Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 6
vestlirska 6 r rRETTABLADIC l'búð til sölu íbúðin Hrannargata 10, efri hæð, norðurendi, er til sölu. Er laus nú þegar. Upplýsingar gefur Ólafur Halldórsson í síma 3975 á kvöldin og um helgar. Húsnæði óskast Fyrirtæki óskar að taka á leigu húsnæði fyrir 31. maí. Upplýsingar í síma 3977 á skrifstofutíma. Isafjörður langt á eftir — segir Ólafiir H. Ólafsson nýkjörinn form. IBI TEG. 1708 GRIP- GORMAR gegna sama hlutverki og handgrip. Hægttakameð sér hvert sem er. Er að fá úrval ódýrra vaxtar- ræktartækja, svo sem: Vaxtarmótarann Sveigjustöng Gripgorm Firm and fuii brjóstfegrunartæki TEG. 1720. TOGTÆKI. Togtækið byggir upp upphand- leggsvöðva mjög hratt. einnig brjóstkassa, bakvöðva og axlir. Miklar vinsældir sveigjustangar- innar eru besti mælikvarðinn á gildi tækisins. Hún styrkir og stækkar upp- handleggsvöðva, brjóstkassa, axlir og bakvöðva. m Figurex teygjur m Toggorma m Kastpílur og mörk m o. /77. fl. Ávallt fyrirliggjandi: Firmaloss grenningarduft Weider protein Umboðsmaður á ísafirði: Helga Kristinsdóttir, Móholti 2, sími 3608 Á ársfundi fþróttabandalags ísafjarðar, sem haldinn var í síðustu viku, var Ólafur Helgi Ólafsson kosinn formaður bandalagsins. Við spurðum Ól- af hvort hann ætlaði að beita sér fyrir einhverjum sérstökum málum. „Já, ég hef áhuga á því að reyna að auka starfið hérna innan félaganna." — Finnst þér það hafa verið í daprara lagi? „Ja, það má vera betra, það er alveg öruggt. Við þurfum að mynda breiðfylkingu, þannig að ÍBÍ sé í fararbroddi fyrir íþrótta- hreyfinguna í bænum. Með nú- verandi skipulagi finnst mér of mikið hafa verið leitað beint til bæjaryfirvalda af félögunum og sérráðunum og frekar gengið framhjá íþróttabandalaginu. Ég ætla að reyna að vekja upp að bandalagið verði sameiningar- tákn íþróttafélaganna hérna, eins og það á að vera í raun- inni. Auk þess á það að vera hlutverk íþróttabandalagsins að standa fyrir kynningum á nýjum íþróttagreinum og yfir- leitt að efla almenningsþátttöku í íþróttum. Ég býst nú kannski ekki við neinni stórbreytingu til að byrja með." Ólafur sagði að þegar bær- inn hefði yfirtekið Seljalands- dalinn hefði ÍBÍ eignast tvo full- trúa í íþróttaráði og hefði það breytt stöðunni dálítið, þannig að félögin og sérráðin hefðu farið að leita beint til bæjaryfir- valda varðandi peningalega fyr- irgreiðslu og annað. Við spurðum hvort hann héldi þá að áhugamannastarfið væri að detta uppfyrir. ,,Ég vil alls ekki fullyrða það,“ sagði Ólafur, ,,en það má vlssulega auka hina félagslegu hlið íþróttastarfsins í bænum og Ólafur Helgi Ólafsson ég hef áhuga á aö gera það með því að hafa þá nánara samráð við sérráðin og félög- in.“ Ólafur var spurður hvort þeir hjá ÍBÍ gætu haft einhver áhrif á uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum. „Ekki nema sem þrýstihópur og það finnst mér skilyrðis- laust aö við ættum að reyna að vera með því að reka áróður fyrir bættri íþróttaaðstöðu og reyna að hafa áhrif á skoðanir almennings í því efni. Eins og er þá er ísafjörður langt á eftir sambærilegum kaupstöðum hvað snertir íþróttaaðstöðu," sagði Ólafur Helgi Ólafsson, nýkjörinn formaður íþrótta- bandalags ísafjarðar. GRIMUBALL að Uppsölum laugardagskvöld 3. mars kl. 23:00. Þriggja manna dómnefnd. Fjölmennið og rifjið upp gömlu grímuböllin. BG-flokkurinn, Grímubandið, Eiríkur Fjalar. UPPSALIR Dagskrá mánaðarins: ☆ 16. mars: Diskótek ☆ 17. mars: Sólrisudansleikur ☆ 23. mars: Diskótek ☆ 24. mars: Söngvarar fyrri ára koma fram í sviðsljósið á söngvahátíð ☆ 30. mars: Diskótek ☆ 31. mars: Stórbingó. UPPSALIR V Glæsileg verðlaun: 1. verðlaun 5.000 kr. 2. verðlaun 2.000 kr. 3. verðlaun 1.000 kr. Aukaverðlaun fyrir frumlegasta klæðnaðinn $ KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA Bolludagur Úrvals kjötfars og fiskfars frá kjötvinnslu okkar fyrir bolludaginn Sprengidagur Saltkjötið okkar þekkja allir og nú velur þú þér bita beint úr borðinu í pottinn á sprengidaginn Verslið hagkvæmt Verslið í kaupfélaginu Einnig bacon í bitum útísúpuna 0 WFÍLAC ÍSFIROIIIU

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.