Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 6
vestlírska Staðreyndir um einingahúsin okkar ÍSFIRÐINGAR — SNJÓMOKSTUR Tökum að okkur snjómokstur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Höfum tvær mjög vel útbúnar traktorsgröfur og vörubíl. Sé vélin á staðnum er lágmarksgjald fyrir 15 mínútur kr. 195,00 Veitum 10% afslátt þeim sem við mokum hjá reglulega. Upplýsingar gefur Einar Halldórsson í síma 4353 eða Valdimar í síma 4048 Geymid auglýsinguna Vönduð og falleg hús sem bjóða upp á marga möguleika. Allt að 25% ódýrari en hefðbundin steinhús. Einingahús úr timbri er hagkvæmur byggingarmáti og þú sparar tíma og fyrirhöfn. Ef þú kaupir hús af okkur verður flutningskostnaður minni. Þú átt möguleika á að móta húsið að þínum óskum utan sem innan. Ef þú ert að hugsa um að byggja hús, er rétt að hafa samband við okkur. IÐNVERK HF Þórsgötu 12 - 450 Patreksfirði Símar: 94-1174 - 94-1206 Hótel ísafjörður Aðalfundi félagsins verður fram haldið á hó- telinu fimmtudaginn 26. janúar kl. 21:00, samkvæmt samþykkt fundarins 16. desem- ber sl. DAGSKRÁ: 1. Kosning stjórnar og endurskoðenda. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. Framteljendur athugið Lögfræðiskrifstofa Tryggva Guð- mundssonar mun ekki taka að sér framtöl fyrir ein- staklinga að þessu sinni, heldur ein- ungis framtöl ein- staklinga með at- vinnurekstur, sem áður hafa verið í viðskiptum. Tryggvi Guðmundsson hdl. Hrannargötu 2, ísafirði sími 3940 Leiguíbúðir óskast Óskum eftir leiguíbúðum fyrir nýja starfs- menn fyrirtækisins. Vinsamlega hafið samband við Óskar í síma 3092. PÓLLINN HF. PÓLUNN HF. ÍSAFIRÐI NYKOMIÐ! Föndurvörur fyrir alla fjölskylduna. Verslunin Bimbo Verkfæri til björgunar úr bflum Verkfæri til að rjúfa bíla sem lent hafa í umferðaróhöppum hafa verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. Sýning á slík- um tækjum var á ísafirði ný- lega, þegar Hermann Valsson frá innflutningsfyrirtækinu Pálmason og Valsson h.f. slátr- aði gersamlega gömlum Morris Marina fyrir utan Vélsmiðjuna Þór, að viðstöddum sýslu- manni, bæjarstjóra á ísafirði, slökkviliðs- og lögreglumönn- um frá ísafirði og Bolungarvík. Tilgangurinn með slíkri sýn- ingu er að gera mönnum Ijóst að það getur skipt sköpum um líf og dauða hvernig tekst til að ná fólki út úr bílum. sem eru meira eða minna aflagaðir eftir árekstra eða veltur. Tækin sem sýnd voru eru loftknúin og fylgir þeim lítil pressa. en einnig er hægt að fá þau rafknúin. Tækin eru þrjú: svokallaður atgeir. sem er geysi- lega öflug töng með spennukrafti hvort sem vill sundur eða saman. klippur með allt að 17 tonna átaki og tjakkur. Atgeirinn er fyrst og fremst notaður til að spenna upp hurðir á bílum og slítur þær auð- veldlega af hjörum á örfáum mín- útum. en hann má einnig nota til annara hluta. svo sem að færa sæti aftur. ef maður er spenntur fastur í því. eða spenna stýri upp og frá rnanni sem er klemmdur fastur undir því. Áhorfendur dáðust að sjálf- sögðu að hversu fljótvirk þessi tæki eru og örugg. og mikil á- hersla var lögð á hversu allt önn- ur áhrif. og miklu betri. það hefur á þá slösuðu í bílnum að fylgjast með hinum hljóðlausu öruggu vinnubrögðum við að bjarga þeim. heldur en þeim háttum sem nú eru við hafðir. að berja bílinn í sundur með öxi. Fæstir við- staddra hafa sjálfsagt gert sér grein fyrir mismuninum. fyrr en slökkviliðsstjórinn á ísafirði kom með öxina sína og hóf að berja bílhræið með henni. Hermann Valsson sagði blað- inu að öll tækin kostuðu nú sam- tals um 370 þúsund krónur á fullu verði. Ef þau eru hinsvegar keypt af góðgerðarfélögum til að gefa slökkviliðinu eða lögreglunni. þá falla tollar niður og við það lækk- ar verð tækjanna um 90—100 þúsund krónur. Þar við bætist að tækin sem hann var með hér fást á sérstöku kynningarverði, sem er 10% lægra. Foreldrar og annað áhugafólk um skiðaíþróttir Kynningarfundur fyrir vetrarstarfið verð- ur haldinn að Uppsölum sunnudaginn 22. jan. kl. 17:00. Skorum á alla að mæta — Kosið verður í foreldraráð. Skíðaráð ísafjarðar 25% kynningarafsláttur x V t / á kjúklingum frá ísfugli. 30% kynningarafsláttur á kjúklingum frá Fjöreggi. Þorramaturinn kominn Allar tegundir af súrmat Þorrabakkinn 800 - 900 gr. á aðeins 180 kr. VERSLIÐ HAGKVÆMT KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.