Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1984, Blaðsíða 2
I vesttirska I FRETTABLACID Vikublaö, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaöamaöur Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurösson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verö í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverö er lausasöluverð, reiknaö hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Hýmar vfir Yestfirðmgum Brúnin hefur heldur lyftst á Vestfirðingum síðustu daga, þrátt fyrir harla óvísindaleg og húmorslaus skrif Jónasar stýrimanns um orkureikninga í fjórðungnum og áhyggjur af fyrirhyggjuleysi sjávarútvegsráðherra um framtíð rækju- veiðanna í úthafinu. Athuganir fiskifræðinga á ástandi sjávar glæða vonir manna um að Guðjón formaður farmanna- og fiskimanna hafi rétt fyrir sér, er hann heldur því fram, að lægðin í þorskveiðunum á undanfömum misserum stafi ekki aðal- lega af ofurkappi fiskimanna, heldur ekki síður af ýmsum náttúrufarslegum ástæðum og að ekki sé of mikil bjartsýni að ætla að úr geti ræst. Undanfama daga hafa togaramir verið að mokfiska. Hafa þeir komið með allt að 200 tonnum af góðum þorski eftir nokkurra daga útivist og steinbíturinn hefur tekið við sér á fiskislóðinni svo að helst minnir á hina gömlu góðu daga, fyrir hrakspár og niðursveiflu í bolfiskafla. Aukakvóti af loðnu og viðbótaraflamark á rækjuveiðum innan fjarða er heldur ekkert til að fúlsa við, og kemur sér enda vel upp í rýran þorskkvóta og fjárlagagatið, sem Þjóðviljinn keppist daglega við að stækka á annars þétt- riðnu neti fjármálaráðherra. Þá varð það einnig til þess að bæta geð Vestfirðinga, að þegar loks var flogið í gær, miðvikudaginn 7. mars s.l., þá stigu góðir gestir út úr Fokkemum og tveimur tímum síðar vom þeir Kristinn Sigmundsson barýtónsöngvari og undir- leikari hans, hinn ágæti píanisti Jónas Ingimundarson, stignir upp á svið Alþýðuhúss ísfirðinga til þess að hressa upp á dreifbýlismenninguna. Er skemmst frá því að segja að þessir forkunnargóðu hstamenn unnu hugi og hjörtu tónleikagesta, sem aldrei þessu vant höfðu troðfyllt Alþýðuhúsið. Þessi stórefnilegi ungi söngvari bókstaflega töfraði áheyrendur með söng sínum og að lokinni efnisskránni, þar sem hæst bar að dómi undirritaðs Vetrarferð Schuberts, þá tíndu hsta- mennimir fram hinar ýmsu perlur sönghstarinnar og miðluðu af örlæti og mannlegri hlýju fagnandi áheyrend- um, sem aðeins af kurteisi og tilhtssemi við þessa ágætu listamenn, slepptu þeim út af sviðinu eftir tveggja klukku- stunda ógleymanlega söngskemmtun. r— Smáauglýsingar—■■ BAHÁ‘1 TRÚIN Upplýslngar um Bahá'i trúna •ru sendar skriflega, ef óskað •r. Utanáskrlft: Pósthólf 172, (saflrðl. Oplð hús að Sund- stratl 14, sfml 4071 öll fimmtudagskvðld frá kl. 21:00 tll 23:00. I ALANON FUNDIR ■ fyrlr aðstandendur fólks, sem ■ á vlð áfenglsvandamál að J strfða, eru kl. 21:00 á mánu- ! dagskvðldum að Aðalstræti ■ 42, Hastakaupstaðarhúslnu. | Upplýsingar veittar í síma | 3411 á sama tíma. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þrlðjudagskvðld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstrati 42, Hastakaupstaðarhúslnu. Sfml3411. AA DEILDIN AA FUNDIR BOLUNGARVfK kl. 20:30 á flmmtudögum f Klwanlshúslnu á Grundum. AA DEILDIN TIL SÖLU Toyota Mark II árg. 1974 og Subaru árg. 1980, sedan 4x4. Upplýsingar í síma 3454. ÓDÝR LfTILL BfLL Óskast tll kaups. Upplýsingar í síma 3618 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU Toyota Corolla árg. 1977, ek- inn 71 þús. km. Upplýsingar í síma 3518 TIL SÖLU I Volvo FB 88—46 vöruflutn- ■ Ingablfrelð árg. 1972. Verð ■ um kr. 200 þúsund mlðað vlð ! staðgreiðslu. Upplýsingar í síma 94-4302 og ! 4346. [ yesttirska l FRETTABLADIO Orðið er laust --Lesendadálkur- Jónas Guómundsson, rithöfundur: Skilaboð til Vestfirðinga Jónas Guðmundsson, rithöf- undur, hafði samband við blað- ið og vildi, af gefnu tilefni, koma þeim skilaboöum til Vest- firðinga aö raforka til húshitun- ar væri 14 aurum dýrari hver kílóvattstund í Reykjavík en hjá Orkubúi Vestfjarða. Hann sagöi að þó nokkur hús væru hituð meö rafmagni í Reykjavík, og Vestfirðingar sem flyttu suður yrðu að passa sig a að lenda ekki í svoleiðis húsi, þá yrðu þeir að flytja vestur aftur. Frá ritstjóra Hinn undarlegi húmor Jónasar stýrimanns kemur fram í ýmsum myndum og hafa sumir gaman af, stundum. Ef það er hins vegar meining rithöfundarins að skrif hans um orkuverð séu tekin alvarlega, þá höfum við hjá Vestfirska það ráð að gefa honum, að hann komi hér vestur einhvern daginn og mun- um við þá með ánægju koma honum í samband við venjulegt fólk, sem býr í venjulegum húsum en á athyglisverða orkureikninga í fórum sínum. RITSTJÓRI Jóhann Kristjdnsson, Bolungarvík: Ókunnugum þaif að vísa á greni í Vestfirska fréttablaðinu þann 16.2. 1984 skrifar Jón Guðjónsson á Laugabóli grein sem ég vil gera athugasemd við. Jón fer þar með atvinnuróg og ósannindi gagnvart okkur sem vorum við grenjavinnslu í Nauteyrarhreppi árin 1979 — 1981. Jón segir: ,,Því einmitt þetta tímabil er mesta blóma- skeið í fjölgun refa í Nauteyrar- hreppi. Þá er ekki ár eftir ár, leitað á fjölda, jafnvel tugum grenja á byggðum sem ó- byggðum jörðum.“ Ég vona aö Jón verði maður til að standa við þessi orð sín og sanna sitt mál þegar þar að kemur. Nú vil ég hafa það sem sannara reynist. Vorið 1979 fórum við feðgar inn í Djúp til grenjavinnslu og hittum þar fyrir fyrstan manna Jón Guðjónsson hreppstjóra og bónda. Þar sem við vorum ókunnugir þessu landi og víð- áttan mikil, fór ég þess á leit við bóndann að hann vísaði okkur á þau greni sem í hans landi væru, því þar ætluðum við að byrja. Hann sagðist ekki hafa tíma til þess, ,,en það munu vera grenjastæði hér uppi á hjöllunum fyrir ofan, og þið skuluð tala við hann Ástþór í Múla hann mun vita meira um þetta en ég.“ Þetta var áhugi stórbóndans á Laugabóli fyrir útrýmingu refa í hans landi og áttum við engin samskipti við hann eftir það. Ástþór í Múla greiddi úr þessu máli og var okkur ætíð hjálplegur. Jón segir í grein sinni að Indriði fari með ósann- indi og þau séu ekki svara- verð. Hann segir einnig: ,,Mér er heldur ekki kunnugt um ann- að en að bændur hér hafi verið reiðubúnir að vísa á greni í löndum sínum og nærliggjandi eyðijörðum eftir því sem þeir hafa þekkt til. Hitt er svo annað mál, að ekki er hægt að ætlast til þess, að einstaka bændur leggi fram ótakmarkaöa aðstoð við grenjaleitir, m.a. á eyðijörð- um án þess að gjald komi fyrir." Ég viðurkenni það Jón, að ég bauð þér ekki fjármuni fyrir að vísa okkur á greni í landi þínu, frekar en öðrum bændum í hreppnum, sem allir nema einn tóku þátt í grenjaleit þau þrjú vor sem við vorum þarna, sumir lögðu mikið á sig við þá leit og skal þakkað það og öll góð kynni. Jón hreppstjóri hikar ekki við að bera alla bændur í Nauteyr- arhreppi þeim sökum að hafa ekki nennt eða viljað aðstoða og leita að grenjum þessi um- ræddu vor. Þetta er þungur dómur sem hreppstjórinn fellir yfir söfnuð sinn. Jón viðurkennir það að hafa ekkert vit á grenjaleit og því ætti hann að spyrja bændurna sem næst honum búa hvernig helst ætti að standa að þessum mál- um. Þeir vita vel að þegar ó- kunnugir menn koma, þá þarf að vísa þeim á þau greni sem vitað er um, en það þarf ekki að gera það nema einu sinni. Þetta vita allir nema hreppstjórinn. Nú spyr ég Jón af hverju sækir refurinn meira heim að Laugabóli en öðrum bæjum? Er það vegna þess að ætíð er meira og auðfengnara þar um burðinn. Hver hefur unnið meira að fjölgun tófunnar en einmitt bóndinn á Laugabóli. Ég mun ekki svara Jóni fyrir árið 1982 enda tel ég Þráinn Arthúrsson fullfæran um það. Jón talar um að hann þyrfti að fá kaup fyrir grenjaleit, því er ég samþykkur, en hvað segði Jón ef hann væri ekki búinn að fá kaupið sitt síðan 1981 greitt eins og við. Jón þarf að fara að skilja að það er hagsmunamál bænda að útrýma refnum. Þess vegna verða bændur að hafa gott samstarf við veiðimenn. Að lokum Jón, ég vil ekki læra grenjavinnslu hjá þér og því síður búskaparhætti. Þetta mun ég láta nægja að sinni og bið fyrir kveðju til allra bænda í Nauteyrarhreppi. 23.2.1984 Jóhann Kristjánsson Bolungarvík Skólanefnd Grunnskólans d Patreksfirði: Athugasemdir við tillögur framhaldsskólanefndar í grein sem birtist í Vestfirska fréttablaðinu 16. feb. s.l. erfjall- að um tillögur Framhaldsskóla- nefndar ísafjarðar. Þar sem í greinargerð með þessum tillögum koma fram á- lyktanir um skólamál á suður- hluta Vestfjarða, og þar sér- staklega minnst á Grunnskól- ann á Patreksfirði, vill skóla- nefnd Grunnskóla Patreksfjarð- ar láta eftirfarandi koma fram: 1. Undarlegt má telja að nefnd sem skipuð er af bæjar- stjórn ísafjarðar til að fjalla um framhaldsskólana á ísa- firði, skuli í greinargerð sinni, m.a. gera ályktanir um skipan skólamála á suð- urhluta Vestfjarða, að því er virðist án þess að hafa um það nokkur samráð eða samstarf við skólastjórnir eða aðra, sem um þessi mál fjalla, á þessu svæði. 2. Nefndin bendir á, að á Pat- reksfirði er í byggingu nýr Grunnskóli sem í alla staði gæti uppfyllt þær kröfur sem gerðar yrðu til aðbún- aðar og kennslutækja, þótt um framhaldsdeildir væri að ræða. 3. Undanfarið hefur verið unn- ið að samstarfi hreppa á suðurhluta Vestfjarða um ýmis sameiginleg hags- munamál, þar sem mikil á- hersla hefur verið lögð á skólamál. í þessum umræð- um hafa komið fram hug- myndir og tillögur um sam- eiginlegan rekstur Grunn- skólans, hvað varðar eldri bekki, einkum 9. bekk svo og iðnfræðslu fyrir héraðið allt, ásamt athugun á öðru framhaldsnámi. Skólanefnd Grunnskólans lýsir eindregnum stuðningi við þessar hugmyndir og tillögur, og vonar að þær nái fram að ganga sem allra fyrst. Skólanefnd Grunnskóla Pat- reksfjarðar: Erna Aradóttir, formaður Sigríður Sigfúsdóttir Sigurgeir Magnússon Hrafnhildur Ágústsdóttir Anna Jensdóttir. ÁTVR hyggst ekki ganga útúr stjómsýsluhúsinu Á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtudag upplýsti Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, að á fundi með Jóni Kjartanssyni, forstjóra Á.T.V.R., hefði hann sagt að það hefði aldrei verið ætlun sín að ganga útúr stjórn- sýsluhúsinu. Það væri hins vegar hans mat að bygging þess tækí um 4 ár, og á meðan hygðist hann flytja inn í hús það sem Guðmundur Þórðar- son hyggst byggja að Aðal- stræti 20. Það yrði aðeins til bráðabirgða, og hægur vandi að losa það húsnæði þegar stjórnsýsluhúsið yrði tilbúið.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.