Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 7
vestfirska vestfirska FRETTABLADIÐ Urslit í samkeppni um stjómsýsluhús á Isafirði: Tillaga Albínu og Guðfinnu Thordarson hlaut 1. verðlaun Guðfinna og Albína Thordarson kynna sér umsögn domnefndar _VEL UNNAR TILLÖGUR Alls bárust 29 tillögur og sá'gði Ólafur Jensson, trúnaðarmaður dómnefndar, þetta vera næst- mestu þátttöku, sem hann myndi eftir í slíkri samkeppni. Um 100 manns tóku þátt. í dómnefndaráliti segir að mik- il vinna hafi verið lögð í allflestar tillagnanna og sumar hverjar væru afar vel unnar. Dómnefnd fjallaði um allar til- lögurnar og hafði eftirfarandi meginatriði til hliðsjónar: 1. Tengsl húss við næsta nágrenni og hvernig það fellur að byggðinni og umhverfinu í heild. 2. Aðkoma að húsi frá Silfur- torgi, Hafnarstræti og bíla- stæðum. 3. Innra skipulag, umferð, lega hinna ýmsu stofnana og skipu- lag þeirra, svo og sveigjanleiki. 4. Byggingargerð (konstruktion), tæknigæði, burður, þök o.fl. og þá með tilliti til veðurfars á Isafirði. 5. Byggingar- og upphitunar- kostnaður. 6. Byggingarlistarleg gæði, þ.e. útlit og samsvörun ofan- greindra þátta. Hvað snerti vægi fyrrgreindra þátta var dómnefnd sammála um að gæði byggingarlistar vægi mjög þungt, þó að fram hjá öðr- um þáttum yrði ekki litið. Enn- fremur var það markmið dóm- nefndar að fá fram tillögu, sem væri til þess fallin að vera grund- völlur framkvæmda. TVtÞÆTTUR VANDI Að mati dómnefndar var vand- inn við lausn verkefnisins tvíþætt- ur varðandi aðlögun hússins að umhverfi. Annars vegar aðlögun að nær- liggjandi húsum og hins vegar, að húsið sómi sér vel frá Pollinum og innan úr firði. svo að ekki verði um villst, að hér væri um stjórn- sýsluhús bæjarins að ræða. „Dómnefnd var Ijóst að erfitt yrði að sameina þessi tvö sjónarmið," segir í dómsálitinu, „ en höfundar hafa nálgast þessa lausn með ýmsum hætti. Hvað varðar hús- hæðir er það álit dómnefndar að þriggja hæða hús fari vel við Hafnarstræti en megi gjarnan vera hærra sjávarmegin." Þá segir í dómsálitinu að sam- keppnin í heild hafi tekist mjög vel og muni væntanlega hafa á- hrif á þróun byggingarlistar í landinu. ALDREI KOMIÐ TIL fSAFJARÐAR ÁÐUR f stuttu samtali við Vf. sögðust þær systur, Albína, (hún rekur einnig þyrlu) og Guðfinna, hafa verið u.þ.b. fjórar vikur að vinna tillöguna, fyrst með öðru, en síð- ustu tvær vikurnar hefðu þær ekki sinnt neinu öðru. „En við vorum búnar að melta þetta lengi með okkur áður en við hófum vinnuna," sögðu þær. Aðspurðar sögðu þær að ekki hefði þær skort hugmyndir, vandinn hefði verið að velja þær bestu úr. — En eruð þið ekki ánægðar með tillöguna? „Jú, en við þurfum bara að rifja hana upp, við vorum búnar að gleyma hvernig hún var.” Og einblína á teikninguna.,. Jájá.“ — Hvað teljið þið að hafi ráðið úrslitum um að ykkar tillaga var valin? Þær báru saman bækur sínar og sögðust síðan halda að sú ákvörðun þeirra að gera báða innganga jafn réttháa hefði haft mikið að segja. Einnig að húsið væri mjög samþjappað og lítið um ganga. Þær systur sögðust oft hafa tek- ið þátt í samkeppnum áður og þrisvar fengið verðlaun hvor í sínu lagi. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum verðlaun saman.“ Við spurðum hvort þeim þættu verðlaunin góð? „Þetta er svona góð útseld vinna, en þess verður að gæta að óvanalegt er að bara tveir séu um tillögu, þannig að þetta kemur óvenjuvel út fyrir okkur.“ — Er það þess virði að taka þátt í svona keppni þótt maður fái eng- in verðlaun? „Já, tvímælalaust. Þetta er mik- il þjálfun.“ Þær systur gátu þess að eins og kröfum væri nú háttað í slíkum samkeppnum væri vart á færi annarra en stórra stofa að taka þátt í þessu. „Þetta er mikil vinna og gífurleg áhætta." Það kom fram í máli þeirra systra að þær höfðu aldrei áður sótt Isafjörð heim. Við spurðum hvort það hefði háð þeim? „Nei, það fylgdu það góðar afstöðumyndir með útboðsgögn- unum. Það er ólíklegt að við hefðum gert þetta öðruvísi þó við hefðum komið hingað áður.“ — Hlakkið þið ekki til að sjá húsið rísa? „Þú getur rétt ímyndað þér,“ sögðu þær brosandi. OKKAR ARLEGA TEPPABUTASALA ER HAFIN 40 — 50% AFSLÁTTUR Á TEPPABÚTUM Allar mögulegar stærðir — Takið málið með VEGGDÚKUR FRÁ KR. 395,00 RÚLLAN VEGGSTRIGI20% AFSLÁTTUR GÓLFDÚKAR 20% AFSLÁTTUR Öll málning seld með 10% afslætti meðan bútasalan stendur Vorum ennfremur að taka upp ýmsar vörur: Baðmottusett, miög gott úrval og hagstætt verð, frá kr. 488,00 settið. Þurrshampo fyrir gólfteppi komið aftur Ekkert vatn — Aœins ryksuga Skíðafólk, sjómenn og annað útivistarfólk! Hotshots hitabögglamir vinsælu í vettlingana, skóna og úlpuna komnir. Halda hita í 3 tíma." Pensillinn fTeppa> búta V Hafnarstræti 1, ísafirði — Sími 3221 [fasteTgna-'í i VIÐSKIPTI i | ÍSAFJÖRÐUR: I Hlíðarvegur 27, 55 ferm 2 I J herb. íbúð á neðri hæð í J ■ tvíbýlishúsi. I Túngata 3, 55 ferm. 2 herb. I I íbúð í fjórbýlishúsi. Laus I J strax. Góðir greiðsluskilmál- J ■ ar. I Seljalandsvegur 44, 3 | I herb. íbúð á neðri hæð í I I tvíbýlishúsi. Laus eftir sam- I J komulagi. | Pólgata 5, 100 ferm. 4 | I herb. íbúð á 1. hæð. Sérinn- I J gangur. | Hlíðarvegur 16, suðurendi | I 3 herb. íbúð á efri hæð í | | þríbýlishúsi. | J Austurvegur 14, lítið ein- 2 ! býlishús á tveimur hæðum, . I 3 herb. J Silfurgata 11, 100 ferm. 4 j J herb. íbúð á 3. hæð í fjór- ! ■ býlishúsi. Góð kjör. I Túngata 17, 4 herb. íbúö á ■ J neðri hæð í tvíbýlishúsi J J ásamt kjallara. I Hlíðarvegur 45, 100 ferm. I I 4 herb. íbúð á 2. hæð í fjór- J J býlishúsi ásamt bílgeymslu J J og lóð. I Skólagata 8, 80 ferm. 3 I I herb. íbúð á einni hæð í I I þríbýlishúsi ásamt 30 ferm. I J kjallara. | Hafraholt 18, 146 ferm. 5 | I herb. raðhús ásamt bíl- I I geymslu og lóð. I Stórholt 11, l.h.a., 85 | ■ ferm. 3 herb. íbúð í fjölbýlis- | I húsi. I Mjallargata 6, 4 herb. 100 | I ferm. íbúð á efri hæð, I I suðurenda. I Stórholt 7, 2.h.b., 3 herb. \ I 85ferm. íbúð í fjölbýlishúsi. | J Seljalandsvegur 85, 80 \ I ferm. 4 herb. eldra einbýlis- | 1 hús úr timbri. Góð kjör. 2 Túngata 3, 65 ferm. 2 herb. J I íbúð á 2. hæð. Uppgerð að J I öllu leyti. ■ i Tryggvi j | Guðmundsson j ; hdl. i I Hrannargötu 2, ■ ísafirði sími 3940 vestfirska TRETTABLADID SKATT- FRAM- ■ ■ TOL Tek aö mér framtöl fyrir einstaklinga. Pantiö tíma sem fyrst. Arnar Geir Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, sími 4144

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.