Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 1
...jestfirska,, FRETTABLAS Alla leiö meó |f , r i EIMSKIP f Sími 3126 . ADIDAS og HENSON íþróttabúningar og íþróttaskór ^ á 9 VÖRUR « , FISHER og ^ ATOMIC skíði ‘N&s' / DACHSTEINog SALOMON ^ skíðaskór TYROLA og m SALOMON bindingar O ^ Qnarffuðfcnnsson h. £ gtW 7200 - lfl$ fiol unija’iOífi Eru vestfírskir skólar hlutverki sínu vaxnir? — samanburður við önnur fræðsluumdæmi óhagstæður Samræmdu prófin, hin ár- vissa píning níunda bekkjar, dembast yfir nemendur 7.—10. febrúar næstkom- I andi. Sem áður verður prófað | í íslensku, stærðfræði, ensku | og norðuriandamáli. ki. .............. Nú er það því miður stað- reynd að undanfarin ár hafa Vestfjarðaskólarnir komið einna verst út allra skóla á þessum prófum. Þannig hljóta hlutfallslega 10—20% fleiri unglingar af höfuðborg- arsvæðinu rétt til framhalds- náms, en af Vestfjörðum. Þetta vekur óneitanlega upp ýmsar spurningar um skólastarf á Vestfjörðum og þvi fór Vestfirska á stúfana til að kanna málin. f þeirri könnun okkar kom í Ijós að á ýmsum sviðum er pottur brotinn. Til dæmis eru kennaraskipti ískyggilega tíð og réttindalausir kennarar margir. Þá virðist smæð skól- anna hafa neikvæð áhrif á námsárangur. | Hins vegar bendir ekkert til I þess að upplag vestfirskra barna sé verra en annarra íslenskra barna, hafi einhverj- um dottið það í hug. Sjá nánar í opnu. | ................J Urslit í samkeppni um stjórnsýsluhús voru tilkynnt á laugardaginn. Dómnefnd var sammála um að veita tillögu arkitektanna Albínu og Guöfinnu Thordarson fyrstu verðlaun, 300.000 krónur. Jafnframt mælti dómnefnd með því að sú tillaga yrði valin til útfærslu og byggingar. Önnur verðlaun, 200.000 kr. hlaut tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts og að- stoðarmanna hans. Þriðju verðlaun, 100.000 kr. hlaut tillaga arkitektanna Geirharðs Þorsteinssonar, Hróbjarts Hróbjartssonar, Richards Ó. Briem, Sigríðar Sigþórsdóttur, Sigurðar Björgúlfssonar og Þorsteins Geirharðssonar. Þá valdi dómnefnd tvær tillögurtil innkaupa, hvora á kr. 40.000. Vegagerð rfldsins: Mælir með brú yflr Dýrafjörð f nýrri skýrslu Vegagerðar ríkisins um Vestfjarðaveg í Dýrafirði er lagt til að byggð verði um 100 m löng brú yfir fjörðinn milli Digraness og Lambadalsodda. Samkvæmt arðsemisútreikningum og kostnaðaráætlunum yrði þetta hagkvæmasti kosturinn í vega- gerð á svæðinu. f skýrslunni segir að mjög erfitt sé að meta áhrif þau sem slík brú hefði í för með sér, t.d. aukningu umferðar vegna styttingar, ferju- bryggja á Gemlufalli yrði vænt- anlega óþörf, félagsleg samskipti mundu aukast o.s.frv. Þá segir að þó reynt hafi verið að hanna mjög snjóléttan veg fyr- ir fjörðinn og í sjó frammi vegna snjóflóða á Ófæruhlíð, sé ljóst að vegur yfir fjörð við Lambadal yrði ætíð greiðfærari og hægt að treysta færð um hann mun lengur en um veg fyrir fjörð. Gera þarf nokkrar viðbótar- rannsóknir áður en framkvæmdir geta hafist. Þyrfti þeim að vera lokið 2— 4 árum fyrir áætlað upphaf framkvæmdanna, þannig að Ijóst er að þessi vegur verður ekki byggður á næsta ári. Með tilkomu brúarinnar mundi leiðin til Þingeyrar styttast um 13 km og verða 52 km. „Að mínu mati er ekkert sem veltir þessu dæmi nema að gerð verði krafa af náttúruverndaraðil- um, sem fallist verður á, um það að náttúrufar fjarðarins verði al- gjörlega óbreytt. Eins og málin Hér má sjá hvar brúin myndi koma 08 — Bilun í spili Júlíus- ar Geirmundssonar: Flogið til Belgíu eftir varahlutum Bilun varð í spili togarans Júl- íusar Geirmundssonar á fimmtu- daginn í síðustu viku. Brotnaði dæla í spilinu og varð að fá nýja frá Belgíu. Brugðið var skjótt við og flaug flugvél frá Flugfélaginu Erni eftir dælunni til Ostend í Belgíu. Að sögn Harðar Guðmundssonar gekk ferðin vel og komu þeir með stykkið. sem vó 200 kg, um kl. 18:30 á laugardagskvöld eftir að hafa gist eina nótt í Glasgow. Isetning gekk vel og fór togarinn út aftur á sunnu- dag. Að sögn Birgis Valdimarssonar, útgerðarmanns, sparaðist þarna bæði tími og fjármunir, enda hver dagur dýr í landi. Þegar við sögðum frá fyrirhuguð- um breytingum á Júlíusi hér í blað- inu um daginn varð okkur á varð- andi snúningshraða vélarinnar. Rétt er að hann verður minnkaður úr 375 snúningum í 150 — 160 snúninga. standa í dag teljum við uppá að það mundi þýða svo og svo stóra hengibrú, sem mundi kollvarpa dæminu algjörlega vegna kostn- aðar.“ Svo mæltist Kristjáni Kristjáns- syni, umdæmistæknifræðingi Vegagerðar ríkisins á Vestfjörð- um. Kostnaður við þessa fram- kvæmd er áætlaður 69 milljónir. Að sögn Kristjáns er það merki- legasta niðurstaða þeirra athug- ana sem gerðar hafa verið í þessu sambandi að á móti því að gera ekkert í Dýrafirði fengist arður af því að byggja brúna. Við spurðum Kristján hvenær hann teldi að þessi brúargerð gæti komið til framkvæmda. „Miðað við það sem vitað er um að gera eigi í vegagerð á Vestfjörðum á næstunni, þá er þetta ekki I sjónmáli fyrr en upp- úr 1995. En þetta er spurning um forgangsröð og má segja að bolt- anum hafi nú verið varpað til þingmanna," sagði Kristján Krist- jánsson. umdæmistæknifræðing- ur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.