Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Page 8

Vestfirska fréttablaðið - 09.02.1984, Page 8
Það er nauðsyn að bera áburð undir skíðin Vorum að fá allar gerðir af svig- og gönguáburði. Einnig sköfur, korka og straujárn. i fc SRORJHIAÐAN h.f. “ SILFURTORG11 _= 400 ÍSAFIRÐI SÍMI4123 Kvenfélagið Ósk: Úthlutar styrkjum úr Æskulýðsráði Á fimmtudaginn var úthlutað hlutu Skátafélagið Einherjar til styrkjum úr Ænkulýðssjóði endurbóta á Skátaheimilinu og kvenfélagsins Óskar. Styrkinn lúðrasveit Tónlistarskólans til Ragnar H. Ragnar, Svandís Jónsdóttir og Gísli Gunnlaugs- son við afhendingu styrksins. hljóðfærakaupa, 12 þúsund kr. hvor. Æskulýðssjóður þessi var settur á stofn á 65 ára afmæli kvenfé- lagsins árið I972, og var í fyrst.a skipti úthlutað úr honum árið I979. Þá fengu hann Æskulýðsfé- lag ísafjarðarkirkju og foreldrafé- lag Gagnfræðaskólans. Árið 1980 fékk Skíðaráð styrkinn til kaupa á vídeótæki. og 1981 fékk Kven- skátafélagið Valkyrjur hann. Síð- ustu tvö ár hefur úthlutun fallið niður, því þrátt fyrir að styrkurinn hafi verið auglýstur hefur enginn sótt um hann. Sama var uppá teningnum í ár, enginn sótti um þó furðulegt megi virðast, en stjórn kvenfélagsins ákvað þá að velja einhver félög og veita þeim styrkinn. Fyrir val- inu urðu Einherjar og hin ný- stofnaða lúðrasveit Tónlistarskól- ans, sem áður sagði. * A-sveit Armanns sigraði í boðgöngunni Á laugardaginn fór framboð- ganga á Seljalandsdal. Hæg- viðri var og tveggja stiga frost þegar gangan fór fram, og urðu úrslit þessi í 3 x 10 km boð- göngu: 1. A-sveit Ármanns 97,44 Bjarni Gunnarsson Guðmundur R. Kristjánsson Einar Yngvason 2. A-Sveit Skíðafél. 114.27 3. Sveit Vestra 117,08 4. B-Sveit Ármanns 119,34 5. B-Sveit Skíðafél. 124.52 Þá var einnig keppt í boð- göngu pilta, 3x6 km. Aðeins ein sveit tók þátt, sveit Vestra, og hlaut hún tímann 97,03 mín. Sveitina skipuðu Haukur Bene- diktsson, Pálmi Árnason og Heimir Hansson. í 3 x 3 km göngu kvenna mætti einnig aðeins ein sveit til leiks. Það var sveit Ármanns, skipuð Auði og Ósk Ebeneser- dætrum og Stellu Hjaltadóttur. Sveitin fékk tímann 38,43 mín. r I FRAMNESIÐ FÉKK Á SIG ■ BROTSJÓ. Um kl. 23:00 á mánudags- kvöldið fékk Framnes I. á I sig hnút þar sem það var á | veiðum. Reið hann aftaná I skipið, þrengdi sér innum I skutrennuna og þrýsti fjór- | um hásetum , sem voru að I taka inn trollið, frammí skip- | ið, uppað spilinu. Þrír þeirra slösuðust, tveir alvarlega og voru sóttir með þyrlu til Pat- reksfjarðar, en þangað kom Framnesið eftir 6 tíma stím af miðunum. Mönnunum leið eftir atvikum vel þegar Vf. hafði af þeim fréttir í gærmorgun. Bræla var í byrjun viku og hrakti flest skip til hafnar. Þá dró Guðbjörgin frænda sinn Guðbjart til hafnar á mánudag, vélarvana. Við- gerð gekk vel og er hann farinn út aftur. Línubátar hafa aflað á- gætlega þegar gefið hefur og þelr stærri verið í tveggja nátta túrum á Breiðarfirði. Rækjuveiðin ku ganga eðlilega. TOGARARNIR BESSI landaði 42 tonnum í vikunni. GUÐBJARTUR var komin með 20 tonn þegar hann bilaði. PÁLL PÁLSSON landaði | 114 tonnum á fimmtudaginn og 30 tonnum á þriðjudag- inn. GUÐBJÖRG landaði 77 tonnum á mánudaginn. JÚLiUS GEIRMUNDSSON losaði 121 tonn á þriðjudag. Rúnirnar í Bolungarvík lönd- uðu báðar á þriðjudag, DAGRÚN 55 tonnum og HEIÐRÚN 30 tonnum. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR er enn biluð, en vonast er til að hún komist á veiðar f lok vikunnar. GYLLIR landaði 39 tonnum af þorski á þriðjudaginn. FRAMNES I. landaði sama dag 39 tonnum. SLÉTTANES var þá að landa 92 tonnum. TÁLKNFIRÐINGUR landaði á laugardaginn 80 tonnum, meirihlutinn karfi. SIGUREY landaði á þriðju- daginn 124 tonnum og rekur endahnútinn á aflatal þetta. © PÓLLIIMN HF Isafirði Sími3792 FRANSKA VINNUKONAN UPPÞVOTTAVÉLIN ÓTRÚLEGA ■ Gengur aðeins fyrir vatni úr krananum þínum ■ Hentar allsstaöar, jafnt á heimili sem vinnustaöi ■ Auöveld í notkun og tekur lítiö pláss ÓTRÚLEGT VERÐ, AÐEINS KR. 3.400,- Sendum i póstkrolu POLLINN HF. Sími 3792 ERNIR F Símar 3698 og 3898 V ISAFIROI BÍLALEIGA Bæjarstjóm Bolungarvíkur: Skorar á stjómvöld j að lækka orku- j verð til heimila j — Allt að helmingi tekna tíl orkukaupa ! Á fundi þann 2. febrúar s.l. samþykkti bæjarstjórn Bol- | ungarvíkur eftirfarandi ályktun: „Bæjarstjórn Bolungarvíkur vekur athygli á þeirri alvar- legu staðreynd að allt að helmingur almennra launatekna láglaunafólks fer nú til að greiða mánaðarlega orkureikn- j inga. Skorar bæjarstjórn á ríkisstjórn og Alþingi að grfpa nú þegar til aðgerða er miða að því að stórlækka orkuverð til heimila, m.a. með því að fella niður söluskatt á raforku til j heimilisnota, orkukostnaður verði frádráttarbær frá skatti, veitt verði aukin lán á hagstæðum kjörum til orkusparandi | aðgerða, endurskoðuð verði skattfagning ríkissjóðs á alla | orkusölu og aðkeypt efni til hvers konar orkuframkvæmda." I Mjólkurframleidsla dregst saman — lakari hey og minni fóðurbætisgjöf helstu ástæðurnar Mjólkurframleiðsla á svæði Mjólkursamlags ísfirðinga hefur verið mun minni síðustu tvo til þrjá mánuði en á sama tíma í fyrra, að sögn Bjarnar Snorra- sonar mjóikurbússtjóra. Vegna þessa eru í viku hverri fluttir um fjögur þúsund lítrar af mjólk frá Akureyri. Þá er allur rjómi fluttur þaðan, bæði sjóleiðis og flugleið- is. Að sögn Bjarnar hefur verið reynt að nota ísafjarðarmjólkina til framleiðslu á súrmjólk og jógúrt, en Akureyrarmjólkin færi beint í búðir. Reynt væri að hafa alltaf á boðstólum tvær jógúrt- tegundir af fimm. Ekki sagði hann að farið væri útí að fá jógúrt að sunnan nema búðirnar bæðu um það sérstaklega. Björn gat þess að ísafjarðarjógúrtin væri ódýrari og virtist fólk kaupa hana frekar en þá sunnlensku. Taldi hann það líka segja sitt um gæði hennar. Við höfðum samband við Kjartan Helgason bónda í Unaðsdal og spurðum hann hvernig stæði á meintum samdrætti í mjólkurfram- leiðslu í Djúpinu. Kjartan sagði framleiðsluna ekki hafa dregist saman hjá sér, þó um samdrátt í heildarframleiðslu væri að ræða. Hann taldi lakari hey ásamt minni fóðurbætisgjöf vera aðalástæðurnar. „Efnahagur bænda er að hrynja og þeir spara við sig fóðurbæti," sagði Kjartan. Aðspurður sagði Kjartan að oft hefði gengið brösulega að koma mjólkinni á bátinn í vetur. „Við höfum stundum orðið að bera brús- ana á bakinu síðasta spölinn,“ sagði hann. Kjartan kvað bændur óhressa með að snjósleðar væru skattlagðir eins og lúxusvara — og lái þeim hver sem vill. Það eru sjálfsagt ekki margir bændur í heiminum sem búa við aðrar eins aðstæður og bændurn- ir við Djúp.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.