Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 5
[ vestlirska mETTABUDiD Nýjung: S Aætlunar- ferðir uppá Dal Nú hefur samist við Elías Sveinsson um að hann taki að sér rútuferðir uppá Seljalands- dal, einu sinni á dag frá þriðju- degi til föstudags. Er hér um nýjung að ræða. Farið verður kl. 13:45 frá Barnaskólanum og stoppað í Túngötu og við Sjónarhæð á leiðinni. íil baka verður síðan farið kl. 17:00. Fargjald aðra leið verður 20,00 kr. fyrir 16 ára og yngri, en 30,00 kr. fyrir þá sem eldri eru. Er óhætt að segja að við þetta vænkast hagur skíða- manna. INvja sjúkrahúsið: Eldur í kjallara Slökkvilið ísafjarðar var kall- að að nýja Sjúkrahúsinu sfð- asta föstudag. Eldur var laus í kjallara hússins og réð slökkviiiðið niðurlögum hans á skammri stundu. Iðnaðarmenn hafa verið þarna að störfum undanfarið og mun hafa kviknað í lakkryki út frá rafmagnsofni. Rúður sprungu og timbur og gólfdúksrúllur skemmdust. en að sögn Guð- mundar Helgasonar. slökkviliðs- stjóra. tókst þeim mönnum sem þarna voru að störfum að koma í veg fyrir að eldurinn næði að breiðast út og er það snarræði þeirra að þakka að ekki hlutust meiri skemmdir af brunanum. hafa verið hætt vegna mikillar misnotkunar og þeirrar niiklu vinnu sem notkun slíkra korta hefði í för með sér. Á þriðjudagskvöldið var síðan haldinn fundur í fþróttaráði þar sem lyftugjöld voru tekin til end- urskoðunar. Bæjarstjórn á síðan eftir að taka afstöðu til málsins. 5 Á annað hundrað sjúkraflug á árí — segir Hörður Guðmundsson hjá Flugfélaginu Emi Við röbbuðum við Hörð Guð- mundsson hjá Flugfélaginu Erni á dögunum og spurðum hann m.a. hvernig gengi að selja Islandervélina sem verið hefur úti í Chicago í rúmt ár og beðið kaupenda. Hörður sagði að einhver hreyfing virtist vera á þeim málum, nokkrir aðilar, m.a. frá Alaska og Kanada, væru að íhuga málið. Hörður sagði ekk- ert óeðliiegt við það hve lang- an tíma þetta tæki. Vélar sem hafa verið keyrðar á þeim brautum sem við höfum uppá að bjóða hér á landi seljast ekkert í einum grænum,“ sagði hann. FYRIRTÆKIÐ KOMIÐ Á SLÉTT Hörður var spurður hvort fólk hefði notfært sér þá þjónustu hans að geta tekið lykla að bíla- leigubílum hér á suðurleið. ..Já. það hefur gengið mjög vel með bílaleiguna hjá okkur, sér- staklega syðra, en dregið úr því hérna, sem von er á þessum árs- tíma.“ — Hörður sagði að þeir hefðu selt eldri bíla og keypt fjóra nýja í staðinn. Sagði síðan: „Það drýpur smjör af hverju strái hjá fyrirtækinu." Hann sagði að stöðugleiki gengisins væri þeim í hag, því allar skuldir félagsins af flugvéla- kaupum væru i erlendum gjald- eyri. Á siðasta ári hefði tekist að koma fyrirtækinu á slétt, og ef þetta ár yrði eðlilegt, eins og hann orðaði það, þá ættu þeir að koma nokkuð vel út í ár. „Það er verð- bólgan og lánapólitíkin sem hefur farið verst með okkur. Rekstrar- lega hefur fyrirtækið alltaf geng- ið, en það hefur skilað of litlu uppí fjármagnskostnað." SJÚKRAFLUGIÐ Á VIÐ MARGA SÉRFRÆÐINGA Við spurðum hvort ætlunin væri að leigja stærstu vél félags- ins. „Ef við gerum það. þá er sjúkraflugið hér fyrir vestan dauðadæmt. Við flytjum hátt á annað hundrað sjúklinga á ári við ýmis veðurskilyrði. Ég spurði Einar Hjaltason yfirlækni að því hve mikilvæg þessi þjónusta væri. og hann sagði að það væri á við að hafa fleiri fleiri sérfræðinga að geta haft vélina tilbúna hvenær sem væri. Þessi vél bjargar fleiri mannslífum á ári, óefað. og ef þessi þjónusta á að vera fyrir hendi þá verður bara að greiða fyrir hana það sem hún kostar og sinna henni með vél sem er fram- bærileg. Það má kannski leysa einhvern hluta af þessu með þyrlu, en þá yrði það líka að minnsta kosti tíu sinnum dýrara. Okkar flugvélar geta sinnt yfir 90% tilfella." Er þetta flug styrkt af sveitarfé- lögunum? „Nei, það kemur ekkert frá sveitarfélögunum og nánast ekkert frá Ríkinu heldur. Tryggingastofnun ríkisins greiðir hvert sjúkraflug fyrir sig, og í flestum tilfellum þarf sjúklingur- inn ekkert að borga." Sléttuhreppingar Þorrablót Sléttuhreppinga verður haldið laug- ardaginn 11. febrúar í Félagsheimilinu Hnífsdal. Sjá nánar í götuauglýsingum. Nefndin NÆG VERKEFNI — Hafið þið haft næg verk- efni fyrir vélarnar í vetur? „Já, það er búið að vera alveg ágætt í vetur. Það hefur verið þó nokkuð um leiguflug, bæði á Snæfellsnes, norðvesturlandið og til Reykjavíkur. Við höfum jafn- vel verið kallaðir austur á land til að flytja varahluti." Hörður nefndi að þeir vildu gjarnan fá fleiri verkefni innan fjórðungsins, t.d. með því að fljúga frá Þingeyri og Patreksfirði á móti Flugleiðum. En ekki sagð- ist hann hafa áhuga á að taka við einhverjum af leiðum Arnarflugs hingað á Vestfirði, því flutning- arnir væru of litlir til þess að það bæri sig. Mann vantar til flugafgreiðslustarfa. Umsóknareyðublöð á staðnum. FLUGLEIÐIR Sími 3000 VIÐ SINNUM ERINDINU Það þarf ekki nema stutt símtal. Hafðu samband og vittu hvað við getum gert fyrir þig. Flutningsþjónustan Hverfisgötu 76 101 Reykjavík Sími 1 94 95 Margar með græna putta FR AMTALSAÐSTOÐ Pantið tíma í síma 7570 og 7569 á kvöldin. Fyrirtækjaþjónustan Bolungarvík Bókhaldsstofa — Rekstrarráðgjöf Grundarstíg 5 — Pósthólf 210 Vekjum athygli á breyttum opnunartíma Mánudaga til föstudaga opið 10:00 — 12:00 og 13:00 — 18:00 Laugardaga opið 10:00 — 12:00 nema annað sé auglýst. — segir Sigurður Sigurðsson sem var að opna endurbætta blómabúð „Við erum ábyggilega þeir fyrstu sem auka lofthæð með þvf að lækka gólfiö," sagði Sigurður Sigurðsson þegar við heimsóttum hann í Blómabúð- ina, sem hann opnaði sl. föstu- dag eftir gagngerar endurbæt- ur. „Það hefur farið fram ævin- týraleg stækkun á búðinni," segir Siggi og spaugar með það að vera næstum kominn útúr húsinu með búðina. Blómabúðin er til húsa í gömlu húsi. það var byggt 1898 og þar hefur verið rekin verslun mecS blóm og gjafavörur í um 40 ár. Fram til 1978 sá Ásta Arn- grímsdóttir um búðina. en þá tók Siggi við. nýbúinn að læra blóma- skreytingar í Blómaval. Blóma- búðin er eini aðilinn á Vestfjörð- um sem býður upp á skreytinga- þjónustu að sögn Sigga. „Blóma- búð stendur og fellur með að hægt sé að bjóða þessa þjónustu." sagði hann. Við spurðum hvort áhugi fyrir blómum væri mikill hér vestra. „Já, það eru margar með græna putta, og áhuginn fer vaxandi meðal karlmanna." Siggi sagðist vilja setja fram þá kenningu að blóm kæmu í stað barnanna þeg- ar þau færu að heiman. „Þannig virðist líka nást einna bestur ár- angur," sagði hann. Siggi sagði að skreytingar hefðu rokið uppúr öllu valdi und- anfarin ár. hann væri stundum langt frameftir kvöldi að undir- búa þær. Þetta væru skreytingar í samtjandi við afmæli ogýmiskon- ar hátíðahöld og mannfagnaði. Hann sagði að markmiðið hjá sér væri að alltaf væru til blóm. en til þess að svo mætti verða þyrfti hann oft að ganga á eftir þeim. Blómin koma síðan flug- leiðis og sagði Siggi að Flugleiða- menn hefðu sýnt mjög mikinn skilning og þjónusta þeirra verið til fyrirmyndar. Ekki gátum við fengið Sigga til að vera með hinn klassíska kaup- mannabarlóm. hann harðneitaði slíku og sagði velgengni kaup- manns undir eigin atorku komna. Eins og ungum mönnum sæniir á Siggi sér draum: „Draumurinn er að koma upp 12 — 1500 ferm. gróðurhúsi þar sem ég get ræktað blóm, grænmeti og ávexti. Það vantar bara heitt vatn." Og hvað segir hann um framtið- ina? „Framtíðin hún kemur til manns."

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.