Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.02.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 23.02.1984, Blaðsíða 1
23:. febrúar 1984 vestfirska 8. tbl. 10. árg. FRETTABLASID FLUGLEIÐIR ÍSAFJARÐARFLUGVELU SÍMI 3000 OG 3400 FLUGLEIÐIR FERMINGARFÖT DRENGJA KOMIN EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF FATNAÐI FRÁ KARNABÆ OG GARBÓ Verslunin 1 ísafirði sími 3103 "íýtt skip > I i flotann [ siðustu viku var gengið frá kaupum á nýju skipi tii ísa- fjarðar. Er það síðutogarinn Ingólfur, sem áður var í eigu ísstöðvarinnar í Garði. Kaup- endur eru Eiríkur Böðvarsson, Jón Guðlaugur Magnússon, Sæmundur Árelíusson, Stein- dór Ögmundsson og Pálmi Stefánsson. Skipið verður af- hent 1. mars n.k. og verður þá strax hafist handa við að setja toggálga á það og verður það verk unnið í Hafnarfirði. Áætl- að er að það muni taka um vikutíma. Eirikur Böðvarsson tjáði blað- inu að togarinn mundi veiða rækju í frysti. og yrði stefnt að því að selja sem mest beint á erlend- an markað. en afgangurinn yrði unninn hjá Niðursuðuverksmiðj- unni. ..Þetta er vonlaus útgerð nema takist að selja eitthvað á erlendan markað," sagði Eiríkur og nefndi Japansmarkað í því sambandi, þar væri mjög hátt verð. Ingólfur er 350 tonna skip og verður skipstjóri Pálmi Stefáns- son, sem áður var með Jarl KE. Skipt verður um nafn á skipinu, en ekki er búið að velja nýja nafnið. Suðureyri: Elín Þor- bjarnar- dóttír far- in á veiðar Bágt atvinnuástand hefur verið á Suðureyri undanfarið vegna bilunar í togara Súgfirð- inga, Elínu Þorbjarnardóttur. Skipið komst ekki á veiðar fyrr en s.l. fimmtudagskvöld eftir að hafa verið bilað á þriðju viku. Eini fiskurinn sem á land barst þann tíma var af línubátn- um Sigurvon, en þrátt fyrir góð- an afla nægði það ekki til að halda uppi fullri vinnu í Fiskiðj- unni. Þannig náðust aðeins tveir vinnudagar í síðustu viku. að sögn Bjarna Thors hjá Fiskiðjunni Freyju og búist var við lítilli vinnu framanaf þessari viku. í vikulokin er Elín hins vegar vænt- anleg til hafnar og þá kemst allt í fullan gang á Suðureyri aftur. Frystihúsið sagði upp kauptrygg- ingu verkafólksins og átti upp- sögnin að taka gildi I dag. Það hefur verið nokkur huggun harmi gegn að loðnuskipið Þórs- hamar kom með 455 tonn I s.l. viku. og er þetta í fyrsta skipti sent loðnu er landað á Suðureyri. Þau gleðilegu tíðindi getum við einnig flutt að á mánudaginn var í fyrsta skipti á árinu mokað yfir Botnsheiði, þannig að Súgfirðing- ar geta nú um sinn brugðið sér bæjarleið. TálknaQörður og Bfldudalur semja: Sölvi Bjamason aftur til veiða — eftir rúmlega tveggja mánaöa stopp Samningar hafa nú tekist milli Tálkna hf. á Tálknafirði, útgerðarfélags Sölva Bjarna- sonar, og Fiskvinnslunnar á Bíldudal um leigu á skipinu. Gildir samningurinn út þetta ár og var búist við að skipið færi á veiðar um miðja þessa viku, eftir að hafa verið í slipp í Reykjavík í síðustu viku. Að sögn Bjarna Andréssonar. framkvæmdastjóra á Tálknafirði. hefur togarinn legið þar við bryggju síðan 5. nóvember. vegna bilunar og sífelldra uppboðshót- ana. Hann kom úr síðasta túr 4. nóv. og hótaði Fiskveiðasjóður þá uppboði 7. nóv.. en síðan var því frestað æ ofan í æ og hefur ekki farið fram enn. Áhvílandi skuldir nema nú um 110 millj. króna og er skipið að sögn Bjarna fjórða eða fimmta skuldseigasta skip á landinu og það eina sem sifellt hefur legiö undir uppboðshótun- um. ..Þetta eru launin fyrir að láta 'smíða innanlands." sagði Bjarni. Skipið var smíðað á Akranesi I978. Það var síðan ekki fyrr en Fisk- veiðasjóður sagðist mundu aftur- kalla uppboðshótun sína að sinni ef skipið kæmist á veiðar að leigusamningar gengu saman milli Tálkna og Fiskvinnslunnar. Að sögn Magnúsar Björnsson- ar, stjórnarformanns Fiskvinnsl- unnar. kemur þessi nýi leigu- samningur til með að gjörbreyta atvinnulífi á Bíldudal til hins betra. en frá áramótum hefur ekki verið nægt hráefni til að halda uppi fullri dagvinnu. Bjarni kvað það þó hafa bjargað tölu- verðu að línubáturinn Jón Þórð- arson frá Patreksfirði hefur lagt upp á Bíldudal síðan á áramót- um. Magnús sagðist vera bjartsýnn fyrir hönd þeirra Bílddælinga. enda fátt jafn mikilvægt og full atvinna. Sölvi Bjarnason mun verða mannaður Bílddælingum eingöngu. s ♦ Finunfaldur ísGrskur sigur í stórsvigi stúlkna 15—16 ára sjá nánar á bls. 3. Hafþór kominn tíl heimahafhar Togarinn Hafþór, sem þrjár rækjuverksmiðjur á ísafirði hafa tekið á leigu til eins árs, kom til sinnar nýju heimahafn- ar á mánudaginn. Gerðar verða smávægilegar breytingar á skipinu til að það fái haffærnis- skírteini, og var reiknað með að það kæmist til veiða seinni- part vikunnar. Að sögn Guðmundar Agnars- sonar. framkvæmdastjóra Rækju- stöðvarinnar. er verið að leita til- boða í frystivélar fyrir skipið. en þangað til sá búnaður kemur verður afli skipsins ísaður um borð. Gert er ráð fyrir að ísetning frystivélanna taki um 5 vikur og verða þær settar í hér á ísafirði. Guðmundur sagði að meiri- hluti áhafnarinnar yrði ísfirðing- ar, en vélstjórarnir koma að sunn- an. Skipstjóri verður Aðalbjörn Jóakimsson, en hann var áður fyrsti stýrimaður á Bessa frá Súðavík. Fyrsti vélstjóri verður Snorri Snorrason, en hann var áður á skipinu. Hafþór er 793 lestir og því stærsta fiskiskip sem gert er út frá ísafirði um þessar mundir. Hatþór í heimahöfn ! Brotist inn í l j Kaupfélagið | i — peningum stolið i ! Brotist var inn í vefnað- . arvörudeild Kaupfélags ís- g firðinga á ísafiröi um helg- g ina og stolið þaðan pen- | ingum að upphæð 6 — 7 I þús. kr. Málið var óupplýst I á mánudag, skv. upplýs- | ingum Jónasar Eyjólfsson- g ar hjá rannsóknarlögregl- g unni. Talið er að innbrotið hafi | verið framið aðfararnótt | laugardags eða sunnu- I dags, og fóru þjófarnir inn- I um lítinn glugga f portlnu I bakvið Kaupfélagið. Pen- | ingarnir sem þeir höfðu á | brott með sér voru geymdir S í læstum penlngakassa í g búðinni. Ekki voru unnln | umtalsverð spjöll fyrir utan I rúðubrotið. I

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.