Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 6
Yngstu þátttakendurnir á Skákmóti Flugleiða voru í sveit Byggingaþjónustu Jóns Friðgeirs Einarssonar í Bolungarvík. Það voru þeir Halldór G. Einarsson, 14 ára t.v. á myndinni og Júlíus Sigurjónsson, 15 ára. Ágæt frammistaða þeirra vakti sérstaka athygli. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, afhenti þeim líkan af þotum féfagsins sem viðurkenningu fyrir þátttöku í mótinu. Skákmót Flugleiða Skáksveit Útvegsbankans varð sigurvegari á skákmóti Flugleiða, sem fram fór um helgina á Hótel Esju. Sveit Út- vegsbankans hlaut 52V2 vinn- ing. Sveit Búnaðarbankans varð önnur með 52 vinninga en skáksveitir starfsmanna Kleppsspítalans og íslenska járblendisfélagsins urðu jafnar að vinningum með 481/2 stig. Þegar tillit var tekið til vinninga á 2. borði hlaut sveit starfs- manna Klepsspítala þriðja sætið á mótinu. Keppendur á mótinu voru um I20 talsins frá 24 taflfélögum. fyrirtækjum og stofnunum víðs vegar um land. Elsti þátttakand- inn var 75 ára en sá yngsti 14 ára. i hópi keppenda vorir nokkrir sterkustu skákmenn landsins. Bestan árangur á I. borði hafði Björn Þorsteinsson, Útvegsbank- anum, og hlaut hann 19'/: vinn- ing. Á 2. borði varð Hilmar Karls- son, Búnaðarbankanum, sigur- vegari með 18!A vinning og Hilm- ar Viggósson. Landsbankanum. varð efstur á 3. borði með 19 vinninga. Sigurður Helgason. forstjóri Flugleiða, afhenti verðlaun í lok mótsins á sunnudagskvöld. Sagði hann það sérstakt fagnaðarefni fyrir stjórn félagsins að sjá árang- urinn af miklu og frjóu starfi skákklúbbs starfsmanna, sem fram kæmi í þessu móti. Fjallaði hann nokkuð nánar um umfangs- mikið félagslíf Flugleiðastarfs- manna í ýmsum áhugamanna- klúbbum á sérsviðum. Sigurður Helgason þakkaði ennfremur skákmönnum um land allt þann mikla áhuga, sem þeir sýndu skákmóti Flugleiða. Þátttakendum bar saman um að skákmót Flugleiða væri eitt best skipulagða skákmótið. sem haldið væri á landinu. Þeir Andri Hrólfsson og Hálfdán Hermanns- son höfðu umsjón með undirbún- ingi og framkvæmd mótsins fyrir hönd Skákklúbbs Flugleiða en Jóhann Þór Jónsson var skák- dómari. Aðventukvöld í ísafjarðar kirkju og Hólskirkju Aðventukvöld var haldið í ísafjarðarkirkju fyrsta sunnu- dag í aðventu. Eins og frá hefur verið skýrt í Vestfirska fékk sr. Jakob Hjálmarsson hingað fornt Maríulíkneski, sem til- heyrði Isafjarðarkirkju í mörg hundruð ár, en var flutt á Þjóð- minjasafnið til varðveislu á síð- ustu öld. Meginefni dagskrár- innar snerist um helgihald og siði tengda Maríu Guðsmóður. Fjölmenni var á aðventukvöld- inu og fsafjarðarkirkja fullset- in. Félagar úr Sunnukórnum undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar, organista, sungu nokkur lög. og einnig söng Bergljót Sveinsdóttir einsöng við undirleik Kjartans, m.a. tvö Maríuvers. Þá flutti sr. Jakob erindi og fjallaði um Maríudýrkun til forna og hlut- verk Maríu í helgihaldi áður og fyrr. Maríulíkneskið kom í kirkjuna á fsafirði rétt fyrir siðaskipti. en líkneskið er að öllum líkindum framleitt í einhverri af borgum Hansakaupmanna, e.t.v. Lúbeck. Þegar sú kirkja, sem nú stendur, var vígð 1863 var líkneskið flutt til varðveislu á Þjóðminjasafnið I Reykjavík. Aðventukvöld var haldið í Hólskirkju í Bolungarvík 7. des. s.l. annan sunnudag f að- ventu. Hólskirkja var vígð eftir endurbyggingu þennan dag fyrir 72 árum og haldið var upp á sjötugsafmæli hennar 1978. Mörg undanfarin ár hefur það verið fastur siður að halda þetta aðventukvöld og jafn- framt minnast afmælis kirkj- unnar annan sunnudag í að- ventu og svo var einnig nú. I upphafi aðventukvöldsins flutti sr. Gunnar Björnsson hug- vekju um aðventuna og ræddi í því sambandi um skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, ,.Að- ventu“. Síðan flutti Kristinn H. Gunnarsson, kennari, ræðu og fjallaði einkum um þann mun sem er á boðun kristinna manna og líferni þeirra. Kirkjukórinn söng undir stjórn organistans, frú Sigríðar J. Norðkvist, og í nokkr- um lögunum tóku kirkjugestir undir. Þá sungu ungar raddir, unglingakvartett, sem organistinn hafði æft, m.a. hið nýja hugþekka lag Magnúsar Jóhannssonar „Við freistingum gæt mín“, við al- kunnan sálm sr. Matthíasar Joch- umssonar. Finnbogi Sveinbjörns- son, nemandi, lék einleik á trompet við undirleik organistans. Fyrirhugað var að Þuríður Péturs- dóttir, kennari, léki einleik á flautu en það féll niður vegna veikinda hennar. Einsöng á þessu kvöldi sungu tveir bassasöngvar- ar, Hallgrímur Kristjánsson og Árni Jónsson, og tenórsöngvarinn Pálmi Karvelsson. Aðventukvöld- inu I Hólskirkju var slitið með ritningarlestri og bæn. © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Aðventuljós — Jólaseríur Vinsælu 7 Ijósa aðventu- Ijósin komin aftur MJÖG GOTT VERÐ Brúnt og rautt aðeins 18.600 kr. Smíðajárn, Litaðar Ijósaperur, gular, rauðar, grænar og bláar. Hagstætt verð. aðeins 21.500 kr. jóiaseríur í úrvali. Bæði úti og inni. ATH. Opið laugardag til kl. 18:00 FRETTABLASIS I Ýilíi Vaili með myndlistar- sýningu [ sýningarsal Bókasafns- ins á ísafirði stendur nú yfir sýning á verkum Vilbergs Vilbergssonar (Villa Vaila), rakara á ísafirði. Á sýning- unni eru 22 listaverk, hið eista frá árinu 1977, unnin með olíulitum, vatnslitum, blýanti og „blandaðri tækni“. Flestar myndanna eru frá Isafirði, en einnig er þarna að finna stemnings- myndir frá Dýrafirði og Ön- undarfirði og blýantsteikn- ingar af Guðmundi Sveins- syni, Ólafi Jóhannessyni og Halldóri Laxness. Jafnframt iðn sinni hefur Vilberg getið sér gott orð sem ■ hljómlistarmaður og hefur leik- | ið með danshljómsveitum á | Isafirði allt síðan 1948. Hann I hefur litla sem enga skólun I hlotið í myndlist og ekki síst ® þessvegna hlýtur sýning hans J að vekja athygli fyrir fagmann- ! leg vinnubrögð. Þetta er fyrsta einkasýning Vil- ■ bergs. Sýningin var opnuð s.l. g laugardag og stendur fram til | 20. desember. Þrjár myndanna I eru í einkaeign, en allar hinar • eru til sölu. Verð myndanna er J á bilinu frá kr. 60.000 upp í kr. J 200.000. Ársþing íþrótta- bandalags Á ársþingi I.B.Í., sem haldið var um síðustu helgi, var sam- þykkt að beina þeim tilmælum til bæjarstjórnar ísafjarðar, að markvisst verði unnið að upp- byggingu íþróttasvæðisins á Torfnesi, þannig að fsfirskir f- þróttamenn hafi svipaða að- stöðu og annars staðar þekk- ist. Þá var athygli bæjárstjórnar vakin á þörf Golfklúbbs Isafjarð- ar fyrir framtíðar athafnasvæði. I ályktuninni segir, að því sé treyst að bæjarfulltrúar geri því máli skil hið bráðasta, þar sem svæði það sem klúbburinn hefurtil um- ráða sé alls ekki nægjanlegt. Jafnframt var skorað á bæjar- stjórn að nú þegar verði gerð áætlun um gerð trimmbrautar í Tungudal, sem nota mætti jafnt sumar sem vetur. Ársþingið lagði þunga áherslu á, að stjórn f.B.Í. sjái um að komið verði upp á næsta vori aðstöðu til iðkunar frjálsra íþrótta og skipulögð verði þjálfun og keppni á þessu sviði þegar á næsta surnri. Rík áhersla var sömuleiðis lögð á, að væntan- leg íþróttahús á ísafirði rísi sem fyrst til að bæta úr því ófremdará- standi, sem nú ríkir í iðkun inni- íþrótta. Bókafregn Afmælisrit Sambands Vest- firskra kvenna er komið út vegna fimmtíu ára afmælis Sambandsins í maí síðastliðn- um. Ritið hefur að geyma heimildir um stofnun og störf allra kvenfé- laga á Vestfjörðum innan þess. auk margs annars fróðleiks í bundnu og óbundnu máli. Allir formenn kvenfélaganna á Vestfjörðum hafa ritið til sölu, einnig formaður Sambandsins, Þorbjörg Bjarnadóttir skólastj. Fjarðarstræti 7, Isafirði, sími 94- 3581.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.