Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 1
FRETTABLASIS Farþega- og vöruafgreiðsla á ísafjarðarflugvelli: Símar 3000 - 3400 - 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti: Símar 3457 - 3557. | Bolli Kjartansson j i segir upp starfi i Bolli Kjartansson, bæjar- stjóri, mun óska eftir því á bæjarstjórnarfundi í kvöld (fimmtudag), að láta af störfum sem bæjarstjóri samkvæmt nánara sam- komulagi við bæjarráð. Bolli ritaði bæjarráði uppsagnar- bréf sitt 1. des. s.l. og mun því að öllu óbreyttu hverfa frá störfum á ísafirði í júní næsta ár. í samtali við Vestfirska fréttablaðið sagði Bolli, að á- stæðan fyrir uppsögn sinni væru veikindi í fjölskyldu hans, sem gerðu það að verk- um að þau þyrftu að vera í nánum tengslum við sjúkrahús á Stór-Reykjavíkursvæðinu Bolli réðist sem bæjarstjóri til ísafjarðar haustið 1972 skömmu eftir sameiningu sveitarfélaganna hér, en áður hafði hann starfað í sjö ár sem bæjarritari í Kópavogi. Prentstofunni ísrún. Jón Her- mannsson, hjá Leó Ijós- myndastofu tók myndina. Það er ekki hans sök, þótt litirnir séu ekki 100% réttir. Þetta er frumraun í litgreiningu og verð- ur að skoðast sem slík. —Mjög í anda ályktana Fiskideildanna á Vest- fjörðum. Á 39. Fiskiþingi, sem haldið var í Reykjavík nýlega, voru lagðar fram tillögur um að teknir verði upp tímabilskvótar, sem fylgi hefðbundnum vertíð- ar- og verðlagstímabilum án skiptingar milli tegundar fiski- skipa eða svæða. í samtali við Vestfirska sagði Jón Páll Hall- dórsson, einn vestfirsku full- trúanna á Fiskiþingi, að þessar tillögur væru mjög f sama anda og þær sem lagðar voru fram á þingi fiskideildanna á Flateyri í október sl. Helsta frávikið er það, að Fiskiþing gerir ráð fyrir að meiri afli verði veiddur á vetrarvertíðinni. Fiskiþing lagði til, að kvóta- tímabilin yrðu þrjú, frá l. jan.-3l. maí, frá l. júní-30. sept. og frá 1. okt.-31. des. Sjávarútvegsráðherra gerði í sinni tillögu ráð fyrir, að árinu yrði skipt í fjögur jafnlöng veiðitímabil. Samkvæmt tillögum Fiskiþings er reiknað með, að á p •mmm—mmmmmmmmm. næsta ári verði veiddar 400 þús. lestir af þorski, sem skiptist þann- ig á veiðitímabilinu: fyrstu fimm mánuðina verða veiddar 240 þús. lestir, eða 60% heildaraflans. Næstu fjóra mánuði verða veidd- ar 100 þús. lestir, eða 25% heild- araflans, og 60 þús. lestir síðustu þrjá mánuði ársins, eða 15% heildaraflans. Gert er ráð fyrir að allar veiðitakmarkanir, sem giltu á þessu ári, muni gilda áfram næsta ár. Samkvæmt tillögunum verður þorskveiðibann á togara- flotann á fyrsta veiðitímabilinu. Taka verður út þorskveiðibannið í hverjum mánuði og má ekki flytja það milli mánaða, en hins- vegar er það ekki bundið við ákveðnar dagsetningar. Reiknað er með að skrapdagar togaranna á næsta ári verði um 140 talsins. Þá verður leyfilegt hlutfall þorsks í afla togaranna nokkuð breytt frá því sem nú er: 20% á fyrsta tímabili, 15% á öðru og 25% á þriðja tímabilinu. í samtalinu við blaðið sagði Jón Páll Halldórsson, að það væru mjög skiptar skoðanir um hvort æskilegt væri að skipta heildarveiðinni milli báta og tog- ara. f þeim tillögum, sem sjávar- útvegsráöherra lagði fyrir Fiski- þing, gerði hann ráð fyrir að bátar fengju helming aflans og togar- arnir hinn helminginn. Það var hinsvegar mat Fiskiþings, að þetta yrði of erfitt í framkvæmd. Sagði Jón Páll, að ef t.d. loðnu- flotinn fengi að stunda þorskveið- ar í vetur mætti spyrja af hvorum aðilanum hann ætti að taka kvót- ann sinn, ef búið væri að skipta Framhald á bls. 6. ,^ertu stilltur elsku yinur” Lögreglan á Fsafirði hefur megna vantrú á kylfum. Hún féllst þó á að sýna fréttamanni Vestfirska hvernig nota mætti slíka gripi. Sjá nánar á bls. 4. Leó Ijósmyndastofa Hversvegna sumarmynd í desemberbyrjun?. — Jú, þetta er tilraun. Við sjáum hér fyrstu myndina, sem er litgreind hjá Fiskiþing gerir tillðgur um tímabilskvóta

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.