Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 5
vestfirska fRETTABLASID Guðmundur Jóhannsson Ólymptufarar ísfirðinga, þeir Einar Ólafsson og Guðmundur Jóhannsson eru nú komnir heim eftir alllanga útivist við æfingar og keppni. Okkur á Vestfirska lék hugur á að heyra í þeim hljóðið, því það er ekki á hverjum degi sem menn taka þátt í Ólympíuleikum. HERMENN MEÐFRAM ALLRI BRAUTINNI „Þetta var alveg ógleyman- legt," sagði Guðmundur, „líður seint úr minni," sagöi Einar. Þeir létu vel af borginni, fólkinu og aðbúnaði öllum. ,,Við bjuggum í nýbyggðu þorpi, sem var svo vel vaktað aö viö urðum að labba í gegn- um röntgenhlið og sýna sér- staka passa til að komast inn á hótel." Einar segir skemmtilega sögu af því: ,,Ég var þúinn að ferðast með litla fánastöng, svona eins og maður hefur á borði. Þegar ég set töskuna í gegnum röntgenið sjá þeir þetta járn þarna í töskunni og rjúka upp til handa og fóta, fyllist allt af öryggisvörðum og þeir spyrja hvað þetta sé með miklu pati. Ég hló bara. En þegar ég ætlaði svo að fara að opna töskuna, þá voru þeir allir í viðbragðsstöðu, héldu að þetta væri talstöðvarloftnet og ég milligöngumaður fyrir ein- hvern fyrir utan." Strákarnir sögðu að kringum hótelin hefðu verið hermenn með 20 — 30 m millibili. Og í göngubrautinni voru þeir með 50 — 100 m millibili allan hring- inn. „Maður hálfvorkenndi þeim nú að þurfa að standa þarna í kuldanum og geta lítið hreyft sig. Þeir stóðu kannski þarna snjóugir og voru búnir að byggja snjóvirki til skjóls, “ sagði Gummi. KEYRÐU ÚTÍ SKURÐ Strákarnir segja hræðslu inn- fæddra við yfirvöld hafa verið mikla og Einar segir sögu til marks um það: „Þegar við kom- um til Sarajevo frá Zagreb fór- um við í rútu með Svíunum. Á undan fór lögreglubíll með blikkandi Ijósum. Þetta var um kvöld og ekið sæmilega greitt. Svo eru þarna tveir júgóslavn- eskir bílar sem löggubíllinn dró upþi, og þegar þeir urðu varir við lögguna keyrðu þeir út af veginum í sína áttina hvor — út í skurð." Annars s«gðu þeir borgina hafa verið nútímalega og mikið mannhaf á götunum. „Maöur varð að fylgja straumnum," sagði Einar. Hins vegar sögðu þeir bílakostinn ööruvísi en vestantjalds. Þannig væru margir leigubílar af Skoda-gerö eða VW-bjöllur, tveggja dyra. FÓR STRAUMUR UM MANN —Hvernig var svo að ganga inn á leikvanginn við setningar- athöfnina? „Það var ekki laust við að færi straumur um rnann," sagði Gummi og Einar samsinnti því. Ekki sögðu þeir auövelt að lýsa þessum straumi, en lesandinn getur kannski komið þeim til aðstoðar með því að ímynda sér þá upplifun að ganga undir merkjum lands síns inn á Ólym- píuleikvanginn. Ekki margir ís- lendingar sem upplifa það. MIKIL EINBEITING „Það er gaman að fylgjast með því hvernig menn lokast alveg á keppnisdaginn, eins og þeir þekki ekki vini sína lengur, einbeitingin og spennan er svo mikil," segir Einar. „Það er eins og menn lokist og séu bara með sjálfum sér. Ég tók sér- staklega eftir þessu með Tomas Wassberg, en ég hef umgengist hann svolítið í vetur. Honum gekk ekki sérstaklega vel í 30 km göngunni, en svo sá maður alveg á honum hvernig hann breyttist dag frá degi. Hann fór aö vera einn, fara einn á æfing- ar seint á kvöldin og var sífellt að spá og spekúléra — var einn í heiminum." — Fyrir utan keppni fannst strákunum samt vera létt yfir mannskapnum í heild. GEFUR ALLT SITT — En hvernig leið ykkur í keppninni sjálfri? „Ég var alveg hissa á hvað ég var rólegur í startinu," segir Guðmundur. „Maður bjóst við að vera skjálfandi, en svo var ekki. Maður reyndi bara að gera sitt besta." „Mér fannst þetta bara eins og hvert annað mót," segir Ein- ar. ,,En maður verður að hafa það í huga líka að þetta eru Ólympíuleikar og þá gefur mað- ur allt sitt, hvern einasta dropa." Gummi samsinnir þessu. „Annars er þetta þara eins og hvert annað mót." „Maður er búinn að keppa svo mikið í vetur," segir Gummi, ,,er kominn betur inn í þetta. En þetta var erfitt, sér- staklega í stórsviginu, því þeir sprautuðu vatni í brautina dag- inn áður, svo hún var sums staðar bara svell. Maður er ekki vanur að skíða á svona og þorði ekki alveg að sleppa sér á þetta, því það má ekkert út af bera, þá á maður á hættu að detta. Enda lentu meira aö segja margir hinna fremstu í vandræðum." —En hvernig leið þér þá þegar þú dast í sviginu? „Það var agalegt, mann langaði mest til að grenja." ENGIN MINNIMÁTTARKENND „Nei, maóur er alveg hætt- ur að hafa minnimáttarkennd gagnvart hinum stóru. Maður hafði þaö kannski fyrst þegar maður var að byrja, en er alveg hættur því núna," segir Gummi. „Það þýðir ekkert að hugsa svoleiðis," segir Einar. „Á góð- um degi getur maður unnið suma frá stórþjóðunum, svo það er ekkert til að skammast sín fyrir." —Voruð þið ánægðir með árangur ykkar? „Ég var nokkuð ánægður með stórsvigið," segir Guð- mundur, „það var það erfitt. í sviginu hefði ég aftur á móti viljað komast niður." Einar segist hins vegar ekki vera nógu ánægður. „Davos í Sviss, þar sem ég keppti viku fyrir leikana, er í 1600 m hæð," segir hann, „og það fór illa í mig, ég datt niöur úr öllu valdi, eins og reyndar nokkrir af Sví- unum, þeir sem voru óvanir svona mikilli hæð. Ég náði mér aldrei almennilega upp fyrir 30 km í Sarajevo. Svo var líka mjög mikið að ske í Sarajevo, og ég var svo vitlaus að láta allt fara í taugarnar á mér, var óreyndur. Síðan vissi maður ekki fyrr til en maður var staddur á startlín- unni í 30 km og farinn af stað. Miðað við árangur minn í vetur er ég óánægöur," — og nefnir tölur til samanburðar: í 15 km í Osló 1982 var ég 3,20 mín á Einar Ólafsson eftir fyrsta manni, í Sarajevo var ég 4,55 mín á eftir honum." MJÖG SKEMMTILEGT AÐ GANGA —Er ekki leiðinlegt að ganga og ganga kílómeter eftir kíló- meter? „Nei, þaö er einmitt mjög skemmtilegt, vegna þess að það er svo mikið að ske í kring um þetta. Það þarf að spekú- lera í þessu og spenningurinn er alveg rosalegur. Svo þegar maður er farinn af stað, þá er maður ekki að hugsa, hvað ætli þau séu nú að gera heima, eða eitthvað svoleiðis, maður hugs- ar nærri því um hvert einasta skref, reynir að ná sem mestu út úr hverju skrefi, taka þessa brekku nú létt og svo framveg- is. Maður er að útfæra gönguna allan tímann. Svo er náttúru- lega ýmislegt sem maður hugs- ar á æfingum þegar gengið er 40 — 50 km, allt frá smurningi upp í heimspólitík." —Þarf þá ekki mikinn vilja- styrk til að æfa? „Það er ekkert að fara á skíði í hálfan mánuð, þrjár vikur, en aö vera á skíðum og æfa í fleiri, fleiri ár, það tekur á. Það segja margir aö taki 10 ár að komast á toppinn." „Til að vera framarlega þarf maður að vera meira og minna úti," segir Gummi. „Aðstæður hér eru allt aðrar en úti, og þegar maður kemst ekki á skíði dögum saman, þá er formið nú fljótt að fara." FENGU STYRKI — TÓKU [ÞRÓTTINA ALVARLEGAR —Nú hafið þið báðir verið mikið erlendis í vetur, fenguð þið einhverja styrki? „Já, við fengum styrki frá Skíðasambandinu, Skíðaráði og íshúsfélagi ísfirðinga," sögðu strákarnir og vildu sér- staklega þakka íshúsfélaginu fyrir sinn rausnarlega styrk. „Finnst ykkur það setja meiri pressu á ykkur að þið eruö styrktir? „Jú, að vissu leyti," segir Gummi, „en maður reynir bara alltaf að gera sitt besta." Einar er ekki eins viss og segir okkur af kunningja sínum sem var styrktur af foreldrum sínum, og ef hann gekk ekki nógu vel, þá skammaðist hann sín. „Ef maður hugsar svoleið- is, þá getur maður alveg eins hætt þessu. En styrkveiting veröur þó alltaf til þess að mað- ur tekur þetta alvarlegar." —Ætlið þið að halda áfram að æfa? ,,Jú, ætli maður haldi ekki eitthvað áfram," segir Gummi. „Ég held örugglega áfram fram að næstu Óiympíuleikum," seg- ir Einar. —Hvernig er að koma heim? „Leiðindaveður," segir Einar og hóstar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.