Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.12.1980, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 11.12.1980, Page 1
Alla leiö med ■ F EIMSKIP Sími 3126 \festurlína hefur sparað 160 milljónir Frá því Vesturlína var tekin í notkun 12. okt. s.l. og fram til 9. desember höfðu sparast 1200 þúsund lítrar af olíu, sem jafngilda 230 milljón króna. Á móti þessari upphæð þarf Orkubú Vestfjarða að greiða 70 millj. kr. fyrir raforkuna, þannig að sparnaðurinn á þeim tæp- um átta vikum síðan Vesturlfna var opnuð nemur 160 millj. kr. Kristján Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Orkubúsins, sagði í viðtali við Vestfirska, að Orkubúið fengi nægilegt raf- magn núna til að geta slökkt á öllum díselrafstöðum, en dísel- stöðin á ísafirði er einungis keyrð til að nýta frá henni af- gangsvarmann fyrir hitaveit- Kristján Haraldsson Orkubússtjóri Fundur um ferða- mál á laugardag Ferðamálaráð íslands sendi frá sér bréf í október s.l. til þeirra aðila, sem viðriðnir eru ferðamál á landinu, m.a. til Ferðafélags Isafjarðar. í bréfi Ferðamálaráðs voru settar fram spurningar um ferðamál á hverjum stað og var ætlunin sú, að fá nokkra hugmynd um hvernig skipulagi ferðamála væri háttað úti á landi. í fram- haldi af þessu ræddi Snorri Grímsson, gjaldkeri Ferðafé- lags ísafjarðar, við Lúðvík Hjálmtýsson, ferðamálastjóra og kom þeim saman um að heppilegast væri að halda fund á ísafirði með þeim aðilum, sem skipulag og samstarf í ferðamálum kann að snerta. Fundur þessi verður haldinn n. k. laugardag, 13. desember, kl. 14 í Sjómannastofunni. f samtali við Vestfirska sagði Snorri Grímsson, að hann hefði sent fundarboð til ýmissa aðila, sem tengjast þessum málaflokk, m.a. til hóteleigenda, þeirra sem hafa sérleyfi eða leigja út bifreiðir o. fl. í bréfi Ferðamálaráðs kom fram, að það hygðist styðja að stofnun ferðamálafélaga eða nefnda, þar sem starfi jafnt á- hugamenn um þessi mál sem og aðrir, er atvinnu hafa af þeim. Ætlunin er að nefndir þessar verði samstarfsvettvangur um ferðamál á svæði sínu og einnig tengiliður við Ferðamálaráð. Ráðið telur, að heimamenn séu best dómbærir á það hvert form verði á þessu samstarfi og hve stórt svæði fálli undir hverja nefnd. Efnisskrá fundarins á laugar- daginn verður þannig, að ferða- málastjóri kynnir viðhorf sín, þá verða umræður heimamanna og loks verður stofnuð eða undirbú- in stofnun ferðamálafélags eða nefndar. Snorri sagði, að hann hefði tek- ið þá ákvörðun að boða aðeins til fundarins aðila frá ísafirði og Bolungarvík án þess þó að vilja með því taka afstöðu til þess hve stórt svæðið eigi að vera, en allar ákvarðanir um það eru á valdi fundarins. etj- una. Orkan sem þannig fæst nemureinu megawatti. Kristján sagði ennfremur. að vegna orkuskorts í landinu í vetur hefði Orkubúið ekki getað fengið þá orku eftir Vesturlínu. sem það fór fram á. Farið var fram á 12 megawött til að geta nýtt raf- skautskatlana fyrir hitaveiturnar á fsafirði. Bolungarvík og Patreks- firði, en ekki fengust nema 6 megawött. Þetta hefur það í för með sér, að fresta verður uppsetn- ingu rafskautskatla fyrir hitaveit- urnar á ísafirði, Bolungarvík og Patreksfirði fram á næsta vor, en áformað var að setja þá upp nú í haust. Nægileg orka verður væntanlga næsta sumar, þegar nægt vatn kemur í uppistöðulón Landsvirkj- unar, og auk þess er reiknað með að Hrauneyjarfoss komi inn næsta haust. Vesturlína getur flutt allt að 100 megawött. Nú er orðið stutt til jóla. Miklar annir og eftirspurn eftir auglýs- ingarými hafa nokkuð komið niður á efni blaðsins að þessu sinni. Lesendur eru beðnir að taka því með skilningi. Næsta tölublað verður jólablað með fjölbreyttu efni. Verðalaunaaf- hending hjá skíðmönnum Verðlaunaafhending fyrir bestan árangur í skíðamót- um s.l. árs fór fram í Góð- templarahúsinu á fsafirði á laugardaginn var. Hófst hún með þvf að Hafsteinn Sig- urðsson, form. Skíðaráðs, flutti stutt yfirlit yfir starf- semina á síðasta ári. Á und- anförnum árum hefur tíðkast að safna verðlaunaþegum saman á einn stað eftir að skíðavertíðinni lýkur og veita þau öll verðlaunin í einu áð- ur en næsta skíðavertíð gengur í garð. Fjölda verðlauna voru veitt, m.a. fyrir Vestfjarðarmót barna undir átta ára og uppúr bæði í | svigi og stórsvigi, Grænagarðs- “ bikarinn, sem veittur er fyrir svigkeppni í karlaflokki, Vest- fjarðamót í göngu, Fossavatns- göngu, firmakeppni o.fl. Veitt voru l„ 2. og 3. verðlaun fyrir þau mót sem keptt var í, en í Fossavatnsgöngunni fengu allir verðlaunapening, sem í henni tóku þátt. Bankayerkfallið á Isafirði vestfirska FRETTABLADIfl Mikil örtröð myndaðist í bönkum á isafirði síðasta dag sem bankar voru opnir fyrir verkfall, eins og annarsstaðar á landinu. Peningaúttekt benti þó ekki til þess, að menn hefðu trú á því að verkfall yrði lang- varandi, því flestir létu sér nægja að taka út peninga sem nægja myndu meðalheimili í eina viku, en nokkrir tóku út miklu meira fé. Til dæmis tóku Almannatryggingar út 10 millj- ónir króna til greiðslu á al- mannabótum. Miklu meiri sala var á tékkheftum en venjulega. Því fór þó fjarriað allir væru að hamstra seðla á föstudaginn, þegar þessi mynd var tekin. Sumir voru að taka út gjaldeyri eða flýta greiðslum. En þegar bönkum var lokað, voru seðla- geymslur þurrausnar. Ljósm. Leó Ijósmyndastofa.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.