Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 2
Enn af Einari vestfirska FRETTABLASZS Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verö í lausasölu kr. 22,00 —. .Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverö er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Forsetaembættið Illa gengur að koma saman nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveld- ið ísland sem stofnað var á Þingvöllum snemmsumars 1944. Á því sama ári var kjörin nefnd til þess að undirbúa stjórnarskrá fyrir lýðveldið. Sú nefnd hefur starfað með hríðum æ síðan. Nokkur skriður komst á málið í fyrra og var nokkur hvalablástur um það í fjölmiðlum, en sú um- ræða hefur síðan dottið í dúnalogn eins og svo oft endra- nær. A þessu afmælisári lýðveldisins ber að kjósa því forseta. Enn er of snemmt að segja til um það, hvort frú Vigdís Finnbogadóttir gefur aftur kost á sér eða hvort aðrir fara í framboð. Eru uppi ýmsar raddir um þetta og bendir margt til þess að svo fari, að ekkert verði kosið og ríkjandi forseti verði sjálfkjörinn. Annars er einkennilegt hve hljótt hefur verið um þetta mál í opinberri umræðu. Sumir líta á forsetakjör eins og eitthvert feimnismál og aðrir telja það hreinlega móðgandi að tala um að bjóða fram gegn hverjum þeim þjóðhöfð- ingja vorum sem situr hverju sinni. Slík afstaða er byggð á röngum skilningi á grundvallaratriðum lýðræðisskipulags- ins. Þegar gengið er til kosninga um forseta íslands vita allir, að hann er kosinn til fjögurra ára. Kjósendur hafa þá um- boð til þess að kjósa einhvern til að gegna embættinu í fjögur ár. Fari svo að því kjörtímabili loknu, að ríkjandi forseti bjóði sig einn fram, eins og gerzt hefur nokkrum sinnum, er hann talinn sjálfkjörinn og engar kosningar fara fram. Hér er farið rangt að. Þeir sem kusu tiltekinn forseta fyrir 4 árum geta þannig fengið framlengt og aukið umboð sitt og ráðið því hver verði forseti næstu 8,12,16 eða 20 árin. Pá leiðréttingu verður að gera á stjórnarskrá landsins, að ævinlega verði efnt til kosninga um forsetaembættið jafn- vel þótt frambjóðandi sé aðeins ríkjandi forseti. Áfram- haldandi seta tiltekins manns í þessu embætti á ekki að ráðast af því hvort einhver annar gefur kost á sér til fram- boðs eða ekki. Kjósendurnir sem kusu ríkjandi forseta fjórum árum áður eiga ekki að ráða því hver verður forseti næstu fjögur árin. Þá er verið að veita þeim ótrúleg forrétt- indi, en „sjálfkjörinna forseti er í rauninni umboðslaus. Hann hefur ekki umboð frá þjóðinni til að gegna embætti og getur ekki fengið það nema með sigri í kosningum. Með því fyrirkomulagi sem nú er viðhaft er það í rauninni hr. N. N. sem hætti við að bjóða sig fram sem „kýs“ forseta til næstu fjögurra ára. Hér er á ferðinni alvarleg veila í stjórnskipunarlögum lýð- veldisins. Með þessu fyrirkomulagi er verið að svipta þjóð- ina hluta af lýðréttindum hennar og slík réttindaskerðing samræmist ekki hugmyndum vorra tíma um lýðræði. Þessi umræða er á engan hátt tengd núverandi forseta Islands. Hverjum og einum sem gegnir embætti æðsta manns þjóðarinnar ætti að vera það kappsmál að leita um- boðs þjóðarinnar í kosningum til að skipa það embætti. Þjóðhöfðingjanum er ekkert vandara en alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum að standa frammi fyrir kjósend- um á fjögurra ára fresti og hljóta dóm þeirra. Eða hvað þætti mönnum um þá hugmynd, að alþingismenn eða sveitarstjórnarmenn væru „sjálfkjörnir“ á meðan þeir vilja sitja? Vald og tign ráðamanna þjóðarinnar kemur frá fólkinu sjálfu í lýðræðislegum kosningum og þangað verða þeir að sækja mátt sinn og megin. Hvers konar „sjálfskjör“ er al- varleg tilraun til að grafa undan hornsteinum lýðræðisins. Keppti í 17 stiga frosti á laugardag — 12 hættu vegna kuldans Þriðjudaginn 24. janúar s.l. var í Storvreda 10 km. skíða- ganga og var þangað boðið 24 keppendum frá Finnlandi, Nor- egi, Svfþjóð og fslandi. Þeir Einar Ólafsson og Gottlieb Konráðsson kepptu fyrir ís- lands hönd. Sigurvegari varð Tomas Wassberg, Svíþjóð, Einar var nr. 14,1,11 mín á eftir Wassberg, og Gottlieb átjándi, 57 sek á eftir Einari. Daginn eftir kepptu þeir félag- ar í Filipstad í 13 km. göngu. 17 keppendur luku keppni. mln 1. B. Kohlberg Svíþ. 34,22 2. J. Ottoson Svíþ. 34.24 3. T. Mogren Svíþ. 34.38 4. T. Wassberg Svíþ. 11. Einar Olafs. ísl. 36,07 15. A. Koivisto Fin. 16. GottliebKonr.lsl. 37,12 Laugardaginn28. janúar tóku þeir félagar þátt í OL-test í Vája. Mjög kalt var, — 17°C, en það er mesta frost sem keppt er í á þessu svæði, Svíþjóð og Noregi. 50 keppendur voru ræstir en 12 Verðkönnun á Flateyri Hin árlega verðkönnun Flat- eyringa var framkvæmd 9. des. s.l. Könnunin tók til þriggja búða, Kaupfélags Önfirðinga, verslunar Greips, og Brauð- gerðarinnar. Kannaðir voru 27 vöruflokkar og gerður saman- burður á verði fyrra árs. Meðaltalshækkun á milli ára var 84% 1 Kaupfélaginu. 78% 1 verslun Greips og 89%, í Brauð- gerðinni. 1 athugasemdum með könnun- inni segir að í des. 1980 og ‘81 hafi það tekið verkamann á fisk- vinnutaxta 8.5 klst. að vinna fyrir 22 vöruheitum í könnun inni, 1 stk. af hverri. í des. ‘82 tók það 10.1 klst. og í desember s.l. 13,9 klst. Eitthvað virðist kaupmáttur- inn hafa rýrnað í tímans rás. hættu vegna kuldans, þannig að 38 luku keppni og af þeim voru tveir dæmdir úr leik fyrir að skauta að markinu en slíkt er bannað fyrstu og síðustu 200 m. Sigurvegari varð Gunde Svan, Svíþjóð á 40,41 mín. Einar varð sautjándi á 43,34 og Gottlieb þrít- ugasti á 45,45 mín. Þá er þess að geta að Tomas Wassberg var með tímann 43,14 mín., en hann, á- samt Arto Kovisto Finnlandi, var dæmdur úr leik. Þá hafði göngu- kappinn Benny Kohlberg flýtt sér svo að heiman að hann gleymdi skíðunum og varð að fá þau lán- uð hjá samherjum sínum. Þetta var síðasta keppni sem þeir Einar og Gottlieb taka þátt í í Svíþjóð að sinni, því á þriðjudag- inn fóru þeir til Davos í Sviss og keppa þar í 15 km. göngu á laugardaginn. Þar má búast við öllum sterkustu skíðamönnum heims, að Rússum frátöldum, og verður fróðlegt að heyra úrslitin þaðan. Mánudaginn 6. febrúar fer ís- lenska gönguliðið til Sarajevo og miðvikudaginn 8. febrúar verða Vetrarólympíuleikarnir settir. VERKALYÐSFELAGIÐ BALDUR Allsherjar atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnað- armannaráðs Verkalýðsfélagsins Baldurs fyrir árið 1984. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 16:00 laugardaginn 11. febrúar n.k. Tillögur eiga að vera um 8 menn í stjórn félagsins og auk þess um 25 menn til viðbótar í trúnaðar- mannaráð og fimm varamenn þeirra. Tillögum skal skila til kjörstjómar félagsins á skrifstofu þess í Alþýðuhúsi ísfirðinga, Norðurvegi 1, ísafirði ásamt meðmælum 65 fullgildra félagsmanna. STJÓRNIN r ■ Smáauglýsingar......n BAHÁ'I TRÚIN Upplýsingar um Bahá'i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, Isafirði. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frákl. 21:00 til 23:00. AL ANON FUNDIR fyrir aðstandendur fóiks, semfengis á við áfengis- vandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðalstræti 42, Hæsta- kaupstaðarhúsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæðstakaupstaðarhúsinu. Sími3411. AA DEILDIN TIL SÖLU Subaru 1600 4x4. Árgerð 1978. Ekinn 60.000 km. Bíll í góðu standi. Upplýsingar gefur Tryggvi í síma 4133 og 3328. TIL SÖLU Uggi ÍS 310, sem er 2,2 smálestir. 20 hesta vél. 60 grásleppunet geta fylgt. Upplýsingar í síma 94—3046 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU Chevrolet Malibu Classic, árgerð 1978. Skipti á ódýrari bíl. Upplýsingar í síma 4049. TIL SÖLU Daihatsu Charmant árgerð 1979. Einnig eldri Dodge vörubíll. Upplýsingar í síma 3424. FORD BRONCO TIL SÖLU Árgerð 1974 V8 bíll í topp standi og á breiðum dekkj- um. Skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 4107. SKATTAFRAMTÖL Veitum framtalsaðstoð fyrir einstaklinga. Upplýsingar í síma 4277 kl. 12:00—13:00 og 19:00— 20:00. TIL SÖLU 18 feta ensk segl- skúta Foxcup, 5 segl 4 hesta utandborðsmótor og fleira fylgir. Svefnpláss fyrir 4, skipti á vélbát koma til greina. Upplýsingar í síma 94—6282 á vinnutíma og 94—6182 á kvöldin. TIL SÖLU Honda SS—50 árgerð 1979. Upplýsingar í síma 4023 í hádegi og eftir kl. 17:00 á kvöldin. AA FUNDIR BOLUNGARVÍK kl. 20:30 á fimmtudögum f Kiwanishúsinu á Grundum. AA DEILDIN BfLLTILSÖLU Mazda 626 1600 árgerð 1982, ekinn 20 þús. km. Upplýsingar í síma 3193. TIL SÖLU BENZ árgerð 1969, verð 50.000. Sumar og vetrardekk. Upplýsingar í síma 4159 eftir kl. 19:00. TILSÖLU Fjórhjóladrifinn Subaru Station árgerð 1977, ekinn 57 þús. km. Nýsprautaður. Verð 100 þús. Upplýsingar í síma 4036. TILSÖLU Toyota Cressida, sjálfskipt 1978 módel. Og Mini 1973 í góðu lagi. Upplýsingar í síma 4272 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU Sifreiðin H 955 Simca 1508 GT árgerð 1978 ekinn 55.000 km. Verð 100—110 þús. Upplýsingar í síma 4180 eftir kl. 19:00. Z L J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.