Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Qupperneq 2

Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Qupperneq 2
2 I vestíirska ~1 FRETTABLAÐID Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Fyrir neðan virðingu forsætísráðherra / A það hefur verið minnst hér í blaðinu fyrr, að nauðsyn- legt sé fyrir leiðtoga þjóðarinnar að viðhalda reisn og virð- ingu sinna embætta. Óþarft er að leiða rök að svo sjálf- sögðum hlut. Okkur finnst nokkuð á það skorta, þegar forsætisráðherra lætur leiða sig í nokkurskonar spurningaleiki í sjónvarpssal viku eftir viku til þess að þrasa um dægurmál. Ríkisstjórnin hefur til þessa staðið sig með prýði og með störfum sínum vakið vonir manna um meiri festu í þjóðlíf- inu en þekkst hefur um langt árabil. Nú reynir á samstöðu ráðherranna og stuðningsmanna þeirra á viðkvæmum tíma. Ráðherrar mega ekki gefa út yfirlýsingar sem stangast á, í umræðum um mikilvæg þjóðmál. Komi brestur í samstöðu þeirra, er hætt við að ríkisstjórnin missi tökin á þeirri stefnu sem hún hefur fylgt og borið hefur góðan árangur í baráttunni við verðbólg- una. Ríkisstjórnin á að vera samtaka um að fjárlagaramminn verði ekki sprengdur. Höfuðverkefni samningsaðila vinnu- markaðarins verður að vera það, að bæta kjör láglauna- fólksins í landinu, þótt aðrir þurfi að bíða eitthvað eftir kjarabótum. Niðurstöður tekjukönnunar kjararannsóknarnefndar sýna að til eru þjóðfélagshópar, sem raunverulega berjast við fátækt. Þarna er um minnihlutahópa að ræða, sem samningsaðilar hafa takmarkaðan áhuga á og því verða þeir einatt útund- an, þegar samið er um kaup og kjör. Þetta er óhæfa. Samningsaðilar verða að vera samtaka um að bægja fátæktinni frá dyrum sérhvers íslendings. ...... Smáauglýsingar. BAHÁ'I TRÚIN Upplýsingar um Bahá'i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, ísafirði. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:00. AL ANON FUNDIR fyrir aðstandendur fólks, semfengis á við áfengis- vandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðalstræti 42, Hæsta- kaupstaðarhúsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um, kl. 23:30 á föstudags- kvöldum og kl. 11:00 á sunnudögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhús- inu. Sfmi 3411. AA DEILDIN AA FUNDIR BOLUNGARVfK kl. 20:30 á fimmtudögum í Kiwanishúsinu á Grundum. AA DEILDIN L RÚMTILSÖLU með áföstu náttborði, út- varpi og klukku. Stærð 1,10x2m. Rúmteppi, dýna og dýnuhlíf fylgja. Upplýsingar í síma 4335. SÝNINGARTJALD Sá sem fékk sýningartjald að láni hjá sr. Jakob á síð- asta ári vinsamlega skili því aftur. TIL SÖLU Remington haglabyssa 5 skota 3 tommu magnum (pumpa). Upplýsingar í síma 4101 á kvöldin. TILSÖLU Mazda 323 1981 módel, skemmdur eftir árekstur. Bíllinn verður til sýnis á Bílaverkstæði Nonna Boi- ungarvík, föstudag 10/2, til- boðum verði skilað þar mánudag13/2. TIL SÖLU Thomson VHS videótækl lít- ið notað. Verð kr. 25.000 gegn staðgreiðslu Upplýsingar í síma 4152. BfLL TIL SÖLU Fiat 132, 2000, 107 ha. árg. 1978. Vökvastýri, rafmagns- rúður, veltistýri, dekkja- gangur. Lftur mjög vel út. Verð 130 þús. Skipti á jeppa á svipuðu verði, eða ódýrari fólksbíl. Upplýsingar í síma 3853. L..?WWI.J —OTiW-WIW Orðið er laust ---Lcsendadálkur--------- Sjaldan veldur einn, þá tveir deila Þingeyri, 23. 12. '83 Þegar ég las greinina hans Tómasar sparisjóösstjóra í Vest- firska fréttablaðinu hinn 8. des. s.l. varð ég bæði hissa og reið. Hann skrifaði um hvað höfðingi í ættbálki myndi gera ef hann þyrfti að semja við nágranna sína um dagleg samskipti þeirra. Hvað kom það grein Kristjönu Vagnsdóttur við? Hún skrifaði um að risið hafi upp deila á vinnustað og afleiðingin varð sú að 10 — 20 manns komu ekki á vinnustað í 2 daga.Ég var ein af þessu fólki og veit því hvað olli þessari deilu. Tómas heldur því fram að deilan hafi veriö út af bónusnum. Mig langar að benda honum á að hlusta minna á slúður, þá verður honum kannske ekki eins á í messunni, eins og í þessari grein sinni. Kristjana skrifaði um yfirgang verkstjórans. Það er hverju orði sannara, og það mega báðir verkstjórarnir vita og þeirra yfir- maður líka, því að ekki er hann barnanna bestur. Og það get ég staðið við, hvar og hvenær sem er! Til dæmis er ekki svo lítið búið að ganga á í þessum des- embermánuði. Nú, þegar ég skrifa þessa grein (án aðstoðar) er þegar búið að traðka gróflega á okkar samningsrétti og átti kaupfélagsstjórinn stærsta heið- urinn af því. Það er ekki langt síðan gengið var á bak okkur verkafólkinu í sambandi við bón- usinn og ég leitaði til Bolla Thor- oddsen hjá Alþýðusambandi ís- lands og hann sagðist ætla að sjá til þess að slíkt myndi ekki koma fyrir aftur og ég trúi að hann standi við það. Sá samn- ingsréttur sem á okkur var brot- inn og ég minntist á áðan, var sá að fólki var neitað um fastráðn- ingu. Ég hafði samband við Pétur Sigurðsson í A.S.V. og útskýrði ástandið hér í H.D. og sagði hanfl að þarna væri verið að brjóta á verkafólkinu. Og það samá sögðu þau í A.S.Í. En það er staðreynd að sumu verkafólki hér í H.D. er sama þó samningar okkar séu að engu hafðir, svo lengi sem það bitnar ekki á þeim sjálfum. Og þegar fólkið, sem samningsbrotið bitnar á, leitar réttar síns, er það kallað frekt og friðarspillar. Og til að kóróna allt saman er formaður verkalýðsfé- lagsins fyllilega sáttur við þetta allt saman, það er kannske ekki skrýtið, þvi hann á sæti í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga á Þing- eyri. En hvað varðar þá deilu sem Kristjana skrifaði um, skal ósagt látið því það fór eins og það fór. Einnig skrifaði Tómas um sálarflækjur og hefndarhug, það er best að láta það liggja milli hluta, því það geta þeir átt sem eiga. Ekki ætla ég að hafa þetta lengra, þó sjálfsagt væri hægt að telja fleira upp. Þetta eru bara tvö dæmi sem komu nú nýlega upp. Og eins og máltækið segir: Sjald- an veldur einn, þá tveir deila. Hrönn Magnúsdóttir Þingeyri. Létt handleíkið búmerang Það er margt sem hendir mann á langri leið, en þó hélt ég að það ætti ekki eftir að henda mig að skattyrðast við afdankaðan skólastjóra, en nú starfandi bankastjóra. En reyna má það. Hann talar um það í sinni grein að hún sé eða eigi ekki að vera nein svargrein við minni grein, en ég veit þá ekki hvað hann á við eða hvað hann meinar með þessu pári sínu. Ég er ekki viss um að ég sé fær um að handleika það undravopn sem hann nefnir í grein sinni. Það vopn kallar hann bumerang og er því líkast að hann hafi handleikið það í draumi, eða bara það að hann hafi verið frumstæður indíáni í fyrra lífi, svo fjálglega talar hann um náttúru þessa undra- tækis. Ég hef ekki haft sam- skipti við svo háþróaðan kyn- stofn sem indíánar eru! Ekki veit ég af hverju hann er að pota sér inn í þennan vítahring. Mér finnst þetta alls ekki hans mál, mér finnst eins og hann sé að kasta fyrir horn, þar eð hann hefur lítt eða ekkert unnið í fiski eða mér er ekki kunnugt um að svo sé. Ég er nú ekki búin að vinna í þessu kroppi nema um 9 ár og aldrei hef ég séð hans (blíða) auglit á þeim slóðum sem við höslum okkur völl í peningaleit. Ég hef aldrei séð hann kroppa orm úr flaki eða þukla hálffreð- inn þorsk, svo hann getur lítt dæmt um afstöðu þess sem það gerir. Varðandi deilu þá sem um var rætt ætla ég að leyfa mér að minna hann á að hann hefði átt að kynna sér þau mál betur áður en hann freist- aði þess að láta Ijós sitt skína. Hans hugdettur eiga alls ekki heima í máli sem þessu. Deilumál núna var alls ekki um beinagarða eða ormahreið- ur, því síður um ormagarða sem er algjört nýyrði sem hann hefur búið til. Heldur stóð deil- an um það að því var slengt fram af vissum aðila sem nátt- úrulega hefur mikil völd á svona staö, að systir mín ein, en við erum víst 5 sem vinnum á þessum staö, ynni ekki fyrir kaupi sínu og hún og hennar ætt, væri alls ekki hæf til að vinna þá vinnu, sem á frysti- húsamáli kallast tafarvinna. En hún er þannig launuð, að við vinnum á tímakaupi plús áunn- inn bónus þriggja undanfarinna daga, og er þá fundið meðaltal þessara þriggja daga, og það skal vera bónus okkar á með- an á tafarvinnu stendur. Þetta vildi svo viðkomandi aðili alls ekki kannast við að hafa sagt, og þar eð engin vitni voru eða þau sem næst stóðu deiluaðil- um voru harðlæst, sem sjaldan kemur fyrir í frystihúsum. Var ekkert hægt að sanna og því fór sem fór. En fleiri hafa víst feng- ið vitnisburð um leti en viö syst- ur, hjá viðkomanda þessa máls. Ekki er sætt að una við svona dómsorð. Nú vendi ég mínu kvæði í kross. Mitt vit er líklega snökt- um minna en þitt og því skil ég ekki af hverju þú ert að skipta þér af svona málum. Varstu kannski beðinn um að finna lausn á þessum vanda? Ef svo er, hefur þér illa tekist (bumerang)kastið. Mér finnst að þá hafi verið farið í geitarhús að leita ullar, mér finnst að þú eigir að láta sálarflækju okkar á vinnumarkaði lönd og leið þar til þú hefur verið ráðinn til þess að gera þar bragarbót. Þú get- ur kannski tekið að þér trúnað- arstarfiö. Ekki tókst þér svo vel, aö fyrirbyggja sálarflækjur barnanna á meðan þú varst skólastjóri, þar hafðir þú bæði tögl og hagldir. Þú líkir þessari deilu okkar við sviðssetningu á leikriti og segir í því sambandi, að þar sé mikil sóun á leikendum, það er líklega satt hjá þér. Þú sómir þér bara vel einn á sviði, aleinn flytjandi grófa brandara eða bara gerandi grín að náungan- um. Viti menn, þú færð alltaf góða undirtekt, það hlæja allir, einnig ég. Líkt og allir öskruðu þegar Hitler steig fram á sinn pall. Svona getur einn maður haft áhrif á fjöldann, nei satt segir þú, það þarf ekki nema einn góðan, ef hann er með rétt efni, mætir á réttum stað, á réttum tíma. Það eru ekki allir menn svo vel af Guði gerðir, eða þeir hafa vanrækt að hlúa að þeim vísi sem átti kannski að verða stór. Enginn ormur er velkominn, því yfirleitt veldur hann skaða hvar sem hann finnst, nema ánamaðkurinn sem er álitinn nauðsynlegur fyrir móður jörð. Ég býst tæplega við því að skeljarormur eða sem sumir kalla skreiðarorm sé eins nauð- synlegur fyrir sparisjóðinn okkar. En ég hef nú lítið vit á málefnum sparisjóðshaldara og því læsi ég munni mínum í þeim efnum. Mig langar til að benda þér á að mér væri ánægja af því ef þú vildir lúta svo lágt að vinna nokkra daga meðal okkar á þessum nafntogaða vinnu- stað áður en þú hyggst svara þessu bulli mínu og væri fróð- legt að vita hvort þú handlékir þorskinn af sömu mildi og þú handleikur þitt undravopn (bumerang). Ég veit nú ekki hvort lengra á að halda að sinni og ætla ég því fara að slá botn í bréfið. Ég vona að sá maður sem lagði það á sig að eyða kvöldi frá sínum búskap til þess að veita þér lið við fyrri grein þína, leggi þér lið eftir bestu getu. Ef ég greini Ijós í Ijóra lífstrú verður bætt. En skatt yrði við skólastjóra, „bankastjóra", skemmir mína ætt. KristjanaV. Einar Valur Kristjánsson, yfirkennari: Skólamir þurfa meira fjármagn I tilefni umfjöllunar okkar um skólamál á Vestfjörðum í síð- asta blaði, hafði Einar Valur Kristjánsson, yfirkennari í Barnaskóla ísafjarðar, sam- band og vildi benda á aö barna- skólinn í Hnífsdal væri 8V2 mán- aða skóli, en ekki 9 mánaða skóli eins og við héldum fram í blaðinu. Einar Valur kvaðst annars þeirrar skoðunar, að til að bæta skólana þyrftu þeir fyrst og fremst á meira fjármagni að halda. Þá yrði hægt að stór- bæta tækjakost þeirra og að- stöðu, og þá væri meiri von til þess að kennarar ílentust við skólana.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.