Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 3
rRETTABLADlD síðustu jól voru vinningar 174 og segir sig sjálft að mikil vinna liggur þar að baki. Alls eru nú 214 konur skráðar í félagið, og vinna gott starf þrátt fyrir sjónvarp og vídeó. SLYSAVARNAHÚSIÐ Á SKEIÐI — BYLTING í HÚSNÆÐISMÁLUM Flestir fimmtugir fsfirðingar eiga sér þak yfir höfuðið. og hafa jafnvel átt lengi. En það er ekki fyrr en nú að slysavarnafélögin á ísafirði ná því að vera meðalland- ar að þessu leyti. Margir hafa sjálfsagt veitt athygli húsinu sem búið er að reisa inni á Skeiði. sumir segja á flæðiskeri. Þetta hús hafa kvenna- og ka'rladeildirnar á ísafirði reist í sameiningu. já kyn- in geta enn unnið saman. og ætla sér að vígja á 50 ára afmæli kvennadeildarinnar. Hús þetta hefur verið í bygg- ingu síðan 1979 og er allt fjár- magnað með sjálfboðavinnu eig- endanna. Liggur þar margt dags- verkið. SJÓMENN GJAFMILDIR Margir hafa sýnt málinu mik- inn skilning og gefið í byggingar- sjóð (t.d. allir sem keyptu jólatré af karladeildinni). Rækjusjómenn hafa lagt fram 300 — 500 kg. af rækju hver bátur á vertíð. og áhafnir og útgerðir togaranna Guðbjargar. Júlíusar Geirmunds- sonar og Páls Pálssonar andvirði 47 tonna af afla. Vilja formenn deildanna koma á framfæri þökk- um til þessara manna með von um að stuðningur þeirra skili sér í öflugra slysavarnastarfi. Húsið á Skeiði er um 220 ferm. og verður bylting hvað aðbúnað deildanna varðar. Kvennadeildin hefur engan fastan samastað haft. en fengið að halda fundi í kaffí- stofu Ishúsfélagsins endurgjalds- laust. Nú fá þær herbergi til um- ráða. Karladeildin. sem rekur björgunarsveitina Skutul. hefur haft til afnota litla kompu í kjall- ara Sundhallarinnar. svo þrönga að þeir hafa þurft að hleypa úr gúmmíbátum sínum til að koma þeim inn. Nú fá þeir herbergi undir stjórnstöð og geta auk þess tekið gúmmíbátana tvo. ásamt bíl deildarinnar. inn. Því er þó ekki að neita að staðsetning hússins er ekki sú sem óskað var eftir. Vildu menn byggja það á sundahöfn. og vera þannig sem næst þeim sem þjóna skal. sjómönnum. en leyfi fékkst ekki. vegna þess að þar átti ekki að byggja svona stálgrindahús. að sögn Eggerts Stefánssonar. for- manns Skutuls. Þarf ekki að orð- lengja að stálgrindahús hafa sprottið upp á sundahöfn eins og gorkúlur. Lóðin inni á Skeiði var boðin i staðinn með þeim orðum að þar rnyndi rísa sportbátahöfn. og var tekin í trausti þess. Hvorki hefur sést tangur né tetur af því mannvirki. og þykir því sumum húsið vera á flæðiskeri^statt. þvi erfitt er að koma þar niður bát. Þrátt fyrir það ætla kvenna- og karladeildirnar að efna þar til hátíðarfundar í tilefni 50 ára af- mælis þeirrar fyrrnefndu. laugar- daginn 25. febrúar n.k. kl. 14:00 og verður húsið þá vígt. Frá kl. Sértilboð mánaðaríns! Stórkostleg 40% verðlækkun á léttreyktri svínaskinku í bitum Tilboðið stendur meðan birgðir endast SUNDSTRÆTI 34*4013 Konur Kyennadeild Slysavama- félagsins á ísafírði 50 ára — nýtt slvsavarnahús vígt af því tilefiii ...og tilbúið til vígslu. fimda Samtök kvenna á vinnumark- aði halda fund um kjaramál í Húsmæðraskólanum Ósk n.k. laugardag kl. 14:00. Fjallað verð- ur um réttindamál kvenna og flytja Björg Einarsdóttir. Guðrún Vilhjálmsdóttir. Hanna Lára Gunnarsdóttir og Erna S. Hákon- ardóttir framsöguræður. Þann 25. febrúar n.k. verður kvennadeild Slysavarnafélags- ins á ísafirði fimmtug. í hálfa öld hafa kjarkmiklar konur þessa bæjar, þessa útvegs- bæjar, unnið ötult starf í þágu góðs málefnis er alla tíð hefur tengst sjósókn að miklu leyti. Og svo er enn í dag; reglulega beita þessar konur sér fyrir fjáröflunarstarfsemi til eflingar slysavörnum í okkar háskalega landi. Störf þeirra eru ekki unn- in í fjöimiðlum, ekki með háv- aða og látum, en þau eru unnin af dugnaði og alúð, og þeirra njótum við öll. 1972. Flestir vinninganna eru unnir af konununt sjálfum. og er þar margt haglega gjört. Fyrir TILGANGUR SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Titgangur Slysavarnafélags ís- lands er að sporna við hvers kon- ar slysum og vinna að því að hjálpa þeirn. sem lenda í háska. Félagið gerir sér far um að auka þekkingu almennings á orsökum slysa og helstu ráðum til að af- stýra þeim. Ennfremur að efla fræðslu um það. hvað gera skuli. þegar slys ber að höndum. Jafn- framt að koma á fót og hafa til 260 STOFNFÉLAGAR Kvennadeild Slysavarnafélags Islands. Isafirði var stofnuð 25. febrúar 1934 að tilhlutan þriggja kvenna. þeirra Bergþóru Árna- dóttur, Sigríðar Guðmundsdóttur frá Lundum og Svanfríðar Al- bertsdóttur. Áhugi á félaginu var greinilega mikill. því skráðir stofnfélagar voru 260. Fyrsti for- maður var Brynhildur Jóhannes- dóttir, en aðrar í stjórn Sigríður Valdimarsdóttir, ritari. Rannveig Guðmundsdóttir. gjaldkeri. Sig- ríður Guðmundsdóttir frá Lund- um og Fríða Torfadóttir. með- stjórnendur. Fyrsta viðfangsefni deildarinn- ar var að efla Björgunarskútusjóð Vestfjarða og styðja jafnframt björgunarstarf um allt land. Mar- ía Júlía kom siðan til landsins árið 1950. og var þá því langþráða takmarki náð að fá björgunarskip að ströndum landsins. Fyrstu árin var fjáröflun eink- um ágóði af skemmtunum. Sett voru upp leikrit og léku konurnar bæði karl- og kvenhlutverk. Þá voru iðulega skemmtifundir og dansað á eftir við harmonikku- undirleik Daníels Rögnvaldsson- ar. Á meðan gættu karlar bús og barna. Smám saman þróuðust síðan hefðbundnar fjáröflunar- leiðir: basar. merkjsala. hluta- velta. blómasala. happdrætti o. fl. Núorðið liggur niesta vinnan að baki jólahappdrættinu. sem verið hefur rneð sania sniði síðan Lára Helgadóttir, formaður Kvennadeildarinnar tekur við gjöf frá Ástu Dóru Egilsdóttur. taks sveitir þjálfaðra manna bún- ar bestu tækjum, sem kostur er á. til björgunar og hjáipar. er slys ber að höndum. Þá skal það jafn- an kappkosta að kynna starf og stefnu félagsins og efla með þjóð- inni þá góðvild og drenglund. sem lýsir sér í fórnfúsu og óeigin- gjörnu björgunarstarfi. Húsið á byrjunarstigi... vestíirska rRETTAELADlD FASTEIGNA- ] VIÐSKIPTI j ÍSAFJÖRÐUR: Stórholt 11,3 herb. íbúð á J 1. hæð. Laus 1. mars. Hafraholt 52, rúmlega fok- J helt tvílyft einbýlishús úr ! timbri, ca. 140 ferm. ásamt ! bílskúr. Skipti möguleg á 3 | — 4 herb. blokkaríbúð. | Strandgata 5, ca. 120 ferm. J íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- ■ húsi. Laus fljótlega. Túngata 3, 5 herb. íbúð í J suðurenda. Allt sér. Lyngholt 8, 138 ferm. ein- I býlishús ásamt bílgeymslu. J Laust 1. júní n.k. Mjallargata 9, einbýlishús jj úr timbri. Stór eignarlóð. | Laustl.maí. I Tangagata 8a, 2ja herb. ■ íbúð á efri hæð. Hafraholt 18, raðhús ásamt J bílskúr. Skipti á húseign í J Hnífsdal koma til greina. Fitjateigur 6, ca. 130 ferm. J einbýiishús. Getur losnað J fljótlega. Lyngholt 11, fokhelt einbýl- ■ ishús ásamt bílskúr. Silfurgata 12, lítið einbýlis- J hús. Laust fljótlega. Góuholt 5, rúmlega fokhelt J 135 ferm. einbýlishús ásamt J bílskúr. Urðarvegur 74, raðhús í J smíðum. Stekkjargata 4, lítið einbýl- J ishús. Selst með góðum J kjörum, ef samið er strax. ÞINGEYRI: 120 ferm. einbýlishús. Bíl- I skúrsréttindi. Laust fljót- I lega. BOLUNGARVÍK: Traðarstígur 3, ca. 160 J ferm. einbýlishús ásamt bíl- J skúr og stóru rými í kjallara. , Laust eftir samkomulagi. | Skipti á íbúð á ísafirði eða í | Reykjavík koma til greina. I Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð | á jarðhæð. | Þjóðólfsvegur 14,3ja herb. J íbúð á 2. hæð. Holtabrún 16, 4ra herb. ■ íbúð á 1. hæð. Heiðarbrún 4, 138 ferm. | einbýlishús ásamt bílskúr. Arnar Geir j Hinriksson hdl. i Silfurtorgi 1, ísafirði sími 4144 17:00 verður það opið gestum og gangandi og boðið upp á kaffi- sopa. Deildirnar báðu okkur að skila því að allir væru velkomnir meðan húsrúm leyfði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.