Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.02.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 23.02.1984, Blaðsíða 8
AÐ verulegur skriður sé kominn á undirbúning opn- unar félagsmiðstöðvar fyrir unglinga. Þannig heyrum við að miðstöðin verði til húsa í Gúttó, og nú er verið að auglýsa eftir starfs- manni við hana. Ungling- arnir virðast því ætla að sjá árangur þrýstiaðgerða sinna... AÐ félagsmálaráð hafi lagt til að ekki verði leyfður rekstur leiktækjasala á ísa- firði, heldur einungis ein- stakra leiktækja... AÐ Birgir Valdimarsson hafi verið ráðinn útgerðar- maður Hafþórs. Velta menn því nú fyrir sér hver verði arftaki hans hjá Gunnvör. AÐ ballmenning ísfirðinga hafi tekiö breytingum uppá síðkastið. í fyrsta lagi hafi aðsókn aö dansstöðum stórminnkaö, nokkuð sem menn rekja til minni kaup- máttar. í annan stað hafi traffíkin færst mikið af laug- ardegi yfir á föstudags- kvöld. Virðist sem ungling- arnir vilji frekar skemmta sér þá... Eftirfarandi sögu: Vestfirð- ingur nokkur fluttist til Reykjavíkur og keypti sér íbúð í blokk og var von bráðar fenginn til að sjá um hússjóðinn. Þegar orku- reikningar fyrir stigagang- inn voru sendir út lentu þeir allir hjá Vestfirðingn- um sem hélt þeir væru allir á sína íbúð. Hann borgaði þá þegjandi og hljóðalaust og þótti ekki mikið... AÐ punktakerfið við fisk- mat, sem fyrirhugað var að innleiða með nýju fiskverði, sé að öllum líkindum dottið uppfyrir, a.m.k. í bili, þar sem ekki hafi allir getaö sætt sig við aðferðina. Kerfi þetta var mörgum þyrnir í augum, því það hafði í för með sér óhemju skrif- finnsku, þannig að með hverjum togarafarmi fylgdi að minnsta kosti 30 blað- síðna skýrsla... © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Úrval góðra sjónauka Stærð 8x30 kr. 1.660,00 7x35 kr. 1.735,00 8x40 kr. 2.300,00 7x50 kr. 2.700,00 10x50 kr. 2.700,00 Stærð 8-17x40 Zoom kr. 2.980,00 BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123 ísafirði FRETTABLAÐIÐ ERNIR P ISÁFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA A Vestranióli í sundi sem fram fúr í Sundhöllinni um helgina voru Ingólf- ur Amarson og Helga Sigurðardóttir kjörin sundfólk ársins 1983. Þau eru hér ásamt Gesti Halldórssyni, for- stjóra Véismiðjunnar Þórs, sem gaf * verðlamiabikarana. 1\ánar verður I greint frá mótinu í næsta lilaði. Rækjuverksmiðja á Skeiði? — Gunnar Þórðarson sækir iim lóð Rækuvinnslan Vinaminni hefur sótt um lóð undir ný- byggingu rækjuverksmiöju á ísafirði. í umsókninni eru nefndir tveir möguleikar, Sundahafnarsvæðið og Skeið- ið og segir í umsókninni að lóð Félagsstarf aldraðra: Gerð tilraun með akstur Frá og með 20. febrúar 1984 og fram tii vors mun í tilrauna- skyni verða boðið upp á akstur í og úr félagsstarfi þvf sem fram fer á Hlíf. Akstri þessum munu leigubílstjórar á ísafirði sinna gegn 30 kr. gjaldi á mann fyrir hverja ferð. Fólki sem vill nota þessa þjónustu er bent á að kaupa í Hlíf og í félagsstarfinu sérstaka miða sem síðan eru afhentir viðkom- andi bílstjóra eftir hverja ferð, líkt og gert er í strætisvögnum annars staðar á landinu. Þeir sem vilja nota þjónustuna skulu hringja í síma 3805 fyrir kl. 12.00 á hádegi þann dag sem þeir óska eftir akstri. og gefa upp nafn og heimilisfang. Þess má geta að i júlí í sumar verður boðið uppá vikuferð norð- ur í land með möguleika á að halda áfram til Seyðisfjarðar og þaðan til Færeyja í vikudvöl. á Skeiði gefi meiri möguleika á valkostum við bygginguna. f samtali við blaðið sagði Gunnar Þórðarson. fram- kvæmdastjóri að það væri eink- um þrennt sem mælti með stað- setningu á Skeiði. í fyrsta lagi væri vatnsskortur á eyrinni. þann- ig að þó lóð fengist á Sundahöfn væri óvíst hvort nægt vatn fengist. Á skeiði væri líka meira pláss og þar væri vinnuafl. ..Það er 7 mínútna keyrsla þangað inneftir." sagði Gunnar. ..þannig að fjarlægðin hefur eng- in stórvægileg áhrif. Og ef um er að ræða mun ódýrara hús sem hægt er að byggja í firðinum. þá Leikfélag Patreksfjarðar er nú að æfa Saklausa svallar- ann, gamanleikrit eftir Arnold og Bach, og er stefnt að frum- sýningu fyrstu dagana f mars. Að sögn Sigríðar Kristjánsdótt- ur, nýkjörins formanns leikfé- lagsins, gerist þetta leikrit f kringum 1930 en höfðar samt sem áður til nútfmans. Leikstjóri hefur verið fenginn að sunnan, og er það Guðjón Ingi Sigurðsson. Helstu hlutverk í leiknum verða í höndum þeirru teljum við að það borgi sig.“ Gunnar sagði að fyrirhugað væri að reisa einingahús. strax í sumar ef lóð fengist, og flytja í það undir haust. „Okkur liggur mjög mikið á að stækka, við erum að auka við okkur og jafnvel að fara inná önnur svið, og þurfum því meira pláss,“ sagði Gunnár. Hann taldi að starfsemi þeirra ætti ekki að hafa neinn sóðaskap í för með sér, því ætlunin væri að hafa alla starfsemi innandyra. „Annars vildum við helst vera á Sundahöfn." sagði Gunnar, „en það virðast bara ekki vera miklir möguleikar á því." Hermanns Ármannssonar. Ásdís- ar Berg og Sigurðar Skagfjörð. Sigríður Kristjánsdóttir sagði aðsókn að leiksýningum á Pat- reksfirði yfirleitt hafa verið góða og væru þetta tvær til þrjár sýn- ingar á hverju verki. Hún sagði að þau mundu að öllum líkindum reyna að sýna Bílddælingum verkið líka. og jafnvel fleirum. Sigriður kvað starfsemi leikfé- lagsins að mestu hafa legið niðri síðastliðið ár. en nú væri fullur hugur í mönnum að hressa uppá það og þar með Patreksfirðinga. Hún sagði að hugur væri í mönn- um að reyna að koma upp öðru leikriti í haust ef mannskapur fengist. Ekki kvað hún þó hafa gengið illa að manna Saklausa svallarann. Aðstöðu til sýninga sagði hún vera góða i Félags- heimilinu. i PENINGALYKTIN | LIÐASTUM I VESTFIRÐI | Nú er verið að bræða | loðnu í Bolungarvík, á Suð- I ureyri og Patreksfirði. Höfr- I ungur landaði f Boiungar- J vík 830 tonnum á sunnudag ■ og hefur ekki verið tekið við I meiru síðan vegna pláss- | leysis. Þórshamar er búinn I að landa tvisvar á Suður- I eyri, samtals um 1100 tohn- ■ um. Á Patreksfirði hafa þeir ■ tekið við hátt í tug loðnu- | farma og þar biðu í gær ■ Skarðsvík og Rauðsey eftir | löndun. I STEINBÍTUR I FARINN AÐ SJÁST Aflabrögð línubáta hafa ■ verið upp og ofan, frekar ■ tregt hjá Bolungarvíkur- og I Flateyrarbátum, en sæmi- | legt hjá öðrum að því er I virðist. Llr Bolungarvík I fengum við þær fréttir að ■ steinbítur væri farinn að ■ sjást í aflanum og passar | það við árstímann. | Sumar verksmiðjur eru I nú langt komnar með I rækjukvótann, t.d. Súðavík, I og í Bolungarvík bjuggust I menn við að hann entist ■ eitthvað frammí mars. Nú * standa yfir rannsóknir í | Djúpinu og ræðst af niður- I stöðum þeirra hvort kvótinn I verður aukinn. Þess má I geta að togarinn Ingólfur ■ var væntanlegur með um ■ 40 tonn af rækju í dag. J TOGARARNIR ■ GUÐBJÖRG landaði á ■ föstudaginn 102 tonnum og I var uppistaðan þorskur. I DAGRÚN landaði síðastlið- I inn fimmtudag 41 tonni, I mest þorskur. J HEIÐRÚN landaði sama I dag 64 tonnum af sams- I konarafla. | FRAMNES I landaði á I föstudag 65 tonnum af 1 karfa. J SLÉTTANES kom inn á 2 miðvikudag í síðustu viku [ með 61 tonn af þorski. I TÁLKNFIRÐINGUR kom | með 108 tonn á fimmtudag- | inn og voru tveir þriðju 1 hlutar aflans karfi, hitt 2 þorskur. 2 SIGUREY skilaði á föstu- 2 dag 96 tonnum á land og g var helmingurinn þorskur. Aðrir togarar hafa ekki I landað sfðan í síðasta I blaði. PIFCOHárkrumpan SyíT y / / Hárliðunarjárnið sem gefur hárint hina nýtýskulegu og spennandi krumpuáfirð Verð i« 1270 BILALEIGA Nesvegi 5 — Suðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bfllnn Opið allan sólarhringinn Leikfélag Palreksfjaröar: Setur Saklausa svallar- ann á svið

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.