Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 7
vestfirska 1 rRITTABlADIS Kristján Jóhannsson Á undanförnum mánuðum hefur náðst mikill árangur í bar- áttunni við verðbólgudrauginn, því stórlega hefur dregið úr* verðlagshækkunum síðustu mánuðina. Þessi árangur hefur náðst með ýmsum fórnum, t.d. hafa almenn laun í landinu lítið hækkað síðustu 6 til 7 mánuði. í þjóðhagsáætlun setti ríkis- stjórnin fram stefnumörkun um þróun efnahagsmála á árinu 1984 og er þar gert ráð fyrir að laun geti hækkað um 6% frá ársbyrjun til ársmeðaltals 1984. Það felur í sér að kauptaxtar hækki um 15% milli áranna 1983 og 1984. Lækkun verðbólgu og þar með minni hækkun launa á milli ára hefur það m.a. í för með sér að endurskoða verður skatt- stiga fyrir beina skatta, sem miðaðir eru við tekjur ársins á undan. Þetta stafar af því að við mikla verðbólgu og örar launa- hækkanir eins og verið hefur á undanförnum árum hafa menn Kristján G. Jóhannsson viðskiptafræðingur: Seilst í vasa bæjarbúa mun hærri tekjur í krónum taliö á greiðsluári, heldur en þær tekjur voru sem skattarnir voru lagðir á, þ.e. tekjur ársins á undan. Sem dæmi um þetta má nefna að á undanförnum árum hefur útsvar verið 12,1 % af tekj- um. Setjum sem dæmi mann sem hefur 100 þús. króna tekjur á einu ári. Verðbólga er t.d. 50% fram til næsta árs og tekjur hans hækka því upp í 150 þús. krónur. Hann er þá að greiða í útsvar 12.100 krónur með þess- um 150 þús. krónum og er greiðslubyrðin því aðeins 8%. Nú er þetta með öðrum hætti þegar verðbólga minnkar og tók ríkisstjórnin tillit til þess í fjárlagafrumvarpi sínu í haust, en þar segir m.a. í athugasemd- um að tekjur af beinum sköttum séu miðaðar viö að skattbyrði heimilanna vegna tekju- og eignaskatta haldist óbreytt mið- að viö tekjur og segir einnig að þetta verði framkvæmt með beitingu skattvísitölu og breyt- ingu á skattþrepum. FRUMVARP AÐ FJÁRHAGSÁ- ÆTLUN ÍSAFJARÐARKAUP- STAÐAR Nú fyrir skömmu var lagt fram frumvarp að fjárhagsáætl- un ísafjarðarkaupstaðar fyrir árið 1984. Það vekur sérstaka athygli að ekki er tekið tillit til lækkandi verðbólgu, nema aö mjög litlu leyti, við ákvörðun um álagningu bæjargjalda. Gert er ráð fyrir að útsvar lækki úr 12,1% af tekjum niður í 11%, en álagningarprósenta fasteigna- gjalda verði óbreytt frá fyrra ári, sem þýðir að fasteignagjöld hækka um 47% frá fyrra ári vegna hækkunar fasteigna- mats. TÖLUVERÐ AUKNINGÁ GREIÐSLUBYRÐI Það er augljóst að þessar fyrirætlanir um álagningu bæj- argjalda þýða aukningu á greiðslubyröi frá fyrra ári. Til að sýna hversu mikil þessi aukning er, skulum við taka hér eitt dæmi. Hjón sem búa í einbýlis- húsi með fasteignamati upp á 1,5 milljón króna og höfðu 420 þús. króna tekjur á árinu 1983 (meðallaun pr. útsvarsgreið- anda eru ca. 210 þús., kr.). Hvað þyngist greiðslubyrði þeirra miðað við að laun hækki um 15% á milli ára, eins og gert er ráð fyrir í þjóðhagsáætlun? Gera má ráð fyrir að á árinu 1983 hafi þessi hjón þurft að greiða í útsvar 31.835 kr. og fasteignagjöld 8.774 kr. Sam- tals gerir þetta 40.609 kr., sem var 9.67% af tekjum þeirra á árinu, þ.e. af 420 þús. kr. Miðað við framsetningu á frumvarpi að fjárhagsáætlun má búast við að þessi hjón þurfi að greiða um 43.500 kr. í útsvar á þessu ári og um 12.900 kr. í fasteignagjöld, eða samtals 56.400 kr. Miðað viö aö laun hækki um 15% á milli ára, geta þau vænst þess að hafa 483 þús. krónur í tekjur á þessu ári. Greiðslubyrði útsvars og fast- eignagjalda verður þá 11.68% af tekjum þessa árs. Greiðslubyröi útsvars og fasteignagjalda hækkar því um 2.01% á milli ára, sem þýðir í þessu tilviki 9.700 kr. Þessi aukna greiöslubyrði skiptist þannig í þessu tilviki, að 6.900 kr. eru vegna útsvars og 2.800 kr. vegna fasteignagjalda. FARIÐ ÚT FYRIR RAMMANN Ég hef hér á undan gert grein fyrir því í grófum dráttum hversu mikið greiðslubyrðin eykst á þessu ári af útsvari og fasteignagjöldum. Ríkisvaldið hefur ákveðið að ganga á und- an með það fordæmi að greiðslubyrði af tekju- og eignarskatti aukist ekki frá fyrra ári, það hefur með þessu létt róðurinn hjá almenningi í land- inu. Það heföi veriö eðlilegt framhald af þessu að sveitarfé- lögin tækju einnig á sig ein- hverjar fórnir vegna baráttunn- ar við verðbólguna með því að auka ekki greiðslubyrði af út- svörum og fasteignagjöldum. Dæmið hér að framan sýnir svo ekki verður um villst að Isafjarð- arkaupstaður ætlar að auka greiðslubyrði bæjarbúa af út- svari og fasteignagjöldum mjög verulega, svo jafnveg skipti tug þúsunda hjá almennu launa- fólki. ísafirði 15. janúar 1984 fram skráning á námskeiðið. Þá er að þess að geta að I- þróttaráð heldur námskeið á Torfnessvæði (vallarhús) og hefst það miðvikudaginn 25. janúar. Þar verða sömu leiðbeinendur og á námskeiði Ármanns. Upplýs- ingar og skráning hjá íþróttafull- trúa í síma 3722. Að endingu má geta þess að skíðalyfturnar á Seljalandsdal eru opnar alla daga nema mánudaga frá 10:00—18:00, og frá 18:00—21:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru göngu- brautir troðnar daglega. Reykj a víkiirkyniiing í Hnífsdal 28. janúar Málfunda- og fþróttafélagið Ármann hefur gengist fyrir því að koma upp aðstöðu til iðkun- ar skíðagöngu á Góustaðatúni. Reiknað er með að þar verði upplýst og troðin braut í vetur, þannig að þeir sem vilja ganga þar geti haft bærilega aðstöðu að þessu leyti. I tilefni þess og þar sem Trimmlandskeppni á skíðum er nú að hefjast hefur félagið ákveð- ið að gangast fyrir námskeiði í skíðagöngu á túninu. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 23. janú- ar n.k. og standi 2 vikur. Kennt verður tvö kvöld í viku. hálfa aðra stund í senn. Leiðbeinendur verða Þröstur Jóhannesson og Oddur Pétursson. Námskeiðið er öllum opið sem eru 16 ára og eldri. en fjöldi þátttakenda er tak- markaður við 20 á námskeiði. Upplýsingar um námskeiðið er að fá í síma 4095 í kvöld milli kl. 20:00 og 22:00. en þá fer einnig Reykjavíkurkynning verður haldin í Félagsheimilinu Hnífs- dal laugardaginn 28. janúar n.k. Það er ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar sem stend- ur að kynningu þessari og er hún hugsuð til að kynna þá möguleika sem Reykjavík hefur uppá að bjóða í menningu, þjónustu og verslun. Markmið- ið er m.a. að fá fólk til að staldra við í borginni í tengsl- um við utanlandsferðir. Veislustjóri í Hnífsdal verður Davíð Oddsson, borgarstjóri, og kynnir kvöldsins hinn góð- kunni Hermann Ragnar Stef- ánsson. Húsið verður opnað kl. 19.00 og stendur skemmtidagskrá yfir til kl. 22.30. Síðan hefst dansleik- ur þar sem hluti skemmtiatriða verður endurtekin. Aðgöngu- miðaverð er kr. 800 fyrir allt. en 350 kr. á ballið. Ýmislegt verður til skemmtun- ar á kynningu þessari. Þar verða atriði úr fslensku óperunni. skemmtidagskrá frá Leikfélagi Reykjavíkur. tískusýning frá verslunum í Reykjavík. Dansstúd- íó Sóleyjar treður upp og síðan verður ferðabingó á vegum Flug- leiða. Aðalvinningurinn verður Davíð Oddsson borgarstjóri Lundúnaferð. en einnig verða 2 — 3 helgarferðir til Reykjavíkur í boði. Vikuna áður en kynningin verður haldin er ætlunin að skreyta bæinn eitthvað með myndum frá Reykjavík. Þá verð- ur á veggjum Félagsheimilisins ýmiss fróðleikur um Reykjavík í máli og myndum. Forsala aðgöngumiða verður í Félagsheimilinu Hnífsdal, Sport- hlöðunni og hjá Ferðaskrifstofu Vestfjarða. Unnur Árnadóttir, Katrín Arndal, Anna Kristín Ásgeirsdóttir Rannsóknarstofan flyt- ur í nýja sjúkrahúsið Rannsóknarstofa sjúkra- hússins, sem hingað til hefur verið til húsa í litlu herbergi í kjallara gamla sjúkrahússins, fékk í síðustu viku nýja um- gjörð utanum starfsemi sína. Er það í nýja sjúkrahúsinu. Við heimsóttum nýju rann- sóknarstofuna á dögunum og var hún hin vistlegasta og gott að koma inn í hana úr garranum úti. Starfsstúlkurnar voru líka hinar ánægðustu með hina bættu aðstöðu. Sögðu þær að flestöll tæki væru ný og væri nú hægt að framkvæma rannsóknirnar hrað- ar og af meiri nákvæmni en áð- ur.— Allar nauðsynlegustu rann- sóknir eru á þeirra höndum. ein- ungis sýni sem ekki er grundvöll- ur fyrir að rannsaka úti á landi eru send suður. Þær stöllur sögðu aðstöðu til að taka blóðprufur hafa batnað mik- ið. en þó fylgdi sá böggull skammrifi að þær yrðu að ganga yfir á gamla sjúkrahús til að taka sýni úr inniliggjandi sjúklingunt og síðan til baka með niðurstöð- urnar. Ekki vildu þær þó vera með neinn barlóm. enda léttar á fæti. Tvö námskeiö í skíðagöngu 7 'fasteTgna-s VIÐSKIPTI i ÍSAFJÖRÐUR: Austurvegur 14, lítið ein- | býlishús á tveimur hæðum, I 3 herb. Silfurgata 11, 100 ferm. 4 | herb. íbúð á 3. hæð í fjór- I býlishúsi. Góð kjör. Túngata 17, 4 herb. íbúð á | neðri hæð í tvíbýlishúsi ■ ásamt kjallara. Hlíðarvegur 45, 100 ferm. | 4 herb. íbúð á 2. hæð í fjór- | býlishúsi ásamt bílgeymslu | og lóð. Þvergata 3, 105 ferm. 4 j herb. eldra einbýlishús úr | timbri ásamt lóð. Skólagata 8, 80 ferm. 4 J herb. íbúð á einni hæð í ! þríbýlishúsi ásamt 30 ferm. . kjallara. Hafraholt 18, 146 ferm. 5 J herb. raðhús ásamt bíl- J geymslu og lóð. Túngata 20, 2. hæð, 65 I ferm. 2 herb. íbúð í fjölbýlis- • húsi. Stórholt 11,1h.a., 85ferm. I 3 herb. íbúð í fjölbýlishúsi. I Fjarðarstræti 59, 2. h., 3 — | 4 herb. 100 ferm. íbúð í fjöl- | býlishúsi. Mjallargata 6, 4 herb. K) J ferm. íbúð á efri hæð, | suðurenda. Stekkjargata 40, 2 herb. J einbýlishús á tveimur j hæðum. Stórholt 7, 2. h. b, 3 herb. J 85 ferm. íbúð í fjölbýlishúsi. Seljalandsvegur 85, 80 I ferm. 4 herb. eldra einbýlis- J hús úr timbri. Góð kjör. Túngata 3, 65 ferm. 2 herb. I íbúð á 2. hæð. Uppgerð að J öllu leyti Pólgata 10, 263 ferm. íbúð I á þremur hæðum ásamt ■ bílskúr. Mjög rúmgóður J SÚÐAVÍK: Njarðarbraut 18, Súðavík, 200 ferm. iðnaðarhúsnæði byggt 79 ‘— '80, stein- steypt, einangrað. Tryggvi Guðmundsson hdl. Hrannargötu 2, ísafirði sími 3940 Skíðamark- aðurinn verður aftur á fimmtudaginn kl. 20:00—22:00. Komið og sækið uppgjör og óselda muni eftir kl. 22:00. Skíöaráð ísafjarðar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.