Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 3
vestfirska rRETTABLADlD Grafík fær góða dóma; Erum orðnir rokkaðri — segir Rafíi Jónsson trymbill Það eru ekki bara vestfirskir skíðamenn sem spjara sig. Margir vestfirskir hljómlistar- menn hafa líka gert það gott, einkanlega eftir að hafa hleypt heimdraganum; 8. janúar s.l. gat að líta mikla lofræðu um tónleika hljómsveit- arinnar Grafík í Morgunblaðinu. Eins og margir vita þá á Grafík ættir sínar að rekja til ísafjarðar og er alveg sjálfsagt að kalia hana ísfirska hljómsveit, a.m.k. þegar hún plumar sig. Greinin í Mogganum er um- fjöllun um tónleika sem Grafík hélt í Safari mánuði áður. Þar tróð flokkurinn upp með nýtt prógram. frumsamda tónlist. Nú vill svo til að skrásetjari var einmitt staddur í Safarí þetta til- tekna kvöld. Var sérstaklega gam- an að sjá hve margir Vestfirðingar létu sjá sig á staðnum þetta kvöld og er ekki nema gott eitt um slíka ræktarsemi að segja. Er skemmst frá því að segja að Grafík var afbragðs vel tekið og klöppuð upp tvisvar. Við höfðum samband við Rafn Jónsson trommuleikara flokksins og spurðum hann hvað þeir væru Síðbúin umfjöllun um tónleika hljómsveitarinnar Grafík: Leggur metnað í að flytja efni sitt eins vel og hugsast getur Þaö má naestum heita ótrúlegt hversu mikið hefur veriö um tón- leikahald nú í desember. Músik- tilraunir eru í fullum gangi og gera þaó gott. Pálmi Gunnars og félagar stóöu og standa fyrir nokkrum styrktartónleikum til handa þroskaheftum. Bone Symphony tróö upp á nokkrum stööum, Linton var í Sigtúni 2. desember og aó auki hafa veriö nokkrir „sjálfstæðir“ tónleikar. Misjafnlega hefur hljómsveitum gengió aó halda tónleika og hefur fólksfæö verió helsta vandamál- ió. Safari hefur eitt sér, séö sór fært um að halda lifandi tónlist gangandi í sínum húsum, og á þaö þakkir skiliö. Einir af þessum ,sjálfstæöu“ tónleikum sem haldnir hafa veriö upp á síökastiö voru tónleikar Grafík í Safari 8. desember síöast- liöinn. Viö mættum til leiks rétt um miönætti og geröum ráö fyrir að nokkuð væri liöiö á tónleikana. En svo virtist hins vegar ekki vera, þvi um leið og gengiö var inn í salinn hóf Grafik spilamennskuna. Greinileg spenna var í þeim 130 áhorfendum sem mættu þetta kvöld, en slik mæting telst til hins betra hjá minni nöfnum. Eöa er Grafík kannski ekkert litiö nafn? Um þaö efast ég stórlega eftir þessa tónleika. Þeir fóru rólega af staö, hljómurinn þokkalegur en átti eftir að veröa mjög góöur og spenna í andrúmsloftinu. í ööru lagi lyfti flokkurinn sér til flugs, og hvílíkt flugtak! Hljómsveitin er í frábærri samæfingu. Allir eru þeir pottþéttir hljóöfæraleikarar og gera hlutina afbragösvel. Eftir þetta lag slitnaöi strengur í gitarn- um og varö smá biö. Hún setti óróleika í fólkið og gjarnan heföi mátt leika eitthvaö létt á trommur og bassa á meöan. En biðina bætti Grafík upp með frábæru lagi. Lag- iö var fremur hratt, laglínan gríp- andi og Helgi söngvari fylgdi laginu í söng sínum. Dálítiö sem hann má gera mun meira af. Meö þessu er ekki veriö aö segja hann falskan. Heldur aö hann talar/syngur text- ann meö laginu án þess aö fylgja laglínunni beint eftir. Meö þessu sker hann sig dálítið úr heildinni og að mér finnst, veikir hann dálítiö. Annaö er þaö sem Helgi hefur hins vegar framyfir hina piltana. Hann er meiriháttar skemmtilegur sviðsmaöur. Hann hreyfir sig mikiö og skemmtilega og tekst ágætlega aö láta þaö ekki koma niöur á söngnum. Rúnar Þórisson er einn af betri gítarleik- urum landsins. Sóló hans voru smekkleg og alveg laus viö yfir- drifna fingraleikni. „Sándiö“ á gít- arnum var mjög gott og gaman aö heyra til manna sem kunna aö beita því. Samspil Rafns Jónsson- ar trommara og Arnar Jónssonar bassa myndar mjög þéttan grunn og gerist samspil þeirra vart betra. Saman myndaöi Grafík ótrúlega þétta mynd sem spilaöi frum- samda tónlist af metnaöi. Eftir um 45 minútna leik þakkaöi sveitin fyrir sig en var klöppuö kröftug- lega upp. Eitt lag var spilaö, og aftur gekk Grafík af sviöinu. En æstir og hrifnir áhorfendur hróp- uöu nafn flokksins af krafti, stapp- aö var í gólfiö og stemmningin kallaöi drengina aftur fram. Eitt lag var leikiö til viðbótar svo hættu þeir fyrir fullt og allt. Síöasta lag á dagskránni fyrir uppklapp var gamall Bitlasiagari og hann tileink- aöur John Lennon, en tvö ár voru liöin frá dauöa hans þetta kvöld. Eftir á aö hyggja finnst mér þetta hafa veriö einir bestu ís- lensku tónleikar sem ég hef heyrt lengi. Allt var í góöu lagi. Hljómur- inn, tónlistin, flutningurinn, áhorf- endur og síöast og ekki síst stemmningin sem var pottþétt. Dá- lítið sem ekki gerist á hverjum tón- leikum hérlendis. Og eftir þessa tónleika sýnist mér í fljótu bragöi vera bara tvær íslenskar hljómsveitir sem leggja metnaö sinn i aö flytja gott frum- samið efni eins vel og hægt er; Bara-fiokkurinn og Grafík. FM Blaðadómurinn í Mogganum með á prjónunum. ..Við erum að taka upp nýja plötu og stefnum að því að hún komi út með vorinu. Við erunt búnir að taka upp fimm grunna. en ætlum að bæta einhverju við og velja svo það besta úr því.“ — Verður þetta stór plata? ..Ekkert frekar. það getur jafn- vel verið að við höfum hana ..litla stóra.“ — Hefur músíkin eitthvað breyst hjá ykkur undanfarið? ,.Jú. ég held að við séum miklu rokkaðri núna heldur en við höf- um verið. Við erum nú án hljóm- borðsleikara og við það verður músíkin svolítið grófari." — Ætlið þið ekki að fá ykkur annan hljómborðsleikara? ..Það er ekki endanlega ákveð- ið.“ — Komið þið til með að spila hérna fyrir vestan næsta sumar? ..Já. við verðum allavega eitt- hvað fyrir vestan." — Nú hafið þið ekki fengið mjög mikla umfjöllun í fjölmiðlum. heldurðu að það hái ykkur í þeim efnum að vera utan af landi? „Ja. sumir hafa tilhneigingu til að dæma okkur fyrirfram. setja sveitamannastimpil á okkur. en svo vekjum við líka vissa forvitni fyrir að vera utan af landi. Við erum ekkert stórnafn í poppinu af því við höfum svo lítið spilað hérna fyrir sunnan. Það má telja þau skipti á fingrum sér sem við höfum spilað hérna opinberlega. Við þökkuðum fyrir og lögðum á. Ferðamál á Vestfjörðum: Stofíiun ferðamálasamtaka næsta skrefíð — segir Reynir Adólfsson hjá Ferðaskrifstofii Vestfjaröa Hugmyndir eru nú uppi um stofnun ferðamálasamtaka á Vestfjöröum, en slík samtök hafa þegar verið stofnuö á Suður- og Vesturlandi. Að sögn Reynis Adolfssonar f ra m k væm d ast j óra Ferðask ri f- stofu Vestfjaröa hafa bæjarstjóm- ir Isafjarðar og Bolungarvíkur þegar tekið jákvæða afstöðu til málsins. í bréfi sem hann sendi bæjarfulllrúum og er á leiö til annarra sveitarstjórna. segir m.a. að reynsla af þessurn samtökum sé góð og að þeirsem best þekkja feröamál á íslandi telji þetta eitt af betri skrefum sem stigin hafa verið nú seinni ár. Þá segir í bréfinu að samtök þessi mundu samhæfa þá sem standa í feröaþjóntistu og annast útgáfu á upplýsingum til ferða- manna. Aðilar gætu orðið allir þeir sem starfa að feröaþjónustu á Vestfjörðum. — Vegna sam- gönguerfiðleika á vetrum telur Reynir heppilegt að ferðamálafé- lög verði stofnuð á fjórum stöð- uni í fjórðungnum og mundu þau síðan mynda „Ferðamálasamtök Vestfjarða." Þannig fengist best virkni að vetri. en síðan yrðu sameiginlegir fundir á sumrin. Það er hugmynd Reynis að stærstu aðilarnir mundu greiða kr. 15.000 í félagsgjald til samtak- anna á ári — þ.e. Flugleiðir. Arn- arflug. ísafjarðarkaupstaður. Stærri þéttbýliskjarnar og fyrir- tæki. þ.e. Bolungarvík. Patreks- fjörður. Ferðaskrifstofa Vest- fjarða. Flugfélagið Ernir. Hótel ísafjörður. Djúpbáturinn kr. 10.000. Aðrir aðilar kr. 2.000 til 5.000. Á þennan hátt gætu safnast urn 200.000 kr„ sem ættu að nægja til að gefa út ýmsar góðar og nyt- samar upplýsingar á ári hverju. segir í bréfinu. Reynir sagði að hjá Ferðamála- ráði hefði komið fram mjög ntik- ill áhugi á því að skipaður yrði ferðamálafulltrúi í öllum héruð- um landsins. Þá yrðu laun hans greidd úr Ríkissjóði. en rekstur hans fjármagnaður af þessurn ferðamálasamtökum. Hann gæti þá verið í heilsársstarfi og sam- ræmt og komiö frá sér upplýsing- um um að sem sem fyrir hendi væri á hverjum stað. Reynir sagði að veruleg aukn- ing hefði orðið á ferðamanna- straumi á síðasta ári og búast mætti við aukningu í framtíöinni. Því væri brýnt að samræma að- gerðir í ferðamálum innan fjórð- ungsins. Skíðamaður rakst utaní staur: Vantar púða á staurana? Það slys varð á Seljalandsdal á sunnudaginn var, að ungur skíðamaður rakst utaní Ijósa- staur í hæðinni við efri lyftuna. Meiðsli hans munu sem betur fer ekki hafa verið alvarleg, en vekja upp þá spurningu hvort ekki sé rétt að setja púða utaná þessa staura til að minnka hættu á svona slysum. Slíka púða er að finna á flestum skíðasvæðum er- lendis og þykir sjálfsögð varúð- arráðstöfun. Björn Helgason, fþrótta- og æskulýðsfulltrúi, sagði að í fyrra hefðu púðar verið settir utaná nokkra staura í efri lyftunni, þar sem mest þörf hafi verið talin fyrir þá þar. Hann sagði að komið hefði til tals að setja púða á ljósastaurana líka, en ekki orðið af ennþá. ..Við munum að sjálfsögðu taka málið til athugunar," sagði Björn. Það er sjálfsagt að benda mönnum á að skíðalyfturnar eru DUÐIN Tilboð vikunnar Fiskbúðingar á aðeins 62,50 kr/kg áður 112,88 kr/kg Minnum á þorramatinn góða A SUNDSTRÆTI 34*4013 j FASTEIGNA- j j VIÐSKIPTI j I Vegna mikillar sölu og j I eftirspurnar undanfarið | I vantar allar gerðir fast- I I eigna á ísafirði og í Bol- I I ungarvík á skrá. Sérstak- J J lega 3 herbergja íbúðir. I ÍSAFJÖRÐUR: I Stórholt 13, glæsileg 4ra | | herbergja íbúð ásamt bíl- | I geymslu. I Lyngholt 8, 138 ferm. ein- | I býlishús ásamt bílgeymslu. | | Laust 1. júní n.k. ■ Mjallargata 9, einbýlishús j I úr timbri. Stór eignarlóð. | | Laustl.maí. I Tangagata 8a, 2ja herb. I j íbúð á efri hæð. I Hafraholt 18, raðhús ásamt I I bílskúr. Skipti á húseign í I I Hnífsdal koma til greina. I Sundstræti 29, 2ja herb. | | íbúð. Sérinngangur. I J Fitjateigur 6, ca. 130 ferm. | I einbýlishús. Getur losnað | I fljótlega. I Lyngholt 11, fokhelt einbýl- | I ishús ásamt bílskúr. j Silfurgata 12, lítið einbýlis- ■ J hús. Laust fljótlega. I Góuholt 5, rúmlega fokhelt I [ 135 ferm. einbýlishús ásamt J J bílskúr. I Urðarvegur 74, raðhús í I I smíðum. I Stekkjargata 4, lítið einbýl- | I ishús. Selst með góðum | I kjörum, ef samið er strax. I j BOLUNGARVÍK: | Traðarstígur 3, ca. 160 ! I ferm. einbýlishús ásamt bíl- | I skúr og stóru rými í kjallara. | | Laust eftir samkomulagi. I I Skipti á íbúð á ísafirði eða í ■ I Reykjavík koma til greina. | Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð | | á jarðhæð. I Þjóðólfsvegur 14,3ja herb. J J íbúð á 2. hæð. I Holtabrún 16, 4ra herb. I I íbúð á 1. hæð. I Heiðarbrún 4, 138 ferm. | I einbýlishús ásamt bílskúr. I ! Arnar Geir ! i Hinriksson hdl. i Silfurtorgi 1, ísafirði sími 4144 opnar til 21:00 á kvöldin tvo daga vikunnar, cn fáir hafa orðið til að notfæra sér þá þjónustu það scm af er árinu. Þá er þcss að gcta að á þriðjudagskvöld hcfst á Dalnum skíðanámskeið og verður Halldór Antonsson leiðbeinandi. Leiðrétting Okkur varð það á í frétt um Blómabúðina í síðasta blaði að rangfeðra Ástu Eggertsdóttur og biðjumst við velvirðingar á því. DÚÓ Ef þú ert að leita að tvíbreiðum svefnsófa, þá eru Dúó svefnsófarnir ein hentugasta og hagkvæmasta lausnin. Verð frá kr. 8.325,00 Húsgagnaverslun ísafjarðar, sími

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.