Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Side 8

Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Side 8
Úr Bókhlöðunni Samdráttur í bóksölu á Vestfjörðum — Alistair McLean söluhæstur Vestfirska fréttablaðið hafði samband við þrjá bóksala á Vestfjörðum og spurðist fyrir um söluna fyrir jólin. Var sam- dóma álit þeirra að hún hefði dregist allverulega saman frá árinu áður. Gunnlaugur Jónas- son í Bókhlöðunni á ísafirði taldi veltuna 15 — 20% minni, en Ingólfur Arason á Patreks- firði taldi samdráttinn um 30%. Hann gat þess þó að ekki væri fyllilega sanngjarnt að miða við 1982, því þá hefði salan verið óvenjumikil. Gunnlaugur taldi fjölda seldra bóka svipaðan og áður, þó veltan væri minni, því fólk hefði nú keypt meira af eldri bókum. Rögnu Magnús- dóttur hjá verslun Bjarna Ei- ríkssonar í Bolungarvík þótti kaup á eldri bókum sérstak- lega áberandi í ár. ..Fólki finnst bækur alltaf dýr- ar." sagði Gunnlaugur þegar við spurðum hann hvort verð bók- anna væri fólki þyrnir í augum. Ingólfur á Patreksfirði sagði fólk hafa spáð meira í verðið en áður. Báðir voru sammála um að niður- felling söluskatts af bókum yrði mikill fengur. Ingólfur taldi orsakir samdrátt- arins líka liggja í minnkandi á- huga fyrir bókinni. ..Unga fólkið hefur ekki þetta energí fyrir bók- um sem mín kynslóð hafði." sagði hann. Gunnlaugur og Ragna voru sammála um að bókin héldi enn velli sem helsta jólagjöfin. ..Það er alveg á mörkunum." sagði Ing- ólfur hins vegar. Hér fer á eftir listi yfir I2 söluhæstu bækur hjá Bókhlöð- unni. Samkvæmt ummælum hinna bóksalanna er ekki ólíklegt að hann eigi við um Vestfirði í heild. 1. Skæruliðarnir — Alistair Me Lean 2. Ellefu lif — ævisaga Brynhild- ar 3. Saga stríðs og starfa — Hallgrímur Jónsson 4. Sitji Guðs englar — Guðrún Helgadóttir 5. Bjarni Benediktsson 6. Helför á heimskautaslóðir — Hammond Innes 7. Bréf til Sólu — Þórbergur Þórðarson 8. I4 bráðum I5 — Andrés Ind- riðason 9. Öldin okkar. 1971 — 75 10. Komiði sæl — endurminning- ar Sigurðar Sigurðssonar 11. Skrifaö í skýin — Jóhannes R. Snorrason 12. Ástin grípur unglingana — Ármann Kr. Einarsson. Eínar Ólafs spjarar sig í Svíþjóð Jafnt sumar sem vetur sér í iljar honum uppum fjöll og firn- indi. Þindarlaus sem hind hleypur þessi eldhugi meó járnvilja og hefur að sögn kunnugra allt sem til þarf til að verða afreksmaður í íþrótt sinni. Er reyndar orðinn það. Megum við kynna: Einar Ól- afsson. íslandsmeistara í skíða- göngu. Hann hefur að undan- förnu verið við æfingar með sænska landsliðinu í skíðagöngu. Hefur hann keppt i nokkrum mótum og hafa okkur borist úrslit úr sérstæðu móti sem haldið var í Dalajarna 27. des. s.l. Til mótsins var boðið I5 sterkum göngu- mönnum. að Einari frátöldum. og voru gengnir 12 km. Árangur Ein- ars telja menn með því betra sem íslcnskur göngumaöur hefur af- rekað á erlendri grund. Einar varð tíundi á tímanum 34:25. en sigurvegari varð Benny Kolberg á 31:49. Benny hefur verið topp- maður í sænska landsliðinu um tíma. I 7. sæti varð Juha Meoto. mikill maður og rammur. enda 2 metrar á hæð og um 100 kg á þyngd. I I5 km göngunni á síð- ustu Ólympíuleikum varð Juha aðeins sekúndubroti á eftir sigur- vegaranum. Tomasi Wassberg. sem nú varð að láta sér lynda 12. sætið. 29 sek. á eftir Einari okkar. Björn Risby sem varð í 14. sæti kom m.a. á Skíðamót fslands 19S2 og náði þar besium tima í 30 km göngunni. gamlársdag mun Einar hafa keppt í Osarna. en ekki liafa okkur borist fréttir þaðan. Þeir Einar og Gottlieb Kon- ráðsson æfðu saman með S\ium fram til jóla. en þá fór sá síðar- nefndi heim í jólasteikina. Hann mun þó fara utan aftur og munu þeir félagar keppa í 30 km göngu um næstu helgi. og siðan rekur hvert mótiö annað fram að Ól- ympíuleikunum í Sarajevo. en þangað stefna þessir vösku \ík- ingar úr norðri. vestíirska FHETTABLAÐIÐ Engin hætta á ferðum, sagði húseigandinn, lá við stórslysi, sagði útvarpið „Þetta er bara smá sýnis- horn,“ sagði Kristján Frið- björnsson í Hnífsdal um snjó- flóðið sem þrengdi sér innum bakdyrnar hjá honum síðastlið- ið föstudagskvöld. Kristján sagðist hafa verið úti í bflskúr um níuleytið tiltekið kvöld þeg- ar hann heyröi skyndilega dynk útifyrir. Var þar komið snjóflóð úr Bakkahyrnu að taka hús á honum. Sprengdi það upp dyrakarminn og flæddi inn í þvottahús og búr. Sem betur fór varð enginn fyrir flóðinu, sem einnig braut glugga í geymsluhúsnæði ofar í hlíð- inni,' án þess þó að valda um- talsverðum skemmdum. „Þarna var engin hætta á ferðum," sagði Kristján og furðaði sig á æsifregnastíl út- varpsins í kvöldfréttum mánu- daginn 2. janúar (sagt var að legið heföi við stórslysi). Kristján sagði elstu menn ekki muna eftir snjóflóði þarna fyrr. Þetta væri algjör undan- tekning sem ekki yrði til að raska svefnró hans f framtíð- inni. Jóhann Torfason kjörínn knatt- spymumaður ársins „Við völdum Jóhann Torfa- son vegna þess að hann átti mjög góða leiki, sýndi sérstak- lega góðan baráttuhug, gafst aldrei upp þótt á móti blési og hélt uppi góðum liösanda." Þetta sagði Jón Axel Stein- dórsson, en hann átti sæti í nefndinni sem valdi knatt- spyrnumann ársins 1983. Jói Torfa. ein.s \>g hann heltir hversdags. er enginn nýgræðingur á knattspyrnuvellinum. 14 tímabil hefur hann leikið með meistara- flokki. oftast í l. deild. Hann hefur leikið með KR. Viking og tvær vertíðir var hann atvinnu- spilari i Svíþjóð. Síðustu þrjú sumur hefur hann leikið með ÍBÍ þar sem ferill hans hófst. Hann hefur ristarbrotnað. puttabrotnað. brotið tennur. feng- ið gat á hausinn. meiðst á öxl. verið skorinn upp i hné. legiö 8 mánuði bakveikur. fyrir utan annað smotterí. Sanit er engan bilbug á honum að finna. Síðasta keppnistímabil lék hann reyndar i fyrsta skipti alla leiki án meiðsla. ..Þetta kemur svona með aldrin- um.“ segir hann kíminn. og hyggst halda áfram að fórna líma og peningum fyrir þetta áhuga- mál. En er það þess virði? ..Já." segir Jói ákveðinn. ..Mað- ur kynnist ótalmörgu fólki og þetta er viss lærdómur út af fyrir sig. Auk þess getur þetta opnað manni ýmsar leiðir. t.d. í sanr- bandi við þjálfun síðar." Jói segir þurfa að gera stórátak í uppbyggingu meistaraflokksins hér á Isafirði. Æ færri menn skili sér nú uppí meistaraflokk og því er svo málum komið að arftaka vantar. Jói vill kenna aðstöðuleysi um. en nefnir einnig að uppbygg- ing unglingastarfsins hafi verið trössuð þangað til í fyrra. ..Ég tel það þurfi að gera stórt átuk lil að við eigum möguleika á einu af þremur efstu sætunum í 2. deild næsta sumar." segir Jói. ..M iðað við stöðu mála í dag er ég þ\ í ekki mjög bjartsýnn á kom- andi sumar." En við óskum Jóa samt til ham- ingju meö titilinn. BÍLALEIGA \cs\cgi 5 — Suúa\ík — 94-6972-6932 Grcnsásvcgi 77 — Kcvkjavík — 91-37688 Sendum bflinn Opið allari súlarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.