Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 7
véstlriki I rRCTTABlAÐID Slökkvilið Isafjarðar: Útköllum fækkaði verulega á síðasta ári Slökkvilið (safjarðar var kall- að út í 21 skipti vegna elds á árinu 1983. Þar af 11 sinnum í hús, 2 sinnum í skip og 8 sinnum utanhúss. Til saman- burðar má geta þess að árið 1982 urðu útköllin 36, þannig að um verulega fækkun er að ræða. 6 sinnum varð um brunatjón að ræða og rannsóknarlög- reglan kvödd á staðinn. Elds- upptök voru í þeim tilfellum þrisvar af völdum rafmagns og þrisvar var um íkveikju að ræða. Sjúkraflutningsútköll voru 271. þar af 32 í önnur sveitarfélög. Aðstoð með stigabíl var veitt í 22 skipti og aðstoð við dælingu í 13 skipti. Þá voru skoðuð og hlaðin sam- tals 290 handslökkvitæki, hlaðnir loftkútar og fleira. Þjónustureikn- ingar vegna þessa. að upphæð 170.846, voru sendir til inn- heimtu, en þetta eru einu tekjur slökkviliðsins. Verulegt átak var gert í við- byggingu slökkvistöðvar á síðasta ári. Stöðin var pokapússuð og máluð að utan. gengið var frá forstofu og sett í ný útihurð, sal- erni var fullklárað, innréttuð var fundaraðstaða fyrir slökkviliðs- menn, skrifstofa fyrir slökkviliðs- stjóra og smíðaður stigi milli hæða. Þá var varðstofa fullkláruð og slökkvistöðin máluð að innan í hólf og gólf. Við spurðum Guðmund Helga- son, slökkviliðsstjóra, hverja hann teldi vera ástæðuna fyrir þeirri fækkun útkalla sem varð í fyrra. Guðmundur sagði að út- breiðsla fjarvarmaveitunnar, þ.e. fækkun olíukyndinga vægi þungt. en einnig hefði áróður slökkvi- liðsmanna, einkum í söluherferð með eldvarnartæki, haft sitt að segja. „Við erum með nógu góð vatnsöflunartæki, en þau eru gömul og dýr í viðhaldi," sagði Guðmundur þegar við spurðum hann hvort slökkviliðið væri nógu vel tækjum búið. „Það eru engin stórmál á okkar óskalista, en framundan er að kaupa fleiri við- urkennda hlífðargalla fyrir slökkviliðsmenn. Þá þyrfti einnig að endurnýja og bæta við bruna- slöngum." A slökkvistöðinni starfa þrír menn við eftirlit og viðhald og akstur sjúkrabíls. Slökkviliðsstjóri sér síðan um eldvarnareftirlit, en Guðmundur sagðist ekki komast yfir að gera það sem gera þyrfti í þeim efnum. Guðmundur vildi benda eig- endum slökkvitækja á að skoðun- arþjónusta er á slökkvistöðinni. Hann sagði að sjálfsagt væri að koma með slík tæki til skoðunar einu sinni á ári, sérstaklega ef innsigli hefðu verið rofin. Hiti og þungi slökkvistarfsins sjálfs hvílir á um 40 áhuga- slökkviliðsmönnum. í fyrra voru vinnustundir þeirra 1604 á móti 1757 árið áður. Æfingar eru haldnar einu sinni í mánuði. Þess má í lokin geta, ef það skyldi hafa farið framhjá ein- hverjum, að Slökkvilið ísafjarðar varð 100 ára á síðasta ári. f tilefni afmælisins bárustþví margar góð- ar gjafir, þ.á.m. fullkominn stiga- bíll sem slökkviliðsmenn söfnuðu fyrir. Guðmundur Helgason, slökkviliðsstjóri, bað fyrir þakkir til bæjarbúa fyrir góða samvinnu á síðastliðnu ári. FASTEIGNA- j VIÐSKIPTI i ÍSAFJÖRÐUR: Fjarðarstræti 51, (Grund), | 3 herb. íbúð á efri hæð. Aðalstræti 8, nyrðri endi, j 3 herb. íbúð í tvíbýlishúsi. | Hlíðarvegur 27, 55 ferm. 2 J herb. íbúð á neðri hæð í J tvíbýlishúsi. Túngata 3, 2 herb. 55 ferm. ■ íbúð á n.h. í fjórbýlishúsi. Seljalandsvegur 44, 3 | herb. íbúð á neðri hæð í I tvíbýlishúsi. Laus eftir sam- ■ komulagi. Hlíðarvegur 16, suðurendi I 3 herb. íbúð á efri hæð í I þríbýlishúsi. Silfurgata 11, 100 ferm. 4 j herb. íbúð á 3. hæð í fjór- j býlishúsi. Góð kjör. Túngata 17, 4 herb. íbúð á j neðri hæð í tvíbýlishúsi j ásamt kjallara. Hlíðarvegur 45, 100 ferm. j 4 herb. íbúð á 2. hæð í fjór- j býlishúsi ásamt bílgeymslu ■ og lóð. Skólagata 8, 80 ferm. 3 I herb. íbúð á einni hæð í j þríbýlishúsi ásamt 30 ferm. kjallara. Hafraholt 18, 146 ferm. 5 I herb. raðhús ásamt bíl- J geymslu og lóð. Mjallargata 6, 4 herb. 100 I ferm. íbúð á efri hæð, ■ suðurenda. Seljalandsvegur 85, 80 j ferm. 4 herb. eldra einbýlis- | hús úr timbri. Góð kjör. Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs: Hvar er öll samkeppnin? „Þessi könnun er gerð á vegum verkalýðsfélagsins Baldurs og er bara ein af mörg- um sem framkvæmdar hafa verið síðan í febrúar 1981. Þarna er verið að skoða hækk- un á vöruverði milli ára miðað við launahækkanir," sagði Pét- ur Sigurðsson hjá Baldri, þeg- ar hann afhenti okkur verð- könnun þeirra. Pétur sagði það ekki fjarri lagi að meðaltalsverðhækkun vöru væri helmingi meiri en iaunahækkanirnar á tímabilinu frá því síðasta könnun var gerð. Laun hækkuðu um 26% á tímabilinu feb.— nóvember að sögn Péturs. „Út frá svona könnunum er hægt að skoða ýmislegt fleira. I febrúar ‘82 var bent á það að verðið væri óeðlilega líkt á flest- öllum vörum og þessi könnun, sem gerð var í nóvember, sannaði það. Þá velti menn því fyrir sér, hvar sé öll samkeppnin? Þetta er óeðlilega lítil samkeppni og virð- ist vera samráð fremur en sam- keppni." Þetta var Pétur Sigurðsson. Könnunin tók til fjögurra versl- ana: Kaupfélags ísfirðinga og Björnsbúðar á ísafirði, og Einars- búðar og Bjarnabúðar í Bolungar- vík. Þegar teknar voru vörur sem til voru í.öllum verslununum og verð þeirra lagt saman kom eftir- farandi í ljós: K.I. 2.315,15 Björnsbúð 2.313,15 Einar Guðfinnsson 2.297,15 Bjarnabúð 2.298,30 Hér er vart hægt að tala um mun á vöruverði. Fjöldi vöruflokka sem ekki voru til voru fæstir í K.Í., 15, síðan kom E.G. með 17, Bjarna- búð 22 og Björnsbúð 25. Vöruval- ið var því mest í K.Í., en minnst í Björnsbúð. Þá er bara að bíða eftir niður- stöðum verðkönnunarinnar sem framkvæmd var í vikunni. H* Alls staðar sama verð? Gunnar Bjarni Ólafsson íþróttakennari stendur fyrir nýju marki. Bolungarvík: Glæsilegt íþróttahús tekíð í notkun Nýja íþróttahúsið í Bolungar- vík hefur nú verið tekið í notk- un, þó ekki hafi það verið form- lega vígt ennþá. Húsið er 27 x 23 m að stærð og allt hið snotr- asta á að líta. Víst er að það verður íþróttalífi f Bolungarvík mikil lyftistöng, og hætt við að margir Vestfirðingar komi til með að líta öfundaraugum til þeirra Bolvíkinga á næstunni. Að sögn Gunnars Bjarna Ól- afssonar, íþróttakennara, rúmar húsið einn blakvöll, þrjá bad- mintonvelli, körfuboltavöll í lög- legri stærð og 15 x 26 m hand- boltavöll. Hann sagði að húsið yrði alveg fullnýtt á virkum dög- um, en um helgar væri gert ráð fyrir kappleikjum. Þess má geta að Körfuknattleiksfélag ísafjarð- ar mun leika sína heimaleiki í Bolungarvík auk þess sem það kemur til með að æfa þar. Gunnar Bjarni sagðist vera mjög ánægður með íþróttaaðstöð- una í Bolungarvík, enda er þar ný sundlaug og nýtt íþróttahús. Má segja að þeir Bolvíkingar séu nú með tromp á hendi. Tölvís kom til okkar á blaðið og hafði verið að velta fyrir sér skyldusparnaðarmálum. Hann setti sér að árið 1978 hefðu verið teknar af honum 8.000 kr. í skyldusparnað. Þá kostaði 1 cl. af svartadauða (sem fylgir framfærsluvístölu) 68 kr., þannig að hann fékk 117.65 cl. af þessum merka vökva fyrir 8 þúsund kallinn sinn. Nú, 1984, kostar l cl. af svarta- Túngata 3, 65 ferm. 2 herb. [ íbúð á 2. hæð. Uppgerð að | öllu leyti. I BOLUNGARVÍK: I Holtabrún 7, 2x131 ferm. I nýbyggt steinhús. Hagstæð J greiðslukjör. Holtabrun 2, 2x83 ferm. 5 ■ herb. einbýlishús. Höfðastígur 12, 137 ferm. | 5 herb. steinsteypt, fullfrá- ■ gengið einbýlishús. Móholt 4, 108 ferm. 4 herb. j nýbyggt raðhús á einni j hæð. Völusteinsstræti 13, 105 J ferm. 5 herb. einbýlishús. Vitastígur 8, 180 ferm. 6 I herb. vikurhlaðið, plastklætt J og einangrað einbýlishús. J Hugsanleg skipti á Stór- j Reykjavíkursvæði. I I I Tryggvi j Guðimindsson i hdl. ! Hrannargötu 2, ísafirði sími 3940 dauða 5.07 kr. , þannig að fyrir 80 kr. (= 8.000 gkr.) fær hann 15.78 cl. Fyrir verðbæturnar, 446 kr„ fær hann 87,97 cl. samtals 103,75 cl. Mismunurinn milli '78 og '84 er því 13,90 cl eða 11.81% rýrnun. „Það hafa náttúrulega verið margir fjármálaráðherrar á þess- um tíma,“ sagði tölvís, „en ein- hver þeirra hefur fengið sér sopa af flöskunni minni.“ Reikni nú hver fyrir sig. Einhver hefur fengið sér sopa af flöskunni minni

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.