Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 4
I vestlirska rP.ETTABLADlC ísafjarðarkanpstaðnr Laust starf Starf skrifstofumanns á bæjarskrifstofunum á ísafirði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k. Upplýsingar gefur undirritaður í síma 3722 eða á bæjarskrifstofunum. Bæjarstjórinn. Ræstingarmann vantar til að ræsta vistarverur hafnarstarfsmanna, gólfflötur 67 ferm., einu sinni í viku. Upplýsingar gefur yfirhafnar- vörður í síma 3295. Vetrartilboð E Biltegund 3ílaleigu Flug Daggjald eiða er ekki a Gjatd pr/km f lakara Söl taginu jskattur Golf 550 kr. 5.50 kr. ekki ir inifalinn Jetta 700 kr. 7,00 kr. ekki ir nifalinn Mitsubishi 4WD 975 kr. 9.75 kr. ekki ir nifalinn SÉRTILBOÐ TIL HELGARREISUFARÞEGA: Bittegund Innifalinn akstur Verð með söluskatti Golf í 2 daga 100 km 1.360 krónur Ótakmarkaður 2.200 krónur Golf í 3 daga 150 km 2.040 krónur Ótakmarkaður 3.300 krónur Allar nánari upplýsingar í síma 21190 eða hjá afgreiðslustöðum og umboðsmönnum Flugleiða. FLUGLEIDIR BÍLALEIGA Vetrarafsláttur til mánaðamota 20% afsláttur af lopa og bandi 10% afsláttur af ullar- og skinnavörum Treflar á 30,00 — 50,00 krónur vegna ýfingargalla Gerið svo vel að líta inn Skíðafréttir Fram með skíðin — Trimmlandskeppnin er hafin Trimmlandskeppnin á skíð- um hófst 15. janúar s.l. og stendur til 30. apríl í vor. Þetta er stigakeppni milli héraða og til þess að verða fullgildur þátt- takandi í stigakeppninni þarf viðkomandi að fara minnst 5 skíðaferðir eða æfingar, er taki a.m.k. eina klst. hver. Með skíðaferðum er átt við ferðalög á skfðum, skíðagöngu, svig, stórsvig eða brun, ratleik, skíðastökk og göngu á rúllu- skíðum. Þátttakandi sem uppfyllir þessi skilyrði fær I stig fyrir sitt hérað. Þátttakandi í keppninni skal skrá sig á skráningarspjald trimm- keppninnar (mega vera mörg nöfn á sama spjaldi) og afhenda það tii næstu trimm-nefndar eða skíðaráðs. Á skráningarspjaldið skal skrifa nafn, heimilisfang og fjölda skíðaferða sem farnar voru á keppnistímabilinu (lámark 5 ferðir). Þá verða til sérstök barmmerki keppninnar og kosta þau kr. 60.00 stykkið. Þrenn aðalverðlaun verða veitt: — Bikar fyrir bestu þátttöku í kaupstað sem hefur 10.000 íbúa eða fleiri. — Bikar fyrir bestu þátttöku í kaupstað með 2.000 — 10.000 íbúa. — Bikar fyrir bestu þátttöku hjá héraðssambandi. Það er sjálfsagt að hvetja alla Vestfirðinga, unga sem aldna, til að taka þátt í þessari keppni, enda er um holla íþrótt að ræða. Fram með skíðin! Með hækkandi sol taka æ fleiri fram skiðin til að njóta utiveru i hinu holla islenska lofti. A laugardaginn, þegar þessi mynd var tekin. var margt folk a Dalnum. Heimsmet á Torfhesi Það hefur verið sagt að Vest- firðingar væru kappakyn. Ungt göngufólk sannaði það á á- þreifanlegan hátt síðasta sunnudag þegar það gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet í skíðagöngu. Níu vaskir krakk- ar, þar af tvær stúlkur, hófu gönguna á Torfnesi klukkan átta á sunnudagsmorguninn og má reikna með að þá hafi flestir bæjarbúar verið í fasta- svefni. Þau gengu síðan fimm hringi hvert og drógu ekki af sér uns metið var í höfn um klukkan korter yfir þrjú sfðdeg- is. Voru þá að baki 100 km á ungum fótum. Heimsmet! Ekki var mikla þreytu á krökk- unum að sjá, enda var þetta ekki nema „soldið erfitt“. Það fara ekki allir í förin þeirra. Krakkarnir, sem eru á aldrin- um 10 — 12 ára, skipulögðu gönguna alveg sjálf, en nutu að- stoðar nokkurra valinkunnra manna við að bera undir. Áður en þau hófu gönguna höfðu þau gengið í hús og safnað áheitum uppá 21 þúsund krónur. Þessa peninga ætla þau að nota til að fara í kurteisisheimsókn til Ólafs- fjarðar einhvern tímann í febrúar. Það er óhætt að segja að þarna býr mikill efniviður og áhuginn leynir sér ekki. Þjálfari krakkanna er göngumaðurinn góðkunni. Þröstur Jóhannesson. Við óskum krökkunum til hamingju með metið og segjum: Áfram svona ! Heimsmethafarnir að göngu lokinni Oánægja með lyftugjöld Vetrarstarf Skíðaráðs er nú að komast í fullan gang. Æfingar fyrir krakka 7 ára og eldri eru að hefjast og hafa þeim verið tryggðar ókeypis rútuferðir tvisvar í viku. Á þeim mótum vetrarins sem haldin verða fyrir 12 ára og yngri verður bryddað uppá þeirri ný- breytni að veita helmingi þátttak- enda verðlaun og aldrei færri en þremur. Þetta eykur nú spenning- inn til muna. Þá var á sunnudaginn haldinn kynningarfundur um vetrarstarfið á Dalnum og mættu þar foreldrar og annað áhugafólk. Þar var sam- þykkt áskorun til fþróttaráðs um að endurskoða lyftugjöld og taka aftur upp sölu á einstökum ferð- um. Hækkun milli ára er 70ó og voru fundarmenn mjög óánægðir með þá hækkun. m.a. með tilliti til þess að áætluð hækkun rekstr- arliða á skíðasvæðinu væri- ekki nema 20—30Vr. Sérstök óánægja kom fram með hálfsdagskortin og þann litla verðmun sem er á þeim og dagskortunum. Þannig þyrftu menn t.d. að kaupa sér hálfsdags- kort þó þeir færu aðeins tvær ferðir. Verð í skíðalyftuna er: fyrir börn: hálfsdagskort 65. dagskort 85. vetrarkort l.270; fyrir full- orðna: hálfsdagskort 135. dags- kort I85 og vetrarkort 2.640. Þá kostar vetrarkort fyrir fjölskyldu með tvö börn 6.715 og með þrjú börn eða fleiri 7.140. Björn' Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. sagði aö hækk- un milli ára væri síst meiri hér en á öðrum skíðastöðum landsins. Hann kvað sölu einstakra ferða

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.