Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 4
BÆJARFÓGETINN Á (SAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN [ ÍSAFJARÐARSÝSLU Heiíbrigðismál: Lausafjáruppboð Opinbert uppboö á lausafjármunum veröur haldiö við húsnæöi bifreiðaeftirlitsins á Skeiöi, laugardaginn 11. febrúar n.k. kl. 14:00. Uppboðið veröur að kröfu skiptarétt- ar ísafjarðar, innheimtumanns ríkissjóös, ýmissa lög- manna o. fl. Beiðnir, studdar fjárnámum, lögtökum eða öðrum lög- mætum uppboðsheimildum, liggja fyrir um sölu á eftirtöld- um lausafjármunum sem boðnir verða upp, hafi skuldarar eigi greitt kröfuhöfunum eða við þá samið og þeir afturkall- að uppboðsbeiðnir sínar: Bifreiðarnar: í-551, í-639, í-678, í-829, í-1346, í-4110, í-4206, í-4263, í-4330, í-4519, H-341, H-1375. Einnig: Leðursófasett, borðstofusett, þvottavélar, sjón- varpstæki, hljómtæki, rafmagnsorgel, Hammond Eskyline og skotvopn. Einnig verða seldir ótollafgreiddir munir, svo sem vara- hlutir í átöppunarvél og rafmagnsrofabox. Að kröfu skiptaréttar ísafjarðar verða seldir munir úr þrot- abúi Kofra hf., ísafirði, svo sem: Skrifstofuáhöld, Ijósritun- arvél (Apeco), bókhaldsvél (Kienzle), skrifborð, ísskápur, eldhúsborð o. fl. Verkstæðisáhöld, svo sem: Loftpressa, smergelskífur, rafsuðuvélar, logsuðutæki o. fl. Bílar, vélar og tæki, ýmist í heilu lagi eða hlutum, svo sem: Volvo vörubifreið, tvær Scania Vabis vörubifreiðar, jarðýta D7E, Caterpillar payloder, vibrator valtari, Merc- edes Benz tankbíll, Volkswagen rúgbrauð o. fl. Skotvopnaleyfa er krafist til boða í skotvopn. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu embættisins og á uppboðsstað. Ávísanir eru ekki teknar gildar nema með samþykki upp- boðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. ísafirði 31. janúar 1984 Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu. FRAMTALSAÐSTOÐ Pantið tíma í síma 7570 og 7569 á kvöldin. Fyrirtækjaþjónustan Bolungarvík Bókhaldsstofa — Rekstrarráðgjöf Grundarstíg 5 — Pósthólf 210 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns og föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar KJARTANS JÚLÍUSSONAR rafmagnstæknifræðings Sérstakar þakkir færum við skátafélögum á ísafirði. Gunnhildur Elíasdóttir, Helgi Steinar Kjartansson, Katrín Kjartansdóttir, Katrín Arndal, Haraldur Júlíusson, Helgi Júlíusson, Kristín Jútíusdóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Sigríður Ármannsdóttir, Elías Guðjónsson. Grunnvíkingar Þorrablótið langþráða verður haldið í Félagsheimilinu Hnífsdal laugardaginn 18. febr. kl. 20:30. Fjölbreytt skemmtiatriði og dans. Miðapantanir hjá: Margréti Vagnsdóttur sími 7183 og Rannveigu Pálsdóttur ísafirði sími 3696. Allir Grunnvíkingar velkomnir. Nefndin Stærsta framlagið tíl Fjórðungssjiikra- hússins á Isafírði Til heilbrigöismála á Vest- fjöröum renna 28.7 milljónir. Þar af fara 24,7 til sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, en fjór- um milljónum verður varið í læknisbústaöi á Flateyri og í Bolungarvík. Upphæðin sem fer til sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva skiptist þannig: Reykhólar 800.000 Patreksfjörður 1.100.000 Þingeyri 1.000.000 Bolungarvík 100.000 ísfjörður 18.000.000 Hólmavík 3.700.000 Samtals 24.700.000 % I I R mp fllf ffjf pm Ulf Jin: |«I |fllf »« «** *:•! wi iiii iitt litt ' Siguður Jóhannsson, formaður byggingamefiidar sjúkrahússins: Viljiim bjóða út fjórða afanga Eins og sjá má rennur stærstur hluti fjárins til Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði. Að sögn Sigurðar Jóhanns- sonar, formanns bygginga- nefndar nýja sjúkrahússins, er verið að undirbúa útboð á fjórða áfanga og verður Ijóst um miðjan mánuðinn hvort leyfi fæst til þess, en málið á eftir að fara fyrir Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. ,,Þeir stoppuðu málið síðast," sagði Sigurður, ,,en síðan hefurþessi áfangi minnkað, því unnið hef- ur verið við endurhæfingadeild- ina, sem var hluti af fjórða á- fanga." Sigurður sagði nefnd- ina mótfallna því að áfanginn yrði bútaður niður og vildi fá að fastsetja verkslok. Sagði hann menn vilja stefna að því að hægt yrði að flytja starfsemi sjúkrahússins alveg yfir á árinu 1986. Áður en flutt verður í húsið þarf að steypa upp stigagang á því vestanverðu, en hann varð eftir á sínum tíma vegna þess að Niðursuðuverksmiðjan var í veginum. Einnig þarf að klára efstu hæð kjarnabyggingarinn- ar til að tengja álmurnar. Áætlað er að endurhæfinga- deildin verði tekin í notkun í næsta mánuði. Heimamenn hafa unnið verkið og leggja nú mikla áherslu á að fá að halda því áfram. ,,Þeir hafa staðið sig mjög vel, sagði Sigurður Jó- hannsson, ,,en ef verkið verður boðið út verður það að fara eftir tilboðunum hvort heimamenn fá verkiö áfram eða ekki." Fjórðungssjúkrahúsið > Skóla- og íþn Menntaskóli Til skóla- og íþróttamann- virkja renna samtals kr. 17.285.272. Stærstu liðirnir eru Menntaskólinn á ísafirði með 7.629.000 kr., héraðsskóiar með 2.000.000, grunnskólar með 6.505.000 og bygging í- þróttamannvirkja sem sam- Póstur < Umdæmið n: Matthías Bjamason, heilbrigðisráðherra: Hefur ekki geng- ið nógu vel Við slógum á þráðinn til Matthíasar Bjarnasonar, heil- brigðisráðherra, og spurðum hann hvort hann styddi þann vilja bygginganefnar að bjóða út allan fjórða áfanga með það aö markmiði að starfsemi gæti hafist 1986. ,,Já, svo sannarlega geri ég það,“ sagði Matthías. ,,Til þess er leikurinn gerður." — Nú strandaði málið síðast i Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. ,,Þá höfðu ekki verið teknar neinar ákvarðanir um fjármálin. Síðan hefur ísafjörður fengið langhæstu fjárveitingu allra sjúkrahúsi á landinu, og seint á síðasta ári fékk það, eitt sjúkra- húsa, aukafjárveitingu uppá 4,2 milljónir. Það var því ekki von að Samstarfsnefndin gæti boð- ið út, hún hafði enga heimild til þess, því Alþingi markar þessa stefnu. Þó fariö verði í einn áfanga verður Samstarfsnefnd- in að gæta þess að hann sé innan ramma þess fjármagns sem til ráðstöfunar er á hverju ári, því hún hefur bara afgreitt til eins árs í senn." — Finnst þér hafa dregist úr hömlu að klára þetta hús? ,,Já, það hefur mér fundist. Það var steyþt upp á skömmum tíma, en síðan kom lægð, en síðastliðið ár hefur verið meiri Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra hreyfing á þessu húsi en nokkru öðru húsi." — Ber að þakka þér það? ,,Ég ætla ekki að svara því hverjum beri að þakka það. Hins vegar er ég ekki einn um það, það er líka komið undir því hverju menn koma fram á þingi." — Hefur þú eitthvað útá fram- gang heimamanna í þessu máli að setja? ,,Þessi mál hafa ekki gengið nógu vel, en mér dettur ekki í hug að fara að agnúast útí heimamenn." — Þér finnst ekkert hafa skort á áhuga og þrýsting af þeirra hálfu? orðið sj Póstur og sími fær um 30 milljónir króna til framkvæmda á árinu. Að sögn Erlings Sör- ensen, umdæmisstjóra, skiptast framkvæmdir stofnunarinnar í tvo flokka. Annars vegar væri um fjárfestingar í sveitum að ræða, skv. lögum nr. 32 frá 1981 um að gera allar sveitir landsins sjálfvirkar á 5 árum. í annan stað væri um almennar framkvæmdir að ræða. Erling sagði að á þessu ári yrði Gufudalshreppur gerður sjálfvirkur og þar með yrði öll Austur-Barðastrandasýsla orð- in sjálfvirk. Sama gilti um Rauðasandshrepp og með honum yrði öll Vestur- Barðastrandasýsla orðin sjálf- virk. Þá yrði á árinu lokið við að gera Önundarfjörð og Dýrafjörð sjálfvirka, einnig Bæjarhrepp á Ströndum. Erling sagði að framkvæmdir í Djúpinu væru í gangi sam- ,,Það má kannski alltaf segja það. Að vísu eru heimamenn bundnir af sínu mótframlagi, þó það sé ekki mikið miðað við ríkiö, — það eru 15%, og stundum hefur verið nokkur tregða á því. Aftur á móti er ánægjulegt aö vita að þaö var allt gert upp um síðustu ára- mót, þannig að ríkið þurfti ekki undan heimamönnum aö kvarta um áramótin. Ég vona bara að þeir standi sig jafn vel á næstunni og þeir gerðu í lok ársins,“ sagði Matthías Bjarna- son heilbrigðisráðherra.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.