Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 5
vestíirska____ rHETTABLADID Ttkólamál--- Skólamál ---- Skólamál----- Skólamál heimilanna fer hraðminnkandi", segir Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri Húsmæöraskól- kennaraskipti og ófullnægjandi húsnæöi. Nú hilli hins vegar undir lausn þess vanda að hluta, þar sem bóklegt nám viö M.í. muni á þessu ári allt færast inní hiö nýja kennsluhúsnæði á Torfnesi. Eftir standi vandinn er snúi aö verk- og iðnnámi öllu. Nefndin telur aö meö sam- einingu áðurnefndra skóla megi nýta þaö skólahúsnæði sem fyrir hendi er mun betur en áöur hefur verið möguleiki á, auk þess sem auðveldara ætti aö vera aö fá sérhæföa kennara og nýta sérþekkingu kennara betur en verið hefur. Starfsfólk aö ööru leyti ætti að geta oröió tiltölulega færra en áöur hafi verið og stjórnun öll tiltölulega kostnaóarminni, aó minnsta kosti þegar til lengri tíma sé litiö. Þá segir: ,,í tillögum þessum felst sú skoöun nefndarmanna meðal annars, aö hafna eigi hinni gömlu og hefðbundnu aö- greiningu bóknáms og verk- náms, í þeim skilningi aó þar sé um aö ræöa gjörólíka fram- haldsmenntun, er jafnvel höföi til ólíkra og misjafnlega mikil- vægra hæfileika. Nefndin telur aö framhaldsmenntunin eigi aö stuöla almennt aö alhlióa þroska nemenda, um leiö og hún sé markviss undirbúningur frekara náms eöa starfs.“ EFLING BYGGÐAR í niðurlagi greinargeröarinn- ar er er þess getiö að meö tillögum nefndarinnar sé ekki einasta veriö aö vonast til efl- ingar og samræmingar skóla- mála á ísafirði, heldur einnig byggóar almennt á Vestfjöró- um, þar sem líta megi á fjöl- breytilega námsmöguleika í framahaldsnámi sem nauðsyn- legan þátt í aö viðhalda og styrkja búsetu ífjórðungnum. Bjöm Teitsson um sameiningu framhaldsskólanna: Skref afturábak hvað varðar virð- ingu bóknáms „Ég er ekki samþykkur því að Menntaskólinn verði lagður niður,“ sagði Björn Teitsson við blm. og rétti honum um- sögn hans um tillögur fram- haldsskólanefndar. í niður- stöðum umsagnar sinnar segir Björn m.a.: „Stefna ber að því að bók- nám við Iðnskólann á ísafirði og sérdeildir á vegum hans verði flutt hið fyrsta inn í kennsluhúsnæði Menntaskól- ans á Torfnesi. Vandlega skal athuga, m.a. með viðræðum við forráðamenn Tækniskóla íslands, hvort frumgreinanám tækniskóla á Isafirði skuli fellt undir Menntaskólann í stað Iðnskólans. Áfram skal aug- lýsa eftir nemendum á uppeld- is- (og/eða íþrótta-) braut og fiskvinnslubraut, og yrði það nám á vegum Menntaskólans. Nú þegar Húsmæðraskólinn Ósk virðist vera úr sögunni sem samfelldur skóli, vegna nemendafæðar, verði íhugað hvort stofna beri einhvers kon- ar hússtjórnar- (matvæla- tækni-) braut við Menntaskól- ann eða Iðnskólann. Eðlilegt virðist að Tónlistarskólinn fái um sinn inni í húsakynnum Húsmæðraskólans, þannig að það skólahúsnæði, sem fyrir hendi er, verði nýtt til fulln- ustu.“ Þá telur Björn aö áfram eigi að vinna aö aukinni samvinnu á milli Menntaskólans og Iðnskól- ans, en sameining þeirra í eina stofnun fari ekki fram a.m.k. ekki aö svo stöddu. Síðan legg- ur Björn til aö ef einhvern tíma veröi af sameiningu skólanna, gæti sá skóli e.t.v. nefnst Menntaskólinn og Iðnskólinn á ísafirði, þ.e. um samsett heiti yrði aö ræöa. Síðan segir Björn: „Segja má, aö gefist vaxandi samvinna skólanna mjög vel í framtíðinni, muni af sjálfu leiða aö þeir sameinist í eina stofnun þegar löggjöf um framhalds- skóla og skólakostnað hefur veriö samþykkt og verkmennta- hús veröur risið á Torfnesi. Fram aö þeim tíma þarf að gæta þess vel að rasa ekki um ráð fram með ótímabærri sam- einingu." FJÖLBRAUTASKÓLAR EKKI JAFN GÓÐIR í rökstuðningi sínum segir Björn m.a. að bæði Mennta- skólinn og Iðnskólinn á ísafirði hafi verið reknir meö fjölbrauta- sniöi síðustu árin. Hins vegar Þorbjörg Bjamadóttir, skólastjóri Húsmæðraskólans: Réttara að tala um samræm ingu á starfsemi skólanna Mér virðast þær að mörgu leyti vel unnar,“ sagði Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri Hús- mæðraskólans, þegar við spurðum hana hvað henni sýndist um tillögur framhalds- skólanefndar. „En ég felli mig ekki við það orðalag að fella eigi niður þá framhaldsskóla, sem fyrir eru í bænum," sagði Þorbjörg, „tel réttara að tala um samræm- ingu á starfsemi þeirra, eftir því sem við verður komið og skyn- samlegt þykir. Nemendur Menntaskólans hafa um árabil sótt valgreinanám í matreiðslu og handmenntagreinum í Hús- mæðraskólanum. Hefur það samstarf á allan hátt gengið vel og virðist vera vinsælt hjá nemendum. í vetur völdu 26 nemendur valgreinanám hjá okkur. Húsnæði til verknáms í hússtjórn og handmennta- greinum er fyrir hendi í Hús- mæðraskólanum." — Hvað segir þú um aö láta Tónlistarskólanum eftir hluta af húsnæði Húsmæðraskólans? „Húsmæðraskólinn hefur um árabil leigt húsnæöi þeim skól- um sem verið hafa í tíma- bundnu húsnæðishraki, svo fremi aö þaö hafi ekki truflað skólastarfiö. Til dæmis hafa Gagnfræðaskólinn og Barna- skólinn fengið afnot af handa- vinnustofu og Menntaskólinn var á sínu byrjunarskeiði til húsa í skólaeldhúsi Gagn- fræðaskólans, sem þá flutti upp í aðaleldhús skólans í 3 — 4 ár. Iðnskólinn leigöi heimavistar- herbergi fyrir sína nemendur í nokkra vetur, þann tíma sem engar stúlkur voru þar fyrir. Tónlistarskólinn fékk einn vetur afnot af setustofunni til píanó- kennslu. Öll þessi starfsemi hefur farið friösamlega fram og engir árekstrar oröiö. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu aö leigja Tónlistarskólanum húsnæöi, ef við þörfnumst þess ekki fyrir okkar skólastarf, en ég hefi aldrei getaö fellt mig viö það að leggja eigi niður einn skóla til þess aó greiða fyrir öðrum. í mörgum tilvikum má haga því þannig til aö fleiri en einn skóli hafi gagn af sama hús- næöi, ef góöur vilji er fyrir hendi og tilhliðrun á báöa bóga. Það er skoðun mín aö kennsluhús- næöi Húsmæðraskólans megi ekki taka til annarra nota en kennslu í hússtjórnar- og hand- menntagreinum. Öll heimilis- fræösla, allt frá grunnskólastigi til fullorðinsfræöslu á að fara fram í Húsmæðraskólanum. Og þótt eitthvert námskeiö sé ekki fullsótt þetta árið, getur það verið vel sótt það næsta. Því miður hafa húsmæðra- skólarnir í landinu átt á bratt- ann að sækja síðustu árin og hefur sumum verið lokað en aðrir breytt um skipulag. Þeir hafa um áratuga skeið verið hornsteinar heimilisfræðslunn- ar og eiga að vera það áfram, ekki veitir af í þjóðfélaginu þar sem vegur heimilanna fer hrað- minnkandi og virðing fyrir þeim störfum, sem þarvoru unnin." — Er engin heimavist í skólan- um núna? ,,Nei, 5 mánaða námskeiðið féll niöur, en við erum með í boði fjölbreytt kvöldnámskeið, t.d. matreiöslu, vefnað, fata- saum, keramik, bótasaum, spjaldvefnað o.fl. og tökum þetta fyrir jafnóðum og næg þátttaka fæst. Um 170 nemend- ur hafa sótt námskeið það sem af er vetri." „Iðnskólinn hefur setið á hakanum". Jón Ingi Haraldsson, skólastjóri Iðnskólans: Hlýtur að koma vel út fyrír Iðnskólann segir hann að námsárangur nemenda úr almennum bók- námsbrautum fjölbrautaskól- anna (við stúdentspróf og í há- skóla) hafi af mörgum ekki ver- ið talinn jafngóður og gerst hef- ur og gengið hjá menntaskóla- nemum. ,,Nám á verknáms- brautum fer fram með allt öðr- um hætti en bóknámið, og hér á ísafirði mun það um fyrirsjá- anlega framtíð fara fram á allt öðrum stöðum í kaupstaönum en bóknámið. Aðskilnaður þessara námsbrauta mun því haldast í reynd, og þær eiga í raunveruleikanum fátt annað sameiginlegt en það að nem- endur við hvorar tveggju eru á svipuðum aldri," segir Björn í umsögn sinni. MENNTASKÖLINN VEL HEPPNUÐ TILRAUN TIL SKÓLASTOFNUNAR Björn ræðir nokkuð um sér- stöðu Menntaskólans, og telur hann vel heppnaða tilraun til skólastofnunar. Skólinn hafi hin síðari ár verið langfjölmenn- astur af framhaldsskólunum á Vestfjörðum og sé því öflugast- ur af þeim skólum sem fram- haldsskólanefndin vilji nú sam- eina. Síðan segist hann óttast að ekki yrði auðvelt að halda uppi óbreyttum nauðsynlegum kröfum um gæði kennslu og náms á hinum almennu bók- námsbrautum skólans ef Iðn- skólinn yrði alveg sameinaður Menntaskólanum í eina stofn- un. ,,Með þess háttar samein- ingu yrði stigið skref aftur á bak að því er varðar virðingu bók- náms á framhaldsskólastigi á ísafirði," segir Björn. Þá bendir hann á að lagabreytingu á Al- þingi þyrfti til, ef leggja ætti Menntaskólinn á ísafirði niður. MENNTSKÆLINGAR HAFA AÐ JAFNAÐI MUN BETRI UNDIR- STÖÐUÞEKKINGU Björn telur að vissri samnýt- ingu kennslukrafta verði hægt að koma við og nefnir að á liðnum árum hafi stundum farið „Ég get ekki séð annað en það hljótist gott eitt af þessu frá bæjardyrum Iðnskólans, hann hefur það lengi setið á hakanum," sagði Jón Ingi Har- aldsson, skólastjóri Iðnskól- ans, þegar við spurðum hann hvort hann væri samþykkur þeim hugmyndum framhalds- skólanefndar að leggja niður Iðnskólann og stofna Fjöl- brautarskóla Vestfjarða. ,,Ég held það hljóti að vera miklu betra að hafa einn stóran fram samkennsla í eölisfræði í Tækni- og Menntaskóla. Hins vegar telur hann nánast ófram- kvæmanlegt að kenna iðn- skólanemum og menntaskóla- nemum vissar kjarnagreinar, bóklegar, þar eð hinir síðar- töldu hafi að jafnaði mun betri undirstööuþekkingu en hinir. „Þannig er af og frá að skyn- og góðan skóla, heldur en að hver sé að kúldrast í sínu horni. Þannig nýtist tækjakostur og kennslukraftar miklu betur. Það er líka alveg Ijóst að umdæmið þarf á miklu betri Iðnskóla að halda. — En svona sameining margra skóla í einn krefst geysimikillar undirbúnings- vinnu og góðrar samvinnu allra aðila. Annars er það bæjar- stjórnarinnar að ákveða hvort farið veröur útí þetta eða ekki." Þetta var skoðun Jóns Inga Haraldssonar í Iðnskólanum. samlegt geti verið að reyna að koma á eins mikilli samkennslu og í fljótu bragði mætti virðast kleift," segir Björn. Þá nefnir hann að yfirstjórn beggja skóla hafi verið mjög fáliðuð, þannig að vafasamt sé að þar mætti spara með sam- einingu. >kólamál---- Skólamál---- Skólaniál--- Skólamál

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.