Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 1
7. tbl. 10. árg. vestfirska 16. febrúar 1984 FRETTABLASZS Þorramatur Eigum allt í trogið Einnig tilbúna þorrabakka Sinarffuéfiinrtsson gími 7200 - lfl$ Bo tunjáíVtk Theódór Norðkvist um rækjumálin: Óskfljanlegt gullgrafarabrjálæði ■ Undanfarið hafa verið uppi I miklar speglasjónir um það ■ hve margir rækjubátar komi til | með að leggja upp á ísafirði í I sumar. í fyrrasumar voru þeir | um tuttugu, en að sögn Eiríks I Böðvarssonar hjá Niðursuðu- I verksmiðjunni má reikna með J töluverðri fjölgun. Sumir hafa ! nefnt töluna 30, en á þessu ■ stigi er þó ógerlegt að segja til I um það með nokkurri vissu. Þá I er vitað að Guðbjörgin sótti um | rækjuveiðileyfi og Hraðfrysti- I húsið í Hnífsdal um rækju- I vinnsluleyfi (óafgreitt þegar J síðast var vitað) með það í I huga að senda Pál Pálsson á ■ rækju. — búist við mikilli fjölgun rækjubáta í sumar ríkið. Svo látum við bara Albert koma með pennastrikið og strika út. Þetta er svoleiðis gullgrafa- brjálæði í þessu að maður skilur þetta ekki. Maður hélt nú að íslendingar og ráðuneytið væru búnir að læra af reynslunni og færu varlega í þetta. Það veit enginn hvernig þetta verður. en ég ætla bara að vona að þetta fari ekki allt til andskotans. Við kunn- um ekkert að skipuleggja okkar búskap. ef einhvers staðar verður eitthvað. þá er öllum hleypt á það og svo hefur enginn neitt. Ef þeir fara að þrengja að okkur. þá getur vel verið að við biðjum bara um þorskkvóta og komum okkur upp frystingu." Theódór sagði að þá sárvantaði hráefni og væru þess vegna að segja upp fólki. Hins vegar er gert ráð fyrir að eitthvað rætist úr þegar Hafþór kemur um mánaða- mótin. en þrjár verksmiðjur hafa sem kunnugt er tekið hann á leigu. O. N. Olsen. Rækjuverk- smiðjan Hnífsdal og Rækjustöð- in. Settar verða frystivélar í skip- ið. þannig að það geti verið 3 — 4 vikur á veiðum í einu. Síðan verð- ur rækjan þídd upp og unnin í verksmiðjunum þremur. ..Þetta er algjört kaos og vit- leysa að verða," sagði Theódór Norðkvist hjá O. N. Olsen þegar við spurðum hann um horfurnar næsta sumar. ,,Ætli það verði ekki svona 15 nýjar verksmiðjur, það kallar á svona 5 báta á hverja verksmiðju, sem þýðir 75 báta í viðbót við þá 50 sem voru í fyrra," sagði Theódór. „Síðan er ráðuneytið búið að taka rækjuna eina útúr, þannig að hún dregst ekki frá kvóta þorsk- bátanna, sem þýðir að búast má við að mikið af togaraflotanum fari á þetta líka. Þetta endar nátt- úrulega með því að enginn hefur neitt og allir verða að segja sig á L--_ ............ Úr Rækjustöðinni ÁTVR íhugar staðsetníngu að Aðalstræti 20A; Eins og köld vatnsgusa „Þaö má því með sanni segja að áform Á.T.V.R. um aö taka þátt i' byggingu húss undir starfsemi sína á öðrum stað í kaupstaðnum, heldur en um hefur verið samið, komi eins og köld vatnsgusa yfir þá aðila aðra, sem að stjórnsýsluhús- inu standa.“ Þetta segir m.a. í fundargerð bæjarráðs ísafjarðar frá 26. janúar s.l., eftir að fram höfðu komið óskir frá Jóni Kjartans- syni, forstjóra Á.T.V.R., um að bæjaryfirvöld tækju afstöðu til hugsanlegrar staðsetningar á- fengisverslunar í húsi því er Guðmundur Þórðarson, bygg- ingameistari hyggst reisa við Aðalstræti 20A. Bæjurráð mótmælir þessum á- formum. „ef það verður til þess að seinku eða jafnvel koma í veg fyrir byggingu stjórnsýsluhúss við Hafnarstræti. þur sem ríkissjóður hefur með samningum frá 27. maí 1983, skuldbundið sig til að taka þátt I hönnun, byggingu og rekstri." Þess má geta að I stjórn- sýsluhúsinu er gert ráð fyrir að áfengisverslun fái 220 ferm. hús- næði á jarðhæð til sinnar starf- semi. í bréfi Jóns Kjartanssonar til bæjarstjórnar segir m.a. að bæjar- fógeta hafi verið kynnt málið og hann lýst sig samþykkan staðsetn- ingu útsölunnar ef til kæmi. Á síðasta bæjarstjórnarfundi 171 íbúi á Flateyri hefur skrifað undir mótmælaskjal til Alþingis og ríkisstjórnar, þar sem hinum háa raforkukostn- aði er mótmælt og farið fram á aðgerðir til úrbóta. Að sögn Reynis Traustasonar, sem stóð að undirskrifta söfnuninni á- samt fleirum, skrifuðu 98,3% þeirra sem til náðist undir skjalið. „Það voru háir reikningar sem var samþykkt að svara fyrirspurn Jóns Kjartanssonar með spurn- ingu þess efnis hvort ríkissjóður hygðist falla frá aðild sinni að stjórnsýsluhúsinu. Guðmundur Þórðarson hefur ekki enn fengið byggingarleyfi. enda á eftir að rýma hluta af lóð þeirri sem honurn var úthlutað. bárust síðast. kannski þeir hæstu sem sést hafa. og fólki bregður náttúrulega við slíkt I janúar." sagði Reynir þegar hann var spurður hvort eitthvað sérstakt hefði ýtt söfnuninni af stað. Mótmæli Flateyringa hljóða þannig: „Við undirritaðir íbúar á Flat- eyri mótmælum þeim gífurlega háa raforkukostnaði sem er að j Fjárhags- j j áætlun | S samþykkt S I Fjárhagsáætlun fyrir ísa- I I fjarðarkaupstað var sam- J | þykkt aðfaranótt föstudags ! | í síðustu viku. Miklar um- | I ræður urðu um áætlunina | | og skoðanir skiptar um | | hvernig best væri að laga | | fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. I I Á bls. 7 er getið helstu I I niðurstaða áætlunarinnar I I og rætt við fulltrúa meiri- I J og minnihluta. sliga alla, þrátt fyrir þá ófullnægj- andi lækkun sem gildi tók um síðustu mánaðamót. Bendum við á þá byggðaröskun sem óbreytt ástand hlýtur að hafa í för með sér verði ekki gripið til róttækrar lækkunar á raforkuverði. Ekki teljum við að lán til orkusparandi aðgerða leysi vandann, heldur sé eina raunhæfa lausnin að lækka raforkuverð til húsahitunar veru- lega. Skorum við því á Alþingi og rikisstjórn að lagfæra þetta mis- rétti sem fyrst og standa við áður gefin fyrirheit. Undirskriftasöfnun á Flateyri: Hátt raforkuverð heíur í för með sér byggðaröskun Tilrauna- akstur í vor Á nýsamþykktri fjárhagsá- ætlun er 200 þúsund krónum veitt til tilraunaaksturs milli byggðakjarnanna. Verður reynt að framkvæma þennan akstur í aprfl-maí, að sögn Reynis Ad- olfssonar formanns bæjarráðs. Það er kunnara en frá þurfi að segja að margir eiga oft í erfið- leikum með að komast milli bæjarhluta. og gildir það kannski helst um börn og unglinga. Þann- ig verður vart ekið inn í fjörð án þess að mætt sé nokkrum putta- lingum á leiðinni. Með tilrauna- akstrinum er ætlunin að kanna hvernig best megi leysa þetta samgönguvandamál í framtíðinni. Tilraunin mun standa yfir í 2 — 3 mán.. en síðan verða gerðar til- lögur um framtíðarskipan þessara mála í bæjarfélaginu. j Slæmt j samband j við um- j heimiim 2 Þrumuveður er talin ■ hugsanleg ástæða þess að 1 tækjahús Pósts og síma 2 við norðanverðan Arnar- ! fjörð brann á föstudags- ■ morguninn. Á þessum I slóðum urðu menn varir I við þrumur og eldingar I bæði á fimmtudagskvöld j og föstudagsmorgun. Ekki I mundi Erling Sörensen, 1 umdæmisstjóri Pósts og 2 síma, eftir að svona tækja- I hús hefði brunnið áður, en I þau eru víða um Vestfirði. | Viðgerðarmenn komust I ekki á staðinn fyrr en um 1 kl. 6.30 á mánudagsmorg- j un. Til stóð að fljúga vest- ! ur á laugardaginn, en 2 unnið hafði verið alla nótt- * ina að undirbúningi. Ófært ■ var hins vegar 'a laugar- I daginn og var þá brugðið á I það ráð að fljúga frá I Reykjavík til Stykkishólms 1 og taka síðan flóabátinn 2 Baldur þaðan. Hann flutti 2 síðan menn og búnað alla ■ leið í Arnarfjörð. Síðan var I unnið báöum megin fjarð- I arins að því að koma upp I radíósímasambandi yfir 1 fjörðinn, en slíkt samband 2 átti ekki að setja upp fyrr 2 en í vor. Fyrir velvilja ■ bóndans á Auðkúlu fengu I símamenn að nota verk- | færaskemmu hans tll 1 bráðabirgða, þannig að 2 ekki þarf að byggja nýtt J tækjahús fyrr en í vor, og ■ munaði það miklu að sögn I Erlings Sörensen. Sjá nán- I arábls. 2. —Jl

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.