Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 8
Arsþing IBI í næstu viku Ársþing íþróttabandalags ís- firöinga verður haldið á Hótel ísafirði í næstu viku og verður þar kosin ný stjórn og nýr formaður. Fráfarandi formaður er Tryggvi Guðmundsson, lög- fræðingur. ÍBÍ samanstendur af átta fé- lögum og er nokkurs konar samnefnari fyrir þau. Hlutverk þess er einkum að sjá um hina formlegu hlið íþróttastarfsins, s.s. að sækja ráðstefnur og þing, og veita styrk bæjarins við- töku og deila honum á milli félaga og sérráða, en þar fer hið eiginlega íþróttastarf fram. ÍBÍ verður 40 ára á næstunni og af því tilefni er fyrirhugað að halda afmælismót í sem flestum greinum, að sögn Tryggva Guðmundssonar. vestíirska 1 mETTABLAÐID '1 I Skólanefiid Grunnskóla Isafjarðar: Leggur tíl að gnumskólamir á ísafirði verði sameinaðir Skólanefnd Grunnskóla ísa- fjarðar hefur skilað inn álits- gerð varðandi húsnæðismál og framtíðarskipan Grunnskólans á ísafirði. Tillögur nefndarinnar hafa vakið mikla athygli því þær gera ráð fyrir að allt nám á grunnskólastigi, 1. — 9. bekk- ur ásamt forskóladeild, fari fram á Eyrinni, þ.e. í því hús- næði sem þar er fyrir hendi ásamt nauðsynlegum viðbót- um. Þá er mælt með einni yfir- stjórn. í þessu sambandi legg- ur nefndin til að kannað verði viðhorf Hnífsdælinga til þess að Barnaskólinn í Hnífsdal verði lagður niður. I álitsgerðinni segir að kostir sameiningar skólanna undir eina yfirstjórn séu fleiri en ókostir. Nefnd eru m.a. eftirtalin atriði: — Öll skipulagsmál varðandi húsnæði og vinnutíma skólabarna ættu að batna — Fyllsta samræmis yröi gætt í náminu. bæði innan hvers nárns- árs. svo og frá fyrsta námsári til hins síðasta. — Betra skipulag næðist við gerð stundaskrár. — Skólatími yrði samfelldari. — Meiri nýting fengist í fag- og sérkennslu. — Skólatiminn yrði jafnlangur hjá öllum nemendum. þ.e. 9 mán. — í húsrýmisáætlun Péturs Bjarnasonar. fræðslustjóra (sem fylgir álitsgerðinni) kemur greini- lega í Ijós að mun hagkvæmari nýting fæst á skólahúsnæðinu við sameiningu. ekki hvað sist ef unn- ið væri að því að allir skólarnir þrir nytu þess lágmarkshúsnæðis og aðstöðu. sem fyrir er mælt í normum um húsnæðisþörf grunnskóla. Má leiða getum að því að það sem sparaðist fjárhags- lega i að fullnægja kröfum þriggja eininga kæmi einni stærri einingu til góða í betri útbúnaði og aðstöðu. Ennfremur segir í álitsgerðinni að með sameiningu skólanna megi ætla að starfsaðstaða kenn- ara gjörbreytist. Þannig ættu nt.a. geymslu- og vinnurými kennara að aukast við endurskipulagningu húsnæðisins. Jafnframt fengjust fagkennslustofur og skólabóka- safn. Þá segir að gera megi ráð fyrir að breytingar verði til hins betra varðandi skrifstofuhald skólanna. þ.e. að ráðinn verði skólaritari. sem auk almennra skrifstofustarfa við skýrslugerð o.þ.h. aðstoðaði kennara við vél- ritun og frágang verkefna, svo og tækjavörslu. í niðurlagi álitsgerðarinnar seg- ir síðan orðrétt: ,.Er ekki að efa að bætt skipu- lag skólahalds á ísafirði undir einni yfirstjórn með auknu og endurbættu húsnæöi hlýtur að koma nemendum Grunnskólans á Isafirði til góða. en sú niður- I staða vegur þyngst á vogarskálun- J um. hvað varðar þá ákvörðun J skólanefndar. er fram kemur í tillögunni." Áiitsgerðin verður nú send skólastjórum til umsagnar og síð- an á hún eftir að fara í gegnum bæjarstjórn. Saga ísafjarðar: Stefiit að útgáfii fyrsta bíndis í haust Skíði: Atli Einars- son vann Grænagarðs- bikarinn Laugardaginn 4. febrúar s.l. var keppt um Grænagarðsbik- arinn. Keppnin fór fram á Seljalandsdal og voru skráðir keppendur 9, og luku allir keppni. Brautir lagði Hovard Saude, hinn norski skíðaþjálf- ari, og voru hlið 45. Úrslit urðu þessi: 1. Atli Einarsson 1.3I.82 2. Einar V. Kristjánsson 1.33.50 3. Rúnar Jónatansson 1.35.75 4. Guðjón Ólafsson 1.35.80 5. Arnór Magnússon 1.36.81 6. Árni Sigurðsson 1.4I.82 7. Samúel Gústafsson 1.43.64 8. Sigrún Grímsdóttir l.46.14 9. Þorlákur Baxter * 1.49.73 Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, hefur nú í nokkur ár unnið að ritun sögu ísafjarðar á veg- um Sögufélags ísfirðinga, en kostnað bæjarsjóðs. Fyrsta bindi er nú tilbúið til prentunar og er stefnt að útgáfu þess fyrir næstu jól. Fróðir menn telja að rit þetta verði mikill fengur, ekki bara fyrir ísfirðinga, held- ur einnig fyrir sagnfræðina. Þetta fyrsta bindi. sem verður um 400 bls. að lengd. fjallar um tímabilið frá landnámi til I866. Þar verður m.a. að finna ná- kvæma örnefnaskrá með korti af sögusviðinu. Einnig er ætlunin að hafa þar kort af fiskimiðum í Djúpinu. Jón Páll Halldórsson. formaður sögufélagsins. taldi að hér hefði verðmætum fróðleik verið bjargað á síðustu stundu. þar sem hann hefði verið að hverfa yfir móðuna miklu í farangri gamalla manna. Þá er í ritinu fjallað um land- nám í Skutulsfirði, Eyrarhrepp á fyrri öldum, Eyrarhrepp á 18. öld. verslun á eyrinni fyrir og á einok- unaröld og frá I787 tii 1816. og síðan um ísafjörð sem löggiltan verslunarstað 1816 — 1866. Þá er rakin fólksfjölda- og byggðaþró- un. fjallað er um fyrsta landnáms- manninn og upphaf þéttbýlis- myndunar. Nokkurra frægustu klerka á Eyri er getið og fyrstu lögboðnu bæjarstjórnarkosning- unum er lýst. Aftast er síðan heimildaskrá. Að sögn Jóns Páls er i ritinu að finna töluvert af nýjum upplýs- ingum. Til dæmis varpar höfund- ur ljósi á það af hverju ísafjörður glataði kaupstaðarréttindum sín- um, en skýringar á því hafa hing- að til verið byggðar á getsökum. Annað bindi er þegar komið á rékspöl, en gert er ráð fyrir að minnsta kosti þremur bindum. Af annarri starfsemi Sögufélags ísfirðinga er það að segja, að Ársrit þess verður tilbúið til dreif- Vegagerðin skrifar bréf til bæjarstjómar: Vilja taka frá pláss fyrir hugsanlegan göngu- og hjólreiðastíg Gísli Eiríksson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar rík- isins á ísafirði, hefur sent bæj- arstjórn bréf varðandi gang- stíg/hjólreiðastíg meðfram Skutulsfjarðarbraut. Um á- stæður skrifanna sagði Gísli í samtali við blaðið að þeir hjá Vegagerðinni hefðu viljað tryggja að í skipulagi yrði gert ráð fyrir plássi undir hugsan- legan göngu- og hjólreiðastíg þarna. „Menn eru á góðri leið með að eyðileggja þann mögu- leika,“ sagði Gfsli og nefndi að samkvæmt upphaflegum áætl- unum í sambandi við nýúthlut- aðar lóðir á Stakkanesi hefði verið girt fyrir þennan mögu- leika. „Það eru engin plön uppi um að gera þetta,“ sagði Gísli, „við vildum bara sjá til þess að þessum möguleika væri haldið opnum.“ Hann sagði að enn vantaði greinargerð með aðalskipulagi kaupstaðarins og þar væri sjálfsagt að taka fram hve breitt svæði svona vegur ætth „Þetta er fyrst og fremst skipu- lagsmál," sagði Gísli. ingar í mánuðinum. I því verður m.a. að finna grein um Sögufél- agið 30 ára og um byggð í Ögur- nesi og Ögurvík. Ennfremur er fjallað um Vatnsveitufélag Flat- eyringa og Friðrik Axel Axelsson, forföður~Helga bakara og Arn- gríms Fr. Bjarnasonar. Þá er þar grein um Eimskipafélag Vest- fjarða og tveir þættir úr sögu Súgandafjarðar. i f PENINGALYKTIN KOMINTIL BOLUNGARVÍKUR ( gærmorgun voru fjórir loðnubátar komnir til Bolung- arvíkur með samtals 2.900 tonn af loðnu og þróarrými nokkurn veginn orðið fullt. Penlngalyktin mun því vera farin að kltla þefkirtla þeirra Bolvíklnga, og víst má telja að hún veit á gott. Elín Þorbjarnardóttir er enn biluð og hefur viðgerð tekið mikið lengri tíma en bú- ist var við. ( gærmorgun fór hún til Bolungarvíkur til frek- ari viðgerðar. — Vegna þessa hefur lítill afli borist á land og kláraðist allt hráefnl í lok síð- ustu viku. Það hefur því engin vinna verið hjá Fiskiðjunni Freyju það sem af er viku, en þó var búist við að einn vinnudagur næðist í vikunni, því línubátar hafa verið að róa. Á þriðjudaginn var fólki sagt upp kauptryggingunni. Afli línubáta hefur verið þokkalegur, en gæftaleysi háð þeim. Okkur er sagt að rækjuveiðar í Djúpinu hafi gengið frekar treglega. Og þá er að segja af togur- unum. BESSI landaði um 60 tonnum á þriðjudag. GUÐBJARTUR kom með 55 tonn af þorski í gær eftir viku- veiðar. PÁLL PÁLSSON kom með 100 tonn í gær. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landar í dag 65 tonnum. GUÐBJÖRG er á veiðum. DAGRUN og HEIÐRÚN hafa einnig verið viku á veiðum og voru væntanlegar tll hafnar nú seinnipart viku. ELfN ÞORBJARNARDÓTTIR er í Bolungarvík til viðgerðar einsog áður greindi. GYLLIR landaði um 70 tonn- um í vikunni og var obbinn af því þorskur. FRAMNES I. er á veiðum. SLÉTTANES landaði í gær 60 tonnum af þorski. Vegna símasambandsleys- is tókst okkur ekki að afla frétta frá suðurfjörðunum, og verður það að bíða næsta blaðs. BILALEIGA Ncsvegi 5 — Siiöavík — 94-6972-6932 (ircnsásvegi 77 — Kevkjavík — 91 -37688 Sendum bflinn Opió allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.