Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 8
vestfirska FRETTABLASID Almannavamanefiid ísafjarðar: Það hlýtur að hafa verið hryssingslegt á sjónum í þessum gaddi undanfarið. En íslenskir sjómenn eru þekktir fyrir annað en pempíuskap og hér kemur afrekaskrá þeirra. Fyrst er að geta línubát- anna. Þeir hafa aflað allvel uppá síðkastið, þetta 6—10 tonn í róðri. Nokkrir hafa sótt suður í Breiðafjörð og fengið góðan afla, en orma- mikinn. Þannig gerði Orrinn tvo tveggja nátta túra þang- að suðureftir og fékk 20 tonn í hvorum. Rækjuveiði gekk frekar tregiega framan af viku, en virðist heldur vera að glæð- ast. Þeir rækjuveiðimenn óttast nú að rækjuslysið í Hollandi eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir rækju- markaðinn, en gera sér von- ir um að menn hætti að kaupa Asfurækjuna og snúi sér að okkar rækju. Verðhrun hefur orðið á skelfiskmörkuðum, að sögn Theodórs Norðquist, og finnst mönnum ekki taka þvf að veiða þessa tegund leng- ur. Það gengur svona. TOGARARNIR BESSI landaði 45 tonnum 11. janúar og var uppistað- an þorskur. GUÐBJARTUR landaði 44 tonnum af þorski á föstu- daginn. PÁLL PÁLSSON landaði sama dag 83 tonnum af þorski. GUÐBJÖRG landaði 62 tonnum 9. janúar, mest þorskur. JLILÍUS GEIRMUNDSSON landaði sama dag 73 tonn- um og aftur á föstudaginn, 25 tonnum, uppistaðan þorskur. DAGDRÚN landaði 18 tonn- um 5. janúar og 66 tonnum 12. janúar. HEIÐRUN landaði 22 tonn- um 9. janúar og 18 tonnum á laugardaginn. ELIN ÞORBJARNARDÓTTIR hefur landað 39 tonnum f tveimur löndunum frá ára- mótum og var væntanleg með 60 tonn í morgun. GYLLIR landaði 39 tonnum af þorski á föstudaginn. TÁLKNFIRÐINGUR kom með 36 tonn af þorski 9. janúar og var væntanlegur með 100 tonn af blönduðu f morgun. SIGUREY hefur skilað 33 tonnum á land sfðan á ára- mótum og var væntanleg inn í morgun. FRAMNES I. landaði 12 tonnum 5. janúar, en lá sfð- an í viku á ísafirði í bilerfi. Landaði svo 14 tonnum á laugardaginn. SLÉTTANESIÐ kom úr við- gerð 7. janúar eftir að hafa verið bilað síðan 30. nóvem- ber. Það landaði 56 tonnum á föstudaginn. SÖLVI BJARNASON ríg- heldur sér ennþá í landfest- arnar. Snjóflóðavamir efldar vonast eftir tillögum frá nefnd- inni fljótlega þannig að hægt verði að gera fyrirbyggjandi ráð- stafanir strax næsta sumar. Það sem menn hafa í huga er að búa til jarðvegskeilur sem liggja á misvíxl og eru allt að 10 m háar. Gæti komið til greina að slíkar keilur yrðu byggðar í Kubbanum og fyrir ofan Teiga og Dalbraut í Hnífsdal. Júlíus Geirmundsson Miklar breytingar fyrirhugað- ar á Júlíusi Geirmundssyni — tekur 2 mánuði Afmælishátíð Sunnukórsins Ákveðið hefur verið að gera umfangsmiklar breytingar á togaranum Júlíusi Geirmunds- syni frá ísafirði. Settur verður gír við vélina og snúningshraði hennar minnkaður úr 375 snúningum í 350 — 60 snún- inga. Jafnframt verður skrúfan stækkuð mikið. Fæst þannig meiri togkraftur. — Þá verður settur ásrafall á búnaðinn þannig að ekki þurfi að keyra Ijósavél, sem keyrð hefur verið með díselolíu. Að sögn Birgis Valdimarssonar útgerðarmanns. er áætlað að þessar breytingar spari 25 — 30V í eldsneyti. Verkið var boðið út. innan- lands og utan. og var tekið tilboði frá fyrirtæki í Volta í Noregi. Til að koma áðurnefndum búnaði fyrir þarf að gera viðamiklar breytingar á skipinu og er áætlað að verkið taki tvo mánuði. Kostn- aður. með klössun, verður um 10 milljónir. Júlíus á að vera mættur til aðgerðarinnar 26. mars næstkom- andi. Sólardagurinn nálgast og þar með afmæli Sunnukórsins — þann 25. janúar n.k. verður þessi merki kór 50 ára. Kórfé- lagar halda hina árlegu árshá- tíð sína 21. janúar n.k., en á afmælisdaginn verður kaffi- fundur á Hótel ísafirði og eru allir núverandi og fyrrverandi kórfélagar velkomnir. í tilefni þessara merku tíma- móta fyrirhugar kórinn nú að fara í ferð til Vesturheims í sumar. Er © m.a. áformað að fara til Winni- peg og Norður-Dakóta, á þær slóðir þar sem þau Ragnar H. Ragnar og Sigríður kona hans bjuggu fyrir 35 árum. Sunnukórinn hefur farið marg- ar söngferðir innanlands. og árið 1973 fór hann í samfloti með Karlakórnum í ferð með Gull- fossi til Noregs og Færeyja. Stjórnandi beggja kóranna var þá Ragnar H. Ragnar. Núverandi stjórnandi kórsins er Jónas Tómasson, tónskáld. BÍLALEIGA Nesvegi 5 — Siíðau'k — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn Á bæjarstjórnarfundi fyrir nokkru var samþykkt tillaga frá Almannavarnanefnd þess efnis að Oddur Pétursson yrði ráð- inn til að fylgjast með snjó- flóðahættu á Fsafirði. Oddur hefur þegar tekið til starfa og framkvæmir úrkomumælingar auk þess sem hann kannar snjóalög. Oddur er einnig í beinu sambandi við snjóflóða- sérfræðing Veðurstofunnar. Með þessari tilhögun hefur snjóflóðaeftirlit aukist verulega og binda menn vonir við að í framtíðinni verði hægt að segja fyrir um snjóflóðahættu og gera viðeigandi varnarráðstaf- anir. I fyrra skipaði félagsmálaráð- herra nefnd sent falið var að koma með tillögur urn varnir gegn snjóflóðum og aurskriðum á ýmsurn stöðum á landinu, þ.á.m. Isafirði. Þessi nefnd kom hingað í haust og skoðaði svæðið og er Þá er þess að geta að Almanna- varnanefnd hefur hugsað sér að búa til vinnuáætlun til að hafa til hliðsjónar þegar snjóflóðahætta skapast og rýma þarf hús. Frá afhendingu tækisins Kvenfélagið Hlíf gefur sónar Miðvikudaginn 11. janúar s.l. afhentu Hlífarkonur Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði sónartæki að gjöf. Verðmæti tækisins, sem er undanþegið aðflutningsgjöldum og sölu- skatti, er 507 þúsund krónur. Magnús Reynir Guðmundsson, formaður stjórnar sjúkrahússins þakkaði þessa mjög svo höfðing- legu gjöf. en síðan gerðu lækn- arnir Samúel Samúelsson og Ein- ar Hjaltason nokkra grein fyrir uppbyggingu og notkun tækisins. Koni fram í rnáli þeirra að tækið yrði einkum notað til greiningar hjá ófrískum konurn og væri ætl- unin að bjóða öllum barnshaf- andi konum á svæðinu uppá að láta mæla fóstur sín á þrettándu viku meðgöngutímans. I’ tækinu er m.a. hægt að sjá hvort fóstur er lifandi, hve stórt það er. hvort það vex eðlilega. hvort það er vanskapað, hvort um fleiri en eitt er að ræða og hvort legkakan geti hindrað fæðingu. Einar Hjaltason yfirlæknir sagði tæki þetta nokkru full- komnara en tæki það sem til er á Landsspítalanum t)g lýsti ánægju sinni með aö þeir gætu þannig verið með í þróuninni á þessu sviði. „Þetta verður ef til vill til þess að viö ílendumst hérna leng- ur,“ bætti hann viö. í samtali við Vf. sagði Helga Sigurðardóttir, formaður Hlífar. að ákvörðun um kaup þessa tækis hefði verið tekin á fundi 9. maí í fyrra. Síðan þá hefðu þær verið með ýmiskonar fjáröflunarstarf- semi. blómasölu. kaffisölu. barnaskemmtun. hlutaveltu og jólabasar. Það sem uppá vantaði hefðu þær svo tekið að láni úr eigin sjóði og mundi fjáröflunar- starfsemi þeirra á þessu ári miðast að því að borga það lán. Helga sagði að bæjarbúar hefðu tekið þeim sérstaklega vel og því hefði fjáröflunin gengið jafn vel og raun bar vitni. Við þökkum öli. tvestfirska I hefur heyrt Að höfundur nafnsins góða, Bræðratunga, sé enginn annar en Högni Torfason. Aðspurður kvaðst Högni ekki aðeins hafa haft þá Tungubræður, Sigurjón og Bjarna, í huga við nafngiftina, heldur einnig eftirfarandi orð Krists í Mattheusarguð- spjalli: ,,Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.“ Högni sagðist hafa óskað eftir því aö þessari tilvitnun yröi komið fyrir á góðum stað í húsinu. —Þess má geta að Högni hefur auðgað tungu okkar með mörgum nýyrðum, þ.á. m. þota og þyrla. Það eru svo snjöll nýyrði að út- lendingar eru ekki lengi að skynja merkingu þeirra... AÐ Litli leikklúbburinn eigi nú undir högg að sækja vegna dræmrar aðsóknar að síðustu leiksýningum fé- lagsins. Samt ætla þau í klúbbnum ekki að láta deigan síga, enda færi góður biti í hundskjaft í menningarmálum bæjarins ef slíkt skeði. Næsta verk- efni verði barnaskemmtun, og eigi þá að láta á það reyna hvort blessuð börnin séu orðin eins föst yfir víd- eói, sjónvarpi og annarri óáran, og hinir eldri virðast vera....

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.