Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 3
véstHíii ] rp.ETTABLADID Málefnifatladra á Vestfjörðum: Bræðratunga er bara upphafið Senn líður að því að Bræðratunga, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fyrir fatl- aða (þroskahefta) á Vest- fjörðum taki til starfa. Af því tilefni og vegna þess að al- menningur skenkir þessum málum yfirleitt takmarkaða athygli, þótti okkur á Vest- firska fréttablaðinu við hæfi að kynna þessi mál örlítið. Hér á síðunum gefur að líta nokkra umfjöllun um rétt fatlaðra í samfélaginu, hvernig starfseminni í Bræðratungu verður háttað og hvernig það er í raun og veru að eiga fatlað barn. Áður en lengra er haldið er rétt að skýrgreina hug- takið fatlaður. í nýju lögun- um um málefni fatlaðra merkir það þá sem eru and- lega eða líkamlega hamlað- ir. Fötluðum má því skipta í þroskahefta annars vegar og öryrkja hins vegar. STYRKTARFÉLAG VANGEF- INNA A VESTFJÖRÐUM hefur unnió ötullega aö fram- gangi þessara mála síöan þaö var stofnaö 5. sept. 1976. Þetta eru samtök áhugamanna og foreldra um málefni fatlaöra á Vestfjörðum og viö stofnun þeirra höföu rúmlega 1300 Vestfiröingar skráð sig styrktar- félaga. Ljóst var aö verkefni fyrir hiö nýstofnaöa félag voru mýmörg enda höföu Vestfirðir dregist allverulega aftur úr hvaö þessi málefni snerti. Tilgangur Styrkt- arfélagsins var aö þæta úr þessu m.a. meö því aö koma á fót þjónustumiðstöð fyrir fatl- aöa meö sérmenntuðu starfs- liöi. Fjöldi styrktarfélaga sýndi aö vindar þlésu meö félag- inu, og síöast en ekki síst að tíðarandinn var loks örlítió aö breytast og fordómar á undan- haldi. Félagiö sótti um lóö og lét teikna væntanlega þjónustu- miöstöö. Síöar kom í Ijós aö sú lóö sem félaginu haföi verið úthlutað reyndist óhentug og var henni því hafnað. Nokkrar tafir uröu þá á málum þessum þar sem í bígerð voru á Alþingi ný lög um fatlaða og vildu menn sjá hverju fram yndi. Landssamtökin Þroskahjálp voru síóan stofnuö í október 1976 og var Styrktarfélagið eitt af stofnfélögum. Undir forystu Þroskahjálpar var fljótlega haf- ist handa um aó fá fram nýja löggjöf um málefni vangefinna en fram til þessa giltu lög um fávitastofnanir frá 1967. Hin nýju lög tóku gildi 1. jan. 1980 og voru nefnd lög um aðstoð vlö þroskahefta. Náöust þar margir áfangar. Markmið laganna var aó tryggja þroska- heftum jafnrétti viö aóra þjóöfé- lagsþegna og skapa þeim skil- yrði til þess að lifa sem eðlileg- ustu lífi í samfélaginu. Sam- kvæmt lögunum var landinu skipt í 8 starfssvæöi og voru Vestfirðir eitt þeirra. Skyldi þar starfa svæöisstjórn og fékkst þannig nokkur heimastjórn. Lögin kváöu einnig á um aö veita skyldi þroskaheftum þjón- ustu á almennum stofnunum svo sem unnt væri, en annars skyldu stofnanir fyrir þroska- hefta vera margs konar, s.s. vistheimili, sambýli, verndaöir vinnustaöir, leikfangasöfn o.fl. Ekkert af þessu tagi var hér til staðar. Þegar umrædd lög tóku gildi gaf auga leið aö Styrktarfélag- inu yröi fjárhagslega ofvióa aö standa undir þeim kröfum sem lögin settu. Tók svæðisstjórn þá viö byggingamálum og hefur æ síöan veriö góö samvinna milli þessara aöila. í framhaldi af þessu var síðan tekin sú ákvöróun aö félagið yröi öflug- ur stuöningsaðili viö þessa framkvæmd og skyldi þaö vera eitt af meginverkefnum þess. SVÆÐISSTJÓRNIR Samkvæmt lögum um mál- efni fatlaðra sem tóku gildi 1. janúar s.l. er yfirstjórn á málefn- um fatlaöra í landinu í höndum svokallaórar stjórnarnefndar, en undir henni sitja síðan átta svæöisstjórnir eins og skv. gömlu lögunum. í svæöisstjórn sitja m.a. héraóslæknir og fræöslustjóri ásamt þremurfull- trúum frá samtökum fatlaóra. Formaöur Svæðisstjórnar Vest- fjaröa er Magnús Reynir Guö- mundsson. í spjalli vió Vf sagöi Magnús aö Svæðisstjórnin væri nýfarin aó starfa samkvæmt nýju lög- unum, sem væru miklu víötæk- ari en gömlu lögin frá 1980 um málefni þroskaheftra. Léti nærri aö nýju lögin næðu til 8 — 10% þjóðarinnar. Aðspurður sagði hann aö enn ætti aö miklu leyti eftir að móta starfssvið nýju Svæöisstjórnarinnar, en sam- kvæmt lögum bæri henni aö vinna aö því aö tryggja fötluð- um jafnrétti og sambærileg lífs- kjör við aöra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess aó lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnaöi best. í þessu fælist m.a. aö sjá til þess aö fatlaðir einstaklingar á Vestfjörðum fengju þá aðstoö og kennslu sem þeim bæri. Engar opinberar tölur eru til um fjölda fatlaðra á Vestfjöró- um nú, en fyrir rúmum 10 árum var gerö könnun á því og kom í Ijós aó þeir voru milli 70 og 80, og taldist þaö svipað hlutfall og í öórum landshlutum. Fram- kvæmdastjóri Svæóisstjórnar, Rannveig Guðmundsdóttir, fé- lagsráögjafi, vinnur nú aö því aö leita uppi fatlaöa einstak- linga á svæöinu og kanna aö- stæður þeirra. „Helsta verkefni Svæöis- stjórnar núna er aö berjast fyrir fjármagni til að geta klárað Bræöratungu," sagöi Magnús Reynir. ,,Viö höfum verið aö reyna aö höfða til þeirra loforöa sem gefin hafa verið á undan- förnum árum um aö þaö yrði veitt nægilega miklu fjármagni í Bræóratungu til þess aö hún geti starfað eölilega og viö telj- um aö hún geti ekki starfað eölilega nema aó bæöi húsin séu komin í gagnið." Fjármagn til slíkra fram- kvæmda kemur úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra, en ekki er búiö aö úthluta úr honum fyrir áriö 1984. Magnús sagöi aö sökum rausnarlegra gjafa sem borist hefðu yröi hægt aó veita jafn góöa ef ekki betri þjónustu en gerðist á sambærilegum stofn- unum hér á landi. HLUTVERK SKÓLANNA Þaö kemur fram í 50. grein grunnskólalaganna aö börn sem talin eru víkja svo frá eðli- legum þroskaferli aö þau fái ekki notið venjulegrar kennslu í einni eöa fleiri násmgreinum, eiga rétt á sérstakri kennslu viö sitt hæfi. ,,Slík kennsla fer fram einstaklingslega, í hópum, sér- bekkjum eöa sérdeildum grunnskóla, nema til komi kennsla á sérstofnun." Börnum sem aö mati dómbærra manna eigi ekki samleið meö þorra barna af einhverjum ástæðum skal séö fyrir kennslu í almenn- um grunnskóla eða sérstakri deild á vegum hans. Telji sál- fræöiþjónusta sem hlut á að máli aö slíkt muni ekki bera tilætlaðan árangur skal séö fyrir kennslu í sérstofnun. Hvert fræösluumdæmi skal eiga aö- gang aö slíkum sérstofnunum, segir í lögunum. Frá lögbókum til staöreynda: „Vistunarúrræöi hafa verið mjög erfiö, þaö heíur engin stofnun veriö á Vestfjöróum og Bræöratunga er bara upphaf- ió,“ sagöi Pétur Bjarnason, fræóslustjóri í samtali vió Vf. En meö sérkennslu? ,,Þaó eru nokkur dæmi um aö viö höfum úthlutað þroska- heftum sérstakri kennslu og þá hefur verið um einstaklings- kennslu aö ræöa. Þetta eru örfá börn. Til viðbótar þessu höfum við haft stuöningskennslu fyrir börn sem hafa átt mjög erfitt uppdráttar, eru á mörkum þess að vera þroskaheft. Þaö ertölu- vert um slíkt en okkur er úthlut- að stuðningskennslukvóta á hverju ári og erum bundnir af honum." „Sérmenntaðir kennarar skulu annast kennslu, þar sem því verður viö korniö," segir í lögunum. Hvernig standa þau mál á Vestfjörðum,? „Þaö er nú einn vandinn, viö höfum ekki sérmenntað fólk,“ sagöi Pétur. „Sem dæmi um vandann get ég nefnt aö í vetur voru tveir einstaklingar sem þurftu á sérkennslu aö halda en gátu ekki fengiö vistanir, og uröum viö þá að grípa til þess ráðs aö senda kennara suður, m.a. í Safamýrarskóla, til aö kynna sér málin svo þeir gætu kennt þessum einstaklingum. Þetta er neyóarúrræöi." Það kemur fram í viðtalinu við Sigurjón Hilaríusson að hann ætlast til þess aö skólarnir á ísafiröi taki við heimilismönn- um í Bræöratungu þegar þar aö kemur. Viö spuröum Bergsvein Auöunsson, skólastjóra Barna- skólans, hvort skólinn væri í stakk búinn til aö taka við þess- um einstaklingum. „Alls ekki,“ sagöi Berg- sveinn, „og það hefur ekkert verið viö mig rætt í því sam- bandi. Þetta þýðir aukaálag á kennarana," sagöi Bergsveinn, en í skóla hans er nú einn þroskaheftur nemandi og er hann bæöi í almennri bekkjar- deild og sérkennslu. Aöspuröur sagði Pétur Bjarnason, fræðslustjóri, það sinn vilja aö stefnt yröi að því aö skólarnir gætu tekið viö þessu fólki. Þaö væri þó hæg- ara ort en gjört því þjálfa þyrfti starfsfólk til þess, þar eö Ijóst væri aö þessir einstaklingar gætu ekki farið í almenna kennslu. „Okkur er Ijós okkar skylda og ætlum ekki að víkjast undan henni,“ sagði Pétur og gat þess aö oft heföi skort á að FASTEIGNA- ] VIÐSKIPTI j ÍSAFJÖRÐUR: Sundstræti 29, 2ja herb. j íbúð á 2. hæð. íbúðin er ! laus. Stórholt 11, 3 herb. íbúð á ■ 1. hæð. Laus 1. mars. Fjarðarstræti 57, 3ja —4ra I herb. íbúðá 1. hæð. Laus 1. I júní. Seljalandsvegur 85, lítið | einbýlishús. Strandgata 5, ca. 120 ferm. | íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- | húsi. Laus fljótlega. Túngata 3, 5 herb. íbúð í ■ suðurenda. Allt sér. Mjallargata 9, einbýlishús I úr timbri. Stór eignarlóð. ■ Laust 1. maí. Fitjateigur 6, ca. 130 ferm. | einbýlishús. Getur losnað I fljótlega. Lyngholt 11, fokhelt einbýl- | ishús ásamt bílskúr. Silfurgata 12, lítið einbýlis- j hús. Laust fljótlega. Góuholt 5, rúmlega fokhelt ■ 135 ferm. einbýlishús ásamt | bílskúr. Urðarvegur 74, raðhús í ! smíðum. Stekkjargata 4, lítið einbýl- ■ ishús. Selst með góðum ■ kjörum, ef samið er strax. [ BOLUNGARVÍK: [ Traðarstígur 3, ca. 160 ferm. einbýlishús ásamt bíl- skúr og stóru rými í kjallara. I Laust eftir samkomulagi. I Skipti á íbúð á ísafirði eða í I Reykjavík koma til greina. I Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð I á jarðhæð. Þjóðólfsvegur 14,3ja herb. I íbúð á 2. hæð. ■ Holtabrún 16, 4ra herb. ibúð á 1. hæð. | Heiðarbrún 4, 138 ferm. I einbýlishús ásamt bílskúr. | Arnar Geir S Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, ! ísafirði sími 4144 skólamenn geröu sér grein fyrir hlutverki sínu á þessu sviði. Sama heföi reyndar gilt um for- eldra, sem heföi oft haft þær afleiðingar aó þessir einstak- lingar heföu einangrast. Þaö væru jafnvel dæmi um að tví- tugt fólk heföi farið alveg á mis viö skólagöngu. „Vandinn hef- ur veriö að viö höfum ekki vitað um alla þroskahefta," sagöi Pétur, en kvaö það atriði hafa lagast síöan Svæöisstjórn var sett á laggirnar. ÞÝÐING BRÆÐRATUNGU Tilkoma Bræðratungu er sjálfsagt þýöingarmeiri en margur gerir sér grein fyrir. Þetta er fyrsti vísirinn aö nokk- urri þjónustu fyrir fatlaöa á Vestfjörðum eftir áratuga langa baráttu margra ágætra Vestfirð- inga. Ekki þarf aö efa að til mikilla hagsþóta veröur fyrir foreldra aö þurfa ekki að leita suður eftir allri þjónustu, eöa jafnvel aö flytjast búferlum. Þaö er Ijóst aö þegar viö opnun veröur Bræöratunga bú- in öllum fullkomnustu tækjum sem völ er á og eru mörg þeirra keypt fyrir gjafafé sem streymir Sjá næstu síöu I' ií iiii iiii iii iii ■III iiii iii i IIIIII Við bjóðum þér að versla ódýrt Tekið er viö pöntunum og upplýsingar veittar varðandi þessi tilboö í síma 4006 milli kl. 12:00 og 13:00 Stærri innkaup milliliðalaust beint frá framleiðanda HN — KJÖTVINNSLA kr./kg. 'Æ grís, tilbúinn í frysti ...............129,00 V? ungnaut, tilbúiö í frysti .............169,00 1 /1 Dl skrokkur, sagaöur í poka ......... 123,05 1 /1 Dll skrokkur, sagaóur í poka ........117,95 1 /1 skrokkur hangikjöt...................195,00 Súrmatur í 3 I. fötu m/súr: Sviðasulta, hrútspungar, lundabaggar og bringur, ein tegund eöa blandað ................... 190,00 Athugió aö einungis á þessum tíma er hægt aö taka viö pöntunum og veita upplýsingar varöandi ofangreind til- boö. Viö sendum í póstkröfu, sé þess óskaö. venjul./ okkar verð smás.v. Hrossasaltkjöt, 5 kg. eöa meira 80,64 99,84 Kindahakk, 5 kg. eöa meira 152,84 189,24 Nautahakk, 5'kg. eöa meira 234,57 290,42 Vínarpylsur, 5 kg. eöa meira 138,65 171,67 Bjúgu, 5 kg. eöa meira 110,14 136,37 Fiskbúðingur, 5 kg. eöa meíra 87,43 111,44 Kjötbúðingur, 5 kg. eöa meira 141,14 174,75 Kjötfars, fryst, 5 kg. eöa meira 90,09 111,54 Kindakæfa, 5 kg. eöa meira 136,50 169,00 Kjúklingar, 10 stk. í poka 145,95 191,82 Franskar, 1800 gr„ 8 pk. í kassa ... 118,12 155,25 Parísar, 750 gr„ 14 pk. í kassa 44,10 57,95 KJÖTVINNSLA SUNDSTRÆTI 36 SÍMI 4006

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.