Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 1
Sérstaklega míkíð úrval vefhaðar- og hannyrðavöru, einnig ný og fjölbreytt snið. KOMIÐ, SJÁIÐ, SANNFÆRIST gím 7JÖÚ. f//5 &/ untja’iOík Knattspyman á ísafirði: Unglinga- starfið að heíjast Góð aðsókn að kabarettínum — vonast til aó framkvæmdir við nýjan tónlistarskóla hefjist í vor Það styttist í vorið og sumar- ið og öll þau veisluhöld tilver- unnar. Og þegar fer að nálgast þennan árstíma vaknar ýmis starfsemi úr dvala. Dæmi um það er knattspyrnuæfingar unglinga. Æfingar fyrir fjórða og fimmta flokk hefjast 2. apríl næstkomandi og hefur Björn Helgason verið ráðinn þjálfari, en honum tii aðstoðar verða Guðmundur Níelsson og Kon- ráð Einarsson. Þeim krökkum á aldrinum 10 — 14 ára sem hafa áhuga á að æfa fótbolta er bent á að innrita sig hjá Sig- urði Sigurðssyni í Blómabúð- inni frá 3—6 á morgun. Jóhann Torfason mun taka að sér þjálfun sjötta flokks, en það eru krakkar undir 10 ára aldri sem þann flokk fylla. Af meistaraflokksmálum er það tíðinda að Martin Wilkinson mun koma til landsins á tímabih inu 1. — 10. apríl og taka til við þjálfun. Er óvíst hvort hann kem- ur til með að hafa aðsetur í Reykjavík eða á ísafirði, en meistaraflokkur hefur sem kunn- ugt er átt við landfræðilegt vandamál að stríða. Jón Oddsson hefur í vetur séð um æfingar sunnanmanna, en Bjarni Jó- hannsson hefur meðhöndlað „heimamenn." Um 500 manns hafa nú séð kabarettinn í Hnífsdal. Verður ekki annað séð en bæjarbúar kunni vel að meta svona fram- tak og vilji þar með styrkja húsbyggingarsjóð tónlistar- skólans. Vegna hinnar góðu aðsóknar verður efnt til auka- sýningar fimmtudaginn 5. apríl. Menn eru nú farnir að sjá hilla undir tónlistarskólahús á ísafirði. Arkitektar eru að teikna það og vonast er til að hægt verði að hefja framkvæmdií strax í vor. Hingað til hefur kennsla í þessum tæplega tvö hundruð nemenda skóla farið fram á 12 — 15 stöð- um í bænum og er ólíklegt að kennarar endist miklu lengur við að kenna við slíkar aðstæður. Heimili skólastjórans. Ragnars H. Ragnars, og konu hans Sigríðar, hefur sem kunnugt er verið undir- lagt jafnt helga daga sem virka vegna skólahaldsins. Það er löngu viðurkennt að tónlistin hefur þroskandi áhrif á börn og unglinga og er því skól- inn ein af undirstöðum menntun- ar og heilbrigt veganesti til full- orðinsáranna. Þeir sem vilja leggja málinu lið geta sent pen- inga inn á ávísanareikning nr. 21550 í útibúi Landsbanka ís- lands á Isafirði, á nafn Byggingar- sjóðs Tónlistarskóla ísafjarðar, Pósthólf 149. ísafirði. Bolungarvík: Rúta fór útaf við vitann grýttri fjörunni Á laugardaginn fór rúta útaf við vitann á Óshlíð. Hafnaði hún í fjörunni og gereyðilagð- ist. Tíu manns voru í henni og sluppu allir lífs nema einn. Hann var dauður þegar að var kOMllð. Það var laust fyrir klukkan hálf-eitt á laugardaginn sem boð um slysið bárust til lögreglunnar í Bolungarvík um að stórslys hefði orðið við vitann. Björgunarsveitin Ernir var þá þegar kölluð út og fór allur tiltækur mannskapur. 20 menn, til björgunar. Að sögn þeirra var aðkoman ljót og allir farþegarnir lífshættulega slasaðir nema einn sem einungis hafði hruflast. Aftur á móti hafði hann truflast á geði og gerði mönnum erfitt fyrir. Þeim björgunarsveit- armönnum tókst þó, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í grýttri fjörunni, að koma mönnunum öllum í sjúkraskýlið. Hinum slösuðu líður nú eftir atvikum vel. enda búið að hreinsa af þeim sárin og tómat- sósuna. Hinn dauði er meira að segja vaknaður til lífsins á ný. „I stórum dráttum erum við mjög sáttir." sagí i Jón Guðbjarts- son, formaður ~ björgunarsveit- arinnar þegar við spurðum hvort þeir væru ánægðir með æf- inguna. „Það gekk eiginlega allt upp. nema smávægileg atriði sem voru frekar til að brosa að. — þeim sem átti að vera dauður gekk illa að vera dauður. hann fannst anda og var þá einungis úrskurðaður stórslasaður. En hvað varðar búnað. útkallskerfi. talstöðvarkerfi og heildarstjórnun tókst æfingin mjög vel. Hins veg- ar kom í ljós að ekki var til nóg af teppum til að halda yl á svona stórum hóp og er þegar búið að panta fieiri. Það kom líka í ljós að við þurfum fleiri neyðartalstöðv- ar. við vorum með nógu margar i þetta en það var líka allt sem til er í bænum. Því verður kippt í lið- inn. Við erum alltaf hræddir við stórslys á Óshlíð og þessi æfing var m.a. haldin til að athuga hvað við þurfum á staðinn af búnaði í fyrstu lotu." Jón sagði að þessi æfing kæmi í framhaldi af námskeiði í hjálp í viðlögum. væri nokkurs konar lokapróf. Björgunarsveitin hefur verið með æfingar í hverjum mánuði í vetur. Þannig æfðu þeir í janúar björgun úr snjóflóði. í febrúar var það fjallamennska. í apríl verður flugslys á fjöllum og í maí sjóbjörgun á Óshlíð. Þeir Bolvíkingar ætla því ekki að fljóta sofandi að feigðarósi. Hann var lífshættulega slasaður Blaðið í dag er tileinkað málefnum þroskaheftra r i Frá hrútasýningunni. Stuttfótur var dálítið þver og ætlaði ekki að fást á vigtina. Hann reyndist svo ekki vera hrútur og var vísað úr keppninni. Óshlíð: Frainkvæmdum haldið áfram í sumar — reiknað með fyrstu vegþekjunni 1986 í sumar verður haldið áfram endurbótum á Óshlíðarvegi og er áætlað verja til þess 12,6 milljónum króna, en s.l. tvö sumur hefur verið unnið fyrir 12.1 milljón alls á núgildandi verðlagi. Ekki hefur verið á- kveðið enn hvort verkið verður boðið út. Samkvæmt heildarkostnað- aráætlun við Óshlíð, sem lögð var fram í nóvember 1981, á að verja 223 milljónum króna á núgildandi verðlagi til endur- bóta á veginum. Þar af fer um helmingur í vegþekjur. Fram- kvæmdir við veginn eru því enn skammt á veg komnar. Gísli Eiríksson, umdæmisverkfræö- ingur hjá Vegagerðinni, sagði að útlit væri fyrir að hafist yrði handa við fyrstu yfirbygginguna 1986, en þá væru 27 milljónir ætlaðar í framkvæmdir við Ós- hlíðarveg. Óshlíð er inni í fram- kvæmdaáætlun við Ó-vegina þrjá, Ólafsvíkurenni, Óshlíö og Ólafsfjarðarmúla, og sam- kvæmt henni átti að byrja á Enninu, en taka síðan Óshlíð- ina. Nú lýkur framkvæmdum að mestu við Ennið í ár og taldi Gísli það hugsanlegt að fjár- framlög til Óshlíðar hækkuðu strax næsta ár, og yrði þá hægt að setja meiri kraft í fram- kvæmdir. Sérstæð sýning á Bókasafninu Á Bókasafni ísafjarðar stendur nú yfir athyglisverö sýning. Er það sýning á verkum Sigurlaugar Jó- hannesdóttur, en þau eru öll unnin úr hrosshárum. Sigurlaug er fædd 1945 og stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla (s- lands 1965 — 67 og Institudo Allende, San Miguel de Allende Old Mexico 1972 — 73. Hún hefur haldið margar sýn- ingar og átti t.d. verk á sýningunni Scandinavia Today. Sigurlaug hefur verið stundakennari við Myndlista- og handíða- skóla íslands frá 1975. Alls eru 12 verk á sýn- ingunni á Bókasafninu og verður hún opin eitthvaö fram yfir helgi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.