Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 7
I vestfirska rRETTABLADID Sendið jólakveðjur með Ijósmyndum frá ísafirði Fást í Bókhlöðunni Herbergi óskast fþróttabandalag l'sfirðinga óskar að taka á leigu rúmgott herbergi, helst í miðbænum. UPPLÝSINGAR í SÍMUM 3940 og 3702 Fræðslustarfsemi vanrækt Félagsfundur í Fiskiðn, fag- félagi fiskiðnaðarins haldinn á Akureyri 8. nóvember hefur samþykkt svohljóðandi álykt- un: Fundurinn vill vekja athygli landsmanna á því ástandi sem skapast hefur í sambandi við treg- an útflutning á íslenskum sjávar- afurðum og stöðugt harðnandi samkeppni íslendinga við stærri þjóðir sem reka ríkisstyrktan fisk- iðnað. Ein ástæðan fyrir því hve höll- um fæti við stöndum nú á erlend- um mörkuðum er að þrátt fyrir mikilvægi fiskiðnaðar fyrir lífsaf- komu þjóðarinnar þá hefur öll fræðslustarfsemi I þessari at- vinnugrein verið stórlega van- rækt. Skýrasta dæmið um þessa van- rækslu er Fiskvinnsluskólinn sem á samkvæmt lögum að gegna mikilvægu fræðsluhlutverki I fiskiðnaði. Allt frá því skólinn hóf starfsemi sína fyrir 9 árum hefur hann þurft að notast við ófull- nægjandi leiguhúsnæði víðs vegar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Á tæpum áratug hafa aðeins útskrif- ast 120 fiskiðnaðarmenn frá skól- anum og í dag er meiri þörf fyrir sérmenntað fólk í fiskiðnaðinn en nokkru sinni fyrr. Fundurinn skorar á stjórnvöld að hlutast nú þegar til um bygg- ingu skólahúsnæðis fyrir Fisk- vinnsluskólann sem búið verði fullkomnum vélum og tækjum fyrir verklega og bóklega kennslu. Fundurinn telur að besta fjár- festing sem hægt er að gera I fiskiðnaði í dag sé stóraukin fræðslustarfsemi. (Fréttatilkynning). IHiiiiiniiiinniin I pkiymobil Luxo lampar standlampar borðlampar náttlampar skrifborðslampar lampar m/stækkunargleri. ÚRVAL ALLSKONAR LJÓSA í LOFT OG Á VEGGI Marmari - tré málmur - leir Nýkomnir allskonar skermar Til minnis : Athugið jólaseríurnar. Það getur komið sér vel að eiga vartappa og perur. Neisti hf . ísafirði, sími 3416 ★ Jólatré ★ Jólaskraut ★ Jólapappír ★ Jólakort ★ Jólamerki ★ Flannelsbuxur á drengi og telpur, einnig köflóttar buxur og flauelsbuxur. Vorum að fá heila og tvískipta galla á börn. ★ Mikið úrval af fallegum dúkum til jólagjafa. ★ Finnskir kuldaskór á dömur og herra. OPNUNARTÍMI í DESEMBER: Mánud. þriðjud. og miðvikud. til kl. 17:30. Fimmtud. til kl. 18:00 og föstud. til kl. 18:30. ★ ★ ★ Laugard. 6. des kl. 13:15 - 16:00 Laugard. 13. des kl. 13:15-18:00 Laugard. 20. des kl. 13:15-22:00 (Opið í kvöldmatartíma) Þorláksmessa 23. des. kl. 9:00-23:00 (Opið í kvöldmatartíma) Aðfangad. 24. des kl. 9:00 - 12:00 Laugard. 27. des kl. 9:00 - 12:00 Gamlársd. 31. des kl. 9:00-12:00 Sími 7200 — Bolungarvík ÍFASTÉÍGNAi I VIÐSKIPTI Seljalandsvegur 67, 3ja herb. 107 ferm. íbúð á neðri hæð. Mjög skemmti- leg íbúð. Afhending eftir samkomulagi. Fitjateigur 3,100 ferm. ein- býlishús í fokheldu standi með gleri í gluggum. Góuholt 8, 136 ferm. ein- býlishús með tvöföldum bílskúr. M.b. Hamraborg, GK 35, 39 smálesta úthafsrækju- bátur, smíðaður 1975. Ný 360 ha. Cummings vél. Skipti óskast á 20-30 tonna bát. Seljalandsvegur 81, 620 ferm. lóð fyrir einbýlishús til afhendingar strax. Túngata 18, 2ja herb. ca. 65 ferm. íbúð í góðu standi. Afhending eftir samkomu- lagi. Strandgata 19a, 5 herb. í- búð á tveimur hæðum. Laus til afhendingar strax. Urðarvegur 50 — 52, tvö glæsileg raðhús í bygg- ingu. Afhendast til inni- vinnu fljótlega en verða endanlega afhent fullfrá- gengin að utan næsta sum- ar. Teikningar fyrirliggj- andi. Stakkanes v/Seljalands- veg. Lítið einbýiishús á tveimur hæðum og með kjallara. Stór lóð. Gott út- sýni. Grunnar að raðhúsum við Urðarveg 56 og Urðarveg 74. Komnar plötur. Tryggvi Guðmundsson, lögfr. Hrannargötu 2, Isafirði sími 3940 TIL SÖLU Listadún hornsófi og stól- artil sölu. Upplýsingar í síma 4243, Sr. Grímur Framhald af bls. 8 Faðir minn var skólastjóri á fsa- firði fyrir síðustu aldamót og jafnframt organisti við kirkjuna. Bæði hann og Árni, bróðir hans, voru guðfræðingar að mennt. Sr. Þorvaldur, bróðir þeirra, var prestur á Isafirði frá 1883 til 1915. Sjálfur hóf ég prestsskap minn í Sauðlauksdalsprestakalli við Pat- reksfjörð um 1930, en ég hef þjónað Ásprestakalli síðan 1940. —Ég hef staðið í því í Reykja- vík að byggja kirkju og það er mikið verk. Nú er kirkjan komin upp fokheld og þá fannst mér gott við þessi áfangaskil að yngri mað- ur tæki við. Því varð það að ráði að ég færi hingað til Suðureyrar og sæti hér meðan hér væri prestslaust. Söfnuðurinn hér er ekki fjölmennur, um 500 manns, en í Ásprestakalli eru milli fjögur og fimm þúsund manns. Mér lík- ar hér ljómandi vel þótt skamm- degi sé og þetta er mikil tilbreyt- ing frá Reykjavíkurlífinu. Um- hverfið er nýtt og hér er næðis- samara. Ég hugsa mér gott til að vera hér um einhvern tíma, en það er með öllu óráðið hversu lengi það verður. etj.-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.