Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 3
vesttirska FRETTABLAOID Fréttabréf úr Djúpi Þegar ég að beidni VF tíni til fréttamola héöan úr Inn- Djúpinu, veröur mér fyrst hugs- aö til liðins sumars, ef sumar skyldi kalla. Varla kom nokkur þurr sólar- hringur frá maílokum til höfuð- dags, hiti langt undir meöallagi og úrkoman oft meó þeim fá- dæmum aö tún urðu gegnsósa af vatni og ill- eöa ófær vélum. Harðlend tún sþruttu þó mjög vel svo að víöa er hey- fengur mikill aö vöxtum. Þó var kal og grasbrestur sumsstaðar, einkum á Snæfjallaströnd og hafa 3 bændur þar orðið aö kaupa mikið af heyi og gras- kögglum til að mæta vetri. Haustveðrátta var góð og smalamennskur gengu vel víð- ast hvar. FURÐU GÓÐUR FALLÞUNGI Óvíða eru betri sauðfjárhag- ar, en hér við Inndjúp og rúmt í högum. Víðast er búið með sauðfé eingöngu eða að meiri hluta, kúabú fá. Dilkar eru jafn- an vænir og langt yfir lands- meðaltal og í fyrrahaust var fall- þungi í sláturhúsinu á ísafirði 16.91 kg, eða sá mesti á land- inu. Þegar það er haft í huga að hér um slóðir kom ekkert vor og lítið sumar, má furðu gegna hvað dilkar reyndust vænir í haust, eða 16.3 kg hjá Slátur- húsi K.í. Verulegur fjöldi sláturfjár af þessu svæði fer annað. Nokkrir bændur — af sumum kallaöir ,,kapítalistarnir“ — slátra hjá E.G. í Bolungarvík og lyfta und- ir meðalvigtina þar. Þá fer á annað þúsund sláturfjár suður yfir Þorskafjarðarheiði í Króks- fjarðarnes, og ber þar af hvað vænleika snertir, ásamt fénu úr Gufudalssveit. Þegar vegurinn yfir Stein- grímsfjarðarheiði er kominn í gagnið hafa margir hug á að slátra á Hólmavík, því sjóflutn- ingurinn á sláturfé til l'safjarðar er óvinsæll. Fjárpestir ógna heilbrigði sauðfjárstofnsins hér, riðuveiki er komin á Barðaströnd og stutt yfir fjallgarðinn, og garnaveiki var staðfest á 4 bæjum í Reykja- fjarðarhreppi fyrir fáum árum, en útbreiðsla hennar virðist heft í bili. NÝJAR BÚGREINAR En þó Inn-Djúpið sé fyrst og fremst sauðfjárræktarhérað hefur áhugi fyrir nýjum búgrein- um ekki síður skotið rótum hér en annarsstaðar. Ágúst í Botni í Mjóafirði hefur verið með mjög afurðasamt refabú og svína- rækt er að breiðast út. Ilræktar- býliö í Laugarási í Skjaldfannar- dal hefur framleitt tómata, gúrk- ur og blómaplöntur fyrir vest- fjarðamarkað og raunar víðar í meira en 20 ár og þessa dag- ana eru Jón F. Þórðarson í Laugarási og Kristján Sigurðs- son á Ármúla að fara af stað með tilraunafiskeldi sem heita vatnið er mikill þáttur í. Fyrir- hugaö er aö ala upp í vetur í innikeri sem haft verður í gróð- urhúsi, um 1000 laxaseiði sem munu vega við hingaðkomu 50 — 50 gr. í vor er síðan fyrirhug- að að sleppa þeim í lokaö sjáv- arlán og sannreyna vaxtarskil- yrði. Og ef þessi tilraun gefur góða raun er ætlunin að færa út kvíarnar. Nauteyri hefur oft veriö í fréttum sem vænleg fiskeldis- eöa hafbeitarstöð, vegna jarð- hitans þar og fyrir 3 — 4 árum var stofnaö hlutafélagið íslax sem Nauteyrarhreppur á 20% aðild að. Var unnin á vegum félagsins mjög vönduð og ýtar- leg skýrsla um allt sem viðkom byggingu og rekstri hafbeitar- stöövar í landi Nauteyrar. Vegna fjárskorts hafa fram- kvæmdir ekki verið hafnar, en nú mun vera tryggð fjölgun hluthafa og aukning hlutafjár upp í 1,4 millj. í þessum áfanga, og vonast er til að framkvæmdir geti hafist í vor. VÉLAÚTGERO Ræktunarsamband Nauteyr- ar og Snæfjallahrepps hefur um 20 ára skeið rekiö jaröýtur og á nú 4 ára gamla Caterpillar ,, Fimmu'' sem jöfnum höndum hefur sinnt jarðrækt, vegavinnu og snjómokstri. Framkvæmda- stjóri hefur nú í hálfan annan áratug verið Engilbert Ingvars- son á Tyröilmýri og hefur í því starfi sem öðrum sýnt framúr- skarandi dugnað og úrræða- semi, enda ekki heiglum hent að halda slíkum rekstri gang- andi í svo fámennu og erfiðu byggðarlagi. Upp á síðkastið hefur verk- efnaskortur háð ýturekstrinum æ meira, afleiðingar árferöisins koma fram í minnkandi ræktun og framkvæmdir bænda og Vegagerðin hefur ekki látið vél- ina njóta forgangs til verka á sambandssvæðinu eins og telja hefði mátt eðlilegt og víðast- hvar mun tíðkast þar sem svip- að hagar til. Greiðslubyrðin er það þung að ekki er hægt að láta ýtuna standa aðgerðalausa í 10 mánuði hvert ár. Allar horf- ur eru því á að Ræktunarsam- bandið verði að selja vélina úr byggöarlaginu, sem væri alvar- legt áfall fyrir íbúana og hefði í för með sér margháttaða erfið- leika og vaxandi öryggisleysi fyrir heildina. Þó bætir nokkuð úr skák að fyrir 2 árum var stofnað hér til traktorsgröfuútgerðar og nefn- ist það fyrirtæki Djúptak hf og er forgöngumaður og driffjööur í því Benedikt Eggertsson í Hafnardal. Hefur þessi rekstur gengið ágætlega og kom graf- an sér ákaflega vel við að greiða fyrir samgöngum hér um slóöir á síðasta vetri og heföi skapast hreint vandræðaástand í þeim efnum ef hennar hefði ekki notið við. í sumar og haust hefur grafan haft samfelld verk- efni hjá Vegagerðinni, Pósti og Síma og bændum. SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR Eins og gefur að skilja er framkvæmdageta þessara 4 smáu sveitahreppa hvers um gig, hér í Inn-Djúpinu, ekki mik- il. Á Nauteyri er þó langt komið byggingu félagsheim ilis fyrir okkur hér í Nauteyrarhreppi, en hreppurinn á 70% í því á móti kvenféiagi og Ungmennafélagi Djúpverja. í sumar og haust hefur verið unnið í því fyrir kvartmilljón, og næsta skref er að múrhúða húsiö að innan og þá fer að styttast í að hægt verði að fara að taka það í gagnið. Sameining sveitarfélaganna hér í Inndjúpinu sefur ennþá vært þó full ástæða væri fyrir okkur íbúana að vakna i þeim efnum og athuga vorn gang, áður en við verðum sameinuð ,,að ofan", og þá væntanlega Súöavík með. En þótt Álftfirö- ingar séu besta fólk og alls góðs maklegir, er ólíklegt að Djúpmenn kæri sig um þá, eða þeir um okkur. Því ættu sveitar- stjórnir í Inn-Djúpshreppunum að fara að ræða sameiningar- málin áður en það verður um seinan. AFHROSSUM Ekki er hægt að skrifa fréttir héðan, án þess að minnast á hross, svo frægir sem við Naut- eyrarhreppingar höfum orðið upp á síðkastið, þeirra vegna. Að vísu afþökkum við hér í utanverðum hreppnum þessa ,,frægð“ og leiðist að vera kall- aðir hrossaníðingar og skepnu- kvalarar að ósekju. Það er rétt sem Jón hreppstjóri okkar á Laugabóli og stórstóðeigandi segir í VF frá 3. nóv. um ,,stóð- smölun og fækkun þess" bæði með slátrun og eins fór a.m.k. í bílfarmur til kynbóta í Skaga- fjörð. í fyrra voru á forðagæslu- skýrslum 108 hross, nú 65, svo auðséð er að hér hefur veriö stigið verulegt spor í rétta átt, þó betur mætti gera. 10 — 12 hross, eign brottflutts Laugdæl- ings eru þó í reiðileysi þar innra og var eiganda fyrir stuttu af hreppsnefnd, gefinn viku frest- ur, til að ráðstafa þeim, annars yrði málinu vísað til sýslu- manns. „DÝRBÍTUR VIÐ DJÚP“ í áður áminnstu viðtali VF við Jón á Laugabóli getur hann þess að dýrbítur herji í nágrenni hans og linlega hafi verið staðið að grenjaleit á undanförnum árum. Hér vegur Jón bæði að fyrr- verandi og núverandi hrepps- nefnd og oddvitum sem lögum samkvæmt eiga að ráða skot- menn til aö annast grenja- vinnslu. Frá 1978 — 1981 önn- uðust grenjavinnslu hér í sveit Jóhann Kristjánsson úr Bol- ungarvík og synir hans Sigur- geir og Bjarni og sýndu við það sérstakan dugnað og áhuga enda þaulvanar skyttur. Þeim tókst þó ekki að hafa hendur í hári dýrbíts þess sem herjar í kringum hreppstjórann frekar en öðrum sem það hafa reynt. Jón á Laugabóli beitti sér síðan fyrir því af alefli að Bolvík- ingarnir yrðu ekki endurráðnir 1982, undir því yfirskyni að taka bæri heimamenn fram yfir að- komumenn og urðu þau sjónar- mið ofaná. Hann getur því sjálf- um sér um kennt ef honum finnst þeir sem við tóku, ekki hafa staðið í stykkinu. Væntanlega hefur þeim verið vísað til grenja í Laugabóls- landi? Þess skal getið, að hrepps- nefnd hefur nú nýlega falið oddvita að spara hvorki fé né fyrirhöfn í vetur til aö afla frægra skotmanna, svo djöfsi verði að velli lagður. LÉLEG RJÚPNAVEIÐI Hér í Djúpinu eru víða af- bragösgóð rjúpnalönd og hafa bændur frá fornu fari haft nokkrar tekjur af rjúpnaveiði. Sökum fólksfæðar á heimilun- um, er nú miklu minna um aö gengiö sé til rjúpna en áður var. í vetur hefur veiði veriö meö minnsta móti, og hafa frægustu skyttur ekki komist hærra en í rúmlega 30 stykki yfir daginn sem ekki þykir oröavert í góð- um árum. Líklega hefur vætan og kuldinn í sumar orðið til þess að lítið hefur komist upp af ungum og berjaleysið í haust bætt um betur. Það getur því farið svo, að oss skyttum takist Pétur Bjarnason hefur um árabil verið helsti forgöngumaður um laxarækt við Djúp. Hér er hann að starfi við flotkassa f ísafjarðar- á. Nú eru þeir Jón f Laugarási og Kristján á Ármúla að fara af stað með tilraunafiskeldi í Skjaldfannardal. i FASTEIGNA-l j VIÐSKIPTI j j ÍSAFJÖRÐUR: I Mjallargata 9, einbýlishús I I úr timbri. Stór eignarlóð, • J laustl.maí. I Tangagata 8a, 2ja herb. I J íbúð á efri hæð, laus 1. des. j I Hafraholt 18, raðhús ásamt | I bílskúr. Skipti á húseign í I I Hnífsdal koma til greina. | Fjarðarstræti 59, 4ra herb. | I íbúð á 2. hæð, ásamt her- I I bergi í kjallara. íbúðin er I ■ laus. | Seljalandsvegur 87, lítið | I einbýlishús ásamt bílskúr. I ■ Pólgata 5, neðri hæð, . J norðurendi ca. 140 ferm. J j íbúð ásamt bílskúr. Laust J I innan mánaðar. J Fitjateigur 6, ca. 130 ferm. J J einbýlishús. Getur losnað J J fljótlega. J Lyngholt 11, fokhelt einbýl- • J ishús ásamt bílskúr. I Silfurgata 12, lítið einbýlis- I I hús. Laust fljótlega. I Góuholt 5, rúmlega fokhelt | I 135 ferm. einbýlishús ásamt I I bílskúr. I Urðarvegur 74, raðhús í j I smíðum. J Stórholt 9, 4ra herb. íbúð J . með bráðabirgðainnrétting- ■ ■ um. J Stekkjargata 4, lítið einbýl- J J ishús. Selst með góðum J J kjörum, ef samið er strax. J BOLUNGARVÍK: | Vitastígur, 3ja herb. íbúð I I á neðri hæð í fjórbýlishúsi. I I Traðarstígur 3, ca. 160 | I ferm. einbýlishús ásamt bíl- | I skúr og stóru rými í kjallara. I | Laust eftir samkomulagi. I | Skipti á íbúð á ísafirði eða í | I Reykjavík koma til greina. I Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð I | á jarðhæð. I I Þjóðólfsvegur 14,2ja herb. I I íbúð á 3. hæð. I ■ Holtabrún 16, 4ra herb. j J íbúð á 1. hæð. J Heiðarbrún 4, 138 ferm. j J einbýlishús ásamt bílskúr. j Arnar Geir j j Hinriksson hdl. j ■ Silfurtorgi 1, I ísafirði sími 4144 ekki að hafa fingur í fiðri nógu margra fugla til að öllum sem vilja nægi íjólamatinn. 5.12.83 Indriði Aðalsteinsson Skjaldfönn Við óskum öllum eldri borgurum bæjarins og forstöðufólki Hlífar, íbúða aldraðra á ísafirði gleðilegs árs með hjartans þökk fyrir liðin ár. Guð blessi ykkur öll. Ásgeir Sigurðsson Þórdís Guðmundsdóttir /

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.