Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 8
Ívestíirska Mé/iWMl hefur heyrt AÐ flestir lesendur Vest- firska hefji lestur blaðsins hér... AÐ allmiklar umræður hafi orðið um uppbyggingu á Seljalandsdal í hófi sem haldið var íþróttamanni ársins á Hótel l’safirði í síð- ustu viku. Formaður Skíða- ráðs, Siguröur Gunnars- son, steig í pontu og sagði ekkert hafa verið gert fyrir Dalinn í háa herrans tíð néma keyptur hefði verið einn troðari. Guðmundur Sveinsson tók síðan til máls og sagði að ungir menn ættu að byggja tvö- falda lyftu uppá Gullhól, það væri lítið verk. Hann sagði alls ekki víst að bæj- arstjórn gerði nokkurn tím- ann annað en að halda rekstrinum gangandi og borga með honum milljón á ári... AÐ olíuskipíð Bláfell hafi komið með svartolíu alla leið frá Reykjavík eingöngu til að fóðra rækjutogarann Hafþór, þó svo að næg svartolía hafi verið til á ísa- firði. Skyldi þetta vera nýj- asta leiðin til að draga úr dreifingakostnaði olíufél- aganna... AÐ hagnaður hafi orðið af barnaskemmtunum Litla leikklúbbsins. Höfum við fyrir satt að þeim leik- klúbbsmönnum þyki dálítið öfugsnúið að græða á blessuðum börnunum en tapa svo á fullorðna fólk- inu. Kannski segir þetta okkur að börnin kunni bet- ur að meta það sem vel er gert heldur en þeir full- orðnu.... AÐ ef Þingeyringar vilji bregða sér í helgarreisu til Reykjavíkur verði hún að standa í fimm daga vegna þess að einungis sé flogið tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Samt mun vera töluvert um að Þing- eyríngar bregði sér í helg- arreisur... r1 Það hefur verlð á mörkum að Patreksfirðingar hafi haft undan að vinna sinn afla und- anfarið. ( HP hefur verið unn- ið sex daga vikunnar og ku fólk vera farið að þreytast. Netabáturinn Þrymur hefur aflað mjög vel af þorski og klárar sennilega sinn kvóta um helgina. Þá mun hann söðla yflr á línu að nýju. Rækjuvertíðinni í Djúpinu fer nú að Ijúka og er lokið hjá mörgum bátum. Fjórir rækju- Þau fóru með áheyrendur spölkorn aftur í fortíðina á sönghátíðinni að Uppsölum á laugardaginn. Þau eru, frá vinstri: Árni Sigurðsson, Asthildur Þórðardóttir, Barði Ólafsson, Ingibjörg Guðmundsóttir, Ólafur Guð- mundsson, Villi Valli, Baldur Olafsson og Magnús Reynir Guðmundsson sem þarna slítur hátíðinni. vestfirska FRETTABLASIS Vel heppnuð sönghátíð að Uppsölum Það komust færri að en vildu, sennilega ekki nema brot af þeim sem vildu. Tíð- indamaður Vf var einn hinna heppnu. Heppnu segjum við því þessi sönghátíð var fjarska- lega vel heppnuð og stemmn- ing eins og best gerist. Fimm söngvarar fyrri ára var yfirskrift hátíðarinnar. Fyrstur frægra manna hóf upp raust sína Árni nokkur Sigurðsson, og sýndi að menn geta slett úr klaufunum þó þeir séu virðulegir ritstjórar og blaðaútgefendur, eins og kynnir kvöldsins, Magnús Reynir Guð- mundsson, komst að orði. Ást- hildur Þórðardóttir mætti í tísku- búningi sjöunda áratugarins og vakti mikla lukku. Þá steig Barði Ólafsson á fjalirnar og kyrjaði nokkra hjartnæma söngva. Síðan tók Ingibjörg Guðmundsdóttir við hljóðnemanum og hafði engu gleymt enda enn ung að árum. Síðast skal frægan telja Ólaf Guðmundsson og var hann hyllt- ur vel. Að þessu loknu var síðan tísku- sýning frá Eplinu. Uppsalir eiga þakkir skildar fyrir að standa fyrir þessari ný- Hvítasunnusöfn- uðurinn með Biblíunámskeið — Gardar Ragnarsson, prestur í Óóinsvéum leiðbeinir í heimsókn á ísafirði er nú Garðar Ragnarsson, prestur Hvítasunnusafnaðarins í Óðins- véum í Danmörku. Hefur hann verið með Biblíunámskeið í Hvítasunnukirkjunni (Salem) á hverju kvöldi þessa viku og mun halda því áfram út vikuna. Þá verður almenn vakningar- samkoma á sunnudaginn kl. 20.30. Garðar Ragnarsson hefur verið prestur í Danmörku í 12 ár, en áður var hann 5Ví> ár í Færeyjum. Hann hefur einnig predikað á Grænlandi og í Jap- an svo dæmi séu nefnd. Það er gömul hefð í Hvíta- sunnusöfnuðinum að prestar heimsæki söfnuði og mun Garðar fara víðar um ísland. Á næstunni mun birtast hér í Vf viðtal við hann þar sem hann leiðréttir ýmsar villukenningar almennings varðandi Hvíta- sunnusöfnuðinn. breytni, sem sannaði, eins og Magnús Reynir sagði, að Vest- firðingar þurfa ekkert að sækja suður á Broadway. Meiningin er að reyna að endurtaka hátíðina í vor. Ekki farínn að sjá þá hagkvæmni sem fylgja kvótakerfinu — segir Jón Páll Halldórsson veiða sinn kvóta fyrir mitt ár að við það verði látið sitja. Ég held að stjórnvöld neyðist þá til að láta undan þrýstingi. áttí að hugarlund. Og þá kosti sem koma áttu í ljós með kvótakerfinu hef ég ekki séð koma fram. Ég sé til dæmis ekki að Breiðfirðingar hafi dregið neitt úr sinni sókn þó þeir ,,í þrjá og hálfan áratug hefur þorskaflinn verið um og yfir 400 þúsund tonn ár hvert. Hann fór lægst í 335 þúsund tonn árið 1948. Svo ætlum við núna niðrí 220 þúsund tonn. Ég hef verið að reyna að verkja athygli manna á þessu, en það virðast allir loka augunum fyrir þessu,” sagði Jón Páll Halldórsson um þorskvéiði- málin. Við spurðum hvort hann væri með þessu að segja að fiski- fræðingar hafi rangt fyrir sér. „Það dettur mér ekki í hug að segja. Ég ber mikla virðingu fyrir fiskifræðingum. Hitt er svo annað bátar eru nú að hefja hörpu- diskveiðar, sá fyrsti, Ása, byrjaði í gær. Spáð er batn- andi verði á hörpudiskmörk- uðum þegar Ifður á vorið, en miklar sveiflur eru sem kunn- ugt er á þeim mörkuðum. I Bolungarvík og á Patreks- firði er enn verið að vinna loðnu af fullum krafti en hún mun vera orðin nokkuð horuð og ekki eins mikið uppúr henni að hafa. PÁLL PÁLSSON kom með 135 tonn af ufsa og karfa á þriðjudag. BESSI landaði sama dag á- líka miklum afla og var uppi- staðan ufsi. GYLLIR landaði á föstudag- inn 164 tonnum af blönduð- um afla suður í Hafnarfirði. Þeir Flateyringar telja sig hafa nægt hráefni þangað til að þetta er meiri sveifla en efna- hagslífið þolir og ég held að það sé að koma á daginn núna. Við erum háðari þórskveiðum en svo. Við Vestfirðingar lögðum til á Fiskiþingi í haust að aflinn yrði miðaður við 400 þúsund tonn sem langtíma sjónarmið. Tekið yrði meðaltal síðustu 20 ára, en út- koman úr því er 392 þúsund tonn. Þetta töldu flestir bera vott um mikið ábyrgðarleysi. Mín spá er sú að þegar fram líða stundir verði einhver slík stefna ráðandi. Ég hef ekki trú á því þegar fjöldi byggðarlaga verður búinn að skipið kemur úr næstu veiði- ! ferð. | DAGRÚN kom með 110 tonn | af ufsa og karfa á þriðjudag. I HEIÐRÚN kom með liðlega ■ 100 tonn á miðvikudag. I ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR J landaði á mánudag 146 tonn- | um af blönduðu. I FRAMNES I landaði á laugar- I daginn 83 tonnum. | SLÉTTANES landaði daginn J eftir 184 tonnum. SÖLVI BJARNASON landaði | á laugardaginn 140 tonnum af I marglitum afla. I TÁLKNFIRÐINGUR landaði á ■ miðvikudag 150 tonnum, þar J af um 100 tonn af karfa. ■ SIGUREY kom til Reykjavíkur | á mánudagskvöld, biluð. | Vonast er til að hún komist á I veiðar aftur í vikulokin. ■ HAFÞÓR kom með 65 tonn af ! rauðagulli á laugardaginn. | J Úr því að menn voru svo sann- færðir um að það ætti að halda sig við 220 þúsund tonn taldi ég að kvótakerfið væri eina leiðin. Hins vegar er ég vantrúaður á að þessu stefna haldi út árið, því þetta er miklu meiri sveifla en ég held að menn hafi gert sér í vissu að kvótinn væri að verða búinn. Og ég er heldur ekki far- inn að sjá þá hagkvæmni sem átti að fylgja þessu. Menn haga sér engann veginn eins og þeir væru að fiska uppí kvóta,“ sagði Jón Páll Haildórsson, framkvæmda- stjóri Norðurtangans. BÍLALEIGA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.