Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.01.1984, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 26.01.1984, Síða 1
4. tbl. 10. árg. vestfirska 26. janúar1984 FRETTABLADIS FLUGLEIÐIR ÍSAFJARÐARFL UG VELLI SÍMI 3000 OG 3400 FLUGLEIDIR Nýjar vörur í dag Nýjar vörur vikulega Fatnaður frá EPLINUverbur sýndur á Reykjavíkur- kynningunni í Hnífsdal á laugardaginn. Verslunin ísafiröi sími 3103 Úlfar Thoroddsen, sveit- arstjóri á Patreksfirði, um Qárhagsáætlun: Varla nokkrar frain- kvæmdir Fjárhagsáætlun fyrir Pat- reksfjörð var lögð fram í des- ember. Að sögn Úlfars Thor- oddsen, sveitarstjóra, er vart gert ráð fyrir öðrum fram- kvæmdum en við dagheimili. Ástæðuna sagði hann vera að mun verr hefði gengið að inn- heimta gjöld en áður. Hann sagði að venjulega innheimt- ust 84 — 90% gjalda fyrir ára- mót, en núna náðust ekki nema 77% og í raun minna því inní þeirri tölu væru 900.000 kr. sem fyrirsjáanlega mundu ekki nást inn vegna gjaldþrots Kópaness. Úlfar sagði að á árinu yrði unnið að endurbyggingu og lag- færingum eftir skriðurnar í fyrra, en til þess verkefnis hefðu fengist 2.6 milljónir frá Félagsmálaráðu- neyti. I fjárhagsáætlun þeirra á Pat- reksfirði eins og hún liggur fyrir er gert ráð fyrir að útsvarsprós- entan lækki úr 12,1 í 11% en fasteignagjöld verði óbreytt. þ.e. 0.5% á íbúðarhúsnæði og 1,25% á annað húsnæði. ,,Ég sé ekki að okkur sé fært að siaka neitt til,“ sagði Úlfar Thoroddsen í samtali við blaðið. Fjárhagsáætlunin verður vænt- anlega afgreidd í lok febrúar. Ef væri égungur — úr nýja leikskólan- um í Bolungarvík Eins og minnst var á í síð- asta blaði var nýr leikskóli tek- inn í notkun í Bolungarvík 2. janúar síðastliðinn. Rúmar hann 40 börn í tveimur deild- um, en sá gamli rúmaði aðeins 25 börn. Að sögn Selmu Frið- riksdóttur, forstöðukonu, bætti þessi nýi skóli úr brýnni þörf, en þó eru enn nokkur börn á biðlista. Það var að frumkvæði Lions- klúbbsins t Bolungarvík að skipuð var samstarfsnefnd um byggingu skólans. Auk þeirra Lionsmanna átti Kvenfélagið Brautin og Kvennadeild Slyusavarnafélagsins sæti t nefndinni. Árið 1978 var ráðinn byggingameistari og hafist handa. 1982 tók síðan Bolung- arvíkurbær við húsinu, sem þá var með frágengnu þaki, gleri og útihurðum, og innréttaði. Því verki lauk síðan í árslok 1983. Að sögn Guðmundar Kristjánssonar, bæjarstjóra í Bolungarvík, flýtti framtak fé- laganna fyrir því að leikskólinn kæmist í gagnið. Stólarnir handlangaðir inn Menntaskóliim í nýja húsið Það var létt yfir nemendum og kennurum Menntaskólans á mánudaginn þegar verið var að flytja í hið nýja kennslu- húsnæði skólans á Torfnesi. Langþráður draumur var að | rætast. L-..............i Smíði hússins hófst haust- ið 1979 og er þvf búin að taka rúm fjögur ár. Þó enn eigi eftir að ganga frá ýmsu innan- stokks var kennsla hafin í gær, en húsið verður ekki formlega vígt fyrr en í haust. Átta fullbúnar kennslustofur hafa nú verið teknar í notkun, en síðar á árinu bætast tvær við og verða þær notaðar til verklegrar kennslu. Um 130 nemendur stunda nú nám í dagskóla M.í. Tveir Is- firðingar á Olympíu- leikana í Sarajevo Tveir ísfirðingar hafa nú ver- ið valdir til að keppa fyrir ís- lands hönd á Ólympíuleikunum í Sarajevo sem brátt hefjast. Það eru þeir Guömundur Jó- hannsson, sem keppir í alpa- greinum, og göngukappinn Einar Ólafsson. Aðrir í Ólympíuliðinu verða Nanna Leifsdóttir, Árni Þór Árnason og Gottlíeb Konráðsson. Tíðindamaður Vf. heimsótti leikskólann í vikunni og fannst hann vera eins og Gúllíver f Puttalandi, enda er þar flest sniðið að þörfum þeirra stuttu. Var ekki annað að sjá en þessi Bolungarvíkurbörn léku við hvurn sinn fingur, enda hús- næðið notalegt og þau nýkom- in úr snjónum úti. Ur nýja leikskólanum í Bolungarvík Yerulegur kippur í fasteignasölu Að sögn fasteignasala í bænum hefur fasteignasala tekið verulegan kipp undanfar- ið og jafnvel ekki verið svona mikil í mörg ár. Mest er eftir- spurnin eftir litlum tveggja til þriggja herbergja íbúðum f lægri og mið- verðflokkum. Hér er einkum um að ræða ungt fólk sem er að kaupa í fyrsta skipti. Að sögn Arnars Hinriks- sonar lögfræðings eru jafnvel dæmi um að utanbæjarfólk hringi og ætli sér að flytja í bæinn ef það fær íbúð. Fram- boð virðist hins vegar ekki vera nægt. Tryggvi Guömundsson. lög- fræðingur. sagði ástæðuna ekki vera þá að auðveldara væri að komast yfir íbúð nú en áður. síður en svo. þetta væri uppsafnaður þrýstingur. fólk væri nú að taka við sér eftir langt stopp. Arnar Hinriksson sagði að salan hjá sér hefði verið ágæt síðasta ár. en þá hefði aðallega verið um dýrari eignir að ræða. ..Það er ekkert kreppuhljóð í Vestfirðingum." sagði Tryggvi Guðmundsson. Mest er um framboð á litlum íbúðum í Holtahverfi og Hnífs- dal.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.