Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 5
5 vesttirska rHÉITABLADID 1 restfirska l FRÉTTABLASIÐ L - Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 1, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Eövarð T. Jónsson, sími 4269 - Gtgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. - Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftar- verð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá. - Prentun: Prentstofan ísrún hf., sími 3223 Frá Mjólkursamlagi ísfirðinga Vegna villandi fréttar í Vest- firska fréttablaðinu þ. 20. nóv. s.l. er fjallaði m.a. um aðflutninga mjólkur frá Akureyri; þykir und- irrituðum sem fyrir fréttinni var hafður, nauðsynlegt að biðja blaðið um að koma eftirtöldum leiðréttingum á framfæri hið fyrsta ásamt fleiri staðreyndum sem snerta fréttaefnið. I fréttinni stendur ,,Öll neyslu- mjólk verður flutt með skipum frá Akureyri til ísafjarðar í vet- ur.“ Svo slæmt er þetta nú ekki. Að sjálfsögðu er hér aðeins um að ræða þá neyslumjólk sem ekki verður framleidd á samlagssvæð- inu. Megin hluti mjólkurinnar er a.m.k. ennþá framleiddur hér heima, eða var um 80% í október og 77% í nóvember af sjálfri ný- mjólkursölunni. Vonandi dregur sem fyrst úr aðflutningsþörf frá öðrum sölu- svæðum jafnvel strax með nýju ári. Síðar segir. „Mjólkurfram- leiðslan í ísafjarðardjúpi hefur minnkað stórlega eða um rúm 20% í október miðað við ama tíma í fyrra." Hið rétta er að innlögð mjólk s.l. október af svæði mjólkursam- lagsins öllu, var rúmum 20% minni nú en á sama mánuði í fyrra. Til fróðleiks um heildarfram- leiðslu af hverju framleiðslusvæði samkvæmt bókhaldi samlagsins, skal eftirfarandi upplýst: Framleiðsla í Inndjúpshrepp- unum fjórum 1979 var 485.349 eða 32%. Framleiðsla í Bolungarvík, ísa- fjarðarsvæði og Súðavíkurhr. 1979 var 465.144 eða3l%. Framleiðsla vestan heiða, fjórir hreppar 1979 var 563.184 éða 37%. Samtals 1.513.677 100%. Árstíðasveiflur í framleiðslu af svæðinu í heild eru hér minni en hjá flestum öðrum samlögum iandsins. en brýn nauðsyn er þó til þess að bæta um betur. eftir því sem tök verða á. Að lokum segir í þessari stuttu frétt ...fóðurbætisskammturinn kom mjög seint til bænda í ár". Hér þarf a.m.k. skýringar við. Erlend aðföng kjarnfóðurs eru nú sérstaklega sköttuð. Lág- marksskattur er 33,3% á sif. verð. Fari notkun einstakra bænda á erlendu kjarnfóðri fram úr til- teknu magni, útreiknuðu hjá Framleiðsluráði landbúnaðrins, þá verður umfram magnið skatt- lagt 200%) á sif. verð. Skattreglur þær sem stjórna fá- anlegu magni með lágmarksskatti voru lengi í mótum og endanleg kjarnfóðurkort hafa ekki vericT gefin út enn fyrir þetta fram- leiðsluár. Nefndur dráttur torveldaði bændum að vita hversu mikil fóð- urbætisnotkun væri hagkvæm rekstrarlega og fóðurbætiskaup og fóðurbætisnotkun á liðnu hausti því minni en ella. Fóður- bætir mun hins vegar hafa verið nægur í landinu. Vestfirska fréttablaðið á þakkir skildar fyrir hlutlausan frétta- flutning og sýnir vilja til að cober skíðaskór Verð frá 28.200 til 94.800 Nýkr. 282 til 948 Salomon bindingar Verð frá 36.500 Nýkr. 365 Gefið nytsamar jólagjafir Carrera skíðagleraugu Verð frá 3.400 til 18.700 Nýkr. 34 til 187 Moon - Boots kuldaskór Verð frá 22.400 til 30.300 Nýkr. 224 til 303 SPORTHLAÐAN Silfurtorgi 1 — Sími 4123 — ísafirði byggja fréttir á staðreyndum. Framangreindar athugasemdir við nefnda forsíðufrétt eru settar fram sem vinsamleg hvatning til útgefanda til að láta hvergi deig- an síga í því að varast sem fyrr hroðvirkni í fréttaöflun og frétta- flutningi. Virðingafyllst Pétur Sigurðsson. mjólkurbústjóri. Athuga- semd blaðsins Fréttamanni þykir leitt, að upplýsingar í frétt um aðflutninga mjólkur frá Akureyri skuli hafa brenglast eins og fram kemur í bréfi Péturs Sigurðssonar. Rétt er að taka það fram. að öll fréttavið- töl blaðsins eru tekin upp á band og síðan unnið úr þeim. Jafn-. framt hefur biaðið það fyrir reglu að viðmælendur þess fái að lesa fréttina áður en hún fer í blaðið. ef þeir óska þess. Hins vegar skortir stundum nokkuð á, að viðmælendur blaðsins komi upp- lýsingum frá sér þannig að þær verði ekki miss.kildar þegar unnið er úr þeim, ef blaðamaðurinn er ekki þeim mun betur að sér í þeim málum, sem um er fjallað. „Hroðvirknin" verður þannig því miður stundum að skrifast á kostnað viðmælendanna. etj- Og nú vantar bara snjóinn Áformað er að skíðasvæðið ásamt Skíðheimum verði opið alla daga nema mánudaga frá kl. 9 tiM8 og þriðju-og fimmtu- dagskvöld frá kl. 20-22, strax og snjóar leyfa. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um að- gangsverð að skíðalyftunum í vetur, en það mun verða gert bráðlega, að því er Guðmundur Marinósson, framkvæmda- stjóri skíðalandsins, tjáði Vest- firska. Hugmyndir eru uppi um að bjóða gestum upp á leigu á skíða- útbúnaði fyrir svig og g'öngu og stefnt verður að því að gestir komi ætíð að skíðasvæðinu vel troðnu, bæði hvað varðar svig- brekkur og/eða göngubrautir. Guðmundur sagði, að boðið yrði upp á almennar veitingar í Skíðheimum. bæði heitar og kaldar, og svefnpokagistingu. Hægt er að taka til gistingar 20-25 manns. Reynt verður í samvinnu við gististaði í bænum að taka á móti sem flestum ferða- og skíða- mönnum, sem dvelja vilja hér í „paradís skíðamanna" um lengri eða skémmri tíma. Þá er einnig í athugun hvort ekki verði unnt að koma á sam- starfi við þá aðila, sem eiga lang- Framhaid á bls. 2. Myndotökur

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.