Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 8
HÖFUM OPNAÐ Bókamarkaðinn ALLAR NÝJU Jólabækurnar liggja frammi hjá Bókhlöðunni á 2. hæð. Bókav. Jónasar Tómassonar Sími'3123 ísafirði. FRETTABLAÐIÐ ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Það er mikið af glæsilegum hannyrðum í jólahappdrættinu. Jólahappdrætti S.F.V.Í. I kvennadeild SVFÍ á ísafirði eru um 230 konur. Markmið deildarinnar er að vinna sem mest að eflingu slysavarna með því að afla fjár til að styrkja heildarsam- tökin og slysavarna- og björgun- arsveitir hér á staðnum. Fjáröflunin er með ýmsum hætti. Árlega halda konur basar, ýmist vor eða haust. Merkjasölu annast þær á Einmánaðardag og blómasölu fyrir Sjómannadag. Auk þessa hafa þær hlutaveltu annaðhvert ár og síðan happ- drætti í desember. Vinningana framleiða konur sjálfar á vinnukvöldum í kaffi- stofu íshúsfélags fsfirðinga. Margar konur taka með sér verkefni og vinna heima mikinn hluta á hverju ári. Sala happdrættisnúmera er þegar hafin og verður dregið í happdrættinu 15. des. n.k. Vinningar eru til sýnis í glugg- um Aðalstrætis 22, þar sem áður var Hannyrðabúðin, Bæjarbúar hafa sýnt þessari fjáröflunaraðferð kvenna vaxandi áhuga, enda um fallega og eigu- lega vinninga að ræða, sem konur hafa lagt ómælda vinnu í. bátar Patreksfjörður: Góður línuafli - í siglingum Afli línubáta á Patreksfirði hefur verið ágætur undanfarið og hafa þeir fiskað 8-10 tonn í róðri. Tíu bátar eru gerðir út á línu frá Patreksfirði um þessar mundir. Margir bátanna hafa siglt með aflann og fengið fyrir hann framúrskarandi gott verð, að sögn Páls Ágústssonar, heimildarmanns Vestfirska á Patreksfirði. Páll nefndi, að Jón Þórðarson hefði siglt þrisvar til Englands nú að undanförnu og fengið 1000- 1200 kr. fyrir kílóið, sem er frá- bærlega gott verð, enda hefur fiskurinn verið mjög góður. Eig- andi bátsins er Héðinn Jónsson, Basar Slysavarnardeildin Unnur á Patreksfirði hélt árlegan jóla- basar sinn s.l. sunnudag. Kon- skipstjóri. Á næstunni munu Vestri, Birgir og Helga Guð- mundsdóttir sigla ýmist til Eng- lands eða Þýskalands með afla. Siglingar línubátanna hafa rýrt nokkuð atvinnu í landi, að sögn Páls, og engin „kraftvinna" verið þar í haust, aðeins verið unnin dagvinna. etj- ur í deildinni unnu sjálfar alla rnuni, sem á basarnum voru, en föndurkvöld hafa verið hald- in á Patreksfirði einu sinni í viku síðan í september. Framhaldá bls. 6. PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 ★ Full búð af raftækjum til jólagjafa ★ ★ Kaffivélar, 4-6-8-10-12-36 bolla ★ Handþeytarar m/skál og grænmetiskvörn ★ Brauðristar, Philips - Siemens - Krups - SHG ★ Hraðgrill ★ Rafm.pönnur ★ Teinagrill ★ Rafm.vekjarar ★ Hitateppi ★ Hitapúðar ★ Hitablástursofnar ★ Ljóskastarar í úrvali ★ Jólaseríur úti og inni - aðventuljósin vinsælu ★ ATH. OPIÐ LAUGARDAG KL. 10 -16. Frumvarp um niðurfellingu söluskatts af rafeindavélum —Til mikilla hagsbóta fyrir framleiðendur. Frumvarp hefur verið lagt fram á Aiþingi um niðurfellingu söluskatts á rafeindavéium, sem notaðar eru í fiskvinnslu og framleiddar eru hér á landi. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að tvö fyrirtæki ís- lensk hafa haft forgöngu um hönnun og smíði slíks raf- eindabúnaðar, Póllinn h.f. á (safirði og Völundur h.f. í Vest- mannaeyjum. Flutningsmenn þessarar tillögu hafa lýst því yfir, að mjög veigamikil for- senda fyrir frumvarpinu sé að enginn söluskattur sé á fiest- um fiskvinnuvélum, sem fluttar eru inn til landsins, og það sé ekki nema réttlætismál að ís- lenskir framleiðendur slíkra véla sitji við sama borð og erlendir keppinautar þeirra. 1 samtali við Vestfirska sagði Ásgeir Erling Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Pólsins h.f., að nið- urfelling söluskatts myndi verða til mikilla hagsbóta fyrir fram- leiðendur og kaupendur vörunn- ar, þegar umrætt frumvarp væri orðið að veruleika. Aftur á móti gæti það virkað mjög illa á sölu slíks rafeindabúnaðar í dag að fá fram slíkt frumvarp, sem gæti verið til meðferðar á Alþingi í margar vikur eða mánuði, því að hugsanlega héldu væntanlegir kaupendur vörunnar að sér hönd- um meðan verið er að afgreiða frumvarpið og keyptu ekki fram- leiðsluna fyrr en söluskattslækk- unin væri orðin að lögum. Ásgeir Erling sagði, að ef í þessu frumvarpi væri ákvæði um að breytingin væri afturvirk og tæki gildi frá og með deginum í dag, væri ekkert nema gott um það að segja. Lækkunin mun nema 20% af útsöluverði vörunn- ar. Á myndinni er Sr. Gunnar Björnssonfyrir altari í Suðureyrarkirkju. Brúðhjónin eru Árni B. Sigurðsson og Eygló Einarsdóttir. Ljósm.: Sigurður Sigurðsson Sr. Grímur Gríms- son til Siíganda- fjarðar Súgfirðingar hafa nú fengið nýjan prest, sr. Grím Gríms- son, en hann þjónaði áður Ás- prestakalli í Reykjavík. Eins og kunnugt er hefur sr. Gunnar Björnsson þjónað sókninni um árabil, en hann framkvæmdi sfðustu embættisverk sín í Súgandafjarðarkirkju fyrir skömmu, er hann gifti hjón og skírði barn. Sr. Grímur mess- aði í kirkjunni á Suðureyri í fyrsta sinn s.l. sunnudag. Vestfirska fréttablaðið hafði samband við sr. Grím og innti hann eftir hvað hefði valdið því, að hann hefði tekið upp prests- skap í Súgandafirði. —Ég hef ekki hugsað mér að setjast í helgan stein, þótt ég sé kominn á eftirlaunaaldur, sagði sr. Grímur, því áð ég er ennþá hress og verkfús. Ég er Vestfirð- ingur í móðurætt, og þegar ég var ungur maður dvaldi ég um skeið hér í Súgandafirði hjá sr. Þorvarði á Stað. Ég átti heima á ísafirði til 11 ára aldurs. Faðir minn var Grímur Jónsson. bróðir Árna Jónssonar, faktors, sem eldri fs- firðingar kannast við, en hann rak Ásgeirsverslun um langt skeið. Framhald á bls. 7.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.