Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 3
TBtflralB Bréf tfl Sollu Hæ sexý skvísa. Jæja, þá er maður kominn í dreifbýlið og ómögulegt að segja hvenær maður sleppur héðan aftur, það virðist ekki vera flogið hingað nema endr- um og eins. Annars veit ég sveimér ekki hvort ég meika það út vikuna án þín. Hér virðist ekki vera feitan gölt að flá í kvennamálonum, svo maður noti nú gullaldarmálið. Ég meina, þetta eru eintómar smá- gellur hérna, hinar sjálfsagt all- ar að stúdera í borginni. Annars veit maður aldrei hvað leynist innanum freðfiskinn. En það kemst nú engin með bobbing- ana þar sem þú hefur rassinn, krúttípúttið mitt. Við strákarnir í bandinu spil- uðum hérna í Sjallanum á helg- inni og ég verð nú að segja að ég gef ekki mikið fyrir públik- úmið. Það fattaði ekki tötsið í músíkinni, náði ekki núönson- um í textonum. Þetta lið var allt á eyrnasneplunum, í því að búsa og fríka út, ekki í nokkru ástandi til að meðtaka svona eyrnakonfekt eins og við vorum að spila. Ég segi það ekki, mað- ur getur svosem skilið frústra- sjónina í þessum krökkum — eða hvernig mundir þú fíla að vera í ormatínslu allan daginn ha? Ætli þú vildir ekki frekar vera í sálfræðinni. Hvernig gengur annars með sækóana- lýsuna? Ertu nokkuð komin með mig á hreint? Þú ættir að koma hingað og analýsera liðið í slorinu. ÚTÍ BLÁVSN I dag skrífar Rúnar Helgi Ég er alveg sjúr að þessu pleisi hefur farið aftur í kúltúrn- um síðan ég var hérna hjá Vimma 1922 — ja mikið djöfull er orðið langt síðan, þá var ég ennþá í literatúrnum. í þá daga voru menn að pæla í músík og fílósófíu. Nú hanga allir yfir spilakössum hérna á Harmabæ eða þrillerum og klámurum í vídeóinu, leikklúbburinn meira að segja í andarslitronum skilst mér. Og að spássera hérna um á kvöldin er eins og að ganga um yfirgefinn ísaldarbæ, varla annað en afdánkuð gamal- menni á ferli. Þetta pleis er sveimér þá eins og hvítur freðfiskkassi sem gleymst hefur að loka fyrir og senda á Ameríkumarkað. Enda er farið að slá í hann. Svo er þetta svo djöfull ísólerað og rímót, enda hangir þetta neðaní heimskautsbaugnum. Raf- magnið dettur alltaf út annað slagið — fór tilaðmynda í miðju lagi hjá okkur á ballinu, einmitt þegar ég var að ná dampi í söngnum. Blöð og póst fær maður ekki nema once in a while, alveg makalaust. Ég fatta ekki hvað verið er að halda útí píbúlli á svona útkjálkum, fer- lega expensíft fyrir okkur borgarbúa að þurfa að pró- dúsera bryggjur og flugvelli fyr- ir svona fáar hræður, svo mað- ur tali nú ekki um snjóinn sem alltaf er verið að transportera með til og frá. Samt virðast sumir innbyggj- arar vera ofsa happý hérna, tala um hvað fjöllin séu bjútífúl, hvað vegalengdirnar séu stutt- ar og svona. Auðvitað eru vegalengdirnar svona stuttar af því menn komast ekkert fyrir snjó og ófærum fjallvegum. Ég meina, þaö er kannski alltílagi að vera túrhestur með kameru hérna í einn dag eða svo, bara til að sjá hvernig þetta er. En að búa hérna í áravís væri eins og að láta pakka sér í blokk, — manni liggur bara við dípress- jón að vera hérna í nokkra daga. Ég held það hafi verið meiriháttar misteik hjá okkur að koma hingað til að kompósera plötuna, enda gengur það ekki rassgat. Það er ekki nokkur in- spírasjón úr þessum gadd- freðnu fjöllum, maður sér ekki einu sinni sólina hérna fyrir þeim. Svo er peningalyktin al- veg að kæfa mann — hvað ætla þeir eiginlega að halda lengi áfram að veiða fisk sem ekki er til? Eins og ég segi, mér finnst það ætti að flytja allt þetta fólk í bæinn, það er bæði dýrt og hættulegt að búa hérna. Eina nóttina vorum við tilamynda reknir eins og rollur í Húsó af því almannavarnanefndin var eitthvað nervus yfir snjóflóðum. Allt útaf því að einhver barna- vagn eyðilagðist í einhverju smáskítasnjóflóði. Mikið að þeir taka ekki fólk uppúr kirkjugörð- onum. Svona er þetta allt hérna. Ég vona bara að þetta fari að smella saman með músíkina hjá okkur svo ég komist suður í hlýjuna hjá þér (hér má ekkert kynda af því elektrisitetið og olían eru svo dýr.) Það er alveg ægilegt að fara einn í bælið á kvöldin, maður skelfur eins og heróínisti. Mundu bara að eng- in stelpa er sexýari en þú — og láttu þig ekki dreyma um að þú finnir neinn betri en mig. See you! Þinn Tobbi. Verkalýðsfélagið Baldur: Vantar stóra hópa þjóð- félagsins á v ígvöllinn Okkur hefur borist fundar- samþykkt sem gerð var á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði 1. febrúar s.l. Þar segir að fundarmenn fagni þeim ár- angri sem náðst hafi f glímunni við verðbólguna, en lýsi furðu sinni á því að launþegar einir skuli eiga að bera þær byrðar sem árangur þessi byggist á. Þá segir að fundarmenn óttist að svo harkalega hafi með þessu verið gengið á hlut lág- launafólks, lífeyrisþega og ör- yrkja að framfærslumöguleiki þessa fólks sé kominn í þrot. Sfðan segir: „Verkalýðshreyfingin hefur alltaf verið fús að leggja sitt fram í baráttu fyrir efnahags- bata þessarar þjóðar, en á víg- völlinn virðist vanta stóra hópa þjóðfélagsins sem breiðari bök- in hafa en almennt launafólk. Fundurinn gerir kröfu til þess að atvinnureksturinn, banka- kerfið, stórkaupmenn, og er- lend auðfélög á íslandi, ásamt öðrum sem ekkert hafa lagt fram til sameiginlegra hags- bóta, verði tafarlaust krafðir um þeirra framlag, en verkafólki skilað til baka hluta af því sem það hefur gefið eftir af um- sömdum launum sínum. Það mætti gera með því að lögfesta 15.000 - króna lágmarks launa- taxta fyrir fulla dagvinnu á mán- uði og tryggja jafnframt á þessu ári kaupmátt síðasta ársfjórö- ungs1983." Ur heimspressunni: Húsmæður hlæja minna Konur eru slgurvegarar árs- Ins 1983. Fyrri slgurvegarar, karlmenn, eru orðnlr hlægileg- ir. Þeir þjást af ástarbrjálæði. Þeir grátblðja um tryggð. Af og til rekur hin leðurklædda kona stígvélið í magann á þeim. Karlmenn eru fórnarlömb, vart meðaumkvunarverðir lengur, fyrst og frremst afurðir elgin hugaróra um kveneðli og eró- tík. Það er hin villta kvenvera. hið erótíska skrímsli, konan, hin ó- þekkta vera, semer hetja okkar ringulreið þjáningarinnar, þar sem sá fastheldni fer halloka: karlmaðurinn. Hin sigursæla kona (og dauði Carmens er hjá Saura tákn niðurlægingar karl- mannsins) er kona eftir- kvenfrelsis-áranna. HÚSMÆÐUR HLÆJA MINNA Það skýtur dálítið skökku við þegar blaðið segir frá því á öðrum stað að einungis 8% þýskra karla — giftra eða í sambúð — deili heimilisverkum jafnt með konu sinni. Jafnvel þó konan sé í fullu Útivinnandi konur oft í tvöföldu starfi. daga. Hún sýnir ástarfýsn sína, ekki höfuð sitt, því greind hennar er sjálfgefin. Þetta segir þýska tímaritið „Die Zeit" vera boðskap tveggja vin- sælustu kvikmynda síðasta árs í Þýskalandi: „Carmen" eftir Spánverjann Carlos Saura og „Die flambierte Frau" eftir Rob- ert van Ackeren. Um ein milljón Þjóðverja hefur barið þessar myndir augum og segir blaðið að enginn hafi búist við slíkum vin- sældum. Þá segir að það hafi skiljanlega vakið reiði kvenrétt- indakvenna að margar konur sjái átrúnaðargoð sitt í Carmen. Þessi reiði sé þó ástæðulaus, því ekki sé um afturhvarf til dýrkunar hins kvenlega að ræða í þessum mynd- um. Þær fjalli fyrst og fremst um starfi utan heimilis lítur dæmið ekki miklu betur út; tæplega fimmti hver karlmaður er þá til þjónustu reiðubúinn heima hjá sér. Þar sem faðirinn tekur þátt í heimilisverkum eru börnin vilj- ugri við það. Næstum % þeirra kvenna á aldrinum 20 — 39 sem hafa dreg- ið sig útaf vinnumarkaðnum vegna fjölskyldunnar, íhugar að snúa þangað aftur. Húsmæður hlæja sjaldnar en útivinnandi konur. Ekki er ástæða til að ætla að börnin séu vanrækt vegna úti- vinnu móður: karlar og börn kváðu uppúr um að útivinnan væri að flestu leyti til góðs. En þegar karlar voru spurðir um 3 FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Stórholt 11,3 herb. íbúð á 1. hæð. Laus 1. mars. Hafraholt 52, rúmlega fok- helt tvílyft einbýlishús úr timbri, ca. 140 ferm. ásamt bílskúr. Skipti möguleg á 3 — 4 herb. blokkaríbúð. Strandgata 5, ca. 120 ferm. íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. Laus fljótlega. Túngata 3, 5 herb. íbúð í suðurenda. Allt sér. Lyngholt 8, 138 ferm. ein- býlishús ásamt bílgeymslu. Laust 1. júní n.k. Mjallargata 9, einbýlishús úr timbri. Stór eignarlóð. Laust 1. maí. Tangagata 8a, 2ja herb. íbúð á efri hæð. Hafraholt 18, raðhús ásamt bílskúr. Skipti á húseign í Hnífsdal koma til greina. Sundstræti 29, 2ja herb. íbúð. Sérinngangur. Fitjateigur 6, ca. 130 ferm. einbýlishús. Getur losnað fljótlega. Lyngholt 11, fokhelt einbýl- ishús ásamt bílskúr. Silfurgata 12, lítið einbýlis- hús. Laust fljótlega. Góuholt 5, rúmlega fokhelt 135 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Urðarvegur 74, raðhús í smíðum. Stekkjargata 4, lítið einbýl- ishús. Selst með góðum kjörum, ef samið er strax. BOLUNGARVÍK: Traðarstígur 3, ca. 160 ferm. einbýlishús ásamt bíl- skúr og stóru rými í kjallara. Laust eftir samkomulagi. Skipti á íbúð á ísafirði eða í Reykjavík koma til greina. Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Þjóðólfsvegur 14,3ja herb. íbúð á 2. hæð. Holtabrun 16, 4ra herb. íbúð á 1. hafeð. Heiðarbrún 4, 138 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Arnar Geir Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði sími 4144 sameiningu móðurhlutverks og starfs sögðu 83% þeirra: „Það væri betra að móðirin væri heima." 43% töldu að sambúðin gengi betur ef konan væri ekki útivinnandi. Að sögn Die Zeit virðist því vera erfitt að útrýma þeirri skoð- un karla að húsmóðurstarfið sé heppilegast fyrir fjölskylduna, jafnvel meðal þeirra sem segja að samræður á heimilinu verði líf- legri þegar konan vinnur úti, kon- an verði ánægðari og þar með fjölskyldan. Hvernig skyldu íslenskir karl- menn líta á málin? Munið smá- auglýsing- amar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.