Eins og sakir standa telja hin bestu knatt- spyrnufélög, sem vön eru gras- völlum, það ekki þess virði að heimsækja okkur við þær aðstæð- ur, sem við búum við. Tilkomanýs grasvallar skapar okkur því mörg góð tækifæri auk bættrar al- mennrar aðstöðu til íþróttaiðk- ana. Við getum haft meiri sam- skipti við önnur byggðarlög, þar sem nú er unnt að bjóða upp á viðunandi aðstöðu fyrir knatt- spyrnuleiki. Við hliðina á gras- vellinum er hafin gerð malarvall- ar. Það verk hefur nokkuð setið á hakanum, því að megináhersla hefur verið lögð á að ljúka gerð grasvallarins. Samt sem áður er það mjög mikilvægt að gerð mal- ’ arvallar verði lokið hið fyrsta, því eins og menn vita, er grasvöllur- inn ekki notaður nema hluta af árinu, en malarvöllurinn skapar hinsvegar ágæta æfingaraðstöðu á vorin, haustin og hluta úr vetrin- hefði verið rekið í Bolungarvík um liðlega 20 ára skeið og hafa þar verið 10 rúm auk fæðingar- stofu, en með tilkomu þessa nýja húsnæðis verða þar rúm fyrir 18 sjúklinga auk fæðingarstofnunn- ar, þegar búið verður að endur- bæta neðri hæðina, sem væntan- lega verður gert á næsta ári. Guðmundur sagði, að ráðist hefði verið í þetta verkefni vegna þess hve þörfin á aukinni þjón- ustu á sviði hjúkrunarheimilis fyr- ir aldraða væri orðin brýn. etj,- Samið um leigu- og sölu íbúðir Bæjarstjórn Bolungarvíkur gekk nýlega frá samningum um byggingu á sölu- og leiguí- búðum f Bolungarvík. Verktaki er Jón Friðgeir Einarsson. Hér er um fimm raðhús að ræða og eru þessar íbúðir þær síðustu af 21 íbúð, sem bæjarstjórn var heimilað að byggja samkvæmt lögum um sölu- og leiguíbúðir. Verksamningurinn hljóðar upp á nær 250 millj. kr. Hver íbúð er 100 ferm. auk bifreiðageymslu. Teikningar eru frá Húsnæðis- málastjórn. Á vegum Bolungarvíkurbæjar er einnig verið að ljúka byggingu myndarlegs áhaldahúss. Verktaki er Jón Friðgeir. Bolvíkingar höfðu ekki áhaldahús áður og var því orðin mikil þörf á þessari framkvæmd, að sögn Guðmund- ar Kristjánssonar, bæjarstjóra. etj,- um. Svæðið var upphaflega skipulagt þannig, að grasvöllur og malarvöllur voru hlið við hlið. Malarvöllurinn á Skeiðinu er hugsaður sem bráðabirgðavöllur og er ekki inni í þessu skipulagi. Það að hafa tvo tilbúna velli, grasvöll og malarvöll, er talið á- kjósanlegasta fyrirkomulagið af þeim, sem best þekkja til þessara mála, því að með því móti er hægt að hlífa grasvellinum og nota hann helst ekki nema fyrir keppnisleiki. Upphitun fyrir áramót Framkvæmdum við fyrsta á- fanga dreifiskerfis hitaveitunn- ar á Patreksfirði er nú lokið. Eftir er að setja upp endanlega kyndistöð og er nú kynt upp með svartolíukatli í bráða- birgðakyndistöð í einu frysti- húsanna á staðnum. Þegar byggingu kyndistöðvar á ísa- firði lýkur fara katlarnir, sem notaðir hafa verið hér í kyndi- © PÖLLINN HF Isafirði Sími3792 JÓLIN NÁLGAST AÐVENTA HEFST NÆSTA SUNNUDAG - AÐVENTULJÓS - Fyrsta sendingin af vinsælu sænsku aðventuljósunum komin ★ ★ ★ Tryggið ykkur Ijós í tíma. í fyrra seldust þau upp löngu fyrir jól. Mjög gott verð. Sendum í póstkröfu. stöðvarnar á Patreksfirði og í Bolungarvík. Verktaki á Pat- reksfirði er Ólafur Bæringsson. Kristján Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Orkubús Vest- fjarða, tjáði blaðinu að reiknað væri með því að hægt væri að byrja upphitun húsa frá dreifi- kerfunum á Patreksfirði og í Bol- ungarvík fyrir næstu áramót. Milli 70-80 hús fá hita frá kyndi- stöðvum á báðum stöðunum. etj.-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.