Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Page 1
UNG HÆNUR Sinarffuðfji/imsQn kf &w 7200 - ift$ 3ol untja’iOílz l’vssi liclill fór úUit' »•/<) irwir- il:il í f>;vr vr lnlskiir kuuliir lcl iiiidiin. Huiiii \ :ir drvgiiiii ó- skviiiindiir 11/11) ufþcssiiin \ i«a- lcgti Uvkjinn. I.jósni. Ihilldór S\ vinbjöriisson 1 i ísafjörður — Flateyri: s I næstu viku er von á góð- um gestum Kristinn Sigmundsson, óp- erusöngvari og Jónas Ingi- mundarson, píanóleikari, halda hljómleika á vegum Tón- listarfélags ísafjarðar í Alþýðu- húsinu á ísafirði miðvikudag- inn 7. mars kl. 21:00. Kristinn er einn okkar yngstu söngvara. en hefur vakið mikla athygli fyrir frábæran söng og skemmtilegan leik bæði hérlendis og erlendis. Hann stundaði söng- nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Jónssyni og síðar í Vínarborg. Hann kom fyrst fram opinberiega í Sígaunabaróninum í íslensku óperunni og vakti þá strax geysihrifningu. Síðan hefur hann sungið aðalhlutverkin í m.a. Don Giovanni í Vínarborg og Rakaranum i Sevilla, sem nú er sýnd í íslensku óperunni. Jónas Ingimundarson er löngu orðinn landsþekktur píanisti og ísfirðingum að góðu kunnur; hann hefur haldið hér einleiks- tónleika svo og leikið með mörgu öðru góðu listafólki. Vonandi sleppa fsfirðingar ekki þessu einstæða tækifæri að hlýða á góðan söng og píanóleik. Efnis- skráin er fjölbreytt, íslensk og erlend sönglög og aríur úr þekkt- um óperum. Forsala aðgöngumiða verður í Bókhlöðunni, en einnig verða seldir miðar við innganginn með- an húsrúm leyfir. Félagar í Tónlistarfélagi ísa- fjarðar geta vitjað áskriftarkorta sinna í Bókhlöðunni. Tónleikarn- ir verða endurteknir á Flateyri fimmtudaginn 8. mars kl. 21.00 í kaffistofu Hjálms. Kristinn Sigmundsson Kallar á atvinnuleysi seinnihluta ársins — sagði Gunnar Pálsson um kvótann Ráðuneytiö hefur lokið við að skipta auðæfum hafsins milli landsmanna og hefur nú hvert skip fengið sinn kvóta. Vestfirska kannaði viðbrögð nokkurra útgerðarmanna og er ekki beint hægt að segja að þeir hafi verið syngjandi sælir einsog sjö vetra börn. „Mér líst alveg djöfullega á hann,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, útgerðarmaður Guð- bjargar. „Við vorum búnir með sama magn af þorski í endaðan júlí í fyrra.“ „Mér líst ekki nógu vel á þetta,“ sagði Guðfinnur Einars- son í Bolungarvík. ,,Þó er þetta nokkurn veginn það sem menn bjuggust við. Við vonumst samt eftir að gerð verði einhver leið- rétting á kvótanum, meðal annars vegna bilunar í Dagrúnu. Þá er ekki vitað ennþá hvaða kvóta við fáum fyrir skipið sem verið er að smíða fyrir okkur og verður af- hent í mars.“ Aðspurður sagði Guðfinnur að þeir væru í viðbraðgsstöðu varð- andi það að senda togarana á rækju. „Þetta kallar á beint atvinnu- leysi," sagði Gunnar Pálsson hjá Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri. „Heildaraflinn í plássinu verður líklega um 4.000 tonn, sem er um helmings minnkun frá þvi fyrir þremur árum síðan. Við reiknum með að Elín verði búin með þorskkvótann í júní, og má því búast við að seinnihluti ársins verði svakalegur. Okkur telst til að togarinn verði frá veiðum 90—120 daga, og hér á Suðureyri er ekki í neina aðra vinnu að hlaupa.“ „Við bjuggumst við meiri þorskkvóta,“ sagði Börkur Áka- son í Súðavík, og sagðist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða áhrif þetta hefði á frysti- húsið. „Við sjáum hvað setur, ætli það séu ekki allir að vona að þessi kvóti riðlist." „Það trúir því enginn að kerfið haldi,“ sagði Jón Bjarnason hjá Fiskvinnslunni á Tálknafirði. „Þetta kvótakerfi þýðir umbylt- ingu á öllu þjóðfélaginu — menn verða að fara að róa á mánudög- um og koma inn á föstudögum kl. 5." Jón bjóst við að þeir gætu haldið uppi vinnu allt árið. Hannes Ágústson hjá Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar sagði sjá- anlegt að ekki yrði hægt að halda uppi fullri vinnu. „Heildaraflinn hjá bátum bæjarins samsvarar ársafla eins togara," sagði Hannes og fannst lítið. „Þetta leggst svo þversum í okkur að þetta kemst ekki inní hausinn á okkur," sagði Bjarni Grímsson hjá Kaupfélagi Dýr- firðinga, og kvaðst hafa búist við rúmlega meðalkvóta fyrir Slétta- nesið í stað þess að vera í neðri kantinum. Kvóta Framnessins kvað hann skiljanlegri. „Við ætt- um að geta haldið uppi þokka- legri vinnu út ágúst.“ sagði Bjarni. „Þá er líka kominn berja- tími og það er gott berjaland hérna." Hér fer á eftir kvóti Vestfjarða- togaranna, innan sviga er heildar- afli þeirra 1983. GUÐBJÖRG 4.198 tonn, þar af 1968 tonn þorskur (5.346). PÁLL PÁLSSON 3.765 tonn. þar af 1734 tonn þorskur (4.196). JÚLÍUS GEIRMUNDSSON 3.571.5 tonn, þar af 1.598,5 tonn af þorski (4.160). BESSI 3.382 tonn, þar af 1.416 tonn af þorski (3.937). TÁLKNFIRÐINGUR 3.287 tonn, þorskur 1.053 (3.870). DAGRÚN um 2.400 tonn, þar af um 1.400 þorskur (3.565). GYLLIR 3.175 tonn, þar af þorskur 1.305,5 (3.505). ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR 2.887 tonn, þar af 1.186,5 tonn þorskur (3.442). SLÉTTANES 2.561,5 tonn, þar af 1.126 tonn þorskur (3.234). SIGUREY 2.649 tonn, þar af 943 tonn af þorski (3.215). GUÐBJARTUR 2.798.5 tonn, 1147.5 þorskur (3.087). HEIÐRÚN um 2.400 tonn, þar af um 1000 tonn þorskur (2.801). SÖLVI BJARNASON 2.698 tonn, þar af 1.074 tonn af þorski (2.373) FRAMNES I. 2.909 tonn, þar af 1.062 tonn þorskur (2.373). Sveitakeppni í bridge: Sveit Amars Geirs sigraði Á mánudagskvöld lauk ísa- fjarðarmóti í sveitakeppni á vegum Bridgefélags ísafjarðar. Alls tóku sjö sveitir þátt í mót- inu, þar af ein gestasveit úr Bolungarvík, en samvinna bridgespilara á ísafirði og í Bol- ungarvík hefur verið með ágæt- um. Keppnin var mjög spenn- andi og fyrir lokaumferðina á mánudaginn áttu þrjár sveitir möguleika á að hreppa ísa- fjarðarmeistaratitilinn. Sigur úr býtum bar svo sveit Arnars G. Hinrikssonar og hlaut 114 stig. f henni voru auk Arnars: Kristján Haraldsson, Einar Valur Krist- jánsson, Birgir Valdimarsson og Grímur Samúelsson. í öðru sæti varð sveit Sigurð- ar Ólafssonar með 100 stig. Þriðja varð sveit Páls Áskels- sonar með 79 stig. Miðsvetrar- hljómleikar Hinir árlegu miðsvetrartón- leikar tónlistarskólans fara fram í Barnaskóla fsafjarðar n.k. föstudagskvöld kl. 20.30 og laugardag og sunnudag kl. 17.00 báða dagana. Á hljómleikunum koma fram um 120 nemendur, sem leika á ýmiss konar hljóðfæri, enda er efnisskráin mjög fjölbreytt og mismunandi hvern dag. Hin nýstofnaða lúðrasveit tónlistarskólans kemur fram á öllum hljómleikunum og leikur nokkur lög, en í lúðrasveitinni eru nú þegar 16 nemendur. Aðgangur að hljómleikunum er ókeypis og öllum frjáls og velkominn. Brotíst inn í Vinnuver: Peningakass- inn fannst í kirkjugarðinum Innbrotafaraldur virðlst nú vera á fsafirði. Um þar síðustu helgl var brostist inn í Kaupfé- lagið, eins og við sögðum frá í síðasta blaði, og nú um nýliðna helgi brutust einhverjir ó- prúttnir inn í verslunina Vinnu- ver. Fóru þeir inn um bak- glugga inn á skrifstofu og að peningakassa. Kassinn var tómur. Þeir tóku hann samt með sér og fannst hann gjöró- nýtur upp í kirkjugarði. Að sögn Jónasar Eyjólfssonar, rannsóknarlögreglumanns, nemur tjónið um 20 þús. krón- um. Þess má geta, að þjófarnir virðast ekki hafa komist ó- skaddaðir frá iðju sinni, þvf blóð var um alla búð. Unnið er að rannsókn beggja Innbrotanna. Á Ólympíuleikunum gefur maður allt sitt, segja ísfirsku Ólympíufararnir. Sjá viðtal á bls. 5

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.