Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 4
4 isafjarðarkaopstaðor Hundahreinsun Umráðamenn hunda á ísafirði, sem ekki hafa látið hreinsa hunda sína enn, hafi sam- band við dýralækni, föstudaginn 6. jan. eða laugardaginn 7. jan. og fái tíma. Hund- ahreinsun fer síðan fram að Urðarvegi 16, mánudaginn 9. jan. kl. 10:00 — 12:00 og 16:00— 18:00. HEILBRIGÐISFULL TRÚINN Styrkir frá Menningarráði Þeir aðilar sem óska eftir styrkjum frá Menningarráði ísafjarðar á árinu 1984, eru vinsamlega beðnir að senda umsóknir til for- manns þess, Sigríðar J. Ragnar, Smiðjugötu 5, pósthólf 271, eigi síðar en 15. janúar 1984. MENNINGARRÁÐ ÍSAFJARÐAR Námskeið Húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði býður upp á eftirtalin námskeið eftir áramót: Almenna matreiðslu, gerbakstur, síldarrétti, fatasaum, bótasaum, vefnað, spjaldvefnað, postulínsmálningu, leirmunagerð. Innritun hófst 2. jan. Kennt verður á kvöldin. Körlum sem konum heimil þátttaka. Upplýsingar og tekið á móti umsóknum í símum 3025 og 4148. SKÓLASTJÓRI Viðtalstímar Föstudaginn 6. janúar n.k. verða bæjarfull- trúarnir Reynir Adólfsson og Árni Sigurðsson til viðtals við bæjarbúa á bæjarskrifstofunum Austurvegi 2, frá kl. 17:00 til 19:00. Atvinna Forstöðumann, fóstrur og afleysingafólk vantar á leikskólann v/Hlíðarveg. Dagmömmur vantar nú þegar. Upplýsingar gefur félagsmálafulltrúi í síma 3722. BÆJARS TJÓRINN BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU íbúðir fyrir lögreglumenn Embættið óskar eftir tveimur 2ja til 3ja her- bergja íbúðum í góðu ástandi til leigu fyrir lögreglumenn. Upplýsingar á skrifstofunni eða hjá yfirlög- regluþjóni. 4. janúar 1984 Bæjarfógetinn á ísafirdi Sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein vestlirska rRSTTABLADIO Tómstundastarf; „Markmiðið er að þeir sem eru farnir að eldast eða hafa misst getu til að vera úti á hinum al- menna vinnumark- aði af öðrum sökum, fái tækifæri til að þjálfa sig upp í létt- ari verkefnum eða dægradvöl.“ Vestfirska er komið á fund Málfríðar Halldórs- dóttur og Halldórs Guð- mundssonar og þau eru að segja frá því sem einu nafni flokkast undir Félagsstarf eldri borgara á fsafirði. Við sitjum í salnum á efstu hæð í Hlíf, en þar fer mikill hluti þessa starfs fram. Við stórt borð sitja nokkrir af eldri borgurunum og eru að föndra við eitt og annað, sumir sauma, aðrir mála, ein kona er að búa til blóm, nokkrar sitja við prjón eða hekl og enn aðrir gera eitt- hvað annað. Tvær rosknar konur eru að þvo upp eftir kaffið. Andrúmsloftið er ró- legt, þó létt og þægilegt. Það er Málfríður, eða Malla eins og allir kalla hana, sem er að gera grein fyrir tilgangi þessa starfs. Og þar sem föndurtími stendur yfir, segir hún frá því í leiðinni að fyrir utan tilsögn í þessum ýmsu greinum handavinnu sem þarna er látin í té, geti þátt- takendurnir fengið keypt þar allt efni sem til þarf á hagkvæmu verði og fái leið- beiningar um val á því. Hún segir að margt af fólk- inu finni sig vel í þessu starfi og jafnvel uppgötvi hæfileika sem það óraði ekki fyrir að það hefði. „Fólk sem kannski hefur aldrei látið sér detta í huga að það gæti málað, fer að mála og finnur að það hefur til þess hæfni og nýtur þess. Þetta finnst mér mikið at- riði,“ segir Malla. Félagsstarf eldri borgara á ísafirði er orðið talsvert að vöxtum. Eins og fyrr sagði fer mestur hluti þess fram í Hlíf og að því eiga að sjálf- sögðu allir eldri borgarar aðgang. Þar er eitthvað gert í félagsstarfinu alla virka daga. A mánudögum er leikfimi, sem þar heitir “léttar líkamsæfingar.“ Á þriðjudögum kemur hár- skeri fyrir karlana og hár- greiðslukona fyrir konurn- ar, og þá er líka föndurtími. Á miðvikudögum er fót- snyrting fyrir hádegið en eftir mat er spilað á spil í þrjá tíma. Þá spilar hver það sem hann vill, þar er m.a. spilað bridge, vist, lomber eða hvað annað sem fólkið kann og vill spila. Á fimmtudögum er leikfimin aftur og á föstudögum föndur og hárgreiðsla. Auk þessa standa ýmis frjáls félagasamtök fyrir kvöldvök- um eða “opnu húsi“ í hverj- um mánuði, venjulega er fimmtudagskvöld þá valið. Enn er eftir að nefna ýms námskeið sem haldin eru Guðmunda Þorbergsdóttir Guðmunda Þorbergs- dóttir var að mála „Drott- inn blessi heimilið“ á gler. Hún sagði að það væri nú frekar litið sem hún gæti sagt en brosti þó til okkar og sagði: „Síðan ég brotnaði hef ég verið að leika mér við svona alls konar föndur, dunda við að mála og svo hef ég gert lampa úr pinnum úr ís.“ — Hefurðu málað áður? „Ekki mikið, bara svona smámyndir og gengið það vel. Svo hef ég málað í rúmföt með tauþrykki.“ Fyrir rúmum tveim árum varð Guðmunda fyrir bíl og hefur ekki náð sér eftir það svo að hún geti gengið til vinnu. En hún fær tölu- verða útrás fyrir athafnaþrá sína í tómstundastarfinu. Áður vann hún allskonar vinnu, var m.a. starfsstúlka á sjúkrahúsinu í 17 ár. Og það kom á daginn að hún hefur lengi haft gaman af að fara með liti og pensla, þótt í lífsbaráttunni hafi lítil tækifæri gefist til að sinna þeirri löngun, fyrr en nú. Svo spyrjum við hana hvernig andinn sé meðal fólksins í föndrinu. „Ég held hann sé bara ljómandi góður — hjá sumu fólkinu.“ — Hvemig líður þér hér? „Mér líður alltaf ljóm- andi vel, hvert sem ég fer og sama hvar ég er,“ sagði Guðmunda Þorbergsdóttir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.